Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KORNELÍUS Sigmundsson, sendi- herra Íslands í Helsinki, afhenti Timo Ernamo, útgáfustjóra Like- forlagsins í Finnlandi, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í síðasta mánuði fyrir störf hans aðkynningu íslenskra bókmennta í Finnlandi. Forseti Íslands sæmdi hann orðunni. Kornelíus segir að Timo og forlag hans hafi látið þýða og gefa út á finnsku á annan tug íslenskra skáld- sagna á síðustu tíu árum, þ.m.t. alla helstu núlifandi rithöfunda þjóð- arinnar og von sé á fleiri íslenskum bókum frá forlagi Timos. „Hann hef- ur unnið mikið starf og var vel að þessari viðurkenningu kominn. Þetta er væntanlega mikið hugsjónastarf hjá honum því mér er til efs að þessi þáttur útgáfunnar sé mjög arðbær.“ Í samtali við Morgunblaðið segist Timo Ernamo hafa orðið „sjokk- eraður“ að hafa fengið orðuna en hann hafi þó róast þegar hann frétti að Einar Már Guðmundsson hafi líka fengið orðu. Timo segir að hann hafi byrjað að gefa út íslenskar fagurbók- menntir árið 1990, fyrsta bókin hafi verið Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason og síðan hafi hann gefið út alla trílógíu Einars auk nokk- urra af síðari bókum hans. „Við höf- um líka gefið úr skáldsögur eftir Ein- ar Má, Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Guðberg Bergsson og Þór- arin Eldjárn. Og nú erum við að fara að gefa út skáldsögu eftir Mikael Torfason, hún á að koma út í haust, og síðan gefum við væntanlega út Drauma á jörðu eftir Einar Má.“ Aðspurður um hvernig það hafi komið til að hann hóf að gefa út ís- lenskar nútímabókmenntir í Finn- landi segir hann að í lok níunda ára- tugarins hafi verið ákveðið að einbeita sér að útgáfu norrænna skáldverka. Einn þýðenda okkar gerði sér ferð til Íslands árið 1989 og hann spurði mig: á ég ekki að taka með skáldsögu frá Íslandi? Jú, sagði ég og veldu þá bestu sem þú finnur. Og það varð Djöflaeyjan og mér leist strax vel á hana. Við hittum síðan Vigdísi Grímsdóttur og gáfum út Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, sem þá var tiltölulega nýútkomin. Síðan má eig- inlega segja að þetta hafi stöðugt undið upp á sig, ég fór að gefa út fleiri íslenskar skáldsögur og höfunda.“ Timo gengst við því að ekki sé stór- gróði af útgáfu íslenskra fag- urbókmennta í Finnlandi. Hann segir að af íslensku skáldverkunum hafi mest selst af Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón og Englum alheimsins. „Annars hafa íslenskar bækur alltaf verið nokkuð vinsælar á bókasöfnum hér í Finnlandi og ég veit til þess að marg- ar íslenskar skáldsögur hafa verið stöðugt í útláni langtímum saman, jafnvel nokkur ár í senn.“ Gefur út íslenskar nútíma- bókmenntir í Finnlandi Timo Ernamo tekur við orðunni af Kornelíusi Sigmundssyni. VESTURÁLL – næsti bær við Golf- strauminn er heiti viðamikillar menningardagskrár sem hefst í dag í Norræna húsinu og stendur til 24. mars. Að Sögn Guðrúnar Dísar Jón- atansdóttur, kynningarstjóra Nor- ræna hússins, hafa sveitarfélögin í Vesturáli í Norður-Noregi sýnt auknu menningarsamstarfi við Ís- lendinga mikinn áhuga í tengslum við verkefnið Golfstraumar í Vest- uráli, menningarátak 2001–2005. Á menningarkynningunni í Nor- ræna húsinu verður boðið upp á ljósmyndasýningu, þjóðlagatónlist frá héraðinu, nútíma ljóðlist og kynningu á menningarsögulegu fræðsluverkefni, Að kynnast Vest- uráli. Auk þess standa mennta- málaráðuneytið og héraðsráð Vesturáls saman fyrir ráðstefnu til að miðla á gagnkvæman hátt reynslu af menningarlegu sam- starfi sveitarfélaga, bæði á Íslandi og í Vesturáli. „Kynningin hefur fengið nafnið Vesturáll, næsti nágranni Golf- straumsins og er hluti af stærra verkefni um að koma á beinum menningarlegum alþjóðatengslum við þau lönd sem Golfstraumurinn snertir. Hugsýnin er sú að þessi hlýi hafstraumur verði athygl- isverð veita viðræðna og gagn- kvæms skilnings og gangi í báðar áttir,“ segir Guðrún Dís. ur til 21. apríl.“ Í anddyri Norræna hússins verður sýningin Golf- straumurinn – þetta fasta fljótandi handaband. Fjórir ljósmyndarar frá Vesturáli sýna. „Sýningin er sett upp sérstaklega með Íslend- inga í huga og er ætlað að tjá það að bæði Íslendingar og Norðmenn njóta hlýjunnar af góðri návist við Golfstrauminn – og af góðu nábýli hvorir við aðra. Að baki vinnunni að sýningunni Golfstraumurinn verið myndlíkingin,“ segir Guðrún Dís. Sýningin stendur til 21. apríl. Með silf- urtón í fjörugrjóti er yfirskrift þjóðlagatónleika með Sigrid Rand- ers-Pehrson (f. 1971). „Sigrid Randers-Pehrson er frá Vesturáli og eini þjóðlagatónlist- armaður í Norður-Noregi sem bæði safnar og syngur norður- norsk þjóðlög. Hún flytur allt frá söngvum með náttúrudulúð til sálmalaga. Túlkunarmáti hennar spannar allt frá nýtísku djassi og leikhústónlist til hefðbundins kvæðasöngs. Árið 1996 hlaut Sig- rid fyrstu verðlaun í „Oslo kappleiken“, keppni þeirra sem leggja stund á alþýðutónlist og þjóðdansa.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í kvöld. Logandi skáld er yfirskrift bók- menntasíðdegis með Lars Saabye Christensen og Sjón á laugardag kl. 16. Rithöfundurinn Lars Saa- bye Christensen (f. 1953) er í hópi vinsælustu rithöfunda Noregs en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sín Halvbroren sem mun væntanleg í íslenskri þýðingu á næstu mán- uðum. „Á rúmlega tuttugu og fimm ára rithöfundarferli hefur hann hlotið lof gagnrýnenda fyrir röð af skáldsögum, smásögum, ljóðum og kvikmyndahandritum. Rithöfundinn Sjón þarf vart að kynna fyrir íslenskum bókmennta- unnendum. Hann hefur samið skáldsögur, ljóð, leikrit og kvik- myndahandrit og er því ferill þess- ara tveggja höfunda ekki ólíkur hvað það snertir,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir um norsk-íslenska menn- ingardaga í Nor- ræna húsinu. Fjögurra daga norsk-íslensk menningardagskrá í Norræna húsinu Næsti bær við Golfstrauminn Sjón Lars Saabye Christensen Sigrid Randers-Pehrson Af því helsta sem verður á dag- skránni er sýning í bókasafni Nor- ræna hússins sem nefnist Kynni af Vesturál – leiðarvísir um söguna. Brýr milli eyja og íbúa. „Þar eru kynnt 23 landfræðileg svæði með leiðsögubók, upplýs- ingaheftum, kortum og mynd- bandi. Sýningin bregður upp heildarmynd af margþættri menn- ingu sem nær frá óljósum hús- grunnum frá steinöld fram til síldarævintýrisins í Eids- fjord um þúsaldarmótin síðustu og eld- flaugapalla dagsins í dag á Andøy. Sýningin stend- Tímarit Félags íslenskra há- skólakvenna er komið út í fjórða sinn en blaðið hefur komið út einu sinni á ári frá 1998. Rit- stjóri er Geirlaug Þorvaldsdóttir. Blaðið er málgagn félagsins og hef- ur að geyma fræðigreinar, en hvert blað hefur ákveðið þema. Í þessu fjórða tímariti eru greinar um Evr- una eftir Láru Sif Hrafnkelsdóttur og grein um rafræn viðskipti eftir Jónínu S. Lárusdóttur. Í fyrsta tölublaði voru fyrirlestrar kvenna sem héldu erindi á fyrsta námskeiði félagsins sem bar yf- irskriftina: „Staða konunnar í þjóð- félaginu fyrr á öldum“ og hafði það blað að geyma átta greinar. Annað tímaritið hafði einnig að geyma greinar sagnfræðilegs eðlis, í því þriðja voru greinar um jarðfræði. Tímaritið fæst í Bóksölu stúdenta en hægt er að fá það í áskrift. Tímarit Sjón, Lars Saabye Christensen og Sigrid Randers-Pehrson verða meðal þátttakenda í menningardagskránni Vesturáll – næsti bær við Golfstrauminn í Norræna húsinu. Bókmenntir og tónlist TILKYNNT hefur verið hvaða sjö skáldsögur keppa til IMPAC Du- blin-bókmenntaverðlaunanna í ár. Þær eru The Blind Assassin eftir Margaret Atwood, True History of the Kelly Gang eftir Peter Carey, The Keepers of Truth eftir Michael Collins, The Last Samurai eftir Hel- en DeWitt, The Years with Laura Díaz eftir Carlos Fuentes í þýðingu Alfred MacAdam, Atomised sem einnig hefur komið út undir titlinum The Elementary Particles eftir Michael Houellebecq í þýðingu Frank Wynne og Madame eftir Ant- oni Libera í þýðingu Agnieszka Kolakowska. Úrslitin verða síðan kunngerð í Dublin 13. maí nk. Í dómnefnd sitja fimm rithöfundar og fræðimenn, þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir. Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, The Journey Home (Slóð fiðr- ildanna) var ein þeirra bóka sem til- nefndar voru í ár en yfir 100 bókasöfn víðsvegar í heiminum til- nefna til verðlaunanna sem veitt eru fyrir skáldsögu á ensku, frumsamda eða í þýðingu. IMPAC Dublin- verðlaunin Sjö bækur tilnefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.