Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
20 % afsláttur til páska
Litun - Strípur - Permanent
Hársnyrtistofan Mýrún
Kleppsvegi 150 - Sími: 5 888 505
Marion
McGreevy
Margrét
Þorsteinsdóttir
Munið líka
ljósabekkina
okkar
MARGIR hafa lýst tilkomu Fidel í ís-
lenska „tónlistarbransann“, sem
ferskum andvara. Nú sé loksins farið
að rokka á ný... og syngja! Munið þið
eftir því?
Það má nefnilega spyrja sig hvort
djúpt og dreymandi síðrokk sveita
eins og Tortoise, Mogwai og God-
speed You Black Emperor! sé á leið-
inni út?
Vinsældir „hei, gerum það bara!“
hljómsveita eins og Strokes, Hives og
Black Rebel Motorcycle Club renna
einhverjum stoðum undir þessa stað-
hæfingu og klárt mál að Fidel horfi
fremur til spriklandi, rokkandi neð-
anjarðarsveita eins og Les Savy Fav,
The Dismemberment Plan og ...And
You Will Know Us by the Trail of
Dead fremur en til værðarsveitanna
sem voru nefndar áðan.
Ætli það sé að rætast enn og aftur
það sem Bryan Adams kvað: „Hvert
sem þú ferð, þar krakkar vilja rokk!“
Breiðskífa Fidel heitir því athygl-
isverða nafni Good Riddance = New
Entrance og er gefin út af undirmerki
Eddu – miðlunar og útgáfu, Hitt Re-
cords í góðu samstarfi við útgáfu Fid-
el-manna, Kill Fuck Die Records.
Fyrir u.þ.b. ári gekk til liðs við Fidel
ungur maður að nafni Andri Freyr
Viðarsson, en hann hefur verið með
virkari mönnum í neðanjarðarsenu
Íslands undanfarin ár. Hans varð
fyrst vart sem gítarleikara í hinni frá-
bæru Bisund, sem hafnaði í öðru sæti
Músíktilrauna árið 1998. Þá hefur
hann unnið markvisst að kynningu
neðanjarðarrokks í gegnum útvarps-
þátt sinn, Karate, og þá lék hann á
tímabili með gæðasveitinni Botn-
leðju.
Með tilkomu Andra í Fidel breytt-
ist svipmót hennar töluvert. Þeir pilt-
ar hófu að hefja upp raustina og
...ja...bara rokka feitt. Hér á eftir
svarar Andri fyrir sig og sveitina,
eins og honum einum er lagið.
Ekki erfitt að opna sig
Segðu mér nú aðeins frá sögu
hljómsveitarinnar Fidel?
„Humm...já...hún byrjaði sem tríó
fyrir þremur árum. Þá var hún alger-
lega án söngs og það bar fremur lítið
á henni. Ég kom inn í þetta fyrir um
það bil einu og hálfu ári. Ég átti þá að
vera gestur í einu lagi á tónleikum en
þetta gekk bara svo vel að ég var tek-
inn inn í bandið. Svo höfum við verið
að prófa hinar og þessar stefnur og
erum í rauninni ennþá að því.“
Ertu ánægður með plötuna?
„Ég er það já. Ég er mjög ánægð-
ur. Þarna er mikið af gömlum lögum
sem við vildum koma frá okkur og
efnið á plötunni er töluvert frábrugð-
ið því sem við erum að gera í dag.“
Og platan var tekin upp með er-
lendum upptökumanni?
„Já. Hann heitir Swell og kemur
frá Sviss. Hann bjó hér í hálft ár og þá
spiluðum við saman, ég, hann, Frosti í
Mínus og Einar í Singapore Sling.
Það efni fór nú aldrei út fyrir bílskúr-
inn. Swell flutti svo aftur út og við
höfum haldið góðu sambandi síðan.“
Að hverju er svo stefnt í ár?
„Við förum sennilega til Frakk-
lands og Sviss í júní ásamt Stjörnu-
kisa. Við ætlum svo að senda plötuna
út á hin og þessi fyrirtæki og reyna
fyrir okkur erlendis.“
En hvað finnst þér um aðrar ís-
lenskar sveitir sem eru á svipaðri línu
og þið?
„Mér finnst þetta allt saman stefna
í rétta átt. Ég heyrði í hljómsveit sem
heitir Kimono fyrir stuttu, en hún hét
áður Kaktus. Nú eru þeir farnir að
syngja og tralla. Svo finnst mér Úlpa
vera að gera vel. Einnig Sofandi og
Graveslime.“
Er söngurinn að koma aftur inn?
„Jaaaá ... manni sýnist það. Per-
sónulega finnst mér skemmtilegra að
hafa söng.“
Og hvað fjalla textarnir þá um?
„Bara svona ... það fer bara eftir
því hver semur þá. Ég veit t.d. ekkert
hvað Búi er að syngja um. Þetta er
voðalega persónulegt allt saman.“
En er ekki erfitt að opna hjarta sitt
svona?
„Nei, í rauninni ekki. Þegar maður
er með þremur gaurum sem maður
þekkir alveg út í gegn er það frekar
einfalt. Ég held líka að sárafáir séu að
pæla í því hvað textarnir fjalla um.“
Kann ekkert á gítar
En eruð þið farnir að njóta kven-
hylli?
„Nei! (ákveðið). Það stendur eitt-
hvað á sér. Ég er að vona að það fari
að hrökkva í gang hvað úr hverju. Ég
auglýsi hér með eftir því.“
Já, þetta er skrýtið. Ég hélt að
þetta kæmi náttúrlega með rokklíf-
erninu.
„Já, ég hélt það líka. Þess vegna
byrjaði maður nú í þessu á annað
borð. Maður var alltaf að heyra að
þetta væri aðalmálið. En svo bara,
viti menn! Gengur ekki neitt.“
Er það stefna hjá þér að lifa af tón-
listinni?
„Það væri náttúrlega best en mað-
ur sér það í fjarska. Það er ekki beint
markmið hjá manni en það væri alveg
magnað.“
Þetta er þá ekki þannig að þú sért í
hljómsveitaleik áður en þú skellir þér
í lögfræðina?
„Alls ekki. Ég er bara að spila á gít-
ar og verð örugglega að því það sem
eftir er.“
Gætir þú þá hugsað þér að spila á
börum í framtíðinni? Renna þér í
gegnum „Hard Day’s Night“ og fleiri
slagara fyrir saltinu?
„Aldrei. Það kemur ekki til mála.
Aldrei. Og án gríns, þá kann ég ekki
eitt einasta lag, nema þau sem ég hef
samið sjálfur. Ég kann eiginlega ekk-
ert á gítar.“
Hangið þið mikið saman, hljóm-
sveitin?
„Já, við gerum það reyndar.“
Verðið þið þá ekkert þreyttir hver
á öðrum?
„Nei, nei. Í rauninni ekki. Við erum
allir svo helv... magnaðir.“
En er einhver svona sáttasemjari í
sveitinni?
„Nei, en það mætti alveg vera þar
sem við gerum mikið af því að baktala
hver annan. Þannig að það mætti al-
veg vera einhver svona trúnaðarmað-
ur innanborðs.“
Með þessum orðum kveðjum við
hann Andra og gerum fastlega ráð
fyrir því að Good Riddance = New
Entrance sé til í öllum betri hljóm-
plötuverslunum.
Dreptu,
taktu, deyðu
Morgunblaðið/Jim Smart
Fidel: F.v. Andri Freyr Viðarsson, Frosti Jón Runólfsson, Jón Atli Helgason og Búi Bendtsen.
Rokksveitin Fidel hefur vakið athygli fyrir
óþvingað og kæruleysislega skemmtilegt
rokk. Arnar Eggert Thoroddsen rakti
garnirnar úr Andra Frey Viðarssyni,
söngvara og gítarleikara, í tilefni af fyrstu
breiðskífu sveitarinnar.
arnart@mbl.is
Fidel gefur út Good Riddance = New Entrance
Í SPANDEXIÐ, reima
Nike-skóna og hárið úr
fléttunni. Nú eru hvorki
meira né minna en tvær
nýjar plötur væntanlegar
frá þaulsetnu þungarokks-
veitinni Iron Maiden sem
starfað hefur óslitið síðan 1976!
Í fyrsta lagi er um að ræða end-
urútgáfu á einu vinsælasta lagi
Maiden, „Run to the Hills“, og kem-
ur það út mánudaginn 11. mars.
Um tvær smáskífur er að ræða og
er tilefnið að safna fé til styrktar
sjóði sem Clive Burr, upprunalegi
trommuleikari Maiden sem starfaði
með sveitinni árin ’77 til ’82, stofn-
setti til að berjast mót MS-
sjúkdómnum illvíga. Sjálfur þjáist
hann af sjúkdómnum. Maiden mun
svo halda tvenna tónleika í London
í sama tilgangi, 21. og 22. mars.
Smáskífan verður gefin út í tak-
mörkuðu upplagi og í tveimur út-
gáfum. M.a. verður að finna tón-
leikaupptöku frá Rokk í Ríó
tónleikunum sem haldnir voru í
janúar á síðasta ári. Einnig verður
að finna áður óútgefið efni frá þeim
tíma er Burr trommaði með sveit-
inni.
25. mars kemur svo á markað ný,
tvöföld tónleikaplata með Maiden,
sem tekin var upp á áðurnefndum
tónleikum í Rio. 250.000 manns
börðu sveitina þá augum og hefur
hún aldrei spilað fyrir svo marga í
einu á ferlinum!
Platan er tvöföld og inniheldur
alla þekktustu slagara Maiden eins
og „Iron Maiden“, „Number Of The
Beast“, „Hallowed Be Thy Name“,
„Sanctuary“ og „Run To The Hills“.
Einnig eru þarna nýrri lög, m.a. af
síðustu plötu, lög eins og „The Wic-
ker Man“, „Blood Brothers“ og
„Ghost Of The Navigator“.
Iron Maiden í árdaga. Clive Burr er lengst
til vinstri.
Aftur
upp á
hæðina
Nýtt frá Iron Maiden