Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur RagnarPétursson fædd- ist í Keflavík 27. mars 1976. Hann lést í Keflavík 12. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Ragn- heiður Lúðvíksdótt- ir, f. 7. maí 1959, og Pétur Þór Karlsson, f. 4. apríl 1957, d. 16. ágúst 1977. Foreldr- ar Ragnheiðar voru þau María Guð- mannsdóttir, f. 19. febrúar 1924, d. 4. júní 1996, og Lúðvík Helgi Kjartansson, f. 20. apríl 1924, d. 15. september 1994. For- eldrar Péturs eru Súsanna Þor- láksdóttir, f. 17. mars 1929, og Karl Halldórsson, f. 24. mars 1925, d. 18. júní 1975. Fósturfaðir Ólafs Ragnars er Hallur Þór- mundsson, f. 13. júlí 1956, en for- eldrar hans eru þau Þórmundur Guðlaugsson, f. 29. nóvember 1929, og Guðfinna Valgeirsdóttir, f. 31. júlí 1934. Bræður Ólafs Ragnars eru þeir Þórmundur, f. 18. mars 1980, Lúðvík Helgi, f. 13. apríl 1983, og Viktor Freyr, f. 17. september 1991. Unnusta Ólafs Ragnars er Sigurrós Antonsdóttir, f. 18. desember 1980, en foreldrar hennar eru þau Helga María Guðjónsdótt- ir, f. 5. mars 1962, og Anton Már Ant- onsson, f. 27. desem- ber 1961. Systkini Sigurrósar eru þau Elsa, f. 12. maí 1985, og Davíð Már, f. 23. október 1992. Ólafur Ragnar ólst upp hjá móður sinni og fóst- urföður í Keflavík, gekk þar í grunnskóla og stundaði síðan nám við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Hann starfaði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, fyrst hjá Flug- leiðum og síðan í Fríhöfninni þar sem hann starfaði þegar hann lést. Ólafur Ragnar hóf sambúð með Sigurrósu unnustu sinni í október 1998 og bjuggu þau í Keflavík. Útför Ólafs Ragnars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástin mín, litla hjartað mitt. Hvað þetta er allt skrítið þetta líf. Ég er svo vængbrotin að hafa þig ekki við hliðina á mér og láta þig halda utan um mig þegar eitthvað bjátar á. Þú ert mér allt, allt sem ég á. Að sjá bros þitt, heyra hlátur þinn, sjá augun þín og hendur var mér allt. Þú kenndir mér margt sem er til í lífinu. Að lifa sátt við alla og lífið, vera ánægð með það sem við höfðum. En ástin mín, við áttum svo margt eftir að gera. Búin að kaupa okkar draumahúsið og næst var að stofna fjölskyldu þeg- ar ég væri búin að læra. Já, við hefð- um geta orðið góðir foreldrar. Við töluðum oft um að eyða elliárunum saman en ég ylja mér við minning- arnar um þig og elska þig af öllu mínu hjarta eins og ég sagði þegar við kvöddumst þennan dag. Ég veit að pabbi þinn, Ölli frændi þinn og Ás- laug vinkona tóku vel á móti þér þarna hinumegin. Svo þegar minn tími er kominn gerum við allt sem við áttum eftir að gera hér í þessu lífi. Fyrsta versið í brúðkaupslaginu okk- ar eftir Lennon hljómar svo: „Grow old with me, grow old along with me, the best is yet to be. When our time has come we will be as one. God bless our love, God bless our love.“ Minningin um þig og okkar ynd- islegu fimm ár mun alltaf lifa í mínu brostna hjarta um ókomna tíð. Þín að eilífu Sigurrós. Elsku bróðir minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur, ég bara skil þetta ekki. Ég mun aldrei gleyma þessum þriðjudegi, þegar ég kom úr vinnunni og frétti að þú varst farinn frá okkur. Þú sem að varst alltaf svo góður og hamingjusamur. Þú veist að ég hef alltaf elskað þig og ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú ert núna. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst alltaf að segja mér að fara að fá mér vinnu og taka mig til í andlitinu, svo loks þegar ég fékk mér vinnu þá skeður þetta, þetta er ekki sann- gjarnt. Ég vona að þú verðir alltaf með mér og hjálpir mér eins og þú hefur alltaf gert. Þinn litli bróðir Lúðvík Helgi. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Það var mikið áfall er fréttir bár- ust af andláti þínu Óli og sorglegra en orð fá lýst. Þið Sigurrós virtust svo sátt og ánægð með lífið þessar síðustu vikur. Lífið blasti við ykkur, nýbúin að skrifa undir kaupsamning á góðu húsi og farin að leggja drög að giftingu. Það er engin sanngirni í því er ungur maður fer án nokkurs að- draganda, allt lífið er framundan og framtíðin lofar góðu. Það er víst ekki á færi okkar mannfólksins að skilja leiðir Guðs. Mikill hugur var í þér Óli við allt sem þú tókst þér fyrir hendur og ef þú varðst fyrir einhverju mótstreymi þá lagðir þú harðar að þér. Þú varst kannski með veikt hjarta en í mínum huga verður þú alltaf drengurinn með ljónshjartað. Betri tengdason hefði varla verið hægt að óska sér og vakti ráðvendni þín og góð lund at- hygli innan fjölskyldunnar og varð tilefni umræðu. Þú varst tillitssamur við Sigurrós og sýndir það bæði í orð- um og athöfnum. Þú hafðir í raun allt til að bera til að geta skapað ykkur Sigurrós trausta og hamingjuríka framtíð. Það var ávallt tilhlökkunarefni er þú komst til að sannfæra mann um ágæti eitthverra nýrra áforma. Ávallt varstu búin að leggja hlutina vel niður fyrir þig og ávallt sýndir þú að þú gast fylgt eftir áformum þínum með miklum ágætum. Trúi ég því að við eigum eftir að hittast aftur og þú eigir enn eftir beita sannfæringarkrafti þínum, sem þú gast beitt af miklum ákafa, til að sanna ágæti ráðagerða þinna. Það tekur ósegjanlega sárt á að horfa upp á sorg þína, Sigurrós mín. Það hefur kannski litla merkingu fyrir þig núna að segja að með tím- anum minnki sársaukinn en sú er raunin og söknuðurinn verður til staðar sem minning um indælan dreng. Sú arfleifð sem þú hefur skilið eftir Óli minn er mikilsverð því góð skapgerð þín og fallegt innræti hefur snert okkur öll sem kynntust þér og verður okkur eftirbreytni til að lifa lífinu á betri hátt. Anton Már, Helga María, Elsa og Davíð. Ég man lítinn dreng sem systir mín hún Heiða eignaðist þegar ég var á táningsaldri. Hún var ekki mik- ið eldri en ég svo stundum leysti ég hana af og fékk þannig mína fyrstu hugmynd um móðurhlutverkið. Hann var skírður Ólafur Ragnar og alltaf kallaður Óli, lítill og sætur, þægur og góður, bara „algjört krútt“, eins og sagt er. Þegar hann var ennþá bara ungbarn missti hann Pétur föður sinn. Litli drengurinn var þannig búin að kynnast sorginni án þess að vita af því og kannski hef- ur hann þrátt fyrir ungan aldur skynjað það. En í lífinu geta líka góð- ir hlutir gerst og áður en langt var um liðið mætti Hallur á svæðið. Litli drengurinn hefði ekki getað fengið betri staðgengil. Ég man litla drenginn þegar hann var orðinn aðeins eldri og þá var ég sjálf orðin móðir tveggja sona. Þá var hann kominn í það hlutverk að líta eftir frændum sínum. Það var ekki sjaldan sem hann gisti hjá okkur og þá iðulega til að vera frændum sínum innan handar þegar ég var að vinna. Þegar ég hugsa um það núna velti ég því fyrir mér hversu ábyrgðarfullur hann var, kannski var of mikið á hann lagt. Ég man þegar ég bauð honum til Svíþjóðar í hans fyrstu utanlands- ferð. Það gerði ég sérstaklega af því að hann átti svo mikið inni hjá mér eftir alla hjálpina. Þar gafst honum tækifæri til að heimsækja frændfólk sitt í föðurætt sem hann hafði ekki séð lengi. Þótt hann væri ungur að árum fann ég að það var honum mik- ils virði, hann hafði sterkar taugar til ættingja sinna og var umhugað um að kynnast þeim. Ég mun minnast elskulegs frænda sem var líka góður vinur á rauna- stund. Hann lagði alltaf allan sinn metnað í allt sem hann gerði, hvort sem það varðaði vinnuna, heimilið, fjölskylduna eða vinina og ekki síst það sem sneri að hans heittelskuðu Sigurrós. Hann átti gott líf en allt of stutt. Hans verður sárt saknað. Elsku Óli minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég er viss um að núna ert þú farinn að líta eftir Ölla mínum eins og þinn var vani. Ég bið að heilsa. Elsku Sigurrós, Heiða, Hallur, Mummi, Lúlli og Viktor, Guð gefi ykkur styrk og fylgi ykkur í þetta ferðalag sem sorgin er. Minningin um yndislegan dreng sem þið getið verið svo stolt af mun án efa hjálpa ykkur. Særún, móðursystir og vinur. Elsku frændi og vinur, aldrei hefð- um við trúað því að við ættum eftir að kveðja þig svona fljótt, símtalið erf- iða frá ömmu þinni var lengi að verða að veruleika. Þetta getur ekki verið. Þú þessi yndislegi drengur með lífið allt framundan, tekinn frá okkur svo snögglega. Hver er eiginlega til- gangurinn? Þeir deyja fyrst sem guðirnir elska, höfum við heyrt, en við skiljum samt ekki þessi orð, þótt við vitum að þér sé ætlað eitthvert stærra og meira verk annars staðar. Við spyrjum samt, af hverju? Minningarnar yndislegu þjóta fram í hugann, þegar þú komst með þinni ástkæru unnustu Sigurrós, með mömmu þinni og pabba í Laug- arás sl. sumar að sækja litla bróður í útileguna til okkar, svo hress og glaður eins og alltaf, með þitt fallega bros og þitt góðlega fas sem ein- kenndi þig, við alla sem á vegi þínum urðu. Allar stundirnar sem við áttum með þér og Sigurrós þinni á heimili okkar eru okkur ógleymanlegar. Alltaf svo glaður og kátur og smit- aðir alla af þinni einskæru lífsgleði. Bergsveinn Alfons frændi og Birkir Alfons litli frændi þinn hlakkaði allt- af til, þegar von var á ykkur í heim- sókn, þú varst alltaf svo glaður og gefandi, alveg sama hver átti í hlut. Birkir Alfons svo stoltur af að Óli stóri frændi ætti afmæli sama dag og hann. Bræðrum þínum þremur yngri varstu alltaf stoð og stytta sem þeir litu upp til með mikilli virðingu og þú alltaf tilbúinn að gefa þeim góð ráð. Litla fallega íbúðin ykkar sem þú sýndir okkur fyrir nokkrum árum með svo miklu stolti og gleði gleym- ist seint. Móðir þín og tengdamóðir svo stoltar yfir börnunum sínum að byrja að búa á svona fallegu heimili sem þið hugsuðuð svo vel um. Brúð- kaupið sem halda átti næsta sumar var tilhlökkunarefni allra í fjölskyld- unni og átti að passa vel uppá að sumarleyfið okkar yrði seinna en það, því af brúðkaupinu ykkar ætl- uðum við ekki að missa. Nýlega tókuð þið þá ákvörðun að athuga með að stækka við ykkur hús- næðið sem gekk verulega fljótt fyrir sig, aðeins á nokkrum dögum. Þið ákváðuð að festa kaup á stærra hús- næði og fresta brúðkaupinu lítillega meðan þið væruð að koma ykkur vel fyrir. Alltaf jafn framsýn ef ykkar litla fjölskylda myndi stækka. Aðeins kvöldinu áður en þessar sorgarfréttir af burtför þinni bárust okkur, hringdi faðir þinn og sagði okkur frá þessum gleðifréttum að þið Sigurrós væruð búin að ganga frá kaupum á draumahúsinu ykkar, og stoltið leyndi sér ekki hjá foreldrum þínum, og það var þegar ákveðið að næsta gamlárskvöld yrði í nýja hús- inu ykkar með fjölskyldunni allri. Því þannig vildir þú hafa það, mest af öllu, alla fjölskylduna saman. Elsku Óli, þín lífsbarátta við þína líkamsburði var sterk, og lífsviljinn og þrek þitt er öllum öðrum til eft- irbreytni. Þitt fallega bros og gleði, allaf svo fínn og flottur, smitaði auð- veldlega út frá sér. Ást þín og virðing til þinnar elskulegu unnustu var aug- ljós öllum. Við kveðjum þig elsku engill með mikilli ást, söknuði og eftirsjá. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. Með þitt fallega bros, og verkin þín góð. Ég heyrði að þú værir farinn. Nei, það getur ekki verið satt! Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. Guðs blessun til þín engill, hvert sem þú ferð. Þótt þú sért farinn, þá veistu af hjörtum okkar fullum af sorg. En við styðjum hvort annað og höldum veginn áfram, án þín. Ég sé þig aftur elsku engill, þegar tími minn kemur. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. (KK) Elsku Sigurrós, Hallur bróðir og Heiða, Mummi, Lúlli og Viktor, mamma og pabbi, Helga og Anton, aðrir aðstandendur og vinir, ykkar missir er mikill, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur í ykkar miklu sorg. En minningin lifir um yndislegan dreng. Rúnar, Sigríður og Birkir Alfons. 12. mars er dagur sem ég gleymi aldrei. Þegar ég kom heim úr skól- anum fékk ég þessar hræðilegu fréttir að þú, ástkæri frændi minn, væri fallinn frá. Við sitjum hér eftir og reynum að skilja af hverju Guð hreif þig frá okkur svona snökkt, eina svarið sem ég fæ er að hann hafi vantað duglegan dreng í eitthvert starf annars staðar og þú varst einn sá duglegasti sem ég hef kynnst, þú lagðir þig alltaf hundrað prósent fram í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Bara síðast í gær var ég að heyra hvað allt gekk þér í haginn, all- ir þínir draumar voru að rætast, lífið lék hreinlega við þig og þú varst svo hamingjusamur. En svo kom kallið stóra og þú hvarfst á brott. Ég hugga mig við að það hefur verið tekið vel á móti þér á þeim stað sem þú ert núna kominn á. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, elsku frændi minn. Ég vil votta Sigurrós, Heiðu, Halli, Mumma, Lúlla og Viktori mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Bergsveinn Alfons. Okkar ástkæri frændi og vinur, Ólafur Ragnar Pétursson, er látinn. Óli, eins og hann var kallaður, var einstakur maður fyrir margra hluta sakir. Það er sárt að hafa aðeins fengið að njóta samvista við hann í 26 ár því hann hafði svo margt að gefa samferðafólki sínu og átti sjálfur svo marga drauma sem honum vannst ekki tími til að láta rætast. Óli var hlýr, jákvæður og lífsglað- ur ungur maður sem hafði alltaf eitt- hvað á prjónunum og þegar ákvörð- un hafði verið tekin um að hrinda einhverju í framkvæmd átti það hug hans allan. Það var þó ekki anað að hlutunum heldur var allt vegið og metið og síðan gengið þannig til verks að allt stæðist sem gert var. Tryggð, nærgætni, samviskusemi, metnaður og snyrtimennska ein- kenndu Óla og birtust þessir eigin- leikar í viðmóti hans til unnustu sinn- ar, fjölskyldu og vina, hvernig hann byggði upp og hlúði að heimili sínu, sinnti störfum sínum og sjálfum sér. Í fjölskyldu Óla eru miklir Suður- nesjamenn og hann var þar engin undantekning, ólst upp í Keflavík og eignaðist þar eigið heimili með Sig- urrósu unnustu sinni. Heimili þeirra er fallegt, hlýlegt og snyrtilegt, og ber ást þeirra og samheldni fagurt vitni. Það er ekki nokkur vafi á því að starf Óla í Fríhöfninni átti við hann og áhugi á sölumennsku var honum í blóð borinn. Hann naut þess að starfa á fjölmennum og lifandi vinnu- stað með góðu fólki sem oft kom upp í huga hans. Fáum var kunnugt um það að Óli var haldinn ólæknandi hjartasjúk- dómi, líkt og faðir hans, Pétur Þór Karlsson, en hann lést tvítugur að aldri þegar Óli var á öðru aldursári. Þó Óli hafi ekki borið gæfu til að kynnast föður sínum bar hann mikla virðingu fyrir minningu hans og vitj- aði oft legstaðar hans og mun nú fá að hvíla við hlið hans. Föður fann Óli í Halli, fósturföður sínum, sem tók honum strax sem sínum eigin syni. Sjúkdóm sinn bar Óli af æðruleysi og hugrekki, flíkaði honum ekki og lét hann sem minnst aftra sér við leik og störf. Það er nokkur huggun harmi gegn, sú fullvissa, að Óli hafi lifað hamingjusömu lífi og verið ham- ingjusamur þegar kallið kom, þó æv- in yrði ekki löng. Þessi fullvissa er sprottin af því að hann bar hamingj- una svo greinilega með sér, hún geislaði af honum. „En hamingjan var best af öllu sköpunarverkinu“ segir í texta Þ.E. og því viljum við trúa hvað Óla varðar. Tómið sem Óli skilur eftir sig verð- ur ekki fyllt en minningarnar munu lifa, minningar um heimsóknir hans og Sigurrósar, hugleiðingar hans um lífið og tilveruna, minningar um sam- verustundir í fjölskylduhófum og á ferðalögum en síðast en ekki síst minningin um hans bjarta og hreina innri mann. Við vottum ykkur og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð, elsku Sigurrós, Heiða, Hallur, Mummi, Lúlli og Viktor. Hvíl í friði, elsku Óli, blessuð sé minning þín. Guðrún, Jóhannes, Ásdís, María Rut og Friðrik. Elsku Óli. Okkur langar til minn- ast þín með nokkrum orðum, þótt við höfum ekki orð til að lýsa þessum endalausa harmleik. Maður spyr sig ætlar þetta aldrei að taka enda. Þegar við lítum yfir farinn veg þá minnumst við þín sem góðs, trausts og rólegs ungs manns. Þú varst alltaf svo duglegur og allt sem þú gerðir, gerðir þú vel, allt svo skipulagt og pottþétt. Okkur finnst það svo óréttlátt að þú skyldir kveðja þennan heim svo allt, allt of fljótt, því þú og Sigurrós voruð í blóma lífsins og framtíðin svo björt. Þið voruð svo hamingjusöm og þú varst alltaf svo góður við hana Sigurrós þína. Þið ætluðuð að gifta ykkur í sumar og er erfitt að hugsa til þess að þið fáið ekki að öðlast þá hamingju en við vitum að ást ykkar mun vara að eilífu. Við kveðjum þig með söknuði en viljum við trúa að þú sért kominn á betri stað. Elsku Sigurrós, Heiða, Hallur, Mummi, Lúlli, Viktor og aðrir að- standendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Berglind og Flóra Hlín. ÓLAFUR RAGNAR PÉTURSSON  Fleiri minningargreinar um Ólaf Ragnar Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.