Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ  AÐALBJÖRN Þorsteinsson svæf- inga- og gjörgæslulæknir, M.D., Ph.D., varði hinn 8. júní síðastliðinn doktorsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Rit- gerðin fjallar um þær breytingar sem verða á lungnarúmmáli og lungna- starfsemi barna með vaxandi aldri. Tilgangur doktorsritgerð- arinnar var að afla upplýsinga á breytingum sem verða á lungnarúmmáli og lungna- starfsemi barna með vaxandi aldri (0–15 ára). Sérstaklega hefur vantað þessar upplýsingar um börn á aldr- inum 0–7 ára. Rannsóknir þessar voru gerðar í svæfingu og vöðvalöm- un. Eftirfarandi fjórar rannsóknir voru gerðar: 1. Hvíldarrúmmál (rúmmál þess lofts sem eftir er í lungunum í lok venjulegrar útöndunar) var fundið með sporgasaðferð (útskolun á brennisteinshexaflúoríði). 2. Samband á milli þrýstings í loft- vegum og rúmmáls öndunarkerf- isins (Þ-R-samband) var kannað við hæga útöndun þar sem þrýsting- urinn var látinn falla smám saman frá 3–0 kPa. 3. Síðan var gerð tilraun til að skipta Þ-R-sambandi öndunarkerf- isins niður í lungnahluta og brjóst- veggshluta. Þetta var gert með því að mæla ekki eingöngu þrýsting í loftvegum heldur einnig í vélinda. Þrýstingur í vélinda hjá vakandi sjúklingi er oft notaður til að meta þrýsting í fleiðruholi. 4. Í síðustu rannsókninni var spor- gas aftur notað og núna til að finna þann stað við útöndun þar sem marktæk lokun loftvega byrjar. Helstu niðurstöður voru að hvíld- arrúmmál ef miðað var við þyngd var minna hjá ungbörnum en í eldri börnum. Þekkt er úr öðrum rann- sóknum að súrefnisnotkun í hvíld er meiri hjá yngstu börnunum. Þetta leiðir líkur að því að ungbörn þoli verr álag eins og aukna súrefnisþörf (t.d. hár hiti), öndunarstopp (t.d. í byrjun svæfingar) og minnkun á lungnastærð (t.d. brottnám lungna- hluta, lungnabólgu, fleiðruvökva). Helstu breytingar á Þ-R- sambandi öndunarkerfisins urðu hjá ungbörnum (áhrif stærðar barnsins útilokuð). Öndunarkerfi ungbarna hefur minni teygjanleika en önd- unarkerfi eldri barna. Þetta stafar sennilega af því að ungbörn hafa lægra innihald af elastíni í lungna- vefjum fyrst eftir fæðingu. Hluti brjóstveggjarins af heild- arteygjanleika öndunarkerfisins var lítill (1⁄10 hluti hjá ungbörnum). Þegar meta á lungnaástand ungbarna sem eru í öndunarvél er því sennilega sjaldnast þörf á að aðgreina Þ-R- samband öndunarkerfisins í lungna- og brjóstveggshluta. Sennilega fæst nægilega skýr mynd af ástandi lungnanna ef stuðst er eingöngu við loftvegaþrýsting. Loftvegalokun varð fyrr í útöndun eftir djúpa innöndun (loftvegaþrýst- ingur 3 kPa í stað 2 kPa). Hár inn- öndunarþrýstingur opnar samfallna loftvegi en þeir lokast aftur snemma í útöndun. Niðurstaðan bendir til að djúp innöndun geti valdið sliti og skemmdum á lungnavefjum. Síðasta rannsóknin var verðlaun- uð á þingi Norræna svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins í Tromsö. Aðalbjörn Þorsteinsson fæddist á Hólmavík 29. ágúst 1951. Hann út- skrifaðist úr náttúrufræðideild Menntaskólans á Akureyri 1971 og frá læknadeild Háskóla Íslands 1977. Aðalbjörn er sonur Þorsteins Gunnars Guðbjörnssonar, sjómanns frá Hólmavík, og konu hans Aðal- heiðar Jóhönnu Björnsdóttur, en þau eru bæði látin. Eiginkona hans er Ingibjörg Sigtryggsdóttir náms- ráðgjafi og börn þeirra eru Sig- tryggur, Stefán Ingi og Aðalbjörg. Doktor í læknisfræði FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnarkosninga í vor leggja áherslu á að einum millj- arði króna verði varið til að byggja upp hjúkrunarrými fyrir aldraða í Reykjavík á næstu fjórum árum og auk þess er á stefnuskrá þeirra að lækka fasteignaskatta og holræsa- gjald hjá öryrkjum og öldruðum. Þetta kom fram í ræðu hjá Birni Bjarnasyni, efsta manni á lista sjálf- stæðismanna og borgarstjóraefni þeirra, á aðalfundi Sambands eldri sjálfstæðismanna, sem haldinn var í Valhöll í gær. Hann sagði að með því annars vegar að byggja upp hjúkr- unarrými og hins vegar að stuðla að því að auðvelda fólki að búa í eigin húsnæði væri verið að gera ráðstaf- anir sem sköpuðu eldra fólki betri aðstæður og treystu forsendur þess að það nyti sín sem íbúar í Reykja- vík. Björn Bjarnason gerði hagsmuna- mál eldri borgara að umtalsefni sínu á fundinum. Hann vitnaði í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins varðandi áætlun um uppbyggingu öldrunar- þjónustu árin 2002 til 2007 sem væri til komin vegna þess að það vantaði hjúkrunarrými. Hann las kafla í skýrslunni um slæma stöðu í Reykjavík og gat þess að á átta árum áður en R-listinn tók við stjórn borg- arinnar hafi verið varið um 3,6 millj- örðum króna af hálfu Reykjavíkur til þess að byggja upp hjúkrunarrými og sinna málefnum aldraðra í skipu- lögðu samstarfi við ríkisvaldið. Á átta ára valdatíma R-listans hafi hins vegar verið varið 600 milljónum króna til sama málaflokks eða þrem- ur milljörðum minna. Þess vegna hafi þeir sem væru á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ákveðið að leggja fé að nýju til þess að byggja upp hjúkrunarheimili í Reykjavík. Fengju þeir meirihluta hefðu þeir ákveðið að á næstu fjórum árum yrði varið einum milljarði króna til þess að endureisa og end- urvekja þá stefnu sem sjálfstæðis- menn hafi fylgt í þessu máli, þegar þeir hafi stjórnað borginni. Í máli Björns Bjarnasonar kom einnig fram að það væri rétt hjá R- listanum að þetta væru verkefni rík- isins en það væri líka verkefni sveit- arfélagsins að skapa íbúunum öryggi og sjálfstæðismenn í Reykjavík vildu skapa öldruðum betri aðstöðu, meðal annars með því að byggja upp hjúkr- unarheimili. Unnið yrði að því með ríkisvaldinu, lífeyrissjóðum, sjúkra- sjóðum verkalýðsfélaga og annarra að skapa nauðsynlegar aðstæður til að snúa vörn í sókn á þessu sviði, því hvorki væri hægt, rétt né sanngjarnt að varpa ábyrgðinni á þessu alfarið yfir á ríkisvaldið. Í öðru lagi nefndi Björn Bjarna- son að þegar stefnuskráin yrði kynnt yrði lögð áhersla á varðandi málefni aldraðra að lækka enn frekar fast- eignaskatta og holræsagjald hjá ör- yrkjum og þeim sem væru 67 ára og eldri. Í upphafi ársins hefði verið gerð ákveðin breyting hvað þetta varðaði en of skammt hefði verið gengið í því efni. Mikið fjölmenni var á fundinum. Á undan ræðu Björns og umræðum fóru fram hefðbundin aðalfundar- störf og í stjórnarkjöri var farið í einu og öllu eftir tillögum uppstill- ingarnefndar. Guðmundur H. Garð- arsson var endurkjörinn formaður og Salóme Þorkelsdóttir varafor- maður. Björn Bjarnason í ræðu á aðalfundi Sambands eldri sjálfstæðismanna Milljarður í uppbygg- ingu hjúkrunarrýmis Morgunblaðið/Jim Smart Salóme Þorkelsdóttir, varaformaður Sambands eldri sjálfstæðismanna, flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum. Engu að síður hnígi ýmis rök að því að eðli- legt sé að menntun sé niðurgreidd af hinu op- inbera, s.s. vegna jafnréttissjónarmiða en þó ekki síður vegna þess að menntun skilar bæði einstaklingnum og samfélaginu ábata. Ef ekki eigi allir kost á menntun við hæfi fari mann- auður til spillis. Þetta var meðal þess sem fram kom á morg- unverðarfundi Samtaka atvinnulífsins á Hótel Sögu í gær undir yfirskriftinni „Samkeppnis- hugsun í menntakerfið“. Ræður miklu um þróun lífskjara Athygli vekur að bæði verkalýðsfélögin og samtök í atvinnulífinu hafa í auknum mæli tek- ið að beina sjónum sínum að menntamálum. Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að SA telji menntamálin vera einn af lykilþáttunum sem ráða samkeppnishæfni þjóðarinnar og jafnframt lífskjaraþróun í land- inu. Samtök atvinnulífsins hafi lengi sýnt menntamálum áhuga. „En ég tel að áhugi og meðvitund um þessi mál fari nú vaxandi sem sést m.a. af umræðunni um skólakerfið og starfsemi skólanna en hún sést líka í aðkomu samningsaðila á almennum vinnumarkaði að starfsþjálfum og starfsmenntun eins og sýndi sig í síðustu kjarasamningum.“ Í erindi Runólfs Ásgeirssonar, rektors Við- skiptaháskólans á Bifröst, kom m.a. fram að starfsumhverfi skóla hafi gjörbreyst á und- anförnum árum þar sem segja megi að allar upplýsingar séu alltaf og alls staðar aðgengi- legar. Þetta kalli á breytt vinnubrögð af hálfu skólanna sem lengi hafi lagt mikla áherslu á ut- anbókarlærdóm sem minni þörf sé nú fyrir. Runólfur benti á að aukin samkeppni, eins og til að mynda í lögfræði og viðskiptafræðum, hafi leitt til breiðara námsvals, betri kennslu og þjónustu sem aftur leiði til þess að skólarnir skili hæfari starfskröftum út í atvinnulífið. Allt stefni í að í framtíðinni muni menntun ráðast af þörfum fyrirtækjanna, atvinnulífsins og sam- félagsins fremur en af þörfum skólanna eða kennaranna sjálfra eins og lengi hafi þó tíðkast. Viðskiptaháskólinn á Bifröst skilgreini sig t.d. sem þekkingarfyrirtæki í virku samkeppnisum- hverfi. Fjölgað í viðskipta- og hagfræði með aukinni samkeppni Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, fjallaði um rekstrarumhverfi skólanna og skólagjöld. Hann segir að skólagjöld ofan á fullar fjárveitingar sem eigi að duga fyrir eðlilegum kostnaði sé nánast séríslenskt fyrirbæri. Í öðrum löndum sé jafnan annaðhvort um full skólagjöld að ræða eða fulla fjárveitingu af hálfu hins op- inbera. Þó sé sú undantekning hér á landi að MBA-nám sé að fullu kostað með skólagjöldum. Gylfi bendir á að í kjölfar aukinnar sam- keppni sem viðskipta- og hagfræðideild hafi mætt á undanförnum árum hafi nemendum deildarinnar engu að síður fjölgað verulega. Þá sé orðið mun auðveldara að meta starf deild- arinnar og hægt að læra af því sem aðrir hafa gert vel sem og af mistökum þeirra. Rekstr- arform það, sem HÍ búi við, komi því ekki í veg fyrir að hann nái að þróa nýjungar og hrinda þeim hratt í framkvæmd. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir kostinn við einkarekinn grunnskóla eins og Álandsskóla m.a. annars þann að kostn- aður sé fyrirsjáanlegur auk þess sem yfirstjórn þurfi ekki að hugsa um rekstur bygginga. Með þessu verkefni séu menn að brjóta upp hefðbundið fyrirkomulag í skólum enda sé það staðreynd að litlar grundvallarbreytingar hafi orðið í þeim. Það hafi og sýnt sig að tækniþró- un í þeim sé takmörkuð, breytingar gangi hægt og oft skorti á frumkvæði og drifkraft. Með samkeppni í skólastarfinu sé verið að nýta frumkvæði og sjálfstæði einstaklinganna og skapa nýjar aðferðir í skólastarfi. Fundur Samtaka atvinnulífsins um samkeppnishugsun í menntakerfið Menntun einn af lykil- þáttum samkeppnishæfni Morgunblaðið/Golli Gylfi telur að rekstrarumhverfi háskólanna skipti meira máli en rekstrarform þeirra. SAMKEPPNI í menntakerfinu er æskileg og tryggir að skólar þjóni betur hagsmunum við- skiptavina sinna sem eru í senn nemendur, heim- ilin, atvinnulífið og raunar samfélagið allt. Sam- keppni stuðli að þróun nýjunga, hægt er að læra sé að læra af öðrum og allur samanburður og mat á námi verður auðveldari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.