Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 30

Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KORNELÍUS Sigmundsson, sendi- herra Íslands í Helsinki, afhenti Timo Ernamo, útgáfustjóra Like- forlagsins í Finnlandi, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í síðasta mánuði fyrir störf hans aðkynningu íslenskra bókmennta í Finnlandi. Forseti Íslands sæmdi hann orðunni. Kornelíus segir að Timo og forlag hans hafi látið þýða og gefa út á finnsku á annan tug íslenskra skáld- sagna á síðustu tíu árum, þ.m.t. alla helstu núlifandi rithöfunda þjóð- arinnar og von sé á fleiri íslenskum bókum frá forlagi Timos. „Hann hef- ur unnið mikið starf og var vel að þessari viðurkenningu kominn. Þetta er væntanlega mikið hugsjónastarf hjá honum því mér er til efs að þessi þáttur útgáfunnar sé mjög arðbær.“ Í samtali við Morgunblaðið segist Timo Ernamo hafa orðið „sjokk- eraður“ að hafa fengið orðuna en hann hafi þó róast þegar hann frétti að Einar Már Guðmundsson hafi líka fengið orðu. Timo segir að hann hafi byrjað að gefa út íslenskar fagurbók- menntir árið 1990, fyrsta bókin hafi verið Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason og síðan hafi hann gefið út alla trílógíu Einars auk nokk- urra af síðari bókum hans. „Við höf- um líka gefið úr skáldsögur eftir Ein- ar Má, Vigdísi Grímsdóttur, Kristínu Ómarsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Guðberg Bergsson og Þór- arin Eldjárn. Og nú erum við að fara að gefa út skáldsögu eftir Mikael Torfason, hún á að koma út í haust, og síðan gefum við væntanlega út Drauma á jörðu eftir Einar Má.“ Aðspurður um hvernig það hafi komið til að hann hóf að gefa út ís- lenskar nútímabókmenntir í Finn- landi segir hann að í lok níunda ára- tugarins hafi verið ákveðið að einbeita sér að útgáfu norrænna skáldverka. Einn þýðenda okkar gerði sér ferð til Íslands árið 1989 og hann spurði mig: á ég ekki að taka með skáldsögu frá Íslandi? Jú, sagði ég og veldu þá bestu sem þú finnur. Og það varð Djöflaeyjan og mér leist strax vel á hana. Við hittum síðan Vigdísi Grímsdóttur og gáfum út Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, sem þá var tiltölulega nýútkomin. Síðan má eig- inlega segja að þetta hafi stöðugt undið upp á sig, ég fór að gefa út fleiri íslenskar skáldsögur og höfunda.“ Timo gengst við því að ekki sé stór- gróði af útgáfu íslenskra fag- urbókmennta í Finnlandi. Hann segir að af íslensku skáldverkunum hafi mest selst af Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón og Englum alheimsins. „Annars hafa íslenskar bækur alltaf verið nokkuð vinsælar á bókasöfnum hér í Finnlandi og ég veit til þess að marg- ar íslenskar skáldsögur hafa verið stöðugt í útláni langtímum saman, jafnvel nokkur ár í senn.“ Gefur út íslenskar nútíma- bókmenntir í Finnlandi Timo Ernamo tekur við orðunni af Kornelíusi Sigmundssyni. VESTURÁLL – næsti bær við Golf- strauminn er heiti viðamikillar menningardagskrár sem hefst í dag í Norræna húsinu og stendur til 24. mars. Að Sögn Guðrúnar Dísar Jón- atansdóttur, kynningarstjóra Nor- ræna hússins, hafa sveitarfélögin í Vesturáli í Norður-Noregi sýnt auknu menningarsamstarfi við Ís- lendinga mikinn áhuga í tengslum við verkefnið Golfstraumar í Vest- uráli, menningarátak 2001–2005. Á menningarkynningunni í Nor- ræna húsinu verður boðið upp á ljósmyndasýningu, þjóðlagatónlist frá héraðinu, nútíma ljóðlist og kynningu á menningarsögulegu fræðsluverkefni, Að kynnast Vest- uráli. Auk þess standa mennta- málaráðuneytið og héraðsráð Vesturáls saman fyrir ráðstefnu til að miðla á gagnkvæman hátt reynslu af menningarlegu sam- starfi sveitarfélaga, bæði á Íslandi og í Vesturáli. „Kynningin hefur fengið nafnið Vesturáll, næsti nágranni Golf- straumsins og er hluti af stærra verkefni um að koma á beinum menningarlegum alþjóðatengslum við þau lönd sem Golfstraumurinn snertir. Hugsýnin er sú að þessi hlýi hafstraumur verði athygl- isverð veita viðræðna og gagn- kvæms skilnings og gangi í báðar áttir,“ segir Guðrún Dís. ur til 21. apríl.“ Í anddyri Norræna hússins verður sýningin Golf- straumurinn – þetta fasta fljótandi handaband. Fjórir ljósmyndarar frá Vesturáli sýna. „Sýningin er sett upp sérstaklega með Íslend- inga í huga og er ætlað að tjá það að bæði Íslendingar og Norðmenn njóta hlýjunnar af góðri návist við Golfstrauminn – og af góðu nábýli hvorir við aðra. Að baki vinnunni að sýningunni Golfstraumurinn verið myndlíkingin,“ segir Guðrún Dís. Sýningin stendur til 21. apríl. Með silf- urtón í fjörugrjóti er yfirskrift þjóðlagatónleika með Sigrid Rand- ers-Pehrson (f. 1971). „Sigrid Randers-Pehrson er frá Vesturáli og eini þjóðlagatónlist- armaður í Norður-Noregi sem bæði safnar og syngur norður- norsk þjóðlög. Hún flytur allt frá söngvum með náttúrudulúð til sálmalaga. Túlkunarmáti hennar spannar allt frá nýtísku djassi og leikhústónlist til hefðbundins kvæðasöngs. Árið 1996 hlaut Sig- rid fyrstu verðlaun í „Oslo kappleiken“, keppni þeirra sem leggja stund á alþýðutónlist og þjóðdansa.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í kvöld. Logandi skáld er yfirskrift bók- menntasíðdegis með Lars Saabye Christensen og Sjón á laugardag kl. 16. Rithöfundurinn Lars Saa- bye Christensen (f. 1953) er í hópi vinsælustu rithöfunda Noregs en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sín Halvbroren sem mun væntanleg í íslenskri þýðingu á næstu mán- uðum. „Á rúmlega tuttugu og fimm ára rithöfundarferli hefur hann hlotið lof gagnrýnenda fyrir röð af skáldsögum, smásögum, ljóðum og kvikmyndahandritum. Rithöfundinn Sjón þarf vart að kynna fyrir íslenskum bókmennta- unnendum. Hann hefur samið skáldsögur, ljóð, leikrit og kvik- myndahandrit og er því ferill þess- ara tveggja höfunda ekki ólíkur hvað það snertir,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir um norsk-íslenska menn- ingardaga í Nor- ræna húsinu. Fjögurra daga norsk-íslensk menningardagskrá í Norræna húsinu Næsti bær við Golfstrauminn Sjón Lars Saabye Christensen Sigrid Randers-Pehrson Af því helsta sem verður á dag- skránni er sýning í bókasafni Nor- ræna hússins sem nefnist Kynni af Vesturál – leiðarvísir um söguna. Brýr milli eyja og íbúa. „Þar eru kynnt 23 landfræðileg svæði með leiðsögubók, upplýs- ingaheftum, kortum og mynd- bandi. Sýningin bregður upp heildarmynd af margþættri menn- ingu sem nær frá óljósum hús- grunnum frá steinöld fram til síldarævintýrisins í Eids- fjord um þúsaldarmótin síðustu og eld- flaugapalla dagsins í dag á Andøy. Sýningin stend- Tímarit Félags íslenskra há- skólakvenna er komið út í fjórða sinn en blaðið hefur komið út einu sinni á ári frá 1998. Rit- stjóri er Geirlaug Þorvaldsdóttir. Blaðið er málgagn félagsins og hef- ur að geyma fræðigreinar, en hvert blað hefur ákveðið þema. Í þessu fjórða tímariti eru greinar um Evr- una eftir Láru Sif Hrafnkelsdóttur og grein um rafræn viðskipti eftir Jónínu S. Lárusdóttur. Í fyrsta tölublaði voru fyrirlestrar kvenna sem héldu erindi á fyrsta námskeiði félagsins sem bar yf- irskriftina: „Staða konunnar í þjóð- félaginu fyrr á öldum“ og hafði það blað að geyma átta greinar. Annað tímaritið hafði einnig að geyma greinar sagnfræðilegs eðlis, í því þriðja voru greinar um jarðfræði. Tímaritið fæst í Bóksölu stúdenta en hægt er að fá það í áskrift. Tímarit Sjón, Lars Saabye Christensen og Sigrid Randers-Pehrson verða meðal þátttakenda í menningardagskránni Vesturáll – næsti bær við Golfstrauminn í Norræna húsinu. Bókmenntir og tónlist TILKYNNT hefur verið hvaða sjö skáldsögur keppa til IMPAC Du- blin-bókmenntaverðlaunanna í ár. Þær eru The Blind Assassin eftir Margaret Atwood, True History of the Kelly Gang eftir Peter Carey, The Keepers of Truth eftir Michael Collins, The Last Samurai eftir Hel- en DeWitt, The Years with Laura Díaz eftir Carlos Fuentes í þýðingu Alfred MacAdam, Atomised sem einnig hefur komið út undir titlinum The Elementary Particles eftir Michael Houellebecq í þýðingu Frank Wynne og Madame eftir Ant- oni Libera í þýðingu Agnieszka Kolakowska. Úrslitin verða síðan kunngerð í Dublin 13. maí nk. Í dómnefnd sitja fimm rithöfundar og fræðimenn, þar á meðal Steinunn Sigurðardóttir. Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, The Journey Home (Slóð fiðr- ildanna) var ein þeirra bóka sem til- nefndar voru í ár en yfir 100 bókasöfn víðsvegar í heiminum til- nefna til verðlaunanna sem veitt eru fyrir skáldsögu á ensku, frumsamda eða í þýðingu. IMPAC Dublin- verðlaunin Sjö bækur tilnefndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.