Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.2002, Page 18
18 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ALLRA seinustu árum hefur orðið sannkölluð bylting í myndatöku gervi- tungla af jörðinni. Á nýjustu gervi- tunglamyndum má sjá smágerð atriði eins og einstaka bíla og jafnvel merkingar á götum borga. Slíkar myndir bjóða upp á margs konar nýja nýtingarmögu- leika miðað við eldri myndir sem voru mun ónákvæmari. Fjarkönnunartungl Fjarkönnun með gervitunglum hefur verið stunduð í rannsókna- og eftirlitstilgangi í þrjá áratugi og enn lengur í njósnaskyni. Fyrsta eiginlega fjarkönnunar- tunglið var bandaríska Landsat-1 tunglið sem komið var á braut um- hverfis jörðu árið 1972. Um borð í þessu tungli var svokallaður fjöl- rásaskanni (MSS: MultiSpectral Scanner) sem tók myndir af yf- irborði jarðar á fjórum aðgreind- um rásum eða böndum í sýnilegu og nærinnrauðu ljósi. Greinihæfni Landsat-MSS myndanna er 80 m, þ.e. hver myndpunktur svarar til 80 m x 80 m svæðis á jarðaryf- irborði, sem gefur til kynna lág- marksstærð þeirra fyrirbæra sem hægt er að greina á myndunum (t.d. íþróttahöllin í Laugardal). Síðan 1972 hafa gervitunglagögn farið batnandi þannig að mynd- irnar hafa orðið nákvæmari, þ.e. það svæði sem svarar til hvers myndpunkts hefur smækkað og greinihæfni þeirra þannig aukist. Landsat-TM (TM: Thematic Map- per) með 30 m greinihæfni tók við af Landsat-MSS árið 1984 og árið 1986 var franska gervitunglinu SPOT-1 skotið á loft, en það tók myndir með 10 m greinihæfni. Það er þó ekki fyrr en í kjölfar hruns Sovétríkjanna að verulegur skrið- ur kemst á þróun myndskanna fyr- ir gervitungl. Njósnamyndir settar á markað Það hefur alltaf verið vitað að fjarkönnun hefur verið stunduð í hernaðarlegum tilgangi með mun nákvæmari tækjum heldur en frið- sömum notendum hefur boðist. En þótt menn hafi vitað þetta hefur mikil leynd hvílt yfir þessari starf- semi að öðru leyti og myndir úr njósnatunglum aldrei verið sýndar á opinberum vettvangi fyrr en mörgum árum eftir að þær voru teknar. Við fall Sovétríkjanna varð grundvallarbreyting á þessum málum þegar Rússar tóku sig til og fóru að selja njósnamyndir úr gervitunglum sem þeir höfðu tekið á tímum kalda stríðsins. Þessar myndir höfðu meiri greinihæfni en áður hafði sést og kipptu í einu vetfangi grundvellinum undan frekara laumuspili á þessu sviði. Viðbrögð Vesturveldanna létu heldur ekki á sér standa. Fyr- irtæki, sem höfðu tekið þátt í smíði tækjabúnaðar fyrir njósnatungl, fengu leyfi stjórnvalda til þess að að smíða og reka sín eigin fjar- könnunargervitungl sem gátu tek- ið mjög nákvæmar myndir. Ný kynslóð gervitunglamynda Árið 1999 er gervitunglið IKON- OS tekið í notkun, en það tekur myndir með eins fermetra mynd- punktsstærð. Og á seinasta ári var síðan gervitungli að nafni Quick- Bird komið á braut um jörðu, en myndir þess hafa um 0,6–0,7 m greinihæfni. Ef að líkum lætur er enn ekki komið að mörkum hins tæknilega í þessum efnum. Þar með eru nákvæmni og gæði gervi- tunglamynda, sem teknar eru úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð utan úr geimnum, orðin sambæri- leg við loftljósmyndir sem teknar eru úr flugvélum í tiltölulega mjög lítilli hæð. Notkun gervitunglamynda á Íslandi Gervitunglamyndir hafa frá upp- hafi verið notaðar við margs konar rannsóknir á Íslandi, t.d. í jarð- fræði, jöklafræði og við kortlagn- ingu á gróðri. Margir vísindamenn hafa samt sett það fyrir sig að greinihæfni gagnanna hafi verið ónóg fyrir ákveðnar rannsóknir auk þess sem gögnin sjálf voru dýr og verð á sérhæfðum tölvubúnaði til úrvinnslu á stafrænum mynd- gögnum var mjög hátt. Á allra seinustu árum hafa orðið veru- legar breytingar til batnaðar hvað öll þessi atriði snertir; greinihæfni myndgagnanna hefur stóraukist og verð þeirra lækkað hlutfallslega auk þess sem hug- og vélbúnaður til myndvinnslu kostar núna ekki nema lítið brot af því sem hann gerði fyrir áratug. Með aukinni Ný kynslóð gervitunglamynda – nýir notkunarmöguleikar Landsat-TM mynd af Reykjavík. Greinihæfnin er 30 m. Stærstu byggingar, helstu götur og opin svæði koma fram á myndinni. Heil Landsat-TM mynd er 185 km x 185 km að stærð. Miðbærinn og Tjörnin í Reykjavík. Lítill hluti IKONOS-gervitunglamyndar sem tekin var 9. ágúst 2001. Greinihæfni er 1 m. Bílar og merkingar á götum og bíla- stæðum sjást auðveldlega, t.d. strætisvagnar í efra hægra horni myndarinnar. Innrauð IKONOS-litmynd af Reykjavík og Kópavogi. Greinihæfnin er 1 m. Mynd- in er tekin á sýnilegu og nærinnrauðu sviði. Gróður kemur fram í rauðum litum og gefur það mjög vel til kynna hversu strjál byggðin á höfuðborgarsvæðinu er. IKONOS-mynd af Öskjuhlíðinni og Perlunni í Reykjavík. Myndin er í raunlitum þannig að gróður kemur fram í grænum lit. Sjá má einstaka bíla og jafnvel merkingar á götum og bílastæðum. Landsat-MSS mynd af Reykjavík og nágrenni. Greinihæfnin er 80 m en hún nægir ekki til þess að hægt sé að greina einstök hús eða götur, aðeins sést móta fyrir flugvellinum og Tjörninni. Myndin sýnir aðeins örlítinn hluta af heilli Landsat-MSS mynd sem er 185 km x 185 km að stærð. IKONOS-mynd af Reykjavík sem tekin var 9. ágúst 2001 úr 680 km hæð. Greinihæfnin er 1 m. Öll hús og allar götur eru mjög vel sýnileg. Einnig má sjá einstaka bíla á götunum og merkingar á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Hver IKONOS-mynd er 11 km x 11 km að stærð. Fjarkönnun með gervi- tunglum hefur verið stunduð í rannsókna- og eftirlitstilgangi í þrjá ára- tugi og enn lengur í njósnaskyni. Kolbeinn Árnason segir f́rá bylting- unni í þróun slíkrar tækni á síðustu árum, en með henni má nú orðið jafnvel greina bíla og götumerk- ingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.