Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á NÆSTU dögum og vikum verður tekin til afgreiðslu á Alþingi samgönguáætlun til næstu 12 ára, unnin á vegum samgöngu- ráðuneytis. Þar er m.a. gert ráð fyrir að hlutur höfuð- borgarsvæðisins í heildarfjárveiting- um til nýframkvæmda verði aðeins 28,5% að meðaltali fyrstu 4 árin. Þegar litið er til þess, að á árunum frá og með 1995 til og með 2001 var þetta hlutfall á bilinu 21–29%, má segja að fjárveitingar til höfuðborg- arsvæðisins hjakki í sama fari. Þetta ástand er með öllu óviðunandi fyrir íbúa þessa svæðis, sem eru 62% allra Íslendinga. Þeir sem nota vegina, greiða við- hald þeirra og uppbyggingu í gegn- um þungaskatt og bensíngjald og því ætti hlutur höfuðborgarsvæðisins að vera a.m.k. 62% af heildarfjárveit- ingum. Þess má geta að árleg fjár- veiting til svæðisins skv. samgöngu- áætluninni fyrstu 4 árin er fyrirhuguð 1,7 milljarðar en væri 3,7 milljarðar að teknu eðlilegu tilliti til fólksfjölda. Við segjum „að minnsta kosti“ 62% vegna þess að svæðið hefur aldrei fengið réttlátan skerf miðað við fólksfjölda og þar hefur því safn- ast upp mikill vandi í formi ófull- nægjandi aðalgatnakerfis með til- heyrandi umferðarslysum og umferðartöfum. Nú er það spurningin til ykkar, borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkur: Ætlið þið að beita ykk- ur myndarlega í þessu máli fyrir höf- uðborgarbúa þannig að eftir verði tekið og um muni eða teljið þið að Reykvíkingar verði að stofna nýtt stjórnmálaafl, sem sinni m.a. þessum miklu hagsmunum þeirra? Virðing- arfyllst, talsmenn stofnhóps al- mannasamtaka um borgarmálefni: GUÐJÓN ÞÓR ERLENDSSON, arkitekt, erlendsson@email.com JÓN H. SIGURÐSSON, viðskiptafræðingur, jsig@visir.is ÖRN SIGURÐSSON, arkitekt, arkorn@tal.is Opið bréf til borgar- fulltrúa og þing- manna Reykjavíkur Frá Guðjóni Þór Erlendssyni, Jóni H. Sigurðssyni og Erni Sigurðssyni: Guðjón Þór Erlendsson Jón H. Sigurðsson Örn Sigurðsson ÞAÐ hefur mikið verið fjallað um ríkismiðilinn undanfarinn misseri. Skortur á fjármagni, flutningur Rás- ar 2, afnotagjöldin og auðvitað HM í knattspyrnu. Það sem ég ætla hins- vegar að gagnrýna nú, er fréttatími RÚV. Fréttatími RÚV er sá þáttur sem fær hvað mest áhorf þjóðarinn- ar, kvöld eftir kvöld. Herforinginn Bogi Ágústsson stjórnar sýningunni, og gerir það vel, hvað fréttaöflun og miðlun varðar a.m.k. En fréttir í sjónvarpi eru annað og meira en góð fréttamennska. Þar þarf að sam- tvinna rólegt og yfirvegað fas frétta- þular og algera kunnáttu tækni- manna hinsvegar, sérstaklega þar sem fréttir eru ávallt í beinni útsend- ingu, og eins og allir vita, getur allt gerst í beinni útsendingu. En það er einmitt það sem ég vil gagnrýna með skrifum mínum nú. Það virðist sem fréttastofa RÚV sé undir einhverskonar álögum hvað mistök í beinni útsendingu frétta- tíma varðar. Það líður ekki fréttatími án þess, að einhver frétt sé hljóðlaus, það vanti íslenskan texta, eða ein- hver önnur frétt komi í staðinn. Þulir eru oft óstyrkir og mismæla sig þar af leiðandi meira en góðu hófi gegnir. Því spyr ég einfaldlega, hver er skýringin á þessu? Eru tæknimenn óhæfir til þess að stjórna rándýrum tækjabúnaði stöðvarinnar, eru tækin sjálf gölluð eða biluð, eða þurfa fréttaþulir að fara á einhverskonar námskeið í lestri frétta í beinni út- sendingu? Ég skal ekki segja, en eitthvað mikið er að, þar sem þetta gerist í hverjum einasta fréttatíma. Og ekki bara eftir að RÚV flutti af Laugaveginum, heldur löngu áður. Og áður en ónefndur fréttamaður fékk sinn skerf í hinu snilldarlega áramótaskaupi sjónvarpsins, hélt maður að ráðning hans hefði verið einhverskonar langrækið 1. apríl- gabb, svo mikið stakk hann í stúf. Núna skemmtir maður sér hinsveg- ar konunglega við að hlusta á hann, og er spurning hvort þáttur hans í áramótaskaupinu sé liður í „sam- særi“ sjálfstæðismanna til að bjarga sér fyrir horn vegna mistaka við ráðningar? Það er nú ekki ætlun mín að móðga neinn eða vera með meið- yrði, en ég vil fá eitthvað fyrir af- notagjöldin sem ég borga. Á meðan er ég að borga rétt helmingi meira fyrir fjölvarpið, Stöð 2 og Sýn , þar sem mistök í beinum útsendingum eru afar sjaldséð, í fréttatímum a.m.k. Reyndar gæti ég haldið langa ræðu um hlutdrægni sumra íþrótta- fréttamanna Stöðvar 2, en það er annar Þorsteinn. (Ella). Ég skora á þá sem hlut eiga að máli að taka sig á og vanda sig betur, þó svo að þeir séu ekki á sanngjörnum launum. TRAUSTI SALVAR KRISTJÁNSSON, Hrauntungu 97, Kópavogi. Fréttatími RÚV Frá Trausta Salvari Kristjánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.