Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ V O R / S U M A R 2 0 0 2 verð kr. 5.990 st. 36-41- svartir/brúnir/rauðir verð kr. 5.990 st. 36-41 - svartir/brúnir/ljósbláir verð kr. 6.990 st. 36-41 - ljósir verð kr. 7.990 st. 41-46 - drapplitir verð kr. 7.490 st. 40-47 - brúnir verð kr. 6.990 st. 41-47 - ljósbrúnir Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420 VIKUNA 16.–22. mars verður verkja- vika á vegum Verkja- fræðafélags Íslands og Siðfræðistofnunar. Af því tilefni vil ég leggja lóð mitt á vog- arskálarnar og tala um sársauka og verkjalyf, sem eru svo stór þáttur í mínu lífi og margra annarra sem ég þekki vegna mjög þjáningarfulls sjúkdóms sem hefur fylgt mér í óendanlega mörg ár. Verkjateymi er til við Landspítala – há- skólasjúkrahús. Það er hópur fag- fólks, sem leitast við að leysa verkjavandamál. Þarna eru verkja- læknar og sérgreinalæknar, hjúkr- unarfræðingar, lyfjafræðingur, sál- fræðingur og félagsráðgjafi. Þar sem ég hef persónulega góða reynslu af samskiptum mínum við þetta teymi langar mig að vekja at- hygli á tilveru þess. Ég hef notað sterk verkjalyf án sérstakra vand- ræða og er alltaf fegnust, þegar ég þarf ekki að nota þau. En ég er sannfærð um að ég væri ekki hér í dag að skrifa á tölvuna ef ég hefði ekki fengið hjálp. Sjálf er ég á þeirri skoðun að verkjabraut sé eins og árfarvegur, þeim mun leng- ur sem verkur hefur varað og verið verri, þeim mun dýpri er þessi far- vegur og erfiðara að losna við sárs- aukann. Þess vegna borgar sig að rjúfa þennan vítahring sem fyrst. Ég skora á fólk að tileinka sér um- burðarlyndari hugsun- arhátt gagnvart krón- ískum verkjum og lyfjum og reyna að gera lífið þess virði að lifa því. Orðið verkur hefur margar merkingar. En krónískur (lang- varandi) verkur, sem er til staðar dag og nótt, vikum, mánuðum og jafnvel árum sam- an, er sérstakt fyrir- bæri, sem verður að taka á. Slíkur verkur, sem ekki er hægt að mæla eða sýna, hefur yfirþyrmandi áhrif á allt líf einstaklingsins, sálarlíf, efnahag, félagslega stöðu, fjöl- skyldu, tómstundir, já bókstaflega allt líf hans í öllum skilningi. Er þá ekki kominn tími til að gera eitt- hvað raunhæft fyrir þennan ein- stakling? Nei, helst ekki. Í gangi er goð- sögn, sem hefur reynst ótrúlega líf- seig, að verk megi reyna að halda í skefjum með sem vægustum lyfj- um, sem geta hugsanlega dregið eitthvað úr, á eins litlum skammti og hægt er og best er auðvitað að læra bara að lifa við þetta ástand. Sumir trúa því jafnvel að fólk losni ekki við verk af því að hann þjóni einhverju hlutverki fyrir viðkom- andi einstakling, svo sem athygli, lausn frá atvinnuþátttöku, vímu, bótum. Að þegja um vanlíðan og bera sig vel er „þjóðarkarakter“, eins og við vitum, og auk þess geta menn orðið fíklar ef þeir nota sterk verkjalyf. Læknar vita (sumir) að þetta er ekki rétt, þetta eru góð lyf, sem gera gagn og þolast mörg bet- ur en þau, sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Betra er að sjúkling- urinn fái rétta lyfið og rétta skammtinn, því langvarandi þján- ingum fylgja margvísleg vandamál, svo sem þunglyndi, atvinnuleysi, örvænting og vonleysi. Margir þola vantrú og höfnun frá umhverfi og jafnvel læknum og baráttan við kerfið er erfið. Almennt eru menn ekki fíklar og reynsla verkjalækna er sú að sjúklingar sækist ekki eft- ir vímu, heldur lausn frá verk. Ef ekki er hægt að lækna er hægt að líkna. Enginn ætti að þurfa að lifa við óþolandi verki endalaust. Einstaklingurinn með verkinn er sá eini sem getur lagt mat á hann (þar til tæknin getur mælt sárauka). Verkur er aldrei sýnilegur, hann dregur úr lífsgæð- um, veldur þunglyndi, örvæntingu og oft einangrun. Það er sárt að horfa á ástvini þjást, það er sárt að vera byrði á öðrum og munum að það er betra að bæta lífi við árin en árum við líf, sem er óþolandi. Sætt- um okkur ekki við óbærilega verki, það er engin dyggð. Þjáningar og verkir Sigríður Gunnarsdóttir Heilsa Enginn, segir Sigríður Gunnarsdóttir, ætti að þurfa að lifa við óþolandi verki endalaust. Höfundur er talsímavörður. BANDARÍKJASTJÓRN er í vígahug. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið á ferða- lagi um Miðausturlönd til þess að afla stuðn- ings hugmyndum stjórnarinnar um árás á Írak. En það er sama hvar Cheney hefur drepið niður fæti, alls staðar brennur Palest- ínumálið heitast á ráða- mönnum og hvergi er frjór jarðvegur fyrir nýju stríði á svæðinu. Stríðið í Afganistan hefur nú staðið í 5 mán- uði og virðist flestum gleymt. Osama bin Laden er enn ófundinn og ekki hefur tekist að uppræta al-Kaída hryðjuverkasamtökin. Ekki hefur heldur gengið eins vel og ráð var fyr- ir gert að afla fjár til uppbygging- arinnar í Afganistan. Hjaðningavíg- um Ísraels- og Palestínumanna linnir ekki, og á þessari stundu er óljóst hvort Ísraelsstjórn muni draga her sinn til baka frá Gaza og Vesturbakkanum þótt varaforseti Bandaríkjanna hafi lagt hart að Ar- íel Sharon að verða við þeirri kröfu. Bandaríkjastjórn segist vilja stilla til friðar í Ísrael og Palestínu en fulltrúi hennar hefur ekki séð sér fært að ræða við forseta Palestínu- manna í ferð sinni. Hættan á stórstyrjöld Saddam Hussein er hættulegur harðstjóri og að margra áliti rakið illmenni. Um það er engum blöðum að fletta. Írakar hafa þjáðst undir stjórn hans áratugum saman. Viðskiptabann SÞ hef- ur enn aukið á hörm- ungar þjóðarinnar. Á níunda áratugnum var Saddam Hussein í liði Bandaríkja- stjórnar gegn klerkaveldinu í Íran. Innrásin í Kúveit árið 1990 breytti því. Íraksstjórn býr yfir eiturvopn- um og hefur notað þau gegn eigin þegnum. Því hefur lengi verið haldið fram að þar í landi sé verið að þróa kjarnorkuvopn en engar handfastar sannanir eru fyrir því. Í Miðaustur- löndum og á Indlandsskaga má hins Verður ráðist á Írak? Þórunn Sveinbjarnardóttir ATHYGLISVERÐ grein eftir Kristján G. Guðmundsson birtist í Morgunblaðinu 8. mars sl. Í umræddri grein er undirritaður tekinn heldur betur fyrir nesið og fær það óþvegið. Ekki er laust við að ákveðinna þver- sagna gæti í grein Kristjáns þar sem hann í upphafi grein- arinnar leiðir líkum að því að ég hafi ekki þor- að að opna kjaftinn síðustu 10 árin en ör- lítið aftar segist hann hafa gert sér vonir um að með komu minni í stól forseta væri mættur traustur og staðfastur maður. Sumt í greininni er þó að mínu mati jákvætt s.s. upprifjun Krist- jáns á skoðunum mínum varðandi verðmyndun á fiski. Þar segir að verðmyndun á fiski sé fullkomlega á skjön og í raun algört stílbrot við þá frjálsræðisstefnu sem stjórnvöld framfylgja á flestum sviðum at- vinnulífsins. Það er ekki spurning í mínum huga að verð sjávarfangs mun á endanum myndast á fisk- mörkuðum. Hvenær það gerist veit ég ekki en þegar sá dagur rennur upp mun um leið myndast grunnur að mun heilbrigðara umhverfi fyrir sjávarútveginn þar sem fiskurinn bærist sjálfkrafa til þeirra sem mesta hæfni hefðu til að gera úr honum verðmæti. Í framhaldinu finnst mér fremur ólíklegt að menn læsu greinar í blaði allra lands- manna þar sem haldið er uppi vörn- um fyrir handónýtu lítillækkandi leiguliðakerfi sem er til skammar fyrir þá sem skópu það. Á maður að trúa því að það sé vilji hjá stórum hluta sjómanna að púkka upp á slíkt. Fram kemur sú gáfulega skýring að þar sem forystumenn sjó- manna hafi ekki náð markmiðinu með allan fisk á markað hafi þeir ákveðið, svona frekar en að gera ekki neitt, að slá sig til riddara og höggva í eigin raðir (raðir sjómanna). Ég skoðaði sam- þykktir síðustu þriggja þinga FFSÍ, þ.e.a.s. ’97, ’99 og 2001. Öll þessi þing skipuð fulltrúum allra félaga skipstjórnarmanna á Íslandi fordæma fram- sal á mjög afgerandi hátt. Hefur maðurinn ekki fylgst neitt með fyrr en nú? Kristján spyr hvort það sé í verkahring FFSÍ að ákvarða stærð fiskiskipaflotans. Hann líkir þeim afskiptum við að Verslunarmannafélag Reykjavíkur kæmi fram með þá kröfu að fækka verslunum og færu þannig fram gegn hluta umbjóðenda sinna. Heyr á endemi. Heldur hann að VR, sem er eitt sterkasta stéttarfélag lands- ins, sæti undir því aðgerðarlaust ef einhverjir verslunareigendur neyddu starfsfólk sitt til að taka þátt í vöruinnkaupum sem síðan Inn við beinið Árni Bjarnason Sjómenn Það hlýtur að vera meginhlutverk stéttarfélaga, segir Árni Bjarnason, að sjá til þess að gildandi kjarasamningar séu í heiðri hafðir. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.