Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 61 intýralega ævi, hefur fengist við tónlist frá því á sjötta áratugnum. Foreldrar Bonga voru verka- menn í borginni Kipra en hann ólst upp í fátækrahverfi í Luanda, höfuðborg Angóla. Faðir hans lék á harmonikku í rebitasveit, en rebita er hefðbundin fiskimanna- tónlist. Hlaupari og fótboltahetja Eins og getið er var hann skírður Barcelo de Carvalho og undir því nafni varð hann þjóð- hetja sem 400 metra hlaupari og margfaldur verðlaunahafi, auk- inheldur sem hann lék með meist- araliðinu Benfica í Lissabon, höf- uðborg Portúgals, en þess má geta að Bonga átti Portúgalsmet í 400 metra hlaupi í rúman áratug. Samhliða íþróttaiðkan var Bonga kominn á kaf í pólitíkina sem var ekki hættulaust á þessum tíma þegar einræðisstjórn réð yfir Portúgal. Undir nafninu Bonga Kuenda tók hann þátt í starfsemi MPLA, sem síðar urðu skæruliða- samtök og hófu vopnaða baráttu gegn yfirráðum Portúgals í Ang- óla. Nærri getur að þessi iðja íþróttastjörnunnar var ekki vel liðin, en áður en tókst að hafa hendur í hári Bonga tókst honum að flýja til Rotterdam, dvaldi þar næstu árin og hóf tónlistarferil sinn fyrir alvöru. Mikið af Græn- höfðaeyjaskeggjum er í Hollandi og Bonga leitaði til þeirra um samstarf þegar hann hugðist stofna hljómsveit. Afrakstur þess samstarfs var framúrskarandi skífa, Angola 72, sem bræddi sam- an ýmislegar tónlistarhefðir úr þessum portúgölsku nýlendum með hápólitískum textum og tregaljóðum. Frægt varð lag af plötunni, Mona Ki Ngi Xica, sem notað var í þekkta kvikmynd á þeim tíma. Smyglað inn í landið Útgáfa Angola 72 var bönnuð í heimalandi Bongas, en plötunni var smyglað inn í landið og síðan dreift manna á milli á snældum í þúsundaupplagi. Næstu árin var Bonga mikið á faraldsfæti og dvaldi víða í Evrópu þar til hann settist að um hríð í París. Þar gerði hann meðal annars það sér til dundurs að læra á píanó og sökkti sér ofan í annars konar afr- íska tónlist, þá helst souskous frá Kongó sem átti eftir að verða áberandi í tónlist hans og má með- al annars heyra á annarri breið- skífu hans, Angola 74, sem hann tók upp meðan á Parísardvölinni stóð. Angóla hlaut loks sjálfstæði frá Portúgal 1975 en nýir herrar tóku við og landið varð vígvöllur í köldu stríði Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Skömmu eftir hátíðahöld til að fagna sjálfstæðinu hófst borg- arastyrjöld sem stendur enn og eftir að hafa búið í Angóla skamma hríð hélt Bonga aftur af stað og enn til Parísar. Þar bjó hann um tíma en sneri síðan aftur til Lissabon og býr þar í dag. Fyr- ir tveimur árum tók hann svo upp þriðju plötu sína, Mulemba Xan- gola, og fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og franskra plötu- kaupenda. Ekki er svo langt síðan að út kom safnskífan sem getið er í upphafi þessarar samantektar. Sú heitir D’Melhor de Bonga og ætti að falla þeim í geð sem dálæti hafa á Cesariu ekki síður en unn- endum þjóðlegrar tónlistar al- mennt. 1/2 Kvikmyndir.is  DV Tilnefningar til Óskarsverðlauna Sýnd kl. 8. B.I. 12 ára. Vit 347. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit . 351 Ó.H.T Rás2 HK DV Ekkert er hættulegra en ein- hver sem hefur engu að tapa! Frá leikstjóra The Fugitive Sean Penn og Michelle Pfeiffer sýna hér stórleik og Sean hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn hér. Myndin hrífur mann með sér og lætur engann ósnortinn. Tilnefningar til Óskarsverðlauna Sýnd kl. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i.16 ára Vit nr. 296. 4 SCHWARZENGGER Sýnd kl. 2, 3, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6.Ísl tal. Vit 349 Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55 og 8. Mán kl. 3.50, 5.55 og 8. Vit 349. Úr sólinni í slabbið! Cuba Gooding Jr fer á kostum sem tannlæknir frá Miami sem þarf að fara í óvænta ferð til Alaska og lendir í ýmsum hrakförum. 2Tilnefningar til Óskarsverðlauna Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir. Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki. Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki. Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum. Stórbrotin kvikmynd um stórbrotinn mann FRUMSÝNING Sýnd kl. 10.20. Vit 348. B.i. 16. Denzel Washington sem besti leikari í aðalhlutverki. Ethan Hawke sem besti leikari í aukahlutverki.2 HL. MBL Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Vit nr. 351. Sýnd kl. 5, 8 og 10. Mán kl. 5, 8 og 10. B.i.12 ára Vit nr. 353. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 4. Mán kl. 6. Svakalegasta stríðsm ynd seinni ára sem sat á toppnum í 3 vikur í Bandaríkjunum Sýnd kl. 6 og 9. B.i 16 ára. No Man´s Land Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30. Franskir Dagar  Kvikmyndir.com www.regnboginn.is Þann 3. október 1993 var úrvalslið bandarískra hermanna sent á vett- vang inn í höfuðborg Sómalíu, til að handtaka tvo hryðjuverkamenn. Að- gerðin átti að taka eina klukkustund en misheppnaðist og endaði með skelfingu HK. DV  SV. MBL FRUMSÝNING Búðu þig undir að öskra! Frá fólkinu sem stóð á bakvið Matrix, What Lies Beneath og Swordfish kemur ógnvekjandi hrollvekjutryllir! Shannon Elizabeth (American Pie 1 & 2), Matthew Lillard (Scream) í magnaðri mynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 16 ára. Forsýnd í dag sunnudag kl. 4. Íslenskt tal. ÍSKÖLD ÆVINTÝRASTEMMING UM HELGINA! NÚ VERÐUR FJÖR Á FRÓNI! Missið ekki af forsýningum á fyndnustu mynd ársins um helgina. Íslenskt tal FORSÝNING Sunnudagur Skápurinn Sýnd kl. 4. Helgarfrí Sýnd kl. 6. Dulið Sakleysi Sýnd kl. 8. Hefnd Matthieu Sýnd kl. 10. Mánudagur Skápurinn Sýnd kl. 6. Hefnd Sýnd kl. 8. Um ástina Sýnd kl. 10. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 15.700 Flugsæti til Prag, út 25. mars, heim 28. mars. Almennt verð kr. 31.400/2 = 15.700 hvert sæti. Skattar kr. 3.550 ekki innifaldir. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, á nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 25. mars. Þú bókar flugsæti á aðeins 31.400 kr. sætið, greiðir 1, en færð 2. Og þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 23 sætin 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 15.700 25. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.