Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.03.2002, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 53 DAGBÓK Til hársnyrtifólks Getum bætt við okkur fagfólki Fullum trúnaði heitið Vilborg og Bryndís Búðagerði 10, 108 Reykjavík, sími 533 5050. FRÍTT HÚSNÆÐI Í BOÐI FYRIR HÆFAN AÐILA Kona getur fengið frítt húsnæði á heimili eldri konu sem býr rétt við Flúðir. Þessi aðili þarf að geta sinnt aðhlynningu og heimilisaðstoð. Einnig getur verið full atvinna í boði í nágrenninu. Húsnæðið losnar í apríl. Áhugasamir hafi samband við Aðalstein í síma 486 6605 eða Pálmar í síma 486 6685. Enskukennsla hjá breskum kennurum með próf frá Cambridge University sími 588 7767 - tcosshall@hotmail.com Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 23. og 24. mars. Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Gefur þú þér tíma til að lifa? „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN Vafalaust kannast menn við smáorðið sko, sem er algengt í tali margra sem eins konar fyllingarorð eða jafnvel áherzluorð, þegar verið er að segja frá e-u . Algengast mun orðið vera í mæltu máli, enda eðlilegt. Samt er það vel þekkt í rituðu máli. Í rit- málsskrá OH er 21 dæmi og hið elzta frá 1833. Vafa- lítið mun það samt eitt- hvað eldra í málinu. Mörg- um hefur þótt þetta heldur hvimleitt orð í tali manna, ekki sízt þegar það er of- notað. Hér eru tvö dæmi, ann- að frá Stephani G. Steph- anssyni. „Mennirnir eru alveg saklausir, sko, búnir að borga mér, sko.“ Hitt dæmið er frá Halldóri Laxness: Sannanir eða ekki, sko, ég trúi sam- kvæmt orðinu. Dæmin geta annars verið marg- vísleg eða eitthvað á þessa leið. Hann var sko ekki heima, þegar við komum til hans. Ég var sko ekki lengi að hugsa mig um, þegar boðið kom. Smáorðið sko er alveg óþarft í venjulegu tali, en virðist vera eins konar kækur hjá mörgum. Mér virðist eitthvað hafa dreg- ið úr notkun þessa orðs, en því bregður vissulega enn fyrir í tali margra. Hins vegar hefur í seinni tíð borið mjög á öðrum orð- um, sem gripið er til, vafa- laust oft ómeðvitað, í frá- sögnum manna. Þau kom fram í fyrirsögn þessa pistils. Mætti hugsa sér orðalag á þessa leið: Hann kemur sem sagt ekki fyrr en á morgun, þegar hann hédna verður búinn að lesa bókina. Vafalaust hafa margir tekið eftir þessum orðum í umræðum manna, en heldur finnst mér þreytandi að hlusta á þau endurtekin sí og æ. Eins eru þau vel þekkt hjá ræðumönnum eða fyrirles- urum, þegar þeir tala blaðalaust. – J.A.J. ORÐABÓKIN Sko – sem sagt – hérna – þarna Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir léttleika og átt auðvelt með að samlagast kringumstæðunum. Sam- bönd gætu styrkst og þeir sem eru einhleypir gætu fundið nýjan félaga. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eitthvað virðist angra þig í dag en þú áttar þig ekki á því hvað það er. Þú munt öðlast betri skilning á hugarástandi þínu ef þú sest niður og skrifar áhyggj- ur þínar á blað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinur gæti valdið þér vonbrigð- um í dag vegna fjármála eða einhvers sem þú átt. Mundu að stundum veldur þú öðrum von- brigðum. Allt er afstætt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Neikvæð gagnrýni dregur úr þér kjark í dag. Mundu að eina manneskjan sem getur látið þér finnast þú lítils virði, ert þú sjálf(ur). Skoðanir annarra eru þeirra eigin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ferðaáform sem virtust mögu- leg fyrir fáeinum dögum virð- ast núna óframkvæmanleg. Bíddu róleg(ur) því að hlutirnir gætu breyst á nýjan leik. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Skyldur og byrðar annarra sem þú burðast með fá þig til að finna til þreytu í dag. Þetta er tímabundið svartnætti. Hafðu trú á morgundeginum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Kuldalegt augnaráð mann- eskju í valdastöðu veldur þér ugg. Slakaðu á, þér hættir til fljótfærni í því að viðurkenna sekt þína eða taka á þig sök. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú býrð yfir orkunni og ein- beitingunni til að vinna ná- kvæmnisverk í dag - og jafnvel til að leysa leiðinleg verk af hendi. Nýttu þér þetta viðhorf til að koma miklu í verk. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Rómantískar umræður um sameiginlegt eignarhald eru teknar alvarlega. Þetta kemur ekki á óvart því fólk er ávallt al- varlegt þegar það ræðir um peninga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér hættir til einmanaleika í dag. Kannski ert það þú sem hleður veggina sem halda þér í einangrun. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn í dag er kjörinn til heilabrota og verkefna sem krefjast agaðrar hugsunar. Hugur þinn er skarpur og þol- inmóður og þú setur markið hátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert hikandi við að eyða of miklum peningum í skemmtun í dag. Það er ætíð skynsamlegt að hlýða á innri rödd þegar kemur að því að eyða pening- um sem þú hefur erfiðað fyrir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viðræðum við fjölskyldumeð- lim miðar ekkert áfram vegna neiðkvæðni og neikvæðrar gagnrýni. Bíddu með að reyna að ná fram sigri. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 17. mars, er 75 ára Ólína Þor- leifsdóttir, Kirkjusandi 5, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Björgvin Jóns- son, útgerðarmaður, sem lést 1997. Ólína tekur á móti ættingjum og vinum á heim- ili sínu eftir kl. 15 í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 17. mars, er sextugur Sigurður Guðjónsson, húsasmíða- meistari, Grenigrund 48, Akranesi. Hann og fjöl- skylda hans taka á móti ætt- ingjum og vinum í Jónsbúð, Akursbraut 13, milli kl. 15 og 19 í dag. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Dc7 8. Df3 b5 9. O- O-O b4 10. Rce2 Bb7 11. Bxf6 gxf6 12. Dh5 Bxe4 13. f5 e5 14. Rg3 Bb7 15. Re6 Dc8 16. Rxf8 Hxf8 17. Hxd6 Dc5 18. Hd2 Rd7 19. Bd3 De3 20. De2 Dxe2 21. Hxe2 Rc5 22. Bc4 Hd8 23. Hd1 Ke7 24. Hed2 Hxd2 25. Hxd2 Hg8 26. Bd5 Hg5 27. Bxb7 Rxb7 28. Hd3 Rd6 29. Hf3 h5 30. h4 Hg4 31. a3 a5 32. axb4 axb4 33. b3 Rb5 34. He3 Rc3 35. Kd2 Staðan kom upp á Íslands- móti skák- félaga sem lauk fyrir skömmu. Jón L. Árnason (2535) hafði svart gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2145). 35. Hxg3! og hvítur gafst upp enda verður hann riddari undir eftir 36. Hxg3 Re4+. Lokastaðan í 4. deild varð þessi: 1. Austurland 23½ v. (9 stig) 2. Hreyfill 23½ v. (8 stig) 3. Hellir-d 22 v. 4. Laugdælir 21½ v. 5. Haukur 21 v. 6. Sauðárkrókur 20 v. 7. TG-b 19½ v. 8. TR-h 12½ v. 9. Hellir-e 10 v. 10. Hell- ir-f 6½ SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. LJÓÐABROT SJÁLFSMYND Ég málaði andlit á vegg í afskekktu húsi. Það var andlit hins þreytta og sjúka og einmana manns. Og það horfði frá múrgráum veggnum út í mjólkurhvítt ljósið eitt andartak. Það var andlit mín sjálfs, en þið sáuð það aldrei, því ég málaði yfir það. Steinn Steinarr ÞAÐ er erfitt verkefni að spila þrjú grönd til vinnings í NS, en ekki óyfirstíganlegt. Hitt virðist gjörsamlega von- laust að fá tólf slagi í sex tígl- um: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 1093 ♥ KD963 ♦ 74 ♣D93 Vestur Austur ♠ KG872 ♠ D ♥ G1054 ♥ 872 ♦ 95 ♦ D83 ♣Á5 ♣G108742 Suður ♠ Á654 ♥ Á ♦ ÁKG1062 ♣K6 Spilið kom upp í sjötta leik Íslandsmótsins í Borgarnesi um síðustu helgi. Þrjú grönd var hinn almenni samningur, en vegna stíflunnar í hjarta- litnum er spilið mjög við- kvæmt, bæði í sókn og vörn. Segjum að út komi spaði. Væntanlega dúkkar sagnhafi drottninguna og austur skipt- ir yfir í laufgosa. Kóngurinn fer upp og ef vestur drepur er komin innkoma á laudrottn- ingu til að svína í tíglinum og þá fást níu slagir. En ef vest- ur finnur þann snjalla leik að dúkka laufkónginn hefur vörnin betur. Páll Valdimarsson og Ei- ríkur Jónsson fundu góða vörn eftir aðra byrjun. Norð- ur var sagnhafi og Páll kom út með laufgosa frá austur- hendinni. Sagnhafi stakk upp kóng og Eiríkur drap með ás og spilaði laufi áfram. Nú freistaðist sagnhafi til að láta níuna. Páll átti slaginn á tíuna og skipti yfir í spaðadrottn- ingu. Hann fékk að eiga þann slag og fór þá út á hjarta. Sagnhafi sá enn möguleika: Hann tók ÁK í tígli og hugðist senda Pál inn á drottninguna og neyða hann til að spila laufi eða hjarta. En Páll gaf ekkert færi á sér – hann henti drottningunni undir kónginn og sagnhafi gaf tvo síðustu slagina á spaða. Sveitarfélagar Páls og Ei- ríks, þeir Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson, renndu sér alla leið í sex tígla, sem Hermann spilaði í suður. Út kom smátt hjarta frá G10xx og Hermann átti slaginn á blankan ásinn. Hann tók á tígulás og spilaði svo lauf- kóng. Vestur dúkkaði og fékk næsta slag á laufás. Það var ekki freistandi að hreyfa spaðann og vestur spilaði trompi upp í gaffalinn. Her- mann tók þá öll trompin og vestur taldi sig tilneyddan til að halda valdi á hjartanu og henti fjórum spöðum! Þegar Hermann tók á spaðaásinn í lokastöðunni fékk hann kóng- inn og drottninguna í slaginn, og átti svo þrjá síðustu slag- ina á 654. Það gerist ýmislegt við spilaborðið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.