Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 39 heim. Mér hafa sagt samstarfsmenn hans þar að hann hafi komið sér þar vel bæði við störf sín og við fólkið sem með honum starfaði. Þegar við höfðum lokið skólavist okkar á Hólum kom Sólveig frá Hofi uppeldissystir Friðriks ríðandi til að sækja hann. Einhvern veginn fór það svo að Sigurður Karlsson ráðsmaður á Hólum bauð mér Kolka sinn til að ríða með þeim úr hlaði. Ég hafði ekki séð aðra ríða Kolka en Ágúst í Víð- inesi sem tamdi hann og svo Sigurð sem naut hans. Hestarnir frá Hofi voru fallegir og góðir og fóru vel. Við riðum norður Hjaltadal út undir Neðra Ás. Stoppuðum öðru hvoru og spjölluðum saman. Sumir dagar fest- ast öðruvísi í minningu manns en aðr- ir og þessi dagur var einn af þeim sem ég enn man. Við kvöddumst, ég snéri við og Kolki var háreistur og hafði mjög fallegt tölt og mér fannst ég hafa við hann gott samband, og um margt hugsaði ég suður eyrarnar í Hjaltadal og heim að Hólum. Á Hólaskóla áttu flestir minning- arbækur. Í mína bók ritaði Friðrik þessa vísu eftir Andés Björnsson: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Meðan ég reið með Friðriki og Dolly norður undir Ás var minninga- bók mín hjá Gunnlaugi Björnssyni kennara. Vísuna sem hann orti í bók- ina mína, ætla ég að eiga með þér Friðrik. Ég ann þér æskunnar veldi. Ég ann hinum göfga hlyn. Ég ann þeim, sem eiga gáfur. Ég ann þeim sem meta sinn vin. Ég ann þó mest af öllu orku, sem þolir sár, og vilja sem veit hvað það gildir að virða sín manndómsár. Eiginkonu Friðriks og afkomend- um votta ég innilega samúð. Hjalti Pálsson. Elskulegur tengdafaðir minn, Friðrik Pétursson, hefur kvatt. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum og þakka góða samfylgd. Langt er orðið síðan ég tók að venja komur mínar á heimili tengda- foreldra minna, Friðriks Péturssonar og Jónu Sveinsdóttur, á Háaleitis- braut 32. Heimilið bar yfirbragð glað- værðar og gestrisni. Þangað var gott að koma og gaman að vera og margt var það sem þau hjónin sáu í gegnum fingur sér með við okkur unga fólkið. Fyrir bragðið var heimilið vinsæll samkomustaður. Friðrik er mér minnisstæður frá þessum árum, þétt- ur á velli og léttur í lund, eins og gjarnan er sagt um mæta menn. Hann var vel lesinn og fróður, ekki síst um málefni líðandi stundar, og hafði gaman af því að ræða málin. Hann var stoltur af ætt sinni og upp- runa, börnum sínum og afkomendum og hafði gaman af því að segja mér frá fólkinu sínu. Frásagnarlist var tengdapabba í blóð borin og skorti ekki söguefnin. Hafði lifað viðburða- ríka ævi og víða komið við. Sögusvið margra sagnanna var sveitin hans, Skagafjörður, sem var honum ofar- lega í huga alla tíð. Naut hann þess á síðari árum að heimsækja æskustöðv- arnar á sumrin með sonum sínum í svokölluðum feðgaferðum. Víst er að margar af sögunum hans Friðriks eru minnisstæðar og eiga eftir að lifa með afkomendum hans. Á kveðjustund vil ég þakka tengda- pabba þá hlýju og góðvild sem hann sýndi mér alla tíð og fyrir margar skemmtilegar samverustundir. Í Korintubréfi I (13:4–7) segir m.a.: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegð- ar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki lang- rækinn. Hann gleðst ekki yfir órétt- vísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Friðrik Pétursson var góður maður og naut fjölskylda hans þess í ríkum mæli. Það ber að þakka og muna. Ég vil að lokum votta fjölskyldunni mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þau öll og blessa. Guðrún. ✝ Sveinn Tumi Arn-órsson fæddist á Sauðárkróki 3. mars 1949. Hann lést á heimili sínu á Laug- arbakka í Miðfirði 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sveinsdóttir, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981, og Arnór Sigurðsson, f. 1.3. 1919, d. 14.11. 1998. Guðrún (Rúna) fæddist á Berustöð- um, Ásahreppi í Rangárvallasýslu, dóttir séra Sveins Ögmundssonar, f. 20.5. 1897, d. 1.10. 1979, og fyrri konu hans Helgu Sigfúsdóttur, f. 30.6. 1903, d. 23.5. 1935. Arnór fæddist á Ísafirði, sonur Sigurðar Sigurðssonar, sýslumanns Skag- firðinga, f. 19.9. 1887, d. 20.6. 1963, og konu hans Guðríðar Stef- aníu Arnórsdóttur, f. 15.4. 1889, d. 14.6. 1948. Systir Tuma er Stef- anía, f. 9.3. 1945. Maður hennar er Jón Björnsson, f. 20.3. 1947, börn þeirra eru 1) Uggi, f. 4.5. 1967, sonur hans og Ástu Kristínar Hauksdóttur, f. 10.6. 1964, er Eg- ill, f. 4.7. 1997; 2) Halla, f. 7.8. 1973, gift Ragnari Pétri Ólafssyni, f. 23.11. 1971, og eiga þau dæturnar Rán, f. 1.1. 1999, og Stefaníu, f. 7.4. 2000. Tumi kvæntist 18.4. 1970 Ás- laugu Ásgeirsdóttur, f. 4.5. 1946, og eiga þau dótturina Lilju Rún, f. 30.3. 1984. Foreldrar Áslaugar eru Lilja Eiríksdóttir, f. í Lambhaga í Mosfellssveit 30.9. 1924, og Ásgeir Hafliðason. Stjúpfaðir Áslaugar var Jón Hjartarson, bóndi á Sæ- bergi í Hrútafirði, f. 18.4. 1902 í Jaðri í Hrútafirði, d. 31.8. 1985. Hálfbróðir Ás- laugar er Hjörtur Hólm Jónsson, f. 9.8. 1951, kona hans er Patricia Sóley Lo- pez, f. 20.12. 1955, börn þeirra eru Jó- hanna Andrea, f. 26.3. 1991, og Krist- ján Felipe, f. 26.6. 1995. Fyrir átti Hjörtur soninn Ragnar Jón, f. 13.7. 1977. Uppeldisbróðir Áslaugar er Sigurður Hilmar Gíslason, f. 16.2. 1946. Tumi ólst upp hjá foreldrum sín- um á Sauðárkróki, en var löngum í sveit hjá Jóni Pálmasyni og konu hans Arnfríði Jónasdóttur, fyrst í Axlarhaga og eftir lát Jóns á Þverá í Blönduhlíð. Hann dvaldi fermingarárið sitt í Þykkvabæ hjá Sveini, afa sínum, sem fermdi hann þar. Eftir að grunnskólanámi lauk starfaði Tumi um hríð hjá RARIK. Hann nam setjaraiðn í prentsmiðj- unni Gutenberg og vann í Alþýðu- prentsmiðjunni í Reykjavík eftir að námi lauk árið 1972. Hann flutt- ist síðar til Sauðárkróks og starf- aði þar að iðn sinni í þrjú ár til 1979. Hann flutti þá að Sæbergi í Hrútafirði, stundaði þar búskap og rak prentsmiðju. Síðustu 16 árin rak hann prentsmiðjuna Húna- prent á Laugarbakka í Miðfirði. Útför Sveins Tuma fer fram frá- Kópavogskirkju á morgun, mánu- daginn 18. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Er ég minnist Tuma frænda míns, en svo var hann jafnan nefndur, hvarflar hugurinn til liðinna ára, heim á bernskuslóðir á Sauðárkróki. Tumi var fæddur á Sauðárkróki og sleit þar barnsskónum hjá foreldrum sínum, eldri systur og afa. Sá er þetta ritar var að mestu farinn að heiman í skóla, en kom heim vor og haust og kynntist því þá, hve Tumi var mikill gleðigjafi á heimilinu. Hann var ein- staklega ljúfur og góður drengur, er allir heilluðust af. Afa sínum var hann sem bjartur sólargeisli. Er það minn- isstætt er síra Friðrik Friðriksson, æskulýðsleiðtoginn mikli, dvaldi einu sinni sem oftar á heimilinu, hve hann og Tumi urðu góðir vinir. Mynd sem tekin hafði verið af Tuma þá um sum- arið fékk síra Friðrik að skilnaði, þeg- ar hann hélt úr héraði. Þessa mynd hafði hann uppi í stofu sinni í KFUM. En síra Friðrik og afi Tuma, Sigurður sýslumaður, voru frændur. Seinna er Tumi óx nokkuð úr grasi var hann tíður gestur á heimili mínu eftir að ég tók við prestsstarfi á Hofs- ósi. Var hann þar jafnt og áður í miklu uppáhaldi hjá frændum sínum og vin- um. Tumi var löngum í sveit á sumrum á bernskuárum sínum. Undi hann sveitalífinu vel. Voru miklir kærleikar með honum og Arnfríði á Þverá, er entust allt til síðustu stundar, en hjá henni dvaldi hann á sumrum í mörg ár. Hafði hann nýverið fylgt Arnfríði til grafar, er hann lést. Hann lauk skólaskyldu sinni á Sauðárkróki og vann eftir það að línu- lögnum hjá RARIK undir verkstjórn Sigfúsar Sigurðssonar frænda síns. Tumi hóf nám í setjaraiðn í Prent- smiðjunni Gutenberg og lauk þaðan námi eftir 4 ár með miklu lofsorði. Nokkru áður kvæntist hann Áslaugu Ásgeirsdóttur, og stofnuðu þau heim- ili sitt í Reykjavík. Stundaði hann þar iðn sína um nokkur ár. Síðan fluttu þau til Sauðárkróks, þar sem hann rak prentstofu í félagi við Stefán Árnason. Að þrem árum liðnum fluttu þau hjón að Sæbergi við Hrútafjörð, en þar stundaði Tumi nokkurn bú- skap ásamt iðn sinni. Fórst honum vel búskapurinn, sem hann sagðist ætíð sakna. Síðar stofnaði hann prent- smiðjuna Húnaprent að Laugar- bakka í Miðfirði, en þar vann hann að prentiðn sinni allt til dauðadags. Tumi var eftirsóttur prentari, enda vel að sér í iðninni og listrænn. Tumi var fríður maður sýnum. Meðalmaður á hæð, rauðbirkinn og samsvaraði sér vel. Hann var glaðvær og vinmargur, skjótur til hjálpar ef einhver var hjálparþurfi. Þau hjón voru einstaklega gestrisin og rausn- arleg, þeim er að garði bar. Eignuðust þau eina dóttur barna, Lilju Rún, er stundar nám við Menntaskólann í Kópavogi. Síðustu ár ævi sinnar bjó hann, eins og áður er sagt, á Laugarbakka, í fá- mennu samfélagi. En á undanförnum árum hefir fólksflóttinn verið mikill úr sveitum Norðurlands eins og kunnugt er. Þeir er eftir sitja bindast þá oft miklum vináttuböndum, svo var um nágranna Tuma. Hef ég fyrir satt að Tumi hafi verið einkar vinsæll meðal þeirra. Tuma frænda míns er nú sárt sakn- að af ættingjum hans öllum og vinum. Ég bið honum Guðs blessunar í þeim heimi, er hann er nú horfinn til. Ás- laugu, Lilju Rún og Stefaníu flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Sigurðsson. „Ef þú ferð á undan mér yfirí sælli veröld taktu þaktu þá móti mér með þín sálarkeröld.“ (Þórbergur Þórðarson.) Þessi orð skáldsins vil ég leyfa mér að gera að mínum, þegar ég minnist vinar míns og mágs hans Tuma. Leiðir okkar lágu fyrst saman er hann kynntist Áslaugu uppeldissyst- ur minni, og tókst með okkur góð vin- átta sem hélst alla tíð. Tumi var einstaklega greiðvikinn maður, með stórt hjarta er ætíð tók málstað lítilmagnans. Hann var mjög listfengur og hagur í höndum og vinnubrögð hans, sem grafísks hönnuðar, þóttu ákaflega vönduð og góð. Marga lífsgátuna reyndum við að kryfja á góðum stundum, sennilega hefur það tekist misvel, enda við báðir breyskir menn. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja góðan dreng, Tuma Arnórs- son. Hans er sárt saknað af þeim er hann þekktu, ekki síst hans góðu dótt- ur Lilju Rún. Blessuð sé minning hans, Sigurður Hilmar Gíslason. SVEINN TUMI ARNÓRSSON                                             !"" #$%% &                                            !"##  $   %& !"## '!() * !#(&!! & ( ( #!! &  &  !! &   %&! !"## ) + & !,!#-&                                          ! "       #   $  %       !"#     !"#  $ %   $ %! &%   !"#   $ %   ' ()! !  $$ *            !                 !"   !# #$ %    &      ' ()  *    +)     ! " #$ #%&'# # " #$ #%&'# " #$ # " #$ #%% (#)" #$ #%&'#  )(# $*# " #$ #%&'#                               !"#                               !   ""# " $$ %$&$ ' ($' # )*  ! *$+&  #&$   ($" $)*  $$ *$&$ , $,- $&, $, $,- $.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.