Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 29 Reynaldo Bólstrun Karls s:587 7550 S t a n g a r h y l 6 áklæði sig myndlistinni síðan hún lauk námi, hefur haldið fjölda einka- og samsýn- inga hér á landi sem og erlendis. Í sýningarskrá segir: „Verk Þor- gerðar Sigurðardóttur í þessari myndaröð styðjast við hringformið og minna á laufabrauð og pottkökur. Með því höfðar hún til þeirrar fornu alþýðulistar sem fólst í því að skreyta slíkan bakstur með myndum og text- um. Það var ein fárra leiða almenn- ings til að fá útrás fyrir listræna hæfi- leika. Brauð var ekki hér á landi á fyrri tíð og varla gert nema á hátíðum og tyllidögum. Hendingarnar, „Það á að gefa börnum brauð/ að bíta í á jól- unum“ sýna hve brauð var mikill há- SETT hefur verið upp í Þorlákskirkju myndlistasýning Þorgerðar Sigurð- ardóttur. Sóknarpresturinn, séra Baldur Kristjánsson, opnaði sýn- inguna formlega í lok guðsþjónustu í Þorlákskirkju sunnudaginn 10. mars. Við altarisgöngu útdeildi sóknar- presturinn brauði sem Þorgerður hafði bakað í þeim forna sið sem hún notar við gerð mynda sinna á sýning- unni. Þorgerður hóf myndlistanám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og var þar við nám 1962–1964, við Myndlistaskóla Reykjavíkur nam hún 1986–1988 og við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands, grafíkdeild 1986– 1989. Þorgerður, sem hefur helgað tíðamatur og enduróma þann tíma þegar kaup á mjöli voru lítil og það helst notað í grauta. Til hátíðabrigða var þrykkt með kringlóttri, útskor- inni fjöl á efri hliðina á pottkökudeigi. Oft var brauðmótið bæði með skreyt- ingum og texta, iðulega úr bænum eða sálmum, en stundum voru þeir veraldlegs eðlis. Nú lifir það aðeins af þessari hefð að skera listrænt laufa- brauð á jólaföstu. Þorgerður sker prentmót sín út í tréplötur en sú aðferð er nefnd tré- rista í heimi grafíklistarinnar. Hún þrykkir myndirnar á pappír en stöku sinnum líka á brauðdeig. Myndirnar hennar eru allar frumverk en í und- irbúningsvinnunni kynnti hún sér brauðmót á íslenskum byggðasöfnum og Þjóðminjasafni. Textarnir sem hún notar eru ýmist teknir eftir göml- um brauðmótum eða úr þekktum borðbænum. Prentplöturnar voru unnar árið 1996 og fyrstu myndirnar þrykktar þá.“ Allar myndirnar á sýningunni, sem stendur til 14. apríl, eru til sölu. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Þorgerður Sigurðardóttir við eitt verka sinna. Gerir nútímaverk í anda gamalla hefða Þorlákshöfn. Morgunblaðið. JÓN Ólafur Sigurðs- son organisti Hjalla- kirkju leikur á orgel kirkjunnar í dag, sunnudag, kl. 17. Tón- listin er tengd föstu- tímanum. Eftir Bach verða fluttir fimm orgelforleikir úr Litlu orgelbókinni (Org- elbüchlein), föstu- verkið Passion Op. 145 nr. 4 eftir Max Re- ger verður einnig á dagskrá sem og org- elkórallin Nú fjöll og byggðir blunda Op. 122 nr. 11 eftir Jo- hannes Brahms. Einn- ig verður flutt org- elforspil yfir sálminn Víst ertu Jesús kóngur klár eftir Pál Ísólfsson, kóralforspil eftir Jón Þórarinsson yfir sálmalagið Jesús, mín morgunstjarna, Lítil fantasía fyrir orgel eftir Jón Ásgeirsson og að lokum Boðafall eftir Pálmar Þ. Eyj- ólfsson f.v. organista á Stokkseyri. Séra Guðmundur Karl Brynjarsson ann- ast talað mál. Jón Ólafur Sigurðsson Föstutónlist í Hjallakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.