Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 47 að hlaupa um löngu áður en gerðist og gekk með önnur börn og kanna heiminn upp á eigin spýtur, oft á djarfan hátt, löngu áður en hann hafði aldur til. Hann var ekki gamall þegar hann og leikfélagi hans í Skipasundinu fengu sér lánaða báts- kænu í Vatnagörðum og reru út í Við- ey. Þá bjó þar ekki nokkur sála en þeir fundu þó síma sem var tengdur og hringdu til pabba og mömmu ánægðir með afrekið en að vonum vakti þetta uppátæki skelfingu for- eldranna. Þetta ævintýri eins og svo mörg önnur í lífi Árna fékk farsælan endi. Hann gerði það sem hann ætl- aði sér og dreif aðra með, oftast til góðra verka. Umhverfið á uppvaxtarárunum var Kleppsholtið, í útjaðri Reykjavík- ur á þeim tíma. Þetta svæði var kjör- lendi fyrir athafnaþrá og uppátæki Árna sem virtust engin takmörk sett. Þarna var ýmislegt brallað og Árni þá gjarnan í forystu. Atorka hans var slík að hann mátti lítið vera að því að liggja yfir einhverjum námsbókum og heimspekilegar vangaveltur þvældust ekki fyrir honum – hann lét verkin tala og þau sýndu svo sann- arlega hvað í honum bjó. Margar sög- ur eru til um athafnasemi Árna sem hér yrði of langt mál að gera skil. Á unglingsárum fór hann að æfa handbolta með ÍR og þar sem í öðru skaraði hann fram úr. Hann varð til- efni umfjöllunar á íþróttasíðum dag- blaðanna fyrir einstaka frammistöðu og var fljótt valinn markvörður í ung- lingalandsliðið. Sjálfsagt hefði íþróttaferillinn getað orðið lengri en raun varð á – hann hafði bara öðrum hnöppum að hneppa. Dugnaður Árna og ákafi við vinnu kom fljótt fram við störfin í sveitinni þar sem hann var hjá afa og ömmu á Jaðri í Hrunamannahreppi. Þar undi hann hag sínum vel frá barnsaldri og fram á unglingsár á hverju sumri. Þar fann hann sínar rætur hjá föð- urfólki og naut sín í félagsskap sveit- unganna við leik og störf. Hann minntist oft með ánægju fjallferð- anna sem hann tók þátt í, margra daga fjárleita á fjöllum, sem reyndu mikið á mannkosti og styrk þeirra sem þar komu að. Í slíkum ferðum myndast gjarnan sérstök tengsl og oft talaði Árni með aðdáun um þessa reynslumiklu menn og kynnin góðu sem hann ræktaði alla tíð. Árni hélt alltaf tryggð við sveitina sína og er skemmst að minnast ferðar síðastlið- ið sumar með foreldrum okkar á æskuslóðir pabba þar sem rifjaðar voru upp gamlar og góðar minningar. Á ungdómsárunum vann Árni við ýmislegt auk bústarfanna, meðal annars vann hann sumarlangt við lagningu raflínu á Tjörnesi. Þessa sumars minntist hann oft þar sem vinnuflokkurinn bjó í tjaldbúðum og lífið var sveipað ævintýraljóma. Árni var ekki gamall þegar hann kynntist Ransý sinni, aðeins 16 ára. Hann sá fljótt hvað í henni bjó og ekkert fékk stöðvað það sem á eftir kom. Árna lá á. Þetta var konan sem hann vildi eiga og hann var tilbúinn að taka á sig þá ábyrgð að stofna fjöl- skyldu. Ransý varð fljótt barnshaf- andi. Hún var mikið veik alla með- gönguna og barnið fæddist andvana. Hún hefur sagt mér að hún fái aldrei fullþakkað þá miklu umhyggju sem Árni sýndi henni og allt það sem hann lagði á sig meðfram vinnu og námi til að geta verið sem mest hjá henni á þessum erfiða tíma. Þessi umhyggja fyrir sínum nánustu hefur einkennt Árna alla tíð. Hann var ein- stakur heimilisfaðir og barnabörnun- um ástríkur afi. Árni og Ransý giftu sig ung. Þetta var árið sem þau urðu 19 ára. Hér var aldurinn enginn fyrirstaða frekar en í öðru hjá Árna. Hann varð sér úti um undanþágu hjá forseta Íslands til að geta kvænst ástinni sinni strax. Þetta hjónaband hefur alla tíð verið ástríkt og farsælt. Í öllu sem Árni og Ransý hafa tekið sér fyrir hendur hafa þau verið samhent, góð heim að sækja, ævinlega hress í anda og glaðværð Ransýjar fyllt húsið lífi. Árni og Ransý hófu búskapinn í foreldrahúsum hans þar sem þau leigðu kjallaraíbúð. Þar bjuggu þau þegar börnin þeirra Guðmundur og Unnur fæddust. Þegar yngsta barn- ið, Sigurjón, fæddist voru þau flutt í húsið sitt í Unufelli 18. Húsið byggðu þau af miklum dugnaði og þar bjuggu þau sér og börnum sínum fallegt heimili. Síðan komu barnabörnin eitt af öðru og eru þau nú orðin fimm. Öll hafa þau notið ómælds ástríkis hjá afa og ömmu. Árni var ætíð eftirsóttur til vinnu, hvort sem hún var við hans iðngrein eða annað, enda gott að reiða sig á hann. Áræði hans kom vel í ljós þegar hann skipti um starfsvettvang, allt í einu lá fyrir alls konar skriffinnska, taka þátt í viðskiptaferðum til út- landa og að halda uppi erlendum samskiptum. Hann sem aldrei hafði lært útlensku lét þetta ekki stöðva sig og fór margar utanlandsferðir á kvikmyndahátíðir, tók þátt í ráð- stefnum og gerði viðskiptasamninga með félögum sínum í Bergvík. Síð- ustu viðskiptaferðina fór hann til London og Mílanó í október og nóv- ember síðastliðnum, þá orðinn sár- þjáður af veikindum sínum. Þrátt fyrir eigin veikindi var Árni tengdaforeldrum sínum og foreldr- um okkar í þeirra veikindum ómet- anleg stoð og stytta og sinnti þeim eftir því sem hann gat til hinstu stundar. Ólýsanlegt var að fylgjast með Árna síðustu dagana, þegar hann andspænis dauðanum af með- fæddri umhyggju var að búa í haginn fyrir fjölskyldu sína. Þessu baráttu- þreki og umhyggju gleymum við aldrei. Far þú í friði, kæri bróðir og vinur. Snorri og Ingibjörg. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Það er mikill kostur að gera hvort tveggja fallega en ekki síður að láta viðmælandanum líða vel á samveru- stund. Árni, Bergvíkingur, góður samferðamaður til margra ára, kunni það svo vel. Hlýtt bros, þægileg nær- vera og einlægni er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við rifjum upp samferðina með Árna sem lést langt um aldur fram síðast liðinn föstudag. Við kynntumst Árna fyrir meira en 20 árum á vettvangi kvik- myndanna. Það kom fljótt í ljós að hann var ljúfmenni, bæði í viðskipt- um og á persónulegum nótum. Hann var ekki að trana sér fram eða beita þrýstingi. Hans aðferð var að beita hæversku og notalegri framkomu og náði þannig árangri, á sviði viðskipta, í góðra vina hópi og innan fjölskyld- unnar. Þær voru ófáar ferðirnar sem Árni sótti á erlenda kvikmyndamarkaði ásamt öðrum félögum hans í Berg- vík, en það var einmitt á erlendri grund sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Árni var þar fljótt á heima- velli. Hann var iðinn og alltaf svo ljúf- ur og notalegur. Bæði við keppinaut- arnir og aðrir viðskiptaaðilar kunnu vel að meta þessa eiginleika í fari Árna. Það sýndi sig að þegar til lengdar lét þá skilaði heiðarleiki og vinnusemi Árna bestu dagsverki, bæði innan lands og utan. Það voru hans aðalsmerki. Árni tók virkan þátt í að byggja upp fyrirtækið Bergvík, sem var stofnað kringum 1980 af þeim Guð- mundi, tengdaföður Árna, Óla og Inga mágum hans og fleiri fjöl- skyldumeðlimum. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað í gegnum árin í góðri samvinnu fjölskyldunnar. Þar hefur Árni, þessi rólegi, iðni maður, skilað góðu verki. Í góðra vina hópi naut Árni sín vel. Hann var brosmildur og hláturmild- ur og var alltaf í essinu sínu þegar hressileg tónlist var leikin. Hann var góður dansari og það var gaman að horfa á hann og Ransý fá sér snúning með tilþrifum. Brosið geislaði af þeim báðum. Nú er sárt að kveðja. Við erum þakklát fyrir ljúfa samfylgd, viðmót og hlýju sem við höfum fundið fyrir alla tíð. Bergvíkingar hafa misst góð- an dreng úr einstökum hópi. Nú er skarð fyrir skildi. Rannsý og fjölskyldunni allri vott- um við okkar einlægustu samúð. Friðbert Pálsson, Margrét Theodórsdóttir. Elsku Árni, með þessum orðum kveð ég þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Góði Guð, blessaðu elsku Ransý, foreldra Árna og tengdaforeldra, börnin hans, barnabörn og aðra ást- vini, og veittu þeim styrk í sorginni. Katrín Sigurgeirsdóttir. Látinn er góður vinur okkar hjóna Árni Sigurjónsson, það er erfitt að hugsa til þess að hann skuli ekki vera lengur á meðal okkar. Hann var mjög tryggur og góður vinur og við áttum margar góðar stundir með þeim hjónum. Við erum nokkrir vinir sem haldið höfum hóp- inn saman til þess að borða góðan mat og hafa gaman af. Árni naut sín vel í þessum vinahópi því hans aðal- ánægja var að elda góðan mat og grilla fínar steikur. Þess vegna fékk hann viðurnefnið grillmeistarinn innan hópsins. Fyrir tveimur árum fórum við hjónin með Árna og Ransý til Ítalíu, þetta var mjög eftirminnileg ferð. Árni tók það að sér að skipuleggja ferðina og fórst honum það vel úr hendi eins og allt sem hann gerði. Enda er vart hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en þau hjónin. Árni var einstaklega duglegur og jákvæður maður og aldrei heyrðum við hjónin hann kvarta yfir veikindum sínum. Elsku Ransý, þetta er búið að vera erfitt fyrir þig og fjölskyldu þína, en þú hefur staðið þig eins og hetja. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og kraft á komandi tímum. Er við lítum um öxl til lífsins daga liðinnar ævi, þá voru það stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. ( Nico.) Þínir vinir, Hrafn og Guðrún. Okkur langar í fáum orðum að minnast reglubróður okkar Árna Sigurjónssonar. Drúídareglan á Ís- landi var stofnuð 1996. Árni kom inn í regluna haustið 1999. Hann fann sig strax í þessum félagsskap og varð strax virkur og kraftmikill fé- lagsmaður. Það geislaði af honum lífsgleðin og við fundum það að hann naut sín innan um bræðurna og það var alltaf nóg að ræða um, Árni var mikill húmoristi hann gat séð bros- legu hliðina á flestu. Við vissum að Árni glímdi við erfiðan sjúkdóm sem sigraði að lokum, og í raun gerðum við okkur ekki grein fyrir því hvað þessi maður í raun og veru þurfti að þola, en aldrei kvartaði hann eða bar sig illa, hann tók þessu öllu af æðru- leysi og kjarki. Fjölskylda hans stóð fast við bakið á honum og munaði miklu þar um, enda fundum við það að fjölskyldan var honum allt en nú hefur hún hefur misst mikið. Við viljum votta fjölskyldu hans og ættingjum okkar dýpstu samúð, og megi sá er öllu ræður styrkja ykkur og varðveita. Að lokum þökkum við þér, bróðir Árni, fyrir allt sem þú gafst okkur á þeim því miður alltof stutta tíma er við nutum samvistar þinnar. Þín mun verða minnst á meðal Drúída á Ís- landi um ókomna tíð, og við hittumst á ströndu hinum megin og tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fyrir hönd allra Drúída kveðjum við þig í E.F.S. Ari Ó. Jóhannesson, Ómar Einarsson. 4    (,  $   * .   +    $() ()      ()   (   (      (  /  =>6 & 7 &  ', $+  2#'!  % + $' #"      ((  $     !  . (!  $'' $ +$ (! <:! '(   4' + "!  $'(    ,' !$$ '' $ +$ '  $'' $ + "! 4 '(   !$$  $'' $ 2 $2) $ $+&2) $ + $+$+&2) $ 2   1 = /16 +& @"$+!  ;7$+)!      '$ $' 7$ 2    (   <5= =>;= 6 & 7  "         .     (   ,     /3   3 31 3'  !",!$('(   <:! ;7 %$('' $ 5()()     ()   (    ( =>;=  4 =>;=  !'! + 8 & '' .    (  #(        /3    11 !$$ ;,A!' /&! 1 !",!$('' $  $$ ;+$#'(   !" #$ !",!$('(   3 $ 6 !",!$('' $  + !",!$('(   1( 3'+ '' $ !",!$( !",!$('(   #'  '' $ 2 $2) $ + 2 $2 $2) $     (   (    ( / B=  => " 6   )        !"2) + /&'(    $ /&'(   1 $$ 1( '' $ %) + /&'(   1+ $2) $'' $ 2 $2) $ + 2 $2 $2) $    ( > 4 /6 & 7 " C!, "2@  "! 2 #$ 8  "     .         : "'$'' $ 1) "!  7,'' $ . ! $'' $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.