Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GUÐRÚN Ebba Ólafsdótt-ir gaf ekki kost á sér tilendurkjörs sem formað-ur Félags grunnskóla- kennara á aðalfundi félagsins í sein- ustu viku, eftir margra ára starf að málefnum kennara innan Kennara- sambands Íslands (KÍ). Hefur hún tekið sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Guðrún Ebba var kjörin í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur vorið 1990 og gegndi þar formennsku frá 1991 til 1994. Það ár var hún kosin varaformaður KÍ og í tengslum við sameiningu Kennarasambandsins og Hins ís- lenska kennarafélags í nóvember 1999 var Félag grunnskólakennara stofnað. Var hún kjörin fyrsti for- maður þess en það telur nú um fjög- ur þúsund félagsmenn. Guðrún Ebba útskrifaðist úr Kennaraháskólanum árið 1980 og innritaði sig síðar í guðfræðideild Háskóla Íslands. Hún segist hins vegar hafa komist á þá skoðun að hún vildi frekar leggja kennslu fyrir sig. Kenndi hún við Ölduselsskóla í nokkur ár og síðar við Laugalækj- arskóla til ársins 1994 er hún fór í fullt starf á vegum Kennarasam- bandsins. Hún segir að gífurlega miklar breytingar hafi orðið á störfum kennara og skólastarfi grunnskóla á þeim tíma sem liðinn er frá því hún byrjaði kennslu. ,,Kennarastarfið er miklu umfangsmeira en það var. Fyrir ekki ýkja mörgum árum var starfið fyrst og fremst fólgið í því að mæta í kennslustofuna og kenna og fara svo yfir verkefni og próf. Í dag eru miklu meiri kröfur gerðar til kennara og skólastarfsins, ekki síst vegna aukinnar atvinnuþátttöku for- eldra. Á tímabili vorum við kennarar og foreldrar reyndar líka, nokkuð ráðvilltir um hvert væri hlutverk skólans annars vegar og heimilanna hins vegar. Samstarfið á milli heim- ila og skóla hefur síðan aukist mikið. Þegar kennarinn uppgötvar hvað mikilvægt það er að vera í góðu sam- starfi vð foreldra, er hann á réttri leið,“ segir hún. Kjör kennara hafa einnig tekið stakkaskiptum á þessum tíma að mati Guðrúnar Ebbu. Breyting varð í rétta átt í kjarasamningunum sem gerðir voru árið 1995, í kjölfar fimm vikna verkfalls KÍ og HÍK, að henn- ar sögn. ,,Til marks um það má benda á að meðaldagvinnulaun voru þá í kringum 85 þúsund krónur á mánuði en eru nú um 200 þúsund kr. Auðvitað segir það ekki alla söguna og taka ber tillit til að skólaárið hefur lengst og gerðar hafa verið breyt- ingar á vinnutíma kennara, en þess- ar upphæðir gefa þó ákveðna vís- bendingu um breytinguna,“ segir hún. –Hvernig fannst þér að vera í forystusveit kennara í þessu lang- vinna verkfalli? ,,Það reyndi mikið á okkur. Grunnskóla- og framhaldsskólakennarar voru sam- an í verkfalli og við sömdum saman fyrir þessa hópa, auk skólastjórn- enda. Verkfall er aldrei markmið í sjálfu sér. Það er í raun og veru ákveðið tap fyrir báða samningsaðila þegar svo er komið að beita þarf verkfallsvopninu. Það stendur eng- inn uppi sem sigurvegari eftir verk- fall, sama hver niðurstaðan verður. Það er líka mjög erfitt að ljúka verk- falli því það myndast mikil stemmn- ing í hópnum og mikil hvatning um að gefast aldrei upp fyrr en öllum kröfum hefur verið náð. Það hefur þó aldrei tekist hingað til. Þetta var því erfitt en ég hefði ekki verið í þessu starfi undanfarin tólf ár ef ég væri að sækjast eftir strokum. Þetta bara fylgir þessu starfi og auðvitað er stundum kalt á toppnum,“ segir hún. Undirbúningur að fyrstu samn- ingum kennara við sveitarfélögin hófst strax eftir að sveitarfélögin höfðu yfirtekið rekstur grunnskól- ans haustið 1996. Voru þá höfð uppi stór orð um að nú gæfist hið stóra tækifæri til að leiðrétta laun kenn- ara. ,,Í byrjun árs 1997 fórum við ásamt fulltrúum sveitarfélaganna í kynnisferð til Norðurlandanna. Markmiðið var einkum að afla upp- lýsinga um hvernig staðið er að kjarasamningsgerð kennara og við semjenda þeirra á Norðurlöndunum en einnig vildum við leita að heppi- legri fyrirmynd að sjálfum kjara- samningnum. Þetta var mjög lær- dómsrík ferð fyrir báða aðila og komum við til baka með ákveðnar hugmyndir. Það kom hins vegar í ljós að við þurftum lengri tíma og því fól kjarasamningurinn sem gengið var frá 1997 einungis í sér hækkun á launum kennara en engar aðrar breytingar,“ segir Guðrún Ebba. Samningurinn frá 1997 var um- deildur og í framhaldinu sögðu margir kennarar stöðum sínum laus- um. Sveitarfélögin sáu sig tilknúin til þess að gera viðbótarsamninga til að freista þess að halda kennurum í starfi. ,,Þegar Félag grunnskólakennara tók til starfa 1. janúar 2000 gerðum við viðamikla skoðanakönnun meðal allra félagsmanna okkar og fengum mjög góða svörun. Við lásum skýr skilaboð kennara úr svörunum: ,,Við erum orðin þreytt á þessari nei- kvæðu ímynd sem kennarar hafa í þjóðfélaginu. Þegar orðið kennari heyrist í fjölmiðlum, þá sjá menn alltaf hnefann á lofti, verkfallsátök og upp- sagnir.“ Það var líka ljóst af þessari könnun að hækka þurfti grunn- kaupið verulega og kennarar gátu fallist á að fjölga kennsludögum. Rauði þráðurinn í kjarastefnu okkar var hækkun grunnlauna og áhersla var lögð á umsjónarkennara. Einkum var horft til ,,meðalkennar- ans“ sem samkvæmt könnuninni var kona, rúmlega fertug og umsjónar- kennari. Við fórum í mikla undirbún- ingsvinnu og í júní árið 2000 hélt samninganefndin vinnufund þar sem við veltum því fyrir okkur hvaða leið- ir væru í stöðunni. Skipuðum við kynningarnefnd sem hafði að mark- miði að búa til jákvæðari ímynd af kennurum og við lögðum með mark- vissum hætti áherslu á að vera já- kvæð í allri umræðu.“ Ný vinnubrögð ,,Þegar við hittum svo samninga- nefnd launanefndar sveitarfélaga á fyrsta samningafundinum kom í ljós að það virtist vera pólitískur vilji til að hækka grunnkaup kennara veru- lega og að sama skapi vildu sveit- arfélögin breytt vinnutímafyrir- komulag hjá kennurum og að skóladögum nemenda yrði fjölgað. Samningsaðilar voru sammála um að byrja á að kortleggja allt sem við ættum sameiginlegt og að við mynd- um síðan fikra okkur áfram við að leysa smærri ágreining en að hella okkur út í stóru áta Við ákváðum einnig að gef eiginlega yfirlýsingu um að uðum að ljúka samningum gamli samningurinn rynni ársins 2000]. Þetta var ekk til að beita okkur sjálf á þrýstingi,“ segir hún. Kerfisbreyting í grunnskólum Kjarasamningarnir sem v irritaðir 9. janúar 2001 f mikla kerfisbreytingu í gr um sem leiða á til bættra betra skólastarfs. En sam voru mjög umdeildir meðal Guðrún Ebba Ólafsdóttir hefur látið af form Tekist h að bæta og ímy kenna Miklar breytingar hafa orðið í grunn launakjör kennara eru orðin samkep ímynd kennarastarfsins hefur batnað Ólafsdóttir sem látið hefur af formen kennara. Ómar Friðriksson ræddi vi hennar í þágu kennaras „Kennarar segja mér að nú en áður va Samstarf heimila og skóla hefur aukist mikið AGALEYSI – BENZÍNLEYSI Þrátt fyrir að gefin hafi verið útupplýsingabréf, skrifað um málið og fjallað um það á flug- öryggisfundum hefur það gerzt nánast á hverju ári síðustu 15 ár að litlar flugvélar hafi orðið benzín- lausar. Stundum hafa alvarleg flug- slys hlotizt af. Þetta hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins undanfarna daga af niðurstöðum rannsóknar á flugslysi í Garðsárdal í Eyjafirði í fyrrasumar, en þar var benzínleysi um að kenna. Það má teljast mikil mildi að þar sluppu báðir mennirnir, sem innanborðs voru, ómeiddir. Þormóður Þormóðsson, rann- sóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF), sagði í blaðinu sl. þriðjudag að lykilatriði væri að menn viðhefðu öguð vinnubrögð í þessu sambandi, mældu benzín með kvarða fyrir hvert flug, fylgdust með eyðslu flugvélarinnar á flugi og hefðu í huga að jafnan væri hluti eldsneytis í flugvélartönkum ónýt- anlegur. Í sömu frétt var vitnað í grein Össurar Brynjólfssonar í árs- skýrslu RNF fyrir árið 2000. Þar kemur fram að „skyndilegt og óvænt benzínleysi flugmanna í há- loftunum“ hafi yfirleitt orsakazt af því að viðkomandi flugmaður eða flugstjóri hafi aldrei gengið per- sónulega úr skugga um það að nægilegt eldsneyti væri á vélinni áður en lagt var af stað. Annars vegar sé ónákvæmu bókhaldi um eldsneytisstöðu og -eyðslu um að kenna og hins vegar óvönduðum og tilviljanakenndum vinnubrögðum, þegar menn hreinlega gleymi að kíkja í tankana. Benzínmælar minni flugvéla séu ónákvæmir og nauð- synlegt að aðgæta benzínmagnið með kvarða. Þetta ástand mála er með ólík- indum og verulegt áhyggjuefni fyr- ir hvern þann, sem sezt upp í litla flugvél sem farþegi. Það er sömu- leiðis með ólíkindum að í flugslys- inu í Garðsárdal var um kennslu- flug að ræða og flugkennari um borð með nemanda sínum. Það verður að gera þá kröfu til þeirra, sem taka að sér það mikla ábyrgð- arstarf að kenna mönnum að fljúga, að þeir kunni til verka og séu nem- endum sínum góð fyrirmynd. Loks vekur það furðu að niðurstöður Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslysið í Skerjafirði í ágústbyrj- un árið 2000 skuli ekki hafa orðið til þess að allir flugmenn tækju sér tak í þessum efnum. Þar var einn meginorsakaþátturinn talinn elds- neytisleysi, sem rekja mátti til of- mats á eldsneytismagni, vanmats á eldsneytiseyðslu og að það fórst fyrir að kanna eldsneytismagn í tönkum fyrir flug. Niðurstaða nefndarinnar um orsakir slyssins lá fyrir í marz í fyrra, nokkrum mán- uðum áður en slysið varð í Garðsár- dal. Það virðist svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að flugmenn verði alltaf að aðgæta það fyrir flug hvort nóg benzín sé á tönkum flugvélar áður en lagt er af stað í flugferð. Þau hörmulegu slys, sem þegar hafa orðið vegna agaleysis og slælegra vinnubragða í þessum efnum, hljóta að verða mönnum víti til varnaðar. Opinbert eftirlit getur aldrei komið í veg fyrir slík vinnubrögð, heldur verður að höfða til ábyrgðartilfinn- ingar flugmanna sjálfra. FRUMKVÆÐI LANDSBANKANS Landsbanki Íslands hf. tók ígær mikilvægt frumkvæði áfjármálamarkaðnum með því að lækka vexti helztu óverðtryggðra útlána og innlána. Nemur lækkun vaxta á óverðtryggðum útlánum á bilinu 0,25–0,4% en á innlánum 0,25%. Íslandsbanki hf. og Búnaðarbanki Íslands hf. fylgdu þegar í kjölfarið og tilkynntu að þeir mundu fylgja for- dæmi Landsbankans og lækka vexti einnig. Seðlabanki Íslands hefur mánuð- um saman staðið frammi fyrir kröf- um um að bankinn lækkaði stýrivexti sína en bankinn hefur farið sér hægt í þeim efnum, þótt hann hafi stigið fyrstu skrefin í þá átt. Það er athyglisvert að Landsbank- inn skuli hafa brotið ísinn að þessu leyti. Seðlabankann hefur greint á við flesta aðra aðila í þjóðfélaginu um efnahagsþróunina. Atvinnulífið var byrjað að finna fyrir alvarlegum samdrætti í efnahagslífinu snemma á síðasta ári. Seðlabankinn taldi greinilega að sá samdráttur endur- speglaði ekki heildarmyndina í efna- hagslífinu. Talsmenn viðskiptabank- anna hafa lengi talað á annan veg en forsvarsmenn Seðlabankans enda finna þeir fljótt hvernig staðan er í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna. Forystumenn Landsbankans hafa greinilega metið stöðuna svo, að ekki væri hægt að bíða eftir vaxtalækkun Seðlabankans. Um þetta frumkvæði Landsbankans segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, í viðtali við Morgunblaðið í dag: „Það var að okkar mati eðlilegt að fylgja lækk- andi verðbólgu með því að jafna vaxtamun á milli verðtryggðra og óverðtryggðra útlána. Sá vaxtamun- ur var orðinn hár og við höfum, bæði vegna góðrar lausafjárstöðu og góðr- ar almennrar aukningar innlána í bankanum, stöðu til þess að lækka óverðtryggða vexti innan Lands- bankans…Það er hins vegar skýrt í okkar huga að til að frekari vaxta- lækkun geti átt sér stað þarf að koma til lækkun á stýrivöxtum Seðlabank- ans. Við erum þeirrar skoðunar, að aðstæður séu þannig að Seðlabank- inn eigi að geta haldið áfram lækkun vaxta og þar með geti almennt vaxta- stig í landinu á skammtíma óverð- tryggðum vöxtum farið lækkandi.“ Gagnrýni á hátt vaxtastig hefur orðið stöðugt háværari meðal for- svarsmanna atvinnulífsins á undan- förnum mánuðum. Það er samdóma álit þeirra, sem reka fyrirtæki, að það sé ekki hægt til frambúðar við núverandi vaxtastig. Vonandi verður frumkvæði Lands- bankans nú til þess að hraða þróun til lækkandi vaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.