Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LIBERA 20 mjaðmasokkabuxur með glærum tám. Þegar mikið stendur til. Kynning í dag kl. 13-17 í Hringbrautarapóteki 20% afsláttur af öllum sokkabuxum, sokkum og undirfötum. sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is VESTURÁLL — næsti bær við Golfstrauminn DAGSKRÁ 21/3 Opnunarhátíð fyrir boðsgesti. Sýning í bókasafni: Kynni af Vesturál - leiðarvísir um söguna. Brýr milli eyja og íbúa. 22/3 Ljósmyndasýning í anddyri: Golfstraumurinn - þetta fasta fljótandi handaband. Ráðstefna um menningarmál og samvinnu byggðarlaga í tveim eyríkjum. Fyrir boðsgesti. Með silfurtón í fjörugrjóti - Þjóðlagatónleikar með Sigrid Randers - Pehrson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Aðgangseyrir 1.200 kr. 23/3 Logandi skáld - Bókmenntasíðdegi með Lars Saabye Christensen og Sjón. Dagskráin hefst kl. 16:00. Heimsóknin er á vegum Vesterålen regionråd í samvinnu við Norræna húsið, Norska sendiráðið í Reykjavík og NORGE 2005 AS. Heimsóknin er liður í verkefninu Golfstrømmer i Vesterålen: Kulturløft 2001-2005 sem nýtur fjárhagsaðstoðar frá Det kongelige norske kulturdepartement, Norge 2005 AS, Nordland fylkeskommune, Vesterålen regionråd og sveitarfélögunum Andøy, Bø, Hadsel, Sortland og Øksnes. Fyrirtækin SAS, VG og Widerøe hafa einnig styrkt verkefnið. Menningardagskrá í Norræna húsinu dagana 21. - 23. mars STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta var gagnrýnd í gær fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa þróunarlöndunum, nokkrum dög- um eftir að hún lofaði að auka að- stoðina um andvirði 500 milljarða króna á þremur árum frá 2004. Bush fer í dag til Monterrey í Mexíkó til að sitja ráðstefnu á veg- um Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við þróunarlönd. 171 ríki taka þátt í ráðstefnunni, sem hófst á mánudag, og gert er ráð fyrir því að 50 þjóð- arleiðtogar sitji tveggja daga fund sem hefst í dag. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í gær að 500 milljarðar króna á þremur ár- um væru mjög lítil fjárhæð miðað við auð Bandaríkjamanna. Charles Josselin, ráðherra þró- unaraðstoðar í frönsku stjórninni, tók í sama streng og sagði að að- stoð Bandaríkjastjórnar myndi að- eins aukast úr 0,10% af vergri landsframleiðslu í 0,13%. Evrópu- sambandið hefur lofað að auka að- stoð sína um andvirði 400 milljarða króna á ári, eða úr 0,33% af vergri landsframleiðslu í 0,39%. Carter gagnrýndi einnig pólitísk skilyrði sem Bush setti fyrir aðstoð- inni. „Ef við setjum ströng skilyrði sem felast í því að löndin fái enga aðstoð fyrr en þau sanni að hún hafi tilætluð áhrif þá fá þau aldrei neina hjálp,“ sagði Carter. „Við þurfum því að vera örlát og setja ekki að- eins fram kröfur.“ Deilt um hvort veita eigi styrki frekar en lán Bush gaf til kynna að Bandaríkin myndu veita styrki fremur en lán til ríkja sem fullnægðu skilyrðum um fjármálalegan og pólitískan stöðug- leika. Alan Larson, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bush myndi líklega auka aðstoðina frekar ef þróunarlöndin reyndu að stemma stigu við spill- ingu, kæmu á lýðræðislegum um- bótum og stuðluðu að auknum við- skiptum. Bush vill að 40% af öllu fé Al- þjóðabankans, sem ætlað er fátæk- um ríkjum, verði notað í styrki fremur en lán sem þau geti ekki endurgreitt. Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru andvígir þessari hugmynd og segja að slíkir styrkir verði til þess að sjóðir Alþjóðabankans tæmist. Alþjóðabankinn segir að rúmlega 95% af öllum lánum sem hann veitir séu endurgreidd og það hafi gert honum kleift að halda áfram að að- stoða fátæku ríkin. Bankinn hefur látið í ljósi áhyggjur af því að of margir styrkir geti orðið til þess að hann lendi í vanda þegar fram líða stundir. AP Nokkuð var um mótmæli fyrir utan bygginguna þar sem ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um fátækt og þróun er haldin í Monterrey. Hér er verið að brenna brúðu í líki Vicente Fox, forseta Mexíkós. Bush gagnrýndur á ráð- stefnu um þróunaraðstoð Monterrey. AP, AFP. ELSTA kona í heimi, Maud Farris- Luse, er látin í Michigan í Banda- ríkjunum, 115 ára að aldri og 56 dögum betur. Fréttasíða BBC greindi frá þessu í gær en jafn- framt kom fram að Heimsmeta- bók Guinness hefur þegar út- nefnt hina jap- önsku Kamato Hongo, sem er 114 ára gömul, sem nýjan hand- hafa titilsins elsta kona heims. Farris-Luse fæddist í Morley í Michigan 21. janúar 1877 en fluttist síðar til Indiana. Þar hitti hún væntanlegan eiginmann sem hún síðan átti sjö börn með. Aðeins eitt þeirra er enn á lífi. Farris-Luse lifði hæglátu lífi, vann skrifstofuvinnu og síðar þjón- ustustörf og kokkamennsku. Aldrei reykti hún eða drakk og mun hafa verið við góða heilsu uns hún varð 110 ára. Á ævi hennar sátu alls 22 menn á forsetastóli í Bandaríkj- unum og Farris-Luse var orðin 33 ára þegar bandarískar konur fyrst fengu réttinn til að kjósa. Arftaki Farris-Luse sem elsta kona heims, Kamato Hongo, býr í Kagoshima-héraði í Japan, um 900 km suðvestur af höfuðborginni Tókýó. Hún á erfitt með gang en er að öðru leyti við bestu heilsu. Elsta kona heims látin Tókýó. AFP. Kamato Hongo RÉTTARHÖLD yfir Tommy Suharto, syni Suhartos, fyrrver- andi forseta Indónesíu, hófust í gær í Jakarta en Suharto er sak- aður um að hafa ráðið menn til að myrða dómara sem í september 2000 dæmdi hann í fangelsi fyrir spillingu og ólöglegan vopnaburð. Jafnframt sætir hann ákæru fyrir að hafa flúið réttvísina en Tommy Suharto hóf ekki að afplána spill- ingardóminn fyrr en nýlega. Mikill viðbúnaður var í réttar- sal er Suharto hlýddi á saksókn- ara lesa ákæruatriðin á hendur honum. Neitaði Suharto að lýsa sig sekan eða saklausan af ákær- unum og síðan var réttarhöldun- um frestað um viku. Ferill Suhartos er skrautlegur en hann þykir dæmigerður fyrir þá spillingu sem þreifst í tíð Suh- artos forseta, 1966-1998. Þótti Tommy Suharto hinn mesti glaumgosi og gat farið sínu fram í skjóli yfirráða Suhartos eldri. Sá er orðinn áttræður og hefur verið ákærður um að hafa ólöglega sankað að sér fjármunum er jafn- ast á við milljarða íslenskra króna. Dómstóll hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Suharto sé of heilsutæpur til að hægt sé að sækja hann til saka. Reuters Tommy Suharto kemur í dómshúsið í gær. Réttarhöld haf- in yfir Tommy, syni Suhartos Jakarta. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.