Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sagði við upphaf þingfundar í gær að kaup Norsk Hydro á þýska álfyr- irtækinu VAW hefðu mikil áhrif á fjárfestingagetu fyrirtækisins, a.m.k. fyrst um sinn, og að mati forráðamanna Norsk Hydro hefði þetta áhrif á þátttöku fyrirtæk- isins í byggingu álvers í Reyð- arfirði. Nú væri unnið að gerð nýrrar yfirlýsingar um málið þar sem leitast yrði við að eyða óvissu og gera þær ráðstafanir sem nauð- synlegar væru til þess að tíma- áætlanir röskuðust sem minnst. „Vegna umræðna sem urðu við upphaf þingfundar í gær [í fyrra- dag] um framgang frumvarps til laga um virkjun Jökulsár í Fljóts- dal og Jökulsár á Dal og stækkun Kröfluvirkjunar vil ég taka eft- irfarandi fram. Í samtölum ís- lenskra stjórnvalda, á síðustu dög- um, við forráðamenn Norsk Hydro hefur komið fram að kaup fyr- irtækisins á þýska álfyrirtækinu VAW nú nýlega hafa mikil áhrif á fjárfestingagetu fyrirtækisins, a.m.k. fyrst um sinn. Þessi staða hefur að mati forráðamanna Norsk Hydro áhrif á þátttöku fyrirtæk- isins í byggingu álvers í Reyð- arfirði þar sem ákvörðun um þátt- töku samkvæmt gildandi tíma- áætlun þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fyrsta september og sá tíma- rammi kunni, í ljósi kaupanna á VAW, að vera of knappur. Nú er unnið að gerð yfirlýsingar um mál- ið þar sem leitast verður við að eyða óvissu og gera þær ráðstaf- anir sem nauðsynlegar eru til þess að tímaáætlanir raskist sem minnst. Ég vænti þess að sú yf- irlýsing geti legið fyrir í upphafi næstu viku. Ég vil taka það fram hér að sú staða sem nú er komin upp kemur íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Áður höfðu stjórnvöld verið fullvissuð um að fjárfesting- ar í hinu þýska fyrirtæki hefðu ekki áhrif á þátttöku í Noral-verk- efninu. Herra forseti, þar sem nú liggur fyrir að fyrrnefnt frumvarp um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og Jökulsár á Dal og stækkun Kröflu- virkjunar hefur verið afgreitt úr iðnaðarnefnd eftir ítarlega og góða vinnu legg ég áherslu á að verði að lögum sem allra fyrst. Það er mik- ilvægt að ekki standi á íslenskum stjórnvöldum eða Alþingi til að ná markmiðum um uppbyggingu stór- iðju á Austurlandi. Allir aðilar sem komið hafa að málinu telja að hér sé um að ræða arðsamt verkefni og því er ég þess fullviss að af því verði,“ sagði Valgerður í yfirlýs- ingu sinni. VG vill að umræðum um frumvarpið verði frestað Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar, sagði að nú hefði komið í ljós að frétt Morgunblaðsins frá því í síð- ustu viku hefði átt við rök að styðjast. Hann sagði ljóst að tíma- áætlunin myndi raskast og að Al- þingi hefði nú meiri tíma til að fara yfir frumvarpið um Kára- hnjúkavirkjun sem lægi fyrir þinginu. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður VG, sagði að þessi yfirlýs- ing breytti miklu og hún krafðist þess að frumvarp iðnaðarráðherra um Kárahnjúkavirkjun yrði ekki sett á dagskrá Alþingis fyrr en ný yfirlýsing hefði borist frá Norsk Hydro. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Norsk Hydro hefði ekki einkarétt á að byggja álver á Austurlandi og menn yrðu að endurmeta málið ef alvara lægi ekki á bak við áform fyrirtækisins um að standa að byggingu álvers á Austurlandi. Einar Már Sigurðarson, þing- maður Samfylkingar á Austur- landi, sagði að þessi yfirlýsing ráð- herra ylli miklum vonbrigðum. Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem boðuð væri seinkun á áformuðum framkvæmdum. Hann sagði mik- ilvægt að frumvarpið um Kára- hnjúkavirkjun yrði afgreitt eins fljótt og verða mætti og hvatti til þess að ekki yrði hlustað á kröfur Vinstrihreyfingarinnar um að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Valgerður Sverrisdóttir segir að kaup Norsk Hydro á VAW hafi áhrif á Reyðarál Nýrrar yfirlýsingar vænst um áform Norsk Hydro FERMINGAR verða í hámarki um páskahátíðina en fyrstu athafn- irnar á höfuðborgarsvæðinu fóru fram um síðustu helgi. Fjöldi fermingarbarna þetta ár- ið liggur ekki nákvæmlega fyrir en samkvæmt tölum Hagstofunnar um börn fædd árið 1988 verða þau á fimmta þúsund talsins. Hinn 1. desember sl. voru 4.628 börn í þeim árgangi sem verður 14 ára á þessu ári, þar af var 2.401 drengur og 2.227 stúlkur. Fjöldi þeirra barna sem kjósa borgaralega fermingu hefur verið að aukast. Félagið Siðmennt hefur staðið að þeim athöfnum og á nám- skeiðum þess í vetur hafa verið um 50 börn, víða að af landinu. Borg- araleg fermingarathöfn mun fara fram í Háskólabíói 6. apríl nk. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ var meðal þeirra kirkna sem fermt var í um helgina, í blíðskaparveðri. Séra Jón Þorsteinsson fermdi 36 börn á sunnudag en alls munu 109 börn fermast í hans sókn þetta ár- ið. Jón sagðist í samtali við Morg- unblaðið þurfa að dreifa ferming- unni á nokkrar athafnir þar sem kirkjurnar í sókninni væru smáar. Næst verður fermt á pálmasunnu- dag og síðan 7. apríl. Einlægur hugur að baki Jón sagði að þrátt fyrir árlega umræðu um umstang og ytri að- stæður í kringum fermingar fyndi hann enga breytingu í huga ferm- ingarbarnanna ár frá ári. „Ég merki mjög einlægan og mikinn áhuga fyrir fermingunni sem slíkri. Veröldin í kring er að auglýsa þetta og hitt og það kem- ur við ungar sálir. Freistingarnar eru á hverju strái. Það er hins veg- ar markleysa þegar er verið að tala um að krakkarnir séu að „svindla“ sig í gegnum þessa at- höfn til að fá gjafir og annað slíkt. Þeir sem þekkja til, og sinna börn- unum, vita að þetta er ekki rétt. Eftir vetrarkynni komumst við býsna nærri krökkunum og ég finn ekki annað en heilan og einlægan hug að baki. Raunar fylgir þeim sá hugur heiman að því marki sem ég hef kynnst,“ sagði Jón. Á fimmta þús- und barna ferm- ist á árinu Morgunblaðið/Kristinn Börn sem fermdust í Lágafellskirkju á sunnudag ganga frá skrúðhúsi til kirkju á eftir sr. Jóni Þorsteinssyni. hér á landi. Er þá miðað við mælingar kjararannsóknarnefndar á almenn- um vinnumarkaði. Þessi munur tók að aukast á síðari hluta ársins 2000 og náði hámarki á fyrri hluta síðasta árs. Á síðari hluta ársins 2000 voru launabreytingar á bilinu 8–9% hér á landi og urðu mestar tæp 14% á 1. ársfjórðungi 2001, en takturinn var kominn í 6% samkvæmt síðustu mæl- ingum, þ.e. á 4. fjórðungi sl. árs. Horfur eru á því að enn dragi úr launabreytingum þar sem dregið hef- ur úr spennu á vinnumarkaði og má segja að hún sé horfin um þessar mundir. Ef að líkum lætur munu mælingar þessa árs leita í átt að kjarasamningsbundnum hækkunum, sem eru 3%. Á hinum Norðurlöndunum hafa launabreytingar undanfarið verið um 4% á ársgrundvelli. Áberandi minnstar hafa þær verið í Svíþjóð, um 2–3%. LAUNABREYTINGAR á Íslandi hafa verið mun meiri hér á landi und- anfarin ár en á hinum Norðurlönd- unum. Þessi þróun hófst árið 1995 og hafa launabreytingarnar verið um tvöfalt meiri hér á landi, þegar ein- ungis er litið til almenns markaðar. Launabreytingar hjá hinu opinbera hafa verið enn meiri. Þessar upplýs- ingar koma fram á heimasíðu Sam- taka atvinnulífsins. Flest síðustu ár hafa breytingarn- ar verið þannig að laun í nágranna- löndunum hafa verið að hækka á bilinu 3–4% árlega en um 5,5–6,5% Mestar launabreyt- ingar á Íslandi                                                           PILTUR á sextánda ári ligg- ur alvarlega slasaður á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir skíðaslys á skíðasvæðinu í Tungudal við Skutulsfjörð á þriðjudag. Slysið varð með þeim hætti að pilturinn fór fram af brettastökkpalli á skíðum og hlaut höfuð- og brjósthols- áverka í lendingunni. Hann var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði og það- an til Reykjavíkur. Við kom- una á Landspítalann gekkst hann undir aðgerð og var lagður inn á deildina þar sem hann var tengdur við önd- unarvél. Líðan hans í gær var óbreytt frá því á þriðjudag og er eftir atvikum að sögn vakt- hafandi læknis. Mikið álag hefur verið á gjörgæsludeild Landspítalans að undanförnu og er fullt á deildinni. Lögð er áhersla á að útskrifa sjúklinga af deild- inni eins fljótt og auðið er svo unnt sé að taka við fleirum. Á gjör- gæslu- deild eftir skíðaslys HJÁLMANOTKUN skíða- og brettafólks er af hinu góða að sögn Grétars Þórissonar, for- stöðumanns skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Slysaskýrslur sem hann hefur undir höndum benda þó eindregið til þess að höfuðmeiðsli séu tiltölulega fá- tíð. Meðal skíðafólks eru fót- meiðsl algengust og hjá bretta- fólki er mest um axla-, hand- leggs- og úlnliðsmeiðsl. Í Bláfjöllum er hægt að fá lánaða hjálma fyrir börn upp að fermingaraldri hvort heldur sem þau eru á brettum eða skíðum. „Ég hef ekki orðið var við að brettakrakkarnir sækist mikið eftir því að fá lánaða hjálma,“ segir hann. „Ég tel að hjálmanotkun sé af hinu góða, þótt höfuðmeiðsli séu sem bet- ur í miklum minnihluta hér í brekkunum.“ Höfuðmeiðsl fátíð í skíða- brekkunum FRESTUR til að skila skattfram- tali rennur út 25. mars en þeir sem skila framtali á Netinu hafa frest til 8. apríl. Nú hafa um 8 þúsund manns talið fram á Netinu. Almennur framtalsfrestur launamanna og manna með eigin atvinnurekstur rennur út nk. mánudag 25. mars og er ekki hægt að fá viðbótarfrest vegna papp- írsskila. Þeir sem telja fram á pappír geta sótt öll fylgiskjöl með framtali á vefinn, prentað þau út og notað þau sem fullgild framtals- gjöld. Um 8.000 hafa talið fram á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.