Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 56

Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á NÆSTU dögum og vikum verður tekin til afgreiðslu á Alþingi samgönguáætlun til næstu 12 ára, unnin á vegum samgöngu- ráðuneytis. Þar er m.a. gert ráð fyrir að hlutur höfuð- borgarsvæðisins í heildarfjárveiting- um til nýframkvæmda verði aðeins 28,5% að meðaltali fyrstu 4 árin. Þegar litið er til þess, að á árunum frá og með 1995 til og með 2001 var þetta hlutfall á bilinu 21–29%, má segja að fjárveitingar til höfuðborg- arsvæðisins hjakki í sama fari. Þetta ástand er með öllu óviðunandi fyrir íbúa þessa svæðis, sem eru 62% allra Íslendinga. Þeir sem nota vegina, greiða við- hald þeirra og uppbyggingu í gegn- um þungaskatt og bensíngjald og því ætti hlutur höfuðborgarsvæðisins að vera a.m.k. 62% af heildarfjárveit- ingum. Þess má geta að árleg fjár- veiting til svæðisins skv. samgöngu- áætluninni fyrstu 4 árin er fyrirhuguð 1,7 milljarðar en væri 3,7 milljarðar að teknu eðlilegu tilliti til fólksfjölda. Við segjum „að minnsta kosti“ 62% vegna þess að svæðið hefur aldrei fengið réttlátan skerf miðað við fólksfjölda og þar hefur því safn- ast upp mikill vandi í formi ófull- nægjandi aðalgatnakerfis með til- heyrandi umferðarslysum og umferðartöfum. Nú er það spurningin til ykkar, borgarfulltrúar og þingmenn Reykjavíkur: Ætlið þið að beita ykk- ur myndarlega í þessu máli fyrir höf- uðborgarbúa þannig að eftir verði tekið og um muni eða teljið þið að Reykvíkingar verði að stofna nýtt stjórnmálaafl, sem sinni m.a. þessum miklu hagsmunum þeirra? Virðing- arfyllst, talsmenn stofnhóps al- mannasamtaka um borgarmálefni: GUÐJÓN ÞÓR ERLENDSSON, arkitekt, erlendsson@email.com JÓN H. SIGURÐSSON, viðskiptafræðingur, jsig@visir.is ÖRN SIGURÐSSON, arkitekt, arkorn@tal.is Opið bréf til borgar- fulltrúa og þing- manna Reykjavíkur Frá Guðjóni Þór Erlendssyni, Jóni H. Sigurðssyni og Erni Sigurðssyni: Guðjón Þór Erlendsson Jón H. Sigurðsson Örn Sigurðsson ÞAÐ hefur mikið verið fjallað um ríkismiðilinn undanfarinn misseri. Skortur á fjármagni, flutningur Rás- ar 2, afnotagjöldin og auðvitað HM í knattspyrnu. Það sem ég ætla hins- vegar að gagnrýna nú, er fréttatími RÚV. Fréttatími RÚV er sá þáttur sem fær hvað mest áhorf þjóðarinn- ar, kvöld eftir kvöld. Herforinginn Bogi Ágústsson stjórnar sýningunni, og gerir það vel, hvað fréttaöflun og miðlun varðar a.m.k. En fréttir í sjónvarpi eru annað og meira en góð fréttamennska. Þar þarf að sam- tvinna rólegt og yfirvegað fas frétta- þular og algera kunnáttu tækni- manna hinsvegar, sérstaklega þar sem fréttir eru ávallt í beinni útsend- ingu, og eins og allir vita, getur allt gerst í beinni útsendingu. En það er einmitt það sem ég vil gagnrýna með skrifum mínum nú. Það virðist sem fréttastofa RÚV sé undir einhverskonar álögum hvað mistök í beinni útsendingu frétta- tíma varðar. Það líður ekki fréttatími án þess, að einhver frétt sé hljóðlaus, það vanti íslenskan texta, eða ein- hver önnur frétt komi í staðinn. Þulir eru oft óstyrkir og mismæla sig þar af leiðandi meira en góðu hófi gegnir. Því spyr ég einfaldlega, hver er skýringin á þessu? Eru tæknimenn óhæfir til þess að stjórna rándýrum tækjabúnaði stöðvarinnar, eru tækin sjálf gölluð eða biluð, eða þurfa fréttaþulir að fara á einhverskonar námskeið í lestri frétta í beinni út- sendingu? Ég skal ekki segja, en eitthvað mikið er að, þar sem þetta gerist í hverjum einasta fréttatíma. Og ekki bara eftir að RÚV flutti af Laugaveginum, heldur löngu áður. Og áður en ónefndur fréttamaður fékk sinn skerf í hinu snilldarlega áramótaskaupi sjónvarpsins, hélt maður að ráðning hans hefði verið einhverskonar langrækið 1. apríl- gabb, svo mikið stakk hann í stúf. Núna skemmtir maður sér hinsveg- ar konunglega við að hlusta á hann, og er spurning hvort þáttur hans í áramótaskaupinu sé liður í „sam- særi“ sjálfstæðismanna til að bjarga sér fyrir horn vegna mistaka við ráðningar? Það er nú ekki ætlun mín að móðga neinn eða vera með meið- yrði, en ég vil fá eitthvað fyrir af- notagjöldin sem ég borga. Á meðan er ég að borga rétt helmingi meira fyrir fjölvarpið, Stöð 2 og Sýn , þar sem mistök í beinum útsendingum eru afar sjaldséð, í fréttatímum a.m.k. Reyndar gæti ég haldið langa ræðu um hlutdrægni sumra íþrótta- fréttamanna Stöðvar 2, en það er annar Þorsteinn. (Ella). Ég skora á þá sem hlut eiga að máli að taka sig á og vanda sig betur, þó svo að þeir séu ekki á sanngjörnum launum. TRAUSTI SALVAR KRISTJÁNSSON, Hrauntungu 97, Kópavogi. Fréttatími RÚV Frá Trausta Salvari Kristjánssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.