Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 35 að lokum akamálin. fa út sam- ð við ætl- m áður en i út [í lok ki síst gert ákveðnum voru und- fólu í sér runnskól- kjara og mningarnir l kennara og samþykktir með tæplega 60% at- kvæða. Guðrún Ebba segir að við þá miklu kerfisbreytingu sem felist í samingnum raðist kennarar með öðrum hætti í launaflokka og þrep en áður. ,,Við tókum upp gjörbreytta grunnröðun í launaflokka og það gerir að verkum að fólk hækkar mis- mikið. Við höfðum niðurstöður skoð- anakönnunarinnar að leiðarljósi auk margra samþykkta frá kennurum um að það þyrfti að hugsa um um- sjónarkennara í þessum samning- um, enda felst í samningnum krafa um stóraukið samstarf við foreldra og aukna umsjón með nemendum. Þetta vildum við að metið yrði að verðleikum til launa. Markmið kjarasamningsins er að auka þann tíma sem skólinn hefur til að verja í foreldrasamstarf og faglega aðstoð við nemendur og í ljósi þess var skilj- anlegt að kennarar, sem ekki eru með umsjón á sinni könnu, beri minna úr býtum.“ Hún segir að framkvæmd margra mikilvægra þátta kjarasamningsins hafi tekist vel vegna góðs undirbún- ings í skólum en miklu máli skipti að sveitarfélögin fylgi honum eftir og geri skólastjórum kleift að ná fram því besta sem samningurinn býður upp á. Miklar umræður urðu um kjaramál á aðalfundi FG í seinustu viku en Guðrún Ebba segir að nið- urstaðan sé alveg skýr að ekki sé kjarasamningnum um að kenna vegna þess sem miður hefur farið heldur framkvæmd samningsins. –Á hvern hátt hefur sjálft skóla- starfið breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því þú hófst störf í þágu kenn- arasamtakanna? ,,Ég sagði áðan að mér hefði fundist við vera dálítið ráð- villt á tímabili, en með sama hætti finnst mér við kennarar núna vera mun öruggari með okkur. Kennarar segja mér að það sé borin meiri virð- ing fyrir starfi þeirra nú en áður var. Það hefur tekist að bæta ímynd kennara og það er mun meiri og já- kvæðari umfjöllun um skólastarfið í fjölmiðlum en áður, sem er mjög ánægjulegt. Við höfum líka fengið nýja og metnaðarfulla aðalnámskrá fyrir grunnskólana. Ég hef mikinn áhuga á að hafa meiri áhrif á hvernig hún er framkvæmd.“ Aðspurð hvaða skýringar væru á því að mikill meiri- hluti kennara væri konur, eða 78% skv. nýjustu tölum, segir Guðrún Ebba að ein af ástæðum þess sé áreiðanlega sú að kennarastarfið hafi allt þar til nú verið láglaunastarf en á því hafi orðið breyting með nýj- um kjarasamningi. ,,Nú getum við fyrst sagt að launin séu samkeppn- isfær við aðra svipaða hópa. Konur eru náttúrlega frábærir kennarar en ég held að það sé gott að hafa meiri jöfnuð og hef trú á því að þessi staða sé að breytast.“ Umræða er hafin um að gera námstímann sveigjanlegri og gefa duglegum nemendum kost á að fær- ast milli skólastiga áður en hefð- bundnu skólastigi lýkur. Hver er þín skoðun á þessu? ,,Það er ekkert sem hindrar þetta í dag samkvæmt aðalnámskránni. Nemendur geta lokið grunnskóla- prófi í níunda bekk og farið beint í framhaldsskóla og það er líka mögu- legt að taka t.d. próf í einstökum greinum í níunda bekk og hefja framhaldsskólanám í þeim greinum samhliða grunnskólanámi. Aðalnám- skráin hvetur til þessa en það er alls ekki nægilega mikil umræða um þennan möguleika, sem má segja að sé vannýttur,“ segir Guðrún Ebba. Get hugsað mér að sækja um kennslu í haust –Hvernig lýst þér á hugmyndir um að flytja fræðsluskylduna niður á leikskólastigið? ,,Ég tel að líta eigi á leikskólanám sem rétt allra barna. Ég tel alveg koma til greina að komið verði á skólaskyldu við fimm ára aldur, en hún verður þá að vera í leikskólun- um. Ég er þeirrar skoðunar að á sama hátt og við erum að auka tengslin á milli grunn- og framhalds- skóla, eigum við að efla og auka sam- starfið mun meira á milli leikskóla og grunnskóla. Það gæti jafnvel verið hollt fyrir kennara að eiga þess kost að fara á milli grunnskóla og leik- skóla og fá þannig betri innsýn inn í næsta skólastig. Ég vil líka að kenn- arar í grunn- og framhaldsskólum eigi þess kost að fara á milli skóla- stiga þótt þeir séu ekki hjá sama vinnuveitanda.“ Nú ert þú að yfirgefa þennan vett- vang og tekur væntanlega sæti í borgarstjórn í vor. Gerirðu ráð fyrir að verða áfram viðloðandi skólastarf og kennslu? ,,Ég get alveg hugsað mér það. Það er ekki fullt starf að vera borg- arfulltrúi og það má vel vera að ég sæki um kennslu í einhverjum skóla borgarinnar næsta haust.“ mennsku í Félagi grunnskólakennara hefur a kjör ynd ara nskólum á seinustu árum, ppnisfær við aðra hópa og ð. Þetta segir Guðrún Ebba nnsku í Félagi grunnskóla- ið Guðrúnu Ebbu um störf samtakanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg ð það sé borin meiri virðing fyrir starfi þeirra ar,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir. omfr@mbl.is BANKASTJÓRN Lands-bankans tilkynnti í gærað bankinn hefði ákveðiðað lækka vexti helstu óverðtryggðra útlána og innlána. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa, yfirdráttarlána og af- urðalána lækka um 0,25% og vextir víxla lækka um 0,4%. Á innlánahlið lækka vextir almennra innlána, tékkareikninga og Kjörbóka um 0,25% en aðrir vextir innlána eru óbreyttir. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að meg- inástæðan fyrir ákvörðun bankans væri lækkandi verðbólga. „Það var að okkar mati eðlilegt að fylgja lækkandi verðbólgu með því að jafna vaxtamun á milli verð- tryggðra og óverðtryggðra útlána. Sá vaxtamunur var orðinn hár og við höfum, bæði vegna góðrar lausafjárstöðu og góðrar almennrar aukningar innlána í bankanum, stöðu til þess að lækka óverð- tryggða vexti innan Landsbankans. Við erum reyndar að lækka út- lánsvextina heldur meira en inn- lánsvextina og við ætlum því áfram að berjast af krafti um innlánsvið- skiptin. Það er hins vegar skýrt í okkar huga að til að frekari vaxtalækkanir geti átt sér stað þarf að koma til lækkun á stýrivöxtum Seðlabank- ans. Við erum þeirrar skoðunar að aðstæður séu þannig að Seðlabank- inn eigi að geta haldið áfram lækk- un vaxta og þar með geti almennt vaxtastig í landinu á skammtíma óverðtryggðum vöxtum farið lækk- andi.“ Ekki gagnrýni á Seðlabankann Halldór tók fram að þessa ákvörðun bæri ekki að skilja sem gagnrýni á Seðlabankann. Stjórn- endur Landsbankans væru þeirrar skoðunar að það hafi verið nauðsyn- legt að beita verulegu aðhaldi í pen- ingamálum við þær aðstæður sem ríkt hefðu í þjóðarbúskapnum. Landsbankinn og Seðlabankinn hefðu hins vegar nú ekki alveg sama mat á því hvenær óhætt væri að slaka á þessu aðhaldi. Talsverð umræða hefur farið fram að undanförnu um að bank- arnir hefðu verið að taka til sín auk- inn vaxtamun. Halldór var spurður hvort þessi ákvörðun fæli í sér við- brögð við þessari gagnrýni. „Þessa ákvörðun tók Landsbank- inn algerlega út frá efnahagslegum forsendum og hefur í raun og veru ekkert samhengi við þá umræðu sem átt hefur sér stað opinberlega um vaxtamun á Íslandi, sem Lands- bankinn telur raunar að sé að hluta til byggð á misskilningi og sé ekki nægilega vel ígrunduð. Við viljum benda á að vaxtamunur í íslenska bankakerfinu hefur farið mjög hratt lækkandi og er t.d. lægri en í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum OECD-ríkjum. Það hvort vaxta- munir í bankakerfinu sé 2,8% eða 3% skiptir ekki öllu máli í þeirri umræðu heldur almennt grunn- vaxtastig. Það er það sem þarf að fara lækkandi með lækkandi verð- bólgu. Þessi ákvörðun núna er hins vegar tekin algerlega á okkar eigin forsendum,“ sagði Halldór. Í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram að með lækkandi verðbólgu og verðbólgu- væntingum hafi verðbólguálag á skuldabréfamarkaði farið lækk- andi og sé nú um 3% samanborið við 5% sl. haust. Munur verð- tryggðra og óverðtryggðra kjör- vaxta útlána í bankakerfinu (verð- bólguálag) sé nú um 5,7%. Með lækkandi verðbólgu séu því raun- vextir óverðtryggðra útlána og innlána nokkuð hærri en verð- tryggðra um þessar mundir. „Landsbankinn hefur á undan- förnum misserum styrkt mjög lausafjárstöðu sína, ekki síst með aukinni markaðshlutdeild í innlán- um en innlán bankans jukust mest allra banka og sparisjóða á síðast- liðnu ári. Sterk lausafjárstaða bankans hefur gert það að verkum að hann hefur verið lánveitandi í meira mæli en lántakandi á inn- lendum peningamarkaði. Um 90% af útlánum bankans í íslenskum krónum eru fjármögnuð með inn- lánum. Bankinn hefur því tíma- bundið svigrúm til lækkunar út- lánsvaxta án þess að stýrivextir Seðlabanka lækki,“ segir í yfirlýs- ingu Landsbankans. Með ákvörðun sinni lækkar Landsbankinn vexti á óverð- tryggðum skammtímalánum, en vextir á verðtryggðum lánum breytast ekki. Halldór sagði að um 30% af útlánum Landsbankans væru í formi óverðtryggðra skammtímalána en það er þó meira en helmingur af útlánum bankans í íslenskum krónum. Nauðsynlegt að vextir lækki Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagðist fagna þessu frumkvæði Landsbankans. Hún sagðist telja þetta ábyrga afstöðu og sýna vilja til að taka þátt í lækk- un verðbólgu. „Ég hef verið að vonast eftir bankarnir sýndu lit og lækkuðu vexti. Ég vona að þeir stígi fleiri skref og að þarna sé haf- in þróun sem haldi áfram. Það er nauðsynlegt fyrir heimilin í land- inu og atvinnulífið að vextir lækki.“ Valgerður sagðist telja að það hefði verið svigrúm fyrir viðskipta- bankana að lækka vexti án þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Það hefði a.m.k. verið mat Lands- bankans að svo væri. Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri vekur athygli á því að það sé á valdi hvers við- skiptabanka fyrir sig að taka ákvörðun um sína vexti og vaxta- róf, sem Seðlabankinn vilji engin áhrif hafa á, inntur eftir viðbrögð- um sínum við ákvörðun Lands- bankans um að lækka m.a. vexti á óverðtryggðum lánum og afurða- lánum um 0,25%. „Ég vil hvorki segja gott né illt um þessa ákvörð- un þeirra,“ segir Birgir Ísleifur. „Það sem hefur hins vegar vakið athygli okkar er að munurinn á okkar stýrivöxtum og meðalávöxt- un óverðtryggðra skuldabréfa hjá bönkunum jókst um 2% frá 1999 til 2001.“ Umrædd vaxtahækkun við- skiptabankanna fór þannig úr 5,8 í 7,8%, að sögn Birgis Ísleifs. „Mér finnst það ekkert óeðlilegt að bankarnir skili því að einhverju leyti til baka nú þegar eftirspurn eftir útlánum dregst saman.“ Birgir segir að ekki sé um stór- fellda ákvörðun að ræða sem muni hafa sérstaka þýðingu fyrir efna- hagslífið. Töldu ekki rétt að ganga gegn vaxtastefnu Seðlabankans Búnaðarbankinn tilkynnti í gær lækkun vaxta á óverðtryggðum inn- og útlánum í samræmi við vaxtalækkanir annarra viðskipta- banka um að jafnaði 0,25% frá og með næstu mánaðamótum. „Frá síðustu mánaðamótum höfum við verið að skoða hvort ástæða væri til vaxtalækkunar en fannst ekki rétt í ljósi stöðunnar að ganga gegn vaxtastefnu Seðlabankans,“ segir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans. „Við höfum hins vegar ákveðið nú að lækka vexti til samræmis við það sem gert hefur verið.“ Í fréttatilkynningu frá Búnaðar- bankanum kemur fram að stjórn- endur Búnaðarbankans hafi verið fylgjandi vaxtastefnu Seðlabank- ans sem hefur um langt skeið hald- ið stýrivöxtum háum. Hafi stjórn- endur Búnaðarbankans talið for- gangsverkefni hagstjórnar að draga úr spennu á vöru- og vinnu- markaði sem er undirrót hárrar verðbólgu og mikils viðskiptahalla. Aðstæður hafi hins vegar breyst mikið að undanförnu og helstu hagvísar bendi til þess að betra jafnvægi sé að komast á í þjóð- arbúskapnum. Vilja tryggja viðskiptavinum samkeppnishæf kjör Íslandsbanki tilkynnti sömuleið- is vaxtalækkun í samræmi við vaxtalækkanir annarra banka. „Ís- landsbanki mun fyrir helgina ákveða hvenær og hve mikið vextir verða lækkaðir en við þá ákvörðun verður tekið mið af hvað keppi- nautarnir gera,“ segir Valur Vals- son, bankastjóri Íslandsbanka. „Við erum á samkeppnismarkaði og viljum tryggja að við getum boðið okkar viðskiptavinum sam- keppnishæf kjör á hverjum tíma.“ Í fréttatilkynningu frá bankan- um í gær kemur fram að bankinn hafi í langan tíma talað fyrir því að tilefni sé til að lækka vexti hér- lendis, en Seðlabankinn hafi verið annarrar skoðunar. „Það kemur á óvart í ljósi þess að löggjafinn hef- ur falið Seðlabankanum að stýra vaxtastigi í landinu að annar rík- isbanki fari á þennan hátt gegn stefnu Seðlabankans,“ segir í til- kynningunni. Ekki náðist í talsmann spari- sjóðanna í gærkvöldi. Tökum mið af lækkandi verðbólgu Bankastjóri Landsbankans um ákvörðun bankans að lækka vexti Landsbankinn reið á vaðið með vaxtalækkun í gær og í kjölfarið fylgdu Íslandsbanki og Búnaðarbanki. Við- skiptaráðherra fagnar vaxtalækkuninni og bankastjóri Seðlabank- ans segir það í valdi hvers banka að ráða sínu vaxtastigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.