Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Markús Runólfs-son fæddist í Bakkakoti í Meðal- landi 25. júní 1928. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Bjarnason frá Bakkakoti og Þorgerður Runólfs- dóttir frá Efri-Ey í Meðallandi. Systkini Markúsar, látin: Guð- rún f. 1918, d. 1944, Guðbjörg f. 1919, d. 1997, Sigrún f. 1922, d. 1998, Þorbjörn, f. 1926, d. 2001. Eftirlifandi eru: Bjarni, f. 1920, Runólfur, f. 1933, og Guðni, f. 1938. Markús kvæntist 1957 Jó- hönnu Jóhannsdóttur frá Sand- aseli í Meðallandi. Dóttir þeirra er Guð- rún, f. 1961, gift James Joseph Demp- sey, f. 1953, sonur þeirra Markús James Dempsey, f. 1995. Fóstursynir þeirra eru Ágúst og Einar Árnasynir, f. 1947, og Ármann Þór Guðmundsson, f. 1975. Útför Markúsar fer fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíla- delfíu á morgun, mánudaginn 18. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Minningar- athöfn verður klukkan 18.30 í Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en jarð- sett verður á Breiðabólstað. Í mikilli uppáhaldsbók okkar Rangæinga, Njálssögu, stendur: „Fám mönnum er Kári líkur.“ Þessa tilvitnun má svo sannarlega heim- færa á Markús Runólfsson sem við kveðjum í dag með söknuði og djúpri virðingu. Markús var í raun engum líkur. Hann var fluggáfaður hug- sjónarmaður, uppgjöf var ekki til í hans huga. Það var sama við hvað hann fékkst, kennslu barna og ung- linga, uppbyggingu og rekstur stofn- ana, ræktunarstarf bóndans eða skógræktarmannsins, uppfinningar til hagræðis í skógrækt, eða að fást við verkefni sem aðrir höfðu gefist upp við. Hann barðist hetjulegri bar- áttu við illvíga sjúkdóma og vann marga hetjulega sigra. Það voru í raun til ráð við öllu í huga Markúsar nema ráðaleysinu. Að lokum mátti þó Markús, eins og allir menn þurfa að endingu að gera, að beygja sig fyrir „manninum með ljáinn“. Markús hafði einkenni Skaftfell- ingsins var hægur og prúður, gat verið skemmtilega ýtinn á sinn kurt- eislega hátt og til eru margar skemmtilegar sögur um hinn brenn- andi áhuga Markúsar fyrir ákveðnum málefnum og framgöngu hans til þess hrinda þeim í fram- kvæmd. Þegar áhuginn hafði kvikn- að var öllum hindrunum ýtt úr vegi án hávaða eða stærilætis. Hann mikl- aði sig aldrei af verkum sínum. Markús hlaut þó ýmsar viðurkenn- ingar, t.d. veitti forseti Íslands Markúsi Riddarakross hinnar Ís- lensku fálkaorðu, einnig hlaut hann æðstu viðurkenningu Skógræktar- félags Íslands fyrir framúrskarandi störf. Það er í raun erfitt að tíunda allt það sem Markús lagði hönd að og allt það sem hann hrinti í framkvæmd. Hann var svo sannarlega hugsjóna- og félags- málamaður af lífi og sál og margt var sjálfboðaliðastarfið sem hann innti af hendi. Meðal margra trúnaðarstarfa hans var að hann sat í hreppsnefnd Hvolhrepps í 28 ár á miklum upp- byggingar- og framfaratímum í hreppnum. Hann á, að öllum ólöst- uðum, mestan þátt í uppbyggingu Héraðsbókasafns Rangæinga, Dval- arheimilisins Kirkjuhvols á Hvols- velli, brúar og nýs vegarstæðis inn á Emstrur sem er afréttur Hvol- hrepps. Hann tók gjarnan við verk- efnum sem aðrir voru um það bil að gefast upp við. Núna síðast stýrði hann Veiðifélagi Eystri-Rangár. Okkar síðustu samskipti voru þau að hann bað mig um að vera fundar- og veislustjóri á uppskeruhátíð veiði- félagsins, lokaorð Markúsar í þeirri veislu voru að hann væri í framboði til formanns á aðalfundi á vori kom- anda. Slíkur var lífsþróttur og lífs- vilji þessa heiðursmanns, þó að hann hefði um nokkurt skeið átt við mikla vanheilsu að stríða. Hann var hylltur með hljómmiklu samstilltu lófa- klappi. Markús var oft alvarlegur í bragði en hann var skemmtilega húmorískur og þegar hann hló ljóm- aði andlitið. Markús nam í Kennaraskóla Ís- lands og lauk þaðan prófi 1950. Hann lauk stúdentsprófi utan skóla frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 en með því námi stundaði hann kennslu í Reykjavík. Markús var framúrskarandi nemandi og mikill stærðfræðingur. Árið 1957 hóf Markús búskap ásamt sinni góðu konu Jóhönnu Jóhannsdóttur á bæn- um Langagerði í Hvolhreppi. Við þann bæ var hann gjarnan kenndur. Í helgri bók stendur: „að væn kona sé kóróna manns síns“ og það var hún Jóhanna svo sannarlega. Með búskap stundaði Markús kennslu við Hvolsskóla og var skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Hvolsvelli frá 1972 til 1977. Þar nutum við krakkarnir handleiðslu hans. Segja má að ég hafi ekki áttað mig til fullnustu á hve ótrúlegur baráttu- maður Markús var, fyrr en ég gerð- ist sveitarstjóri í Hvolhreppi árið 1990. Í orðabók Markúsar voru ekki til orð eins og „nei, þetta er ekki hægt“. Alltaf var kominn nýr flötur á málið daginn eftir, að lokum fann Markús lausn sem hlaut samþykki. Eftir Markús liggur óvenjulega gifturíkt og fjölbreytt dagsverk. Þótt erfitt sé að meta og forgangsraða, hygg ég að hvergi liggi meira eftir Markús, þegar til framtíðar er litið, en í ræktunar- og skógræktarstarfi hans. Hann var um langt skeið for- maður og aðalhvatamaður Skóg- ræktarfélags Rangæinga og allt til dauðadags. Enginn einstaklingur hefur staðið fyrir útplöntun jafn- margra trjáplantna en einmitt Mark- ús Runólfsson. Hann fann upp fjöl- mörg hjálpartæki til skógræktar. Þekktast er svokallaður Markúsar- plógur og sérstök útplöntunarvél sem hann fann upp og lét smíða. Þær vélar hafa verið notaðar víða um land og hafa valdið byltingu í útplöntun trjáplantna. Skógræktarstarf hans er lifandi minnisvarði um elju hans og þrautseigju. Við minnumst Markúsar Runólfs- sonar með þakklæti og virðingu. Í orðskviðunum stendur: að kænn maður geri allt með skynsemd. Þannig var Markús. Fullviss um það að lífið haldi áfram með sinn gró- anda, uppskeru og nýjum kynslóð- um, vitum við að lítill Markús, sem er sonur Guðrúnar, dóttur Markúsar og Jóhönnu, og manns Guðrúnar, James, sprangar nú um hlöðin í Langagerði, þar sem trjágróðurinn hans afa fer að vakna af vetrardvala. Vonandi erfir Markús litli í Langa- gerði þrautseigju, dugnað og gáfur afa síns og nafna. Guð blessi minn- ingu Markúsar Runólfssonar og öll hans ómetanlegu störf í þágu sam- félagsins. Jóhönnu, Guðrúnu, James og Markúsi litla vottum við hjónin okk- ar dýpstu samúð. Ísólfur Gylfi Pálmason. Úr fjarlægð hefur undirritaður til margra ára þekkt kennarann, skóla- stjórann og bóndann Markús Run- ólfsson, en ekki er hægt að segja að kynnin hafi verið mikil þangað til rit- ari hóf vinnu hjá Skógræktarfélagi Rangæinga, undir hans stjórn. Sú samvera kallaði fram þörf til að segja lesara sem ekki þekkir til frá hans stóra starfi. Við flest eða öll höfum kynnst og heyrt sagt frá mörgum og margvíslegum áhugamálum manna, einn hefur áhuga fyrir þessu, annar hinu, sumir láta sér reyndar flest í léttu rúmi liggja, aðrir eru eldhugar eins og það er stundum orðað. Í þeim hóp var Markús. Þegar okkar samstarf hófst var þar komið æfi hans er flestir væru farnir að draga sig í hlé og hafa hægt um sig, og hann gekk ekki heill til skógar. Skömmu áður hafði hann lát- ið smíða vél til að gróðursetja trjá- plöntur með, sem var hans hugar- fóstur og uppfinning, og hann smá- þróaði þessa vél eftir sinni reynslu. Maðurinn sem sá um smíðina hafði stundum á undanförnum vetrum, þegar hún var inni í járnsmiðju, sagt mér frá breytingum og sífelldum endurbótum á þessu tæki, sem Markús vissi án vafa að var minnst fyrir hann, heldur þá sem eftir koma. Með þeirri vél gátum við sett niður eitt þúsund trjáplöntur á klukku- tíma, og þar sem plönturnar eru sett- ar niður í plógfarið sem hún býr til, hafa þær meiri raka dýpra í jörðinni. Smá áburðarskammtur er líka settur með hverri plöntu sem endist meðan þær eru að ná rótfestu. Þar sem sett er í eyðisanda er oft sáð lúpínufræi um leið. Þegar fyrsta vélin var full- mótuð og notagildi hennar eins og sagt hefur verið frá, kom í ljós að verkefni væru fyrir aðra vél og hún varð til. En okkur þótti vinnuaðstað- an ekki góð, sem sennilega var ástæða fyrir að Markús ákvað að um- bylta annarri vélinni til betri fram- tíðar við þessa vinnu. Veturinn var vitanlega notaður til aðgerða. En svo kom aftur vor og allir biðu spenntir eftir að sitja í hægu sæti og reyna nýjan búnað. Bæði við sem vorum með vélina eftir breytinguna, og þeir sem smíðuðu, reyndum sem við gát- um til að finna hvað ætti að gera þeg- ar plönturnar fóru ekki vel í mold- inni. Markús notaði tímann vel þar sem hann lá á spítala og fann lausn- ina. Þó hann gengi um og væri með okkur var heilsan ekki í lagi, en um það var ekki talað, heldur starfið. Ritari fór með gróðursetningarvél- arnar til og frá um landið, því engar svona vélar eru til á Íslandi nema þær sem Markús lét smíða. Sumir eru ekki alveg sáttir við plógstreng- ina sem koma upp, en þeir smá hjaðna niður og eins og áður sagði eiga hríslurnar mikið meiri lífs og þroskamöguleika. Mjög sennilega er þetta eini möguleikinn til að láta vaxa skóg með aðstoð lúpínu að ein- hverju marki þar sem er auðn og sandur. Lúpínan myndar jarðveg en hopar svo. Frásögn af störfum Mark- úsar er gerð hér ef það mætti verða til að hvetja aðra og til að sýna hvaða möguleika hann hefur skapað. Ef þú lesandi góður hefur áhuga fyrir skógrækt í einhverjum mæli, máttu vita að frumkvæði hans hefur sannað sig, og mun áfram lifa þó þessi mikli hugsjónamaður hverfi af sjónarsviði. Hann var glaður í vetur er hann hringdi til mín með fréttir um að til- raun sem við gerðum á Hólasandi hefði heppnast. Þar sem við fórum saman í aðra landshluta sagði hann mér frá trjáplöntum sem við sáum, og virtist þekkja svo víða til þessa starfs, hvaða ár voru gróðursettar plöntur, hvernig þeim gengi að vaxa og hvað þær þyrftu til að vaxa. Ég tók mynd af honum austur í Skógum síðasta sumar, þar stóð hann við hríslu sem var hærri en hann inni í lúpínubreiðu, við töluðum um aðra hríslu jafngamla rétt hjá, sem naut ekki lúpínu og meira en helmings- munur var á vextinum. Ekki er hægt að skilja við þessa umfjöllun um skógrækt Markúsar án þess að minnast á þau mörgu og stóru svæði sem gróðursett hefur verið í um Rangárþing. Þá er ekki átt við að fleiri hafa notað sér tækni hans og gróðursett í sína heimareiti. Markús var formaður Skógræktar- félags Rangæinga og undir hans stjórn var girt af og gróðursett í mik- ið land, sem vegfarendur geta skoð- að, það eru skilti við veginn. Sérstak- lega er vert að segja frá sandinum og hrauninu í landi Bolholts á Rangár- völlum, þar er þegar orðinn unaðs- reitur og skógurinn er byrjaður að sá sér frá eldri trjánum. Þar hóf Mark- ús starf sitt með því að safna sjálf- boðaliðum, við mismikla trú á að þar mundi lifa skógargróður, sem nú má segja að sé aðall skógræktar á svæði félagsins, með sérstakt hátíðarsvæði sem verður allt tilkomumeira þegar lengra líður. Eftirkomendur sem eiga góða stund í skjóli þeirra lunda munu bera hlýjan hug til þessa fram- sýna manns, verk hans eru þeim ætl- uð. Einu sinni þegar við vorum að ræða þessi mál, sagði hann að veð- urfar ætti eftir að breytast á Íslandi, þegar skógurinn stækkaði mundi hann kyrra hina köldu vinda í kring- um sig. Markús vann ekki bara að því sem hefur verið lýst hér á undan, árnar í kring eru farnar að skila arði úr hans forsjá. Og einn daginn fórum við inn með Fljótshlíð, hann hafði fengið hugmynd um að setja rör sem hægt væri að opna og loka í varnargarð við Markarfljót til að auka rennsli í Þverá, bara þegar minnst er í henni á sumrin. Til þess entist honum ekki aldur, og þá óvíst með framhaldið. Sumir hræddust hugmyndir hans, og sögðu að þegar honum dytti eitthvað í hug kæmi hann því í framkvæmd, ekki þýddi að mótmæla. Kannski hváði einhver í huganum þegar Markús fyrr í þessum línum var kallaður eldhugi, það er oftar sagt um þá sem eru með hvasst augnaráð og hraðar hreyfingar, en hann gekk hægt um án þess að stefna fast að einhverju marki, fannst manni á stundum. Þetta var minnst á sem andstæðu í gerð hans, þegar verið var að tala um fram- kvæmdaviljann. En við meiri kynni mátti oft dást að hæfileikum hans, rökhyggju og heilu mati á svo mörgu. Ritari spurði oft um ýmislegt sem ekki var einsýnt með svar, umsögn var án öfga, vitur, fordómalaus. Og það var gaman að standa hjá þegar hann var að reikna út hvað margar plöntur væru fyrir framan okkur á jörðinni, svona margir bakkar af þessari gerð, og svona af hinni, við þögðum, vissum að heildartalan kæmi svo undrafljótt. Vissulega var hann í hópi eldhuga, og hans innri gerð, vinarþel og heið- arleiki gleymist ekki þeim sem hefur notið. Andrúmsloftið í kringum hann var gott þeim sem unnu með honum. Jafn mikilli jákvæðni og fram- kvæmdagleði hefur undirritaður ekki kynnst hjá svo öldnum og sjúk- um manni. Hugur minn er fullur af þakklæti til Markúsar og Jóhönnu, þar sem ég hef verið heimagangur þessi ár, notið hlýju og einlægrar vináttu, þeim kynnum hefði ég ekki viljað missa af. Kæfi afastrákur, þú átt vonandi lengst eftir að njóta verka nafna þíns, þó að tómleikinn sé mikill nú, þá verður þú glaður þegar þú gengur um skóginn hans, lítur upp eftir trjánum og manst að það eru hans verk. Ykkur öllum votta ég samúð mína. Grétar Haraldsson. Kær vinur, félagi og samstarfs- maður er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna fráfalls öð- lingsins frá Bakkakoti í Meðallandi. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Markúsar. Að leiðarlokum er mér og starfsfólki í Gunnarsholti efst í huga þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf. Markús var sérstakt ljúfmenni, dagfarsprúður og einstakur áhuga- maður um skógrækt. Það var mér mikill heiður að fá að starfa með hon- um. Þegar ég horfi til baka og hugsa til Markúsar kemur mér fyrst í hug einbeitni hans og óþrjótandi elju- semi. Það hefur löngum verið gæfa skógræktar og landgræðslu að hafa í forystu ósérhlífna hugsjónamenn. Þar hefur verið að verki sú fram- varðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Ís- landi. Í þessum hópi var Markús meðal hinna fremstu. Í æsku sá hann hvernig eyðingaröfl náttúrunnar ógnuðu byggðinni í Meðallandi úr öllum áttum. Sjávarsandur að sunn- an, beljandi Kúðafljót að vestan og sandur úr Eldhrauni að norðan og austan. Fjöldi jarða eyddist og þús- undir hektara gróðursælla land- svæða urðu sandinum að bráð. Flest- ir töldu á þeim tíma óvinnandi verk að stöðva þá eyðingu, þar eins og svo víða annars staðar á okkar fagra en hrjóstruga landi. En á ævikvöldi gat hann glaðst yfir því að starf hans átti ríkan þátt í að endurheimta horfna skóga víða á Suðurlandi og reyndar víða um landið. Ég kynntist honum fyrst fyrir nær 30 árum sem fjárbónda í Hvolhreppi með mikinn áhuga á landgræðslu og landbótum á afrétti þeirra á Emstr- um. Síðan lágu leiðir okkar saman þegar hann tók fyrir alvöru ástfóstri við skógrækt. Einstakur áhugi hans og hugsjón í þágu þess málefnis heill- uðu hvern þann sem átti þess kost að kynnast þessum sérstæða manni. Stundum hef ég haft á orði að í hvert sinn þegar Markús leitaði aðstoðar og samstarfs við Landgræðsluna þá hafi ég borið gæfu til að gefast strax upp. Hann tók aldrei synjun sem svar þegar um skógrækt var að ræða. Ég kynntist ungur tengdaföð- ur hans, Jóhanni í Sandaseli, Með- allandi, og mér fannst ég finna sömu þrá hjá þeim báðum að sífellt að finna upp ný tæki og útbúnað til að létta mönnum störfin og auka afköst í þeim verkefnum sem þeir fengust við. Markús fann upp og þróaði ýmis tæki til að auka afköst og bæta ár- angur í skógrækt. Hann fann upp merkan trjáplöntunarplóg og með tveimum þeirra var hann síðustu æviár sín ásamt ötulu samstarfsfólki sínu að planta nær fjórða hverju tré sem plantað var árlega á Íslandi. Hann hannaði merkar fyrirhleðslur í Þverá til að auka fiskgengd þar, sáð- vél fyrir lúpínufræ, áburðarskammt- ara fyrir trjáplöntur og svona mætti lengi telja. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvílíkur snillingur hann var á sviði reikningslistarinnar og kom það honum án efa vel þegar hann veitti forstöðu Dvalarheimili aldraðra, Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, að ógleymdri formennsku í Skógrækt- arfélagi Rangæinga um langt árabil. Markús var ávallt hvers manns hugljúfi, hann kom sér afar vel hvar sem hann fór og var samur við háa sem lága. Honum var einkum um- hugað um að koma ungu fólki til manndóms sem hafði lent í erfiðleik- um á grýttri lífsbrautinni. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Einstök samviskusemi og elja einkenndi öll störf Markúsar. Hann vildi vera sí- vinnandi og hélt því fram á sinn átt- unda áratug. Heilsan þvarr á síðari árum en hann tók þeim erfiðleikum með einstakri hetjulund. Það voru forréttindi að kynnast Markúsi, hans er nú sárt saknað en minningin um góðan dreng lifir. Við Oddný vottum fjölskyldu, ættingjum og vinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Sveinn Runólfsson. Kveðja frá Skógræktarfélagi Rangæinga Með þessum orðum viljum við í stjórn Skógræktarfélags Rangæinga minnast formanns félagsins okkar og hins merka skógræktarmanns, Markúsar Runólfssonar frá Langa- gerði, en hann lést laugardaginn 9. mars. Markús hóf búskap í Langa- gerði í Hvolhreppi árið 1957, ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Jóhanns- dóttur. Markús var kennari að mennt og var lengi kennari og skóla- stjóri um tíma við Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þau hjónin brugðu búi ár- ið 1997 og fluttu þá að Hvolsvelli. Markús átti sæti í hreppsnefnd Hvolhrepps um árabil og gegndi mörgum ábyrgðarstörfum fyrir sveitarfélagið. Hann var þekktur fyrir atorkusemi og dugnað og gegndi af alúð og trúmennsku hverju því starfi sem hann tók að sér. En fyrst og fremst munum við minnast Markúsar fyrir störf hans að skógræktarmálum. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um skógrækt og landgræðsu. Hann var kjörinn formaður Skógræktarfélags Rang- æinga árið 1986 og gegndi því starfi til dauðadags. Með störfum sínum fyrir félagið vann Markús þrekvirki í skógræktarmálum héraðsins. Undir stjórn Markúsar óx félagið og dafn- aði og að hans frumkvæði hóf Skóg- MARKÚS RUNÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.