Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                 ! " $%     % $  # &  ' (  '  " )     *   %    *   +  #     !!"  "#$% !!" & "  " '( )  !!" *+" " '  , #   )  !!" &$%  &$%   "      )   -'( ,"!" !!" .  ) ✝ Ágúst Sörlasonfæddist á Djúpu- vík á Ströndum 31. ágúst 1939. Hann lést á Landspítalanum, Landakoti 12. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sörli Ágústsson, f. 6. maí 1910, d. 24. nóv. 1988, og Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 24. maí 1911, d. 25. jan. 1975. Ágúst var 5. í röð 8 systkina. Elst var Jóna, f. 10. maí 1931, d. 15. sept. 1998, eftirlifandi maki Páll Guðfinnson, Ásdís, f. 5. júlí 1932, maki Ásgeir Sölvason, Guð- ríður, f. 9. apríl 1937, d. 25. júlí 2001, Erna, f. 3. júlí 1938, maki Hörður Guðmundsson, Guðmund- ur, f. 23. feb 1941, d. 3. feb 2002, eft- irlifandi maki Ingibjörg Friðberts- dóttir, Ragnheiður Sigrún, f.16. júlí 1945, maki Einar Ólafsson og Krist- 3) Fóstursonur, Erling Guðlaugur, f. 6. jan 1966, maki Beinta Simon- sen sjúkraliði, börn þeirra eru Bjartur Simon og Elín Silja. 4) Fóst- urdóttir, María viðskiptafræðing- ur, f. 9. júlí 1971, maki Sæmundur Gíslason rafeindavirki, börn þeirra eru Ilmur Eir og Gísli Freyr. Ágúst flutti 5 ára gamall úr Djúpuvík á Ströndum í Kirkjuból í Valþjófsdal í Önundarfirði. 19 ára hóf hann búskap á Bíldudal með fyrri konu sinni, Dagbjörtu. Ágúst tók sveinspróf í húsasmíðum frá Iðnskólanum á Patreksfirði 1962 og lauk meistaraprófi 1965. Flutti til Reykjavíkur 1970 og skömmu síðar skildu þau Dagbjört. Hann flutti til Stöðvarfjarðar og rak eigið fyrirtæki. Hóf búskap með Jónu Maju 1974. Frá Stöðvarfirði fluttu þau til Patreksfjarðar 1981 og ári síðar til Bíldudals. Þar tók hann við verkstjórn framkvæmda á vegum sveitarfélagsins. 1991 skildu þau Jóna Maja. Á svipuðum tíma gerðu veikindi Ágústar vart við sig, og hann flutti til Reykjavíkur til frek- ari meðferðar. Útför Ágústar fer fram frá Dóm- kirkjunni, á morgun, mánudaginn 18. mars, og hefst athöfnin klukkan 15. ín, f. 24. nóv 1947. Fyrri kona Ágústar var Dagbjört Borg Þórðardóttir, f. 1. mars 1934, og áttu þau saman tvö börn, 1) Kristjana Guðbjörg, f. 25. sept 1960, maki Kristinn Sigurður Elís- son verkamaður. Börn Kristjönu eru Ágúst, María Lena og Arn- grímur Daði. 2) Óðinn Sörli matreiðslumeist- ari, f. 29. okt. 1963, maki Ingunn Péturs flugfreyja. Börn Óðins Sörla eru Dagbjört Fjóla og Sigur- veig Hulda. 3) Fóstursonur, Sævar Arnfjörð, f. 23.sept 1954. Börn Ágústar með seinni konu sinni, Jónu Maju Jónsdóttur eru: 1) Jón Hákon afgreiðslustjóri, f. 10. sept 1975, maki Guðbjörg J. Theódórs hársnyrtir dóttir þeirra er Veron- ika Karen. 2) Rósa Björk, f. 28. maí 1978, maki Guðni Jósep Einarsson. Kallið er komið, áralangri baráttu er lokið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Gústa árið 1974 og fljót- lega rugluðum við saman reytum okkar og hófum sambúð. Þetta var austur á Stöðvarfirði þar sem Gústi vann sem byggingarmeistari. Ég var þá með þriggja ára hnátu og sjö ára strák og hann líka með tvö börn svo heimili okkar varð strax fullt af lífi og fjöri og allir náðu vel saman. Gústi tók börnunum mínum einstak- lega vel og reyndist þeim eins og hann ætti þau sjálfur, enda segja þau ætíð um hann að hann sé pabbi þeirra. Saman áttum við svo Jón Hákon og Rósu Björk og það eru margar minningar sem streyma fram þegar þessi fátæklegu orð eru skrifuð. Gústi var einstakur maður, fullur af lífsgleði, orku og sérlega duglegur og sívinnandi. Samt var hann einn af þeim sem alltaf hafa tíma til að sinna fjölskyldunni. Það var hann sem kenndi börnunum okkar að spila, enda afbragðsspilamaður sjálfur, og einnig kenndi hann þeim að tefla. Margir voru veiðitúrarnir sem við fórum í öll saman. Hann fylgdist vel með börnunum og studdi þau í íþróttaiðkunum þeirra og var alltaf fyrsti maður til að leggja lið á öllum íþróttaviðburðum bæði fyrir austan og síðan vestan, en þangað fluttum við upp úr 1980. Seinna fór hann að stunda golf og ef færi gafst fór hann eða þeir feðgarnir og tóku einn og einn hring í kvöldkyrrðinni á Bíldu- dal. Við slitum okkar sambandi en vin- áttan slitnaði aldrei. Eitt laugar- dagskvöld skömmu fyrir andlát hans fann ég mikla þörf fyrir að heim- sækja hann á sjúkrahúsið. Ég settist við sjúkrabeð hans og hann átti erf- itt með að tala en síðustu orð hans til mín verða mér ætíð dýrmæt og þau geymi ég í hjartanu fyrir mig eina. Kannski fundum við bæði að þetta var í síðasta sinn sem við héldumst í hendur og vorum tvö ein. Styrkur Gústa, æðruleysi og ótrú- legur lífskraftur í erfiðum veikind- um hans var með ólíkindum. Síðustu árin var hann sannkölluð hetja og eru áreiðanlega allir sammála mér um það sem þekktu hann. Minningin um hann mun ávallt lifa með börnum hans, barnabörnum og tengdabörn- um og það eru dýrmætar minningar. Ég vil votta systrum hans og fjöl- skyldu, sem kvöddu sinn yngri bróð- ur fyrir aðeins mánuði, mína dýpstu samúð. Samstilltari systkinahópi hef ég aldrei kynnst og ég man þá daga hér á árum áður þegar þau komu saman að þá var engin lognmolla, það var hlegið, spjallað, sungið og dansað. En það kemur að því að kveðja í þessari jarðvist, ég er viss um að systkinin þrjú sem farin eru hafa tekið vel á móti Gústa, ekki síst sem fjórða manni í vistina. Elsku Gústi, þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að deila með þér á lífsleiðinni. Jóna Maja Jónsdóttir. Elsku pabbi minn, mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Ég er ánægður með að eiga með þér þetta lífshlaup sem við áttum saman sem faðir og sonur, þó svo ég hefði viljað að það hefði verið miklu lengra. Ég man eftir mér sem litlum snáða á Bíldudal, þar sem ég horfði á þig með stolti. Ég var einnig mjög stoltur yfir því að fá að fara með þér á sjóinn aðeins um 4ra ára gamall, þar sem þú sást um póstflutningana fyrir Þórð afa minn. Ég man eftir bátnum þínum, Diddó, sem þú varst svo stoltur af. Í þessum ferðum okk- ar var mér oft mjög kalt og þá bjóstu til handa mér „sjóara“ sem var heit- ur drykkur úr mjólk, vatni og sykri. Og þá koma hendurnar þínar sterkt í minnið. Ég man alltaf eftir hönd- unum þínum, þær voru svo traustar og heitar og ég vissi það að þetta voru hendur manns sem myndu vernda mig fyrir öllu. Fleiri góða tíma áttum við saman eins og t.d. þegar ég vann hjá þér fyrir austan í húsasmíðinni og einnig okkar fjöl- mörgu veiðiferðir, sem urðu oft glettilegar vegna sérvisku þinnar. Um 18 ára aldur fór ég svo suður til Reykjavíkur í nám, en við héldum alltaf góðu sambandi og svo kom sá tími sem þú þurftir sjálfur að flytja til Reykjavíkur vegna veikinda þinna. Þú háðir langt og erfitt stríð í þínum veikindum, elsku pabbi minn, en mikið varstu nú alltaf sterkur og lést aldrei bug á þér finna. Ég og dætur mínar eigum yndislegar minningar um þig og við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að eyða síð- ustu jólunum þínum með þér. Bless- uð sé minning þín elsku pabbi minn, Óðinn Sörli. Elsku pabbi, þú ert farinn en eftir sitjum við með verk í hjartanu og tómarúm sem aldrei verður alveg fyllt. Að hafa lifað með þér hefur gert okkur öll að betri manneskjum. Þú varst rólegur og þægilegur í um- gengni en aldrei langt í grínið og glensið. Ég gleymi seint þeim kvöld- um sem við sátum og spiluðum fram eftir kvöldi. Þú varst mikill spila- maður og ávallt mikið fjör þegar þú varst við spilaborðið. Það var hlegið og stórir sjensar teknir. Þú settir okkur systkinin og þína nánustu ávallt í fyrsta sæti og áttir erfitt með að segja nei ef einhver bað þig um greiða. Þú varst dugleg- ur, hógvær og nægjusamur. Í veik- indum þínum barstu þig ávallt vel og kvartaðir aldrei, ekki að furða að þú værir í miklu uppáhaldi hjá hjúkr- unarliðinu sem annaðist þig undir það síðasta. Það er með trega og eftirsjá að ég kveð þig pabbi minn en samt þakk- læti fyrir þau 28 ár sem þú komst mér í föður stað og mér hefði ekki getað þótt vænna um þig en þú vær- ir minn eigin. Bless pabbi, ég veit þú hefur það betra nú með allt það súrefni til lungnanna sem þig hefur áður skort. Ég er sannfærð um að þú ert kom- inn í góðan og glaðan hóp foreldra þinna og systkina og að þú vakir yfir okkur sem eftir stöndum. Þín dóttir María. Elsku afi. Mikið ofboðslega er erf- itt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Margar góðar minningar eigum við um þig sem munu fylgja okkur alla ævi. Þú gafst okkur myndir sem þú málaðir sjálfur sem var eitt af því skemmtilegasta sem þú gerðir. Nú er það eina sem við þurfum að gera að horfa á mynd- irnar og þá rifjast upp allar þær stundir sem við áttum saman. T.d. síðasta aðfangadagskvöld þegar við systurnar, pabbi og Ingunn vorum hjá þér uppi á spítala og Sigurveig var að hjálpa þér að opna gjafirnar. Það var okkur ánægjuleg stund að fá að vera með þér þín síðustu jól. Svo þegar komið var heim, hringdir þú í okkur og sagðir að gleymst hefði að opna nokkra pakka sem voru víst inni í skáp. Þannig að við komum til þín aftur og kláruðum að opna gjaf- irnar og hlógum að gleymskunni í okkur. Svo megum við til með að minnast á þegar við vorum í heim- sókn hjá þér uppi í Hátúni og vorum að aðstoða þig við að hnýta öngla, þá var mikið hlegið því hendurnar á okkur voru allar út í sárum eftir önglana. Elsku afi, við gætum haldið áfram endalaust að skrifa fallegar minn- ingar um þig en ætlum að láta þetta nægja og viljum enda þessa kveðju á ljóði sem lýsir tilfinningum okkar núna: Á örskammri stundu svo óvænt er kallað allt verður tómlegt, og myrkrið er svart, ef sorgin hún blindar þá sjáum við ekki hvað sólin er fögur og ljósið er bjart. Spurningar vakna er seint verður svarað sárið í hjartanu blæðir um stund, en kærleikur Guðs sem að öllu er æðri yfir það leggja mun græðandi mund. Leyfðu svo tárunum frjálsum að falla sem fegurstu perlur þau raðast á band, og hann sem er farinn við hjarta þær geymir þá hamingjan umvefur blómanna land. Sendu svo bænir til himnanna háu til hans sem tendrar þar gleðinnar ljós, og brosin frá þér verða að blómum hjá honum svo blómstrar í hjarta þér minninga rós. (Guðríður Guðmundsdóttir.) Okkur öllum sem elskuðum og virtum Ágúst Sörlason biðjum við Drottin að gefa styrk og kraft á komandi tímum. Dagbjört og Sigurveig Óðinsdætur. Elsku Gústi frændi, okkur langar til þess að þakka fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt með þér. Eftir að Gústi fluttist til Reykjavíkur frá Bíldudal var hann mikið hjá foreldr- um okkar og fengum við tækifæri til að kynnast honum nánar. Það voru ÁGÚST SÖRLASON                                            !" # $   #%  &$$  ' ! (  )!* +!!  &$* ,%  - . /$   &$ 0 &$* %1 $  !  #   &$$  '!%  &$* #  #* 2*20                                                                  !      "#   $ # %&'%()        !!                  "#    $    !!  " "% #" " "%                                                    ! "  "    ! " #  $%" !& ' $ !&&#! ! "  $%"  # ! ! " ( !& )* $! " ! '$*%" $! " + ) (&'#!%"  ,   $! "  #!) - " .! %  "  ( !"  ! + &* " # $ "  " / " * ! %&0   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.