Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814Stærsta töskuverslun landsins Ver ð k r. 3 .95 0.- Ver ð k r. 2 .60 0.- Ve rð k r. 4 .20 0.- Verð kr. 3.1 00.- Verð kr. 1.700.- Verð kr. 2.800.- Verð kr. 3.100.- MIKIL gróska hefur verið í leiklist- arlífi ungmennafélagsins Eflingar í Reykjadal undanfarin ár og nú í vet- ur hefur Fiðlarinn á þakinu verið sýndur við mikla aðsókn í félags- heimilinu á Breiðumýri. Þetta er tólfta leikritið sem Arnór Benónýsson kennari og leikstjóri stýrir og hefur leikdeildin sýnt mörg stór verk. Mikla athygli hefur vakið samstarf skólanna í dalnum við leik- listarfólkið og hafa nemendur Fram- haldsskólans á Laugum tekið mikinn þátt í leiklistinni. Yngri skólabörn hafa einnig verið með og í þessari sýningu hafa grunnskólanemendur hlutverk á sviðinu auk þess sem yngstu íbúar sveitarinnar eiga sinn þátt í gerð leikmyndarinnar. Breiðamýri er orðið að kaffileik- húsi, en áhorfendur sitja allir við borð og þar er hægt að panta kaffi og meðlæti fyrir sýningu og í hléi. Þetta hafa gestir kunnað vel að meta enda mjög gott pláss í húsinu eftir að það var stækkað fyrir nokkrum ár- um. Fiðlarinn á þakinu, sem byggist á smásögunni um Tevje og dætur hans, hefur víða verið sýndur og nú hefur Jón Friðrik Benónýsson bæst í hóp þeirra sem hefur leikið kúa- bóndann og mjólkurpóstinn. Ef marka má viðbrögð áhorfenda þá hefur Jón skilað sínu hlutverki með miklum sóma út yfir salinn í félags- heimilinu í Reykjadal. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Friðrik Benónýsson í hlut- verki mjólkurpóstsins Tevje. Fiðlarinn á þakinu vel sóttur Laxamýri KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Snæ- fells í Stykkishólmi hefur tekið sæti úrvalsdeildinni í körfubolta næsta vetur. Snæfell og KFÍ kepptu um sæti í deildinni og vann Snæfell báða leikina. Fyrri leikurinn fór fram í Stykkishólmi á föstudagskvöld og sá seinni á sunnudagskvöldið á Ísafirði. Snæfellsliðið kom heim um kl. 16 á mánudag eftir erfitt ferða- lag frá Ísafirði. Tekið var á móti liðinu við bensínstöðina og fengu körfu- boltamennirnir blómvendi frá stuðningsmönnum við heimkom- una. Heimferðin var erfiðleikum háð en keppendur fóru á þremur fólksbílum. Lagt var af stað heimleiðis strax eftir leik, en eftir klukku- tímaakstur var færð farin að spillast og var snúið við til Ísa- fjarðar og gist þar. Á mánudags- morgun var lagt af stað og lentu tveir bílarnir í árekstri og sá þriðji fór út af veginum. Þrátt fyrir skemmdir á bílunum skilaði liðið sér heim með bros á vör. Þjálfari Snæfells í vetur var Bárður Eyþórsson og liðsstjóri Högni Högnason. Högni var að vonum ánægður með árangurinn í vetur. Hann sagði að körfuboltaliðið væri að mestu skipað heimamönnum og auk þeirra væri einn Bandaríkja- maður. Liðsmenn væru kornungir strákar sem ættu eftir að skila góðum árangri seinna og hann sagðist vona hægt væri að halda sama mannskap næsta vetur. Nokkur ár eru síðan að Snæfell spilaði síðast í úrvalsdeildinni og verður það eina liðið í úrvalsdeild af Vesturlandi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Körfuboltaliði Snæfells var fagnað við heimkomu eftir ferðalag til Ísa- fjarðar þar sem það keppti við KFÍ um sæti í úrvalsdeild og sigraði. Snæfell komið í úrvalsdeildina Leikmönnum fagn- að með blómum Stykkishólmur Í HAFNARSKÓLA á Hornafirði hefur verið tekin upp sú nýbreytni að blanda saman árgöngum í bekkjum og þematengja alla kennslu. Þessar skipulagsbreytingar í skólanum eru tilrauna- og þróunarverkefni sem hlotið hefur nafnið Framtíðarskól- inn. Hafnarskóli er einsetinn og eru nemendur í 4.–7. bekk. Ráðist er í þessar skipulagsbreytingar á vorönn og í annarlok er ætlunin að gera skoðanakönnun meðal foreldra og munu niðurstöður hennar liggja til grundvallar varðandi áframhald skólastarfsins með hinu nýja sniði. Þórgunnur Torfadóttir aðstoðar- skólastjóri hefur stýrt undirbúningi verkefnisins í Hafnarskóla. Hún seg- ir að skólinn sé frekar stöðluð stofn- un þar sem lítið hafi breyst síðustu áratugina þrátt fyrir gífurlegar þjóð- félagsbreytingar. „Þetta þróunarverkefni er tilraun til að breyta skólanum og þeirri menningu sem þar ríkir til frambúð- ar. Sú vinna tekur nokkur ár en nú erum við byrjuð og vonandi gengur þetta upp hjá okkur. Í Hafnarskóla líkt og mörgum öðrum skólum höfum við ekki farið varhluta af skólaleiða nemenda. Nemendur sjá oft á tíðum ekki tilganginn með náminu. Nýjar hugmyndir í kennslufræði sem gefa óteljandi möguleika til skapandi náms hafa ekki verið markvisst inn- leiddar í skólann þrátt fyrir að marg- ir kennarar hafi unnið að því að til- einka sér þær,“ segir Þórgunnur. Blandaðir bekkir Samkennslan felst í því að mynd- aðir eru kennsluhópar þvert á ár- ganga og notaðar aðrar forsendur en fæðingarár þegar hópar eru búnir til. Nemendum úr fjórða og fimmta bekk verður kennt saman og sömuleiðis verður nemendum sjötta og sjöunda bekkjar blandað saman í bekk. Með þessu er ætlunin að beina athyglinni að hverjum nemanda sem sérstökum einstaklingi sem sinna þarf á hans forsendum. „Samkennsla hefur lengi tíðkast í litlum skólum og skoðanir á henni hafa verið misjafnar. Nú vilja menn hins vegar nýta sér kosti samkennsl- unnar í stærri skólum. Nokkrir skól- ar hafa tekið upp samkennslu, sér- staklega eru það þó nýir skólar sem tekið hafa upp samkennsluna og venjast nemendur því þá um leið og þeir byrja í nýjum skóla. Það er heil- mikið fyrirtæki að byrja á sam- kennslu í rótgrónum skóla en okkur sýnist að það geti skilað sér vel til nemenda,“ segir Þórgunnur. Ætlunin er að kenna allar náms- greinar að mestu í gegnum sama þemað. „Með þemavinnu verða ástæður námsins ljósari og því eftirsóknar- verðara að tileinka sér það sem á boðstólum er. Þemað á vorönn verð- ur Vatnajökull segir Þórgunnur. Þetta þema býður upp á fjöl- breytta umfjöllun í öllum hefðbundn- um námsgreinum. Til dæmis er ætl- unin að tengja kennslu í almennum brotum, tugabrotum eða prósentum beint við umfjöllun um stærð og eðli jökla. Sömuleiðis má tengja stafsetn- ingu, bókmenntir og landafræði jökl- inum á margvíslegan máta. Sama þemað verður í öllum ár- göngum þótt áherslur verði misjafn- ar. Af nógu er að taka og það er öflug kveikja að þemanu að fá James Bond á svæðið,“ segir Þórgunnur Torfa- dóttir, aðstoðarskólastjóri í Hafnar- skóla á Hornafirði. Eins og fyrr segir er hér um til- raunaverkefni að ræða. Ef foreldrar og kennarar verða sammála um að tilraunin sé til bóta er meiningin að halda áfram næsta vetur með svip- uðum hætti. Tilraun gerð með samkennslu og þematengt nám í Hafnarskóla á Hornafirði Framtíðar- skólinn byggður upp Morgunblaðið/Galdur-Sigurður Mar Í Hafnarskóla hefur verið gerð tilraun að undanförnu með samkennslu og þematengt nám. Hér er Ágústína Halldórsdóttir kennari í fyrsta tíma með blandaðan bekk. Í honum eru nemendur sem áður voru í sjötta og sjöunda bekk skólans. Hornafjörður RÆTUR, félag áhugafólks um menn- ingarfjölbreytni, halda upp á dag Sameinuðu þjóðanna gegn kynþátta- hyggju með dagskrá í Hömrum á Ísa- firði í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Rætur ætla að nota daginn til að kynna heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttahyggju, kyn- þáttamismunun, andúð á útlending- um og ámóta umburðarleysi. Ráð- stefnan var haldin í Suður-Afríku í fyrrahaust. Þar tóku Rætur þátt í ráðstefnu frjálsra félagasamtaka auk þess sem þær áttu áheyrnarfulltrúa á ríkjaráðstefnunni sjálfri. Sýndar verða myndir og myndband og boðið upp á dans- og tónlistaratriði og smá- hressingu, segir í fréttatilkynningu. Dagur SÞ gegn kynþáttahyggju Ísafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.