Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ALLRA seinustu árum hefur orðið sannkölluð bylting í myndatöku gervi- tungla af jörðinni. Á nýjustu gervi- tunglamyndum má sjá smágerð atriði eins og einstaka bíla og jafnvel merkingar á götum borga. Slíkar myndir bjóða upp á margs konar nýja nýtingarmögu- leika miðað við eldri myndir sem voru mun ónákvæmari. Fjarkönnunartungl Fjarkönnun með gervitunglum hefur verið stunduð í rannsókna- og eftirlitstilgangi í þrjá áratugi og enn lengur í njósnaskyni. Fyrsta eiginlega fjarkönnunar- tunglið var bandaríska Landsat-1 tunglið sem komið var á braut um- hverfis jörðu árið 1972. Um borð í þessu tungli var svokallaður fjöl- rásaskanni (MSS: MultiSpectral Scanner) sem tók myndir af yf- irborði jarðar á fjórum aðgreind- um rásum eða böndum í sýnilegu og nærinnrauðu ljósi. Greinihæfni Landsat-MSS myndanna er 80 m, þ.e. hver myndpunktur svarar til 80 m x 80 m svæðis á jarðaryf- irborði, sem gefur til kynna lág- marksstærð þeirra fyrirbæra sem hægt er að greina á myndunum (t.d. íþróttahöllin í Laugardal). Síðan 1972 hafa gervitunglagögn farið batnandi þannig að mynd- irnar hafa orðið nákvæmari, þ.e. það svæði sem svarar til hvers myndpunkts hefur smækkað og greinihæfni þeirra þannig aukist. Landsat-TM (TM: Thematic Map- per) með 30 m greinihæfni tók við af Landsat-MSS árið 1984 og árið 1986 var franska gervitunglinu SPOT-1 skotið á loft, en það tók myndir með 10 m greinihæfni. Það er þó ekki fyrr en í kjölfar hruns Sovétríkjanna að verulegur skrið- ur kemst á þróun myndskanna fyr- ir gervitungl. Njósnamyndir settar á markað Það hefur alltaf verið vitað að fjarkönnun hefur verið stunduð í hernaðarlegum tilgangi með mun nákvæmari tækjum heldur en frið- sömum notendum hefur boðist. En þótt menn hafi vitað þetta hefur mikil leynd hvílt yfir þessari starf- semi að öðru leyti og myndir úr njósnatunglum aldrei verið sýndar á opinberum vettvangi fyrr en mörgum árum eftir að þær voru teknar. Við fall Sovétríkjanna varð grundvallarbreyting á þessum málum þegar Rússar tóku sig til og fóru að selja njósnamyndir úr gervitunglum sem þeir höfðu tekið á tímum kalda stríðsins. Þessar myndir höfðu meiri greinihæfni en áður hafði sést og kipptu í einu vetfangi grundvellinum undan frekara laumuspili á þessu sviði. Viðbrögð Vesturveldanna létu heldur ekki á sér standa. Fyr- irtæki, sem höfðu tekið þátt í smíði tækjabúnaðar fyrir njósnatungl, fengu leyfi stjórnvalda til þess að að smíða og reka sín eigin fjar- könnunargervitungl sem gátu tek- ið mjög nákvæmar myndir. Ný kynslóð gervitunglamynda Árið 1999 er gervitunglið IKON- OS tekið í notkun, en það tekur myndir með eins fermetra mynd- punktsstærð. Og á seinasta ári var síðan gervitungli að nafni Quick- Bird komið á braut um jörðu, en myndir þess hafa um 0,6–0,7 m greinihæfni. Ef að líkum lætur er enn ekki komið að mörkum hins tæknilega í þessum efnum. Þar með eru nákvæmni og gæði gervi- tunglamynda, sem teknar eru úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð utan úr geimnum, orðin sambæri- leg við loftljósmyndir sem teknar eru úr flugvélum í tiltölulega mjög lítilli hæð. Notkun gervitunglamynda á Íslandi Gervitunglamyndir hafa frá upp- hafi verið notaðar við margs konar rannsóknir á Íslandi, t.d. í jarð- fræði, jöklafræði og við kortlagn- ingu á gróðri. Margir vísindamenn hafa samt sett það fyrir sig að greinihæfni gagnanna hafi verið ónóg fyrir ákveðnar rannsóknir auk þess sem gögnin sjálf voru dýr og verð á sérhæfðum tölvubúnaði til úrvinnslu á stafrænum mynd- gögnum var mjög hátt. Á allra seinustu árum hafa orðið veru- legar breytingar til batnaðar hvað öll þessi atriði snertir; greinihæfni myndgagnanna hefur stóraukist og verð þeirra lækkað hlutfallslega auk þess sem hug- og vélbúnaður til myndvinnslu kostar núna ekki nema lítið brot af því sem hann gerði fyrir áratug. Með aukinni Ný kynslóð gervitunglamynda – nýir notkunarmöguleikar Landsat-TM mynd af Reykjavík. Greinihæfnin er 30 m. Stærstu byggingar, helstu götur og opin svæði koma fram á myndinni. Heil Landsat-TM mynd er 185 km x 185 km að stærð. Miðbærinn og Tjörnin í Reykjavík. Lítill hluti IKONOS-gervitunglamyndar sem tekin var 9. ágúst 2001. Greinihæfni er 1 m. Bílar og merkingar á götum og bíla- stæðum sjást auðveldlega, t.d. strætisvagnar í efra hægra horni myndarinnar. Innrauð IKONOS-litmynd af Reykjavík og Kópavogi. Greinihæfnin er 1 m. Mynd- in er tekin á sýnilegu og nærinnrauðu sviði. Gróður kemur fram í rauðum litum og gefur það mjög vel til kynna hversu strjál byggðin á höfuðborgarsvæðinu er. IKONOS-mynd af Öskjuhlíðinni og Perlunni í Reykjavík. Myndin er í raunlitum þannig að gróður kemur fram í grænum lit. Sjá má einstaka bíla og jafnvel merkingar á götum og bílastæðum. Landsat-MSS mynd af Reykjavík og nágrenni. Greinihæfnin er 80 m en hún nægir ekki til þess að hægt sé að greina einstök hús eða götur, aðeins sést móta fyrir flugvellinum og Tjörninni. Myndin sýnir aðeins örlítinn hluta af heilli Landsat-MSS mynd sem er 185 km x 185 km að stærð. IKONOS-mynd af Reykjavík sem tekin var 9. ágúst 2001 úr 680 km hæð. Greinihæfnin er 1 m. Öll hús og allar götur eru mjög vel sýnileg. Einnig má sjá einstaka bíla á götunum og merkingar á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Hver IKONOS-mynd er 11 km x 11 km að stærð. Fjarkönnun með gervi- tunglum hefur verið stunduð í rannsókna- og eftirlitstilgangi í þrjá ára- tugi og enn lengur í njósnaskyni. Kolbeinn Árnason segir f́rá bylting- unni í þróun slíkrar tækni á síðustu árum, en með henni má nú orðið jafnvel greina bíla og götumerk- ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.