Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 27 ...fegurð og ferskleiki Það er eins og ég hafi endurheimt eitthvað sem ég hafði tapað eftir að ég fór að nota súrefnisvörur Karin Herzog. Þær gera kraftaverk fyrir húð ungra kvenna á öllum aldri. Hiklaus meðmæli! Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppni Íslands Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm þann 10. apríl í heilar 4 vikur. Vorin eru fegursti tími ársins á Spáni, og hér getur þú notið veðurblíðu og einstakra aðstæðna á kjörum sem aldrei hafa sést fyrr. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeins 23 sæti í boði Vorið á Benidorm 10. apríl í 4 vikur frá kr. 39.863 Verð kr. 39.863 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 10. apríl, 4 vikur. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. þannig að þetta er eins og fjölskyldan manns.“ Nánasti samstarfsmaður Gígju í vinnunni er yf- irmaðurinn, Per Magne Lund. „Við vinnum mikið saman og það er voðalega gaman þegar viðskipta- vinurinn tekur ástfóstri við mann eins og Tine, stærsti mjólkurvöruframleiðandinn. Þeir vilja ein- ungis að við gerum hlutina fyrir þá. Það er ekki búið að segja þeim að ég sé ófrísk,“ segir hún glettin og ég rek augun í pínulitla bumbu á annars fyrirferð- arlitlum maganum. Gígja upplýsir að hún eigi von á öðru barni sínu í júní. „Ætli ég taki ekki svona ís- lenskt fæðingarorlof eða sex mánuði sem er miklu styttra en venjan er hér. En ég verð með tölvu heima og verð örugglega í sambandi við þá.“ Skyndilega dregur hún fram innkaupapoka full- an af ýmiskonar vörum. „Ég fór út í búð í morgun og keypti svolítið af því sem ég hef verið að gera,“ segir hún um leið og hún dregur upp jógúrt, í doll- um og fernum, ávaxtasafa, svaladrykki, kexpakka, sælgæti og fleira. „Við fáum oft að velja og koma með hugmyndir að pappír eða löguninni á umbúð- unum. Eins er hluti af vinnu okkar að finna nafn á vöruna.“ Gígja segist njóta frumhönnunarinnar mest en það er þegar hún skissar upp fyrstu hugmyndirnar. „Mér finnst skemmtilegast þegar ég hef alveg frjálsar hendur. Eins og þú veist eru Norðmenn voða mikið A4 og þurfa alltaf að passa sig á að gera allt rétt og getað rökstutt hvers vegna. En þó að það sé gagnlegt að hafa kannanir og annað slíkt finnst mér gott að hugsa ekki of mikið um þær held- ur gera hlutinn eftir tilfinningunni og einfaldlega leika mér. Það er það sem er svo gaman við þessa vinnu. Þess vegna verða skissurnar mínar kannski fjölbreyttari fyrir vikið og samstarfsfólk mitt hælir mér stundum fyrir það og spyr hvernig ég fái allar þessar hugmyndir. Ég held að það sé af því að ég legg allt þetta til hliðar og geri það sem mér finnst skemmtilegt.“ Þjóðarrembingurinn kemur upp í mér og ég spyr Gígju hvort það sé íslenska eðlið í henni sem geri þetta að verkum. „Já,“ svarar hún að bragði, „ég held það. Þetta „spontanitet“ er ekki í Norðmönn- um því þeir þora það ekki. Þeir hreinlega þora ekki að sýna skissurnar sínar því þær verða að vera rétt- ar fyrst!“ Hún hlær dátt að þessum hugrenningum sínum. Gígja verður feimnisleg þegar ég spyr hana hvað einkenni hana sem umbúðahönnuð en tuldrar þó eitthvað um mýkt og litagleði. Mitt í þessu kemur Per Magne inn og ég ákveð að pumpa hann frekar. Svarið kemur á óvart því hann segir hana ekki hafa nein sérstök sérkenni en það sé einmitt það sem geri hana að góðum hönnuði því varan eigi ekki að þjóna sem auglýsing fyrir hönnuðinn heldur fyrst og fremst sjálfri sér. Í framhaldinu upplýsir hann að Gígja hafi nýlega unnið samkeppni um hönnun á mest seldu matvöru í Noregi sem sé gott dæmi um hversu mikilvæg hún er fyrir fyrirtækið og hversu miklu hún hafi áorkað. Nú er yfirmaðurinn kominn verulega á skrið og lýsir kostum samstarfsmanns síns fjálglega en þegar hér er komið sögu stoppar Gígja hann af í lofræðunni og rekur hann út með harðri hendi. Eins og gefur að skilja eru verkefnin hjá Design House ærin. „Þau eru endalaus,“ segir Gígja. „Það er að breytast svo mikið hvernig við verslum því matur er alltaf að verða stærri hluti af lífsstíl fólks. Kannanir sýna að það eru stöðugt meiri kröfur í sambandi við mat og þar af leiðandi umbúðir. Þú átt að fá innblástur af því að fara í búð og finnast það skemmtilegt. Áherslan á þetta er svo mikil að aug- lýsingarnar eru jafnvel lagðar til hliðar því umbúð- irnar eiga að selja sig sjálfar.“ „Þetta er búinn að vera ótrúlegur tími,“ segir hún og er þar að vísa til síð- ustu fjögurra áranna í lífi sínu. Þessi fíngerða kona trítlar á undan mér framhjá nýtískulegum gler- hurðum sem hafa verið felldar inn í ævagamalt tré- húsið og útskýrir um leið þá starfsemi sem fram fer í þeim krókum og kimum sem leið okkar liggur hjá. „Þetta hús er æðislegt,“ segir hún með áherslu og stoltið fer ekki framhjá manni. „Virkilega hús með sál. Þegar einhver hlær hér inni hristist allt húsið með.“ Þrátt fyrir stutta veru í Noregi hefur Unnur Gígja Gunnarsdóttir unnið sig upp í að vera einn virtasti hönnuður landsins og er nú einn af fjórum eigendum Design House, fyrirtækis sem sérhæfir sig í hönnun umbúða fyrir matvöru og annan varn- ing sem finna má í hillum matvöruverslana vítt og breitt um landið. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru velflestir stór nöfn í viðskiptalífi Noregs og nægir þar að nefna mjólkurvöruframleiðandann Tine, sem helst má líkja við Mjólkursamsöluna hér á Fróni, Mills, sem Íslendingar þekkja kannski fyrir kavíarinn og Kims, sem er einn stærsti kartöfluflögu- framleiðandinn á Norður- löndum. „Ég er grafískur hönnuð- ur og var búin að vinna við það heima á auglýsingastofu áður en ég kom út. Þar var maður að gera allt mögulegt en hér er þetta meira sér- hæft því markaðurinn er stærri og miklu fleira fólk. Þannig erum við ekki aug- lýsingastofa heldur hönnun- arstofa og ég vinn nær ein- göngu við hönnun umbúða fyrir matvöru og annað slíkt.“ Gígja heldur áfram: „Þetta á rosalega vel við mig því hér vinn ég við hluti í þrí- vídd. Ég vinn ekki við texta eða mynd á blaði heldur geri ég eitthvað sem lifir áfram. Þetta er eitthvað sem fólk er með á borðunum heima hjá sér og í skápunum og þegar það labbar um með körfurnar í búðinni þá kíki ég jafnvel í þær til að sjá hvort það sé að kaupa eitt- hvað sem ég bjó til. Ég stend mig líka oft að því að raða betur í hillurnar ef hlutirnir eru skakkir í þeim þannig að þeir líti betur út.“ Hér skellihlær viðmæl- andi minn og ég smitast auðveldlega enda óneit- anlega skondið að sjá hann fyrir sér snuðrandi ofan í innkaupakörfum bláókunnugs fólks þegar það sér ekki til. Ástæða þess að Gígja villtist til Noregs er sú að maðurinn hennar, Jón Guðmundsson, fékk tilboð um að koma í Tónlistarháskólann í Noregi, sem er í Ósló, til að læra tónsmíðar. Eftir að hafa verið heima í eitt ár með ungan son sinn, lært tungumálið og „fengið sjálfstraust“ eins og hún segir sjálf, gekk Gígja inn í draumafyrirtækið Design House með möppuna sína undir hendinni og sótti um vinnu. „Þá var að vísu nýbúið að ráða tvo og ekkert verið að sækjast eftir fólki en ég fékk vinnuna. Ég man eftir því að ég kom með þessa möppu í fyrsta við- talið til eigandans og hann sagði: Þetta er rosalega fínt hjá þér en hentu helmingnum út úr henni! Þá var ég með allt frá Rúmfatalagersauglýsingu til skjáauglýsinga fyrir Krabbameinsfélagið,“ segir hún og hlær innilega eins og henni er tamt. „Þá grunaði mig ekki að einu og hálfu ári síðar ætti ég eftir að vera einn af eigendunum að fyrirtækinu. En þetta fyrirtæki er rekið á nútímalegan hátt þannig fólk sem er duglegt og leggur sig fram fær tæki- færi.“ Tækifærin hafa enda verið fjölmörg að mati Gígju, einnig þegar kemur að því að ferðast því í tengslum við vinnuna hefur hún farið vítt og breitt um heiminn. „Ef okkur vantar myndskreytingu þá einfaldlega tölum við við þann sem er bestur, hvort sem hann býr í Japan, á Ítalíu eða í London.“ Hún segir frá því að hún þurfti í eitt sinn að dvelja í viku í London til að vinna með ljósmyndara við mynda- tökur á grænmeti, ávöxtum og hráefni en mynd- irnar voru notaðar til að myndskreyta röð af um- búðum fyrir pottrétti sem Mills framleiddi. Þessi sami ljósmyndari hefur meðal annars tekið mynd- irnar sem skreyta matreiðslubækur fáklædda kokksins Jamie Olivers. „Þú getur ímyndað þér hvað þetta er spennandi!“ segir hún upprifin. Það fer ekki framhjá manni af ákafanum að Gígja er í draumavinnunni sinni. Hún staðfestir þetta og bætir því við að fólkið sem hún vinni með sé ynd- islegt. „Þetta er allt fólk sem vinnur á mjög fagleg- an hátt en er með endalausan húmor. Ekkert okkar væri hérna og myndi lifa þetta álag af sem er hérna nema fyrir það að við hlæjum og fíflumst. Auk þess passa allir upp á mann og að öllum hérna líði vel Umbúðir sem selja sig sjálfar Gígja Gunnarsdóttir: Snuðrar í innkaupakörfum ókunnugs fólks. Morgunblaðið/Bergþóra Njála Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.