Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Garðar PéturJónsson fæddist
19. febrúar árið
1920 á Eskifirði.
Hann lést á heimili
sínu 10. mars. Hann
var sonur Jóns
Valdimarssonar
kennara og hrepp-
stjóra, f. 4. maí
1891, d. 11. septem-
ber 1946, og Herdís-
ar Kristínar Péturs-
dóttur húsfreyju, f.
18. desember 1892,
d. 4. febrúar 1946.
Systkini Garðars: 1)
Valdimar Ragnar, f. 28. febrúar
1922, kvæntur Áslaugu Þorkels-
dóttur, f. 13. september 1923, d.
13. desember 1983. Börn þeirra
eru Jón, f. 16. júlí 1944, Herdís
Kristín, f. 30. janúar 1947, Bryn-
dís Margrét, f. 10. september
1952, Valdís, f. 22. júlí 1961, og
Ásdís, f. 8. janúar 1965. 2) Guð-
björg, f. 15. maí 1924, gift Stein-
ari Steinssyni, f. 14. október 1926.
Börn þeirra eru Þór, f. 27. októ-
ber 1948, Margrét, f. 23. júlí 1950,
og Erla Björk, f. 2. nóvember
dóttur, f. 3. desember 1956.
Þeirra börn eru: a) Elín Hrund, f.
4. febrúar 1970, gift Rafael Gom-
ez de Julian og eiga þau tvö börn,
Emanúel Birki og Elízabetu
Björk. b) Sigurjón Friðrik, f. 10.
september 1976, sambýliskona
hans er Margrét Ásgeirsdóttir, c)
Garðar Björn f. 23. maí 1981, sam-
býliskona hans er Ásdís Erlings-
dóttir, d) Sverrir Ingi, f. 30. ágúst
1983, og e) Ísak Einir, f. 15. apríl
1988. 2) Herdís, f. 3. ágúst 1957. 3)
Elín Hrefna, f. 14. nóvember
1958, gift Kristjáni Þ. Davíðssyni,
f. 16. nóvember 1960. Þeirra börn
eru Davíð Halldór, f. 13. mars
1984, Gunnar Ingi, f. 5. apríl 1988,
og Margrét Auður, f. 6. júlí 1993.
Garðar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1942 og cand.med. frá Háskóla Ís-
lands 1950. Hann lærði berkla-,
astma- og ofnæmislækningar í
Danmörku, Tékklandi og Svíþjóð
og var læknir og aðstoðaryfir-
læknir á Vífilsstaðaspítala 1952–
1975. Frá 1976 til starfsloka 1992
var hann aðstoðaryfirlæknir á
berklavarnadeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur. Garðar var í
stjórn SÍBS og vinnuheimilisins
að Reykjalundi um tveggja ára-
tuga skeið, til ársins 1992.
Útför Garðars fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
1955. 3) Hannes
Guðni, f. 4. september
1927, kvæntur Ragn-
heiði Björnsdóttur, f.
29. október 1929.
Dætur þeirra eru
Margrét Birna, f. 24.
ágúst 1952, Guðný, f.
17. september 1955
og Herdís, f. 24. febr-
úar 1958. 4) Sigmar
Grétar, f. 20. febrúar
1929, kvæntur Gróu
Sigfúsdóttur, f. 16.
mars 1930. Dætur
þeirra eru Brynhild-
ur, f. 29. júlí 1954,
Jónína Halla, f. 27. febrúar 1956
og Íris, f. 23. september 1964, d.
26. janúar 1982.
Garðar kvæntist 22. október
1955 Elínu S. H. Jónsdóttur geð-
hjúkrunarkonu, f. 17. maí 1934,
dóttur Bjargeyjar Hólmfríðar
Jónsdóttur verkakonu, f. 11. júní
1891, d. 5. maí 1990, og Jóns
Kristins Falck Þórðarsonar far-
manns, f. 4. ágúst 1901, d. 3. apríl
1950. Börn Garðars og Elínar eru
1) Garðar Agnar, f. 19. janúar
1956, kvæntur Báru Sigurjóns-
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það er við hæfi að kveðja Garðar
afa með þessum fallegu sálmavers-
um sem sungin voru við kistulagn-
inguna hans. Við kveðjum genginn
föður, tengdaföður og afa, en Garðar
afi var líka og mest af öllu vinur okk-
ar. Margs er að minnast og margt er
að þakka, því það er dýrmætt að hafa
átt svo góðan vin, sem nú skilur eftir
fyrir okkur svo mikið af góðum og
hlýjum endurminningum. Við erum
öll þakklát fyrir að hafa fengið að
njóta kærleika hans. Hann tók alltaf
mikinn þátt í lífi okkar allra og átti
alltaf til bæði tíma og stuðning í
ómældu magni þegar á þurfti að
halda. Frá fæðingu barnabarnanna
og síðar langafa- og langömmu-
barnanna voru þau sólargeislar í lífi
hans og Elínar ömmu og hann og El-
ín amma ekki síður sólargeislar í
þeirra lífi. Þegar fjölskyldan okkar
bjó erlendis um nokkurra ára skeið
var hann duglegastur allra að heim-
sækja okkur og alltaf vorum við vel-
komin heim til Garðars afa og Elínar
ömmu, hvernig sem á stóð. Það var
alltaf ríkulegt hjartarými og þá var
líka alltaf nóg pláss, þótt stundum
væri þröng á þingi og sofið í flestum
skotum, meira að segja sumir stund-
um í kommóðuskúffu. Það er því
margs að sakna fyrir fjölskylduna
okkar. Mest hefur þó Elín amma
misst, sem átti hann að lífsförunaut í
næstum hálfa öld, við finnum öll til
með henni. Við vitum að hann var
orðinn gamall og lasinn og hafði lifað
löngu og góðu lífi, en það er samt
sárt að kveðja. Dauðinn kemur alltaf
að óvörum þótt við eigum öll fyrir-
fram að vita að hann sé í vændum.
Lífið heldur áfram, en öðruvísi en
það var, því það hefur bæst við lífs-
reynsluna. Lífið er harður skóli sem
við erum ekki spurð hvort við viljum
ganga í, heldur verðum við að takast
á við það eins og það er. Staðreyndin
er sú að þau sem við unnum verða
fyrr eða síðar tekin frá okkur eða við
tekin burt frá þeim. Öllu lífi er mark-
að sitt skeið og einn er að koma þá
annar kveður og þannig mun það
vera meðan einhver lífvera er eftir
hér á jörð. Megi kærleikur Guðs
styrkja okkur öll á þessum erfiða
tíma.
Hrefna, Kristján, Davíð
Halldór, Gunnar Ingi og
Margrét Auður.
Núna er hann afi minn farinn. Það
er mikil sorg þegar einhver sem
manni finnst vænt um fer. En ég
gleðst yfir öllum minningunum sem
ég á, þær getur enginn tekið frá mér.
Ég man svo vel eftir Mallorca ferð-
inni, þegar afi tók okkur Sigurjón í
fangið og við fórum í könnunarferð í
„djúpið“. Já, afi óð með okkur út í sjó
þar til sjórinn náði honum upp að
höku, það var djúpið ógurlega. En
hvað það var gaman þá. Ég man líka
eftir þegar ég var veik heima og afi
kom í læknisvitjanir. Hann endaði
alltaf á því að segja „þetta grær áður
en þú giftir þig“. Ég hélt nú ekki því
að ég var svo fársjúk að eigin mati.
En mikið rétt. Á sjálfan brúðkaups-
daginn bar ekkert á þessum kvillum.
Fyrir rúmum fimm árum sá ég afa
gráta, það var í fyrsta skipti sem ég
sá hann fella tár. Við hjónin höfðum
eignast okkar fyrsta barn og afi kom
í heimsókn á fæðingardeildina. Hann
grét af gleði við að sjá fyrsta langafa-
barnið sitt. Þeir áttu eftir að verða
miklir mátar.
Það voru ófáar stundirnar sem afi
sat með Emanúel í fanginu og las
fyrir hann úr bók, en bókalestur var
eitt helsta áhugamál afa. Eins eru
laugardagsmorgnarnir mér minnis-
stæðir, þegar Emanúel trítlaði yfir
til afa til að fá morgunmatinn færðan
í rúmið. Já amma varð að smyrja al-
veg eins handa þeim báðum og færa
þeim í rúmið. Ég man hvað mér
fannst þetta alltaf svo krúttlegt.
Þarna sátuð þið, borðuðuð morgun-
mat og spjölluðuð saman. Fyrir 3 ár-
um lágu svo leiðir fjölskyldu minnar
til Mexíkó. Þar bættist nýr meðlimur
í fjölskylduna. Það var ein af óskum
afa að fá að sjá langafastelpuna sína
áður en hann kveddi þennan heim. Í
desember komum við í 3 mánaða
heimsókn.
Mikið var gaman að sjá gleðina í
andliti afa þegar hann sá langafa-
börnin sín. Eitt skiptið þegar við
komum hafði afi verið nýbúinn að
leggja sig en hann klæddi sig og kom
fram af því að hann hafði fengið svo
„ánægjulega heimsókn“. Elízabeth
var alltaf að koma til langafa síns og
strjúka á honum höndina, henni
fannst hann svo brothættur. Þessi
tími á Íslandi, og að geta verið með
afa meðan hann var ennþá með okk-
ur var okkur mjög dýrmætur. Hann
vissi að hans tími var að koma því að
eitt sinn áttum við spjall saman um
það. En hann sagðist fara ánægður,
allar hans óskir og öll hans mörk
hefðu verið uppfyllt. Í lok febrúar
var svo dvölinni lokið, við fjölskyldan
kvöddum afa vel, kysstum hann og
knúsuðum.
Nokkrum dögum seinna kvaddi
hann þennan heim. Emanúel varð
ansi þögull þegar ég sagði honum
fréttirnar, hann er jú rúmlega 5 ára,
en Elízabeth sem er bara eins og
hálfs, skildi bara að langaafi væri
farinn að sofa, usss ...; við máttum
ekki hafa hátt.
Elsku amma, pabbi og mamma,
Herdís og Hrefna. Megi Guð styrkja
ykkur og alla fjölskylduna. Við get-
um glaðst yfir öllum góðu minning-
unum.
Elsku afi. Hvíl í friði.
Elín Hrund.
Elsku langafi. Okkur þykir svo
vænt um þig og viljum hafa þig hjá
okkur. Þú varst alltaf svo góður við
okkur. Núna ertu dáinn og ert hjá
Guði. Seinna þegar við förum til
Guðs þá sjáumst við ... ssss „gónt“.
Elízabeth Björk
og Emanúel Birkir.
Í dag kveðjum við góðan dreng,
bróður og vin sem við höfum átt sam-
leið með um langa hríð og notið vin-
áttu hans og hjálpfýsi.
Garðar Pétur átti ættir að rekja til
Strandamanna og bar nöfn móður-
foreldra sinna, merkra hjóna er
bjuggu á Borðeyri í bernsku versl-
unar hér á landi. Foreldrar Garðars
settust að á Eskifirði þar sem faðir
hans var kennari og þar var hann
fæddur. Hann ólst upp í skjóli góðra
foreldra og í hópi fimm systkina.
Minningarnar frá æskustöðvunum
voru ævinlega ofarlega í huga hans
og marga stundina áttum við saman
þar sem systkinin rifjuðu upp við-
burði og ævintýri frá æskustöðvun-
um og því frjálsa umhverfi sem þar
var í faðmi fjalla og lækja, fjarðar og
mannlífs. Garðar var mjög minnugur
á atburði og fólk, fróður og vel les-
inn.
Á unga aldri var Garðar heilsu-
tæpur, en bækur voru honum kærar,
hann las mikið og hneigðist til lang-
skólanáms. Snemma beindist hugur-
inn til þekkingar í læknisfræði. Á
þeim árum var erfitt fyrir barnmarg-
ar fjölskyldur að senda börn sín í
framhaldsskóla, en Garðar fékk þá
ósk sína uppfyllta að fara til náms að
Reykholti en þar sem fjárráðin voru
takmörkuð las hann af kappi og lauk
tveim bekkjum á einum vetri. En það
þurfti að huga að fleiri börnum og
því afréðu foreldrarnir að flytja til
Reykjavíkur þar sem meiri líkur
voru á að börnin ættu kost á mennt-
un. Garðar hóf nám við Menntaskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan stúd-
entsprófi og hóf að því loknu nám í
læknisfræði við Háskóla Íslands.
Er Garðar var unglæknir fékk
hann snert af berklum og dvaldi sem
sjúklingur um tíma á Vífilsstöðum.
Hann fékk þá mikinn áhuga á
lungnasjúkdómum og kynnti sér
lungnasvið læknisfræðinnar hér
heima og erlendis. Hann aflaði sér
mikillar þekkingar á þessum sjúk-
dómi og tækni við meðhöndlun hans
og hóf hann störf víð sjúkrahúsið að
Vífilsstöðum þá er hann hafði sjálfur
hlotið bata og síðar við Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur. Garðar var far-
sæll læknir sem efldi bjartsýni hjá
sjúklingum sínum og studdi þá af
ósérhlífni.
Garðar var ekki hávaðasamur né
fyrirferðarmikill í daglegum sam-
skiptum. Hann var ljúfur og hrein-
skiptinn og naut sín best í hópi fárra
vina. Það var indælt að sitja með
Garðari og Elínu og rabba um dag-
inn og veginn og að halda í heiðri
gamla þjóðlega siði. Hann miklaðist
aldrei af verkum sínum en vann þau í
hljóði og ætlaðist aldrei til þess að
þeim væri haldið á lofti. Margt lof
heyrðum við af munni fólks sem sótt
höfðu aðstoðar og fyrirgreiðslu hjá
Garðari, en það ræddum við aldrei
við Garðar enda vissum við að hann
hefði eytt slíku tali. Persónulega
þekktum við vel til starfa Garðars
sem ávallt var reiðubúinn að veita
liðsinni sitt. Við erum þess ávallt
minnug er hann veitti aldraðri móð-
ur minni hjálp og umhyggju er hún
var orðin slitin og mikið sjúk og fyrir
það og margt annað erum við honum
ævarandi þakklát. Margar ferðir fór
Garðar með hópum aldraðra sem
fóru sér til hvíldar og styrkingar á
hlýjum stöðum og þar fylgdist hann
með heilsufari ferðafélaganna sem
nutu þess öryggis að hafa umhyggju-
saman lækni í nálægð sinni.
Er ævi hans fór að halla fékk hann
hrörnunarsjúkdóm sem dró úr þreki
hans. Síðustu árin þurfti hann á mik-
illi aðhlynningu að halda. Var það
honum mikil gæfa að eiga að Elínu
þá góðu og traustu eiginkonu sem
annaðist hann af mikilli fórnfýsi, alúð
og kærleika.
Nú er Garðar horfinn úr okkar
jarðneska umhverfi en eftir situr
minningin um mann sem okkur þótti
vænt um og ávallt lét gott af sér
leiða. Við óskum honum velfarnaðar í
nýju umhverfi og viljum trúa því að
um síðir muni leiðir liggja saman á
ný. Við biðjum guð að styrkja eig-
inkonu hans, börn og barnabörn í
sorg þeirra og megi minningin um
góðan dreng vera þeim styrkur.
Guðbjörg og Steinar.
Kveðja frá SÍBS
Garðar sat í stjórn SÍBS um 20
ára skeið, l972–l994, og var varafor-
maður sambandsins seinni árin. Í
stjórn Reykjalundar var hann í 18
ár, l974–l992.
Garðar gekk til liðs við SÍBS eftir
að hafa ungur kynnst berklaveiki af
eigin raun.
Garðar lauk læknanámi við Há-
skóla Íslands vorið l950 og starfaði
óslitið við berklalækningar í 40 ár,
l952–l992. Fyrri hluta þess tíma var
hann aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum
og síðar aðstoðaryfirlæknir. Síðari
hlutann var hann aðstoðaryfirlæknir
á berklavarnardeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur.
Af ofangreindu er ljóst að Garðar
kom víða og lengi að málefnum
berkla- og lungnasjúklinga, bæði í
starfi og félagsmálum. Þegar hann
hóf störf á Vífilsstöðum voru berkla-
lyfin að koma á markað eitt af öðru
sem gjörbreytti faraldsfræði berkla-
veikinnar hér á landi eins og í ná-
grannalöndunum. Það hægðist á út-
breiðslu berkla og stöðvaði hana að
heita má með tímanum, nýgengi
berkla hjaðnaði og þar með algengi
þeirra meðal landsmanna. Í starfi
sínu tók Garðar þátt í þessum stór-
kostlegu og ánægjulegu breytingum.
En þótt lyfin heftu berklasmitið og
stuðluðu að skjótri lækningu þeirra
sem sýktust var sagan ekki þar með
öll sögð. Þeir sem sigruðust á berkla-
veikinni fyrir daga lyfjanna komu
flestir úr þeim hildarleik með „ör“ í
lungum og fengu síðar á ævi ýmiss
konar lungnamein sem með tíman-
um drógu úr færni þeirra til starfa
og annara athafna. Þessi hópur fólks
hefur þarfnast margvíslegrar lækn-
isaðstoðar, endurhæfingar og hjúkr-
unar. Garðar átti hlutdeild í þeirri
þjónustu, m.a. í starfi sínu á berkla-
deild Heilsugæslustöðvarinnar. Það
má því með sanni segja að hann hafi
á starfsferli sínum komið að berkla-
málunum á víðtækan hátt.
Um árabil unnum við, Garðar og
undirritaður, saman í nefnd sem út-
hlutaði öryrkjum eftirgjöf af aðflutn-
ingsgjöldum bifreiða, síðar bifreiða-
kaupastyrkja til fatlaðra. Í þeirri
árlegu vinnulotu fjallaði hann um
umsóknir berkla- og lungnasjúk-
linga og gerði það af stakri natni og
nákvæmni.
Garðar var hæglátur maður sem
hvorki tranaði sér fram né tróð öðr-
um um tær.
Hann sinnti starfi sínu og fé-
lagsskyldum í SÍBS af kostgæfni og
alúð. Hann hlaut á sínum tíma gull-
merki SÍBS fyrir framlag sitt. Um
leið og hér eru fram færðar þakkir
fyrir það framlag eru konu hans, El-
ínu, og afkomendum færð innileg
samúðarkveðja frá SÍBS.
Haukur Þórðarson form. SÍBS.
GARÐAR P.
JÓNSSON
!" #$ % $ &'(
%) $ % $ &'' $ *$($ % +,$$
, % $ &'( $' +$ '' $
$+ % $ &'( " $'' $
'$$ % $ &'' $ $$ , '(
$$- $( . " (
!
/%0 1/ ( ,$! 1)&"
$'
" #$
$ %
&
'
()
*
'$ $ 2'( . &$$! $ #!'' $
+ "! '(
+! 2 + !"$- 2'(
2'( 3'+ ,! !",!$('' $
(' +$ "! 2'(
2 $2) $ + 2 $2 $2) $