Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Dagbjört Ósk og Arnór fylgdust spennt með Prumpuhólnum. Í GÆR fór Alþjóðlegi barna- og unglingaleikhúsdagurinn fram. Ís- landsdeild ASSITEJ (Alþjóðlegu barna- og unglingaleikhús- samtökin) höfðu veg og vanda af hinum ýmsu uppákomum af tilefn- inu en þess má geta að í dag starfa fimm íslenskir atvinnuleikhópar sem helga sig eingöngu börnum og unglingum. Myndin var tekin á sýningu Möguleikhússins á Prumpuhólnum. Í leikhúsi er gaman FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isLeverkusen skildi Arsenal eftir með sárt ennið / B2 Njarðvíkingar mæta KR í undanúrslitum / B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM Morgun- blaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Gott er góðs að njóta“ frá Nýkaupum. Blaðinu verður dreift á höfuðborgar- svæðinu. SÉRSKOÐUN er lokið á Boeing 757-200 þotu Flugleiða sem lenti í „alvarlegu flugatviki“ við Gard- ermoen-flugvöll við Ósló í janúar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, reyndist vélin vera í fullkomnu lagi, engar skemmdir hefðu orðið á burðarvirki hennar. Eftir atvikið við Gardermoen var vélin sett í svonefnda C-skoð- un sem yfirleitt er gerð á ársfresti og er sú ítarlegasta sem þessi teg- und flugvéla er sett í. Síðar kom í ljós að atvikið var alvarlegra en talið var í fyrstu og var þá ákveðið að setja vélina í sérskoðun í var- úðarskyni. Skoðunin beindist eink- um að burðarvirki flugvélarinnar sem varð fyrir talsverðu álagi við fyrrgreint atvik. Til aðstoðar starfsmönnum Flugleiða var feng- inn flugvélaverkfræðingur frá Boeing-verksmiðjunum. Saman komust þeir að þeirri niðurstöðu að vélin hefði ekki orðið fyrir skemmdum við Gardermoen. Með- al þess sem var athugað sérstak- lega var hvort ending vélarinnar yrði lakari vegna atviksins en ann- ars mætti ætla. Svo reyndist ekki vera. Reiknað er með að þotan verði komin í starfshæft ástand á föstu- daginn. Norskir rannsóknarmenn svið- settu atvikið við Gardermoen flug- völlinn í flughermi í Stokkhólmi í gær. Að sögn Þormóðs Þormóðs- sonar, formanns Rannsóknar- nefndar flugslysa, sem var við- staddur sviðsetninguna, gekk hún mjög vel. Sagði Þormóður að at- burðarásin lægi nú ljós fyrir en mörgum spurningum væri enn ósvarað. Bjóst Þormóður við því að frumskýrsla um atvikið yrði birt á allra næstu dögum. Sérskoðun vegna „alvarlegs flugatviks“ lokið Þotan reyndist í fullkomnu lagi JAMES Bond er nýlentur á ísnum í fallhlíf og hópur óþokka hyggst koma honum fyrir kattarnef með öllum til- tækum ráðum. Sem fyrr sleppur Bond með ævintýralegum hætti en meðal „óþokkanna“ sem liggja eftir í valnum er Valdimar Jóhannsson, 27 ára gamall Reykvíkingur. Hann rís þó upp um leið og hann heyrir leik- stjórann kalla „klippa“ enda er Valdi- mar þaulvanur áhættuleikari. Skömmu áður en tökur hófust á Jökulsárlóni á hluta af nýju Bond- myndinni hafði Vic Armstrong, leik- stjóri spennuatriða, samband við Valdimar og bauð honum vinnu. Þeir höfðu kynnst við gerð bandarísku kvikmyndarinnar „Gangs of New York“, nýjustu mynd Martins Scorceses, sem var tekin upp á Ítalíu. Til stóð að Valdimar tæki þátt í fjölda áhættuatriða og yrði að störfum í fjórar vikur. Áætlanir breyttust og þegar upp var staðið tók Valdimar aðeins þátt í einu at- riði. Í myndinni leikur Valdimar óþokka sem hyggst aka Bond uppi á öflugum vélsleða. Bond sér við honum og setur upp gildru með því að festa fallhlífina á milli tveggja ísjaka. Þegar Valdimar ekur á milli jakanna strekkir Bond á fallhlífinni en við það þeytist Valdi- mar af sleðanum og liggur óvígur eftir. Þetta áhættuatriði var gert þannig að Valdimar klæddist níðsterku vesti sem í var tengdur langur vír. Hann settist síðan upp á vélsleðann og ók á fullu á brott. Vélsleðinn var kominn á um 40–50 km hraða þegar strekktist á vírnum og þá „tókst ég á loft og fór um tvo metra upp í loft- ið,“ sagði Valdimar í samtali við Morgun- blaðið í gær. Lendingin var býsna hörð og segist Valdimar hafa séð stjörnur þegar hann lenti á ísnum. Hann seg- ir þetta hafa verið mjög skemmtilegt atriði og þvertekur fyrir að hafa meitt sig að ráði þegar hann flaug af sleðanum. Kona Valdimars, sem líka er nuddarinn hans, hafi þó sagt hann „að- eins verr farinn“ en áð- ur en hann fór austur að Jökulsárlóni. Valdimar gerir lítið úr hættunni og segist efast um að nokk- uð hefði getað farið úrskeiðis við tök- urnar því þær hafi verið afar vel skipulagðar. Kvikmyndatökum á Jökulsárlóni lauk nú um helgina. Íslenskur áhættuleikari í nýjustu James Bond-myndinni Þeyttist af vélsleðanum tvo metra í loft upp Valdimar Jóhannsson ASÍ og SA funda með ríkisstjórn FORYSTUMENN Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins munu í dag klukkan 10 funda með forystumönnum ríkisstjórnar- innar og ræða nýjustu mælingu á vísitölu neysluverðs. Jafnframt verð- ur fjallað um hvernig koma megi í veg fyrir að vísitalan fari upp fyrir rauð strik sem tilgreind eru í kjara- samningum. TÆPLEGA fimmtugur karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness og til greiðslu 4,6 milljóna króna sektar í ríkissjóð fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisauka- skattsskýrslum vegna áranna 1996, 1997, og janúar til og með október 1998, né hafa staðið sýslumanninum í Kópavogi skil á virðisaukaskatti sem hann innheimti í sjálfstæðri atvinnu- starfsemi sinni á árunum 1996 til 2000, samtals að fjárhæð tæpar 2,3 milljónir króna. Maðurinn var í sept- ember 1999 dæmdur í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 700 þúsund króna í sekt fyr- ir brot gegn lögum um virðisauka- skatt, lögum um bókhald og almenn- um hegningarlögum. Hluti brotanna sem hann var dæmdur fyrir var framinn á skilorðstíma þess dóms. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Verj- andi ákærða var Guðjón Ólafur Jónsson hdl. Helgi Magnús Gunn- arsson, fulltrúi hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra, sótti málið. Sekt og fangelsi fyrir skattsvik ÁTJÁN ára piltur var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir almanna- hættubrot með því að hafa í fyrra- sumar valdið sprengingu í inngangi verslunarhúsnæðis í Hafnarfirði þar sem hann hafði komið fyrir og kveikt í heimagerðri rörsprengju. Afleiðingar sprengingarinnar urðu þær að sprengjubrot lentu á og skemmdu fólksbifreið sem ekið var eftir Strandgötu í þann mund er sprengingin varð. Þá komu brestir í stétt inngangsins og skemmdir urðu þar á vegg og lofti. Þrjár rúður brotn- uðu í gluggum þriggja verslana. Refsing piltsins var bundin skilorði til tveggja ára og fellur niður að þeim tíma haldi hann það. Atburðurinn átti sér stað á laug- ardagskvöldi en er greint var frá honum í fréttum sjónvarpsstöðva kvöldið eftir var piltinum mjög brugðið, að því er fram kemur í dómnum. Kvaðst hann ekki hafa gert sér í hugarlund að þvílíkar afleiðing- ar gætu hlotist af háttsemi hans, sem einvörðungu hafi miðað að því að kalla fram mikinn og magnaðan há- vaða. Pilturinn iðraðist mjög gerða sinna og vildi axla ábyrgð sína og gaf sig því sjálfviljugur fram við lögreglu. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Skipað- ur verjandi ákærða var Þórdís Bjarnadóttir hdl. Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir sprengingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.