Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 41 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar                          !" #"$ %&&   !  &'(%&&  #%  #%) &   &'(%&&   * )  +(  !'"%&&  $  !'"%&&  $) '  ! ) )! ,,-                                                      ! "# $ " %" & "" ""# "# ' ( )#"( %"  $   (" "# ' * "" "+' "# '   #"' " *% , %" #"- . "# ' /#' % .# %" # "# " % #" "!                                             !" #$ % && #% '()*+ % && ()*+ % && '  %%,   *+ %%,  ' -  % && '.&)*+ % && ' /,%&%, 0%&()*+ % && ' 1 2%%, '%)*+ % && 3,+   1 %%,   *),')    *                                           ! " #               $% # &  ' (%   ) * )* " + (%   , ( - . & #"  * + . & (' - /+ (%   ,  0 ( . &  "  * + . , #   %1  (%   . 2  -   . (  3 " 0(' 3 .&  '                                                     !"  #$  $%  ! "#" $%  $&& ' ( & ) &*$ $%  $&& (  +',' )  *$ $%  )  %'  & $&& ) & $%  ) +',' "+',' $&& $! " $%  $&& $  - )  % ' $%  $&& .  .")-".  .  . ✝ Edith KristineMagnússon, fædd Petersen, fæddist 23. júlí 1903 í Kaup- mannahöfn. Systur hennar voru Bertha, Magda, Olga sem eru látnar og Carla, sem er yngst. Foreldrar Edith voru Hilda Möller, f. í Svíþjóð 1880, og Martin Pet- ersen, f. í Kaup- mannahöfn 1880. Edith giftist Jóni Magnússyni bygg- ingatæknifræðingi 10. des. 1938 í Kaupmannahöfn en Jón var í námi þar í borg frá 1934. Þau eiga þrjú börn: 1) Agnar, byggingaverkfræðingur í Reykja- vík, f. 5.12. 1939. 2) Ulla, formað- ur SOS á Íslandi, f. 16.12. 1940, sambýlismaður Guðjón Guðjóns- son, frv. flugstjóri hjá Cargolux, f. 22.6. 1936. Sonur Ullu og Magn- úsar Péturssonar er Jón Glúmur fjár- málafræðingur, f. 12.5. 1975. 3) Krist- ín, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, f. 31.1. 1943, gift Halldóri S. Kristjánssyni, skrif- stofustjóra í sam- gönguráðuneytinu, f. 8.8. 1944. Synir þeirra eru a) Krist- ján viðskiptafræð- ingur, f. 9.12. 1969, unnusta Sigrún Ótt- arsdóttir lyfjafræð- ingur, f. 3.3. 1971, b) Jón Már, f. 15.10. 1972, sjávarútvegsfræðing- ur, sambýliskona hans er María B. Steinarsdóttir líffræðingur, f. 2.12. 1973. Edith verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morg- un, mánudaginn 18. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. Í minningunni er alltaf sól og blíða í Arnarhrauninu og það var alltaf birta og ylur í kringum ömmu. Við strákarnir höfðum þar ávallt öruggt skjól og þar leið okkur vel. Ég veit vel að í lífi ömmu skiptust á skin og skúrir, eins og í lífi allra, en aldrei fundum við strákarnir fyrir því á nokkurn hátt. Í Arnarhraunið vorum við alltaf velkomnir og okkur alltaf tekið fagnandi og jafnan mikið fyrir okkur haft. Ég mun sakna þeirra stunda sem ég dvaldi þar um ókomna tíð. Ég hef oft hugsað um uppruna ömmu og hversu gríðarlega mikil breyting það hefur verið fyrir hana að yfirgefa Danmörku til að flytjast til Íslands ásamt afa og börnum þeirra þremur. Það hafa verið sterk bönd sem bundu þau afa saman úr því amma var tilbúin til að yfirgefa fjölskyldu sína í Danmörku og hefja búskap í ókunnu og fram- andi landi. Oft fannst mér á henni að hún saknaði heimkynna sinna og á seinni árum talaði hún oft um að heimsækja Danmörku í síðasta skipti og jafn oft lofaði ég að fara með henni. Af því varð því miður aldrei. Þegar ég var lítill snáði sagði ég einhverju sinni við ömmu af ein- hverju léttvægu tilefni, sem ég man ekki lengur: „Du taler ikke einu sinni islandsk.“ Sjálfsagt var amma eitthvað að atyrða mig, enda voru næg tilefni til þess á mínum upp- vaxtarárum. Amma rifjaði þetta upp fyrir nokkrum vikum í eitt af síðustu skiptunum sem ég gat talað við hana áður en heilsu hennar fór að hraka. Ég hef velt því mikið fyrir mér af hverju hún minntist á þetta aftur svona löngu síðar. Kannski hefur henni fundist hún hafa valdið okkur einhverjum vonbrigðum vegna þess að hún lærði aldrei málið til hlítar. Ég veit það ekki, en hitt veit ég þó að það skipti mig engu máli og að ég bar engu minni virðingu fyrir henni fyrir vikið. Ég hef alltaf verið stoltur af ömmu og borið ótakmarkaða virð- ingu fyrir henni og hefur þar aldrei borið skugga á. Amma mín, þú hefur alltaf skipað stóran sess í lífi mínu og ég á erfitt með að sætta mig við að þú sért far- in, en um leið er ég glaður fyrir þína hönd því síðustu vikur og mánuðir hafa eflaust verið þér erfið. Þú varst lífsglöð og skemmtileg kona og þér hefur eflaust fallið það þungt að vera rúmföst og geta ekki gert það sem þig langaði til. Ég get aldrei þakkað þér nægilega fyrir það hversu góð þú varst mér alla tíð og ég geri mér sjálfsagt aldrei fulla grein fyrir því hversu mikils virði þú varst mér. Megir þú hvíla í friði. Kristján Halldórsson. EDITH KRISTINE MAGNÚSSON kærkomin kynni. Þótt Gústi væri orðinn veikur og veikindin farinn að setja svip sinn á hann þá skein alltaf léttleiki, baráttuvilji og ótakmörkuð þolinmæði í gegn. Hann var búinn að eiga mjög lengi í veikindum sínum en hann var með ólæknandi lungnasjúkdóm. Gústi reyndi alltaf að lifa eins eðlilegu lífi og honum var mögulegt og oft á tíð- um gleymdum við hversu veikur hann var,. Jafnvel undir það síðasta var hann að hnýta á eða sauma út til að stytta sér stundir. Gústi var mik- ill golfáhugamaður og stundaði golf eins lengi og hann hafði þrek til, von- andi eru góðir golfvellir þar sem hann er núna. Þegar Gústi dvaldi hjá foreldrum okkar hafði hann eitt herbergið fyrir sig. Þar var alltaf uppábúið rúm tilbúið fyrir hann. Síðan þá gengur þetta herbergi alltaf undir nafninu „Gústaherbergi“ jafnt hjá börnum sem fullorðnum og mun gera það um ókomin ár og minna okkur á hann. Við munum sakna hans afar mikið því hann var svo stór partur af lífi móður okkar sem hugsaði mjög mik- ið um hann.. Það er ansi erfitt fyrir eftirlifandi systur að horfa eftir enn einu systk- ininu en það hefur myndast stórt skarð í systkinahópinn á örfáum ár- um og aðeins er rétt mánuður síðan Guðmundur bróðir þeirra var jarð- aður. Börnum Gústa og systrum hans vottum við einlæga samúð okk- ar. Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Kristín og Álfheiður Einarsdætur. Mig langar að minnast mæts manns með fáeinum orðum. Ágúst Sörlason var samstarfsmaður minn á Bíldudal um fjögurra ára skeið, en hann var þá verkstjóri og þúsund- þjalasmiður hjá hreppnum. Hann var auk þess frændi minn, af Pálsætt á Ströndum. Ágústi verður best lýst sem mild- um manni, góðum heimilisföður og traustum vini. Hann var ósérhlífinn til vinnu og mátti ekki vamm sitt vita. Ungur maður settist hann að á Bíldudal og lauk þar starfsævi sinni. Hann hafði sem barn að aldri fengið atvinnusjúkdóm Strandabænda, heymæði, og varð hún honum að ald- urtila. Ég á margar góðar minningar um genginn dreng, þá síðustu frá hjartadeild Lsh. Vala, eldri dóttir mín, leikfélagi Rósu, minnist hans einnig. Ég samhryggist innilega börnum og barnabörnum, en þau hafa misst mikið. Sr. Flosi Magnússon og dætur. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.