Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Freistandi
sértilboð!
Gríptu verkfærið
20 - 40%
afsláttur
af öllum
verkfærum
fram að
páskum.
á meðan
það gefst
Mán. til fös. kl. 8 - 18.
Einnig opið í Borgartúni á laugardögum kl. 10 - 14.
Bílanaust er opið:
Borgartúni, Reykjavík.
Bíldshöfða, Reykjavík.
Bæjarhrauni, Hafnarfirði.
Hrísmýri, Selfossi.
Dalbraut, Akureyri.
Grófinni, Keflavík.
Lyngási, Egilsstöðum.
Álaugarvegi, Hornafirði. www.bilanaust.is
Sími 535 9000
Robert Abplanalp, sinni því hlut-
verki.
Hafa þær Eisenhower og Cox
verið ósammála um það allt frá
því að Nixon dó, og ákveðið var
að skipa formlega stjórn til að
stýra Nixon-stofnuninni, hvernig
stjórnin ætti að vera skipuð. Eis-
enhower vildi óháða stjórn en
Cox að Nixon-fjölskyldan hefði
þar töglin og hagldirnar.
Eisenhower hafði um síðir bet-
ur en fréttaskýrendur segja Cox
hafa séð tækifæri til að seilast til
áhrifa í málefnum Nixon-
stofnunarinnar er fréttist um gjöf
Rebozos.
Sögð reyna að reka
fleyg milli systranna
Lögmaður Cox sakaði stjórn
Nixon-stofnunarinnar um það á
þriðjudag að reyna að reka fleyg
milli Nixon-systranna í því skyni
að koma höndum yfir peninga
Rebozos.
Eisenhower sagðist hins vegar
harma að deilur þeirra systra
skyldu nú hafa færst inn í rétt-
arsal. „Þetta er afar dapurlegt
því ég elska systur mína mjög
mikið,“ sagði hún á þriðjudag.
Kunnugir segja hins vegar að
ósætti þeirra systra sé engan
veginn nýtt af nálinni og að þær
hafi vart ræðst við um árabil.
Á ÞEIM átta árum sem liðin eru
frá því að Richard M. Nixon lést
hafa dætur hans tvær, Julie Nix-
on Eisenhower og Tricia Nixon
Cox, deilt hart um hvernig best
sé að halda nafni forsetans fyrr-
verandi á loft. Fara þessar deilur
nú í fyrsta sinn fram fyrir opnum
tjöldum í kjölfar þess að stjórn
Nixon-stofnunarinnar í Kaliforníu
ákvað að höfða mál fyrir dóm-
stólum í því skyni að tryggja yf-
irráð stjórnarinnar yfir fjár-
munum sem ánafnaðir voru
Nixon-bókasafninu. Eisenhower
er fylgjandi málflutningi stjórn-
arinnar en Cox vill hins vegar að
fjölskyldan hafi sjálf síðasta orðið
um ráðstöfun peninganna.
Deilan snýst um arf sem gamall
vinur forsetans, milljónamæring-
urinn Bebe Rebozo, skildi eftir
sig og vildi að yrði nýttur til upp-
byggingar Nixon-bókasafnsins í
Kaliforníu.
Rebozo ánafnaði safninu um
65% eigna sinna, þ.e. um tuttugu
milljónir Bandaríkjadala, eða um
tvo milljarða ísl. króna. Vill Eis-
enhower að stjórn Nixon-
stofnunarinnar hafi yfirumsjón
með peningunum en Cox telur
hins vegar að virða beri óskir
Rebozos um að þriggja manna
nefnd, sem í sætu Cox, Eisenhow-
er og annar gamall vinur Nixons,
Dætur Nixons
í hár saman
Los Angeles Times.
Hafa ekki ræðst við í mörg ár
*=<!=!%!'>?&&=&(+
! "#
$ !%%%&'#
(($
) * # !" +
* ##$$%$ * #&'(
$ &' *!%%%#*+,-$.
&
* #/0 +,!#
1.%
! "
$$
+-#
$$ .
/.
.!
MÖLTU hefur verið neitað um
undanþágu frá hinni sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins (ESB). Þetta kemur fram
í frétt netmiðilsins Euobserver.-
com.
Malta, sem nú á í aðildarvið-
ræðum við ESB, hafði farið fram á
að mörkuð yrði 25 sjómílna lög-
saga umhverfis eyjuna þar sem
allar veiðar útlendinga yrðu bann-
aðar. Þar yrði sjómönnum frá
Möltu einungis leyft að veiða og þá
undir eftirliti stjórnvalda á Möltu.
Talsmaður Günthers Verheug-
ens, sem fer með málefni stækk-
unar ESB á vettvangi fram-
kvæmdastjórnar sambandsins,
segir í samtali við Euobserver.com
að stjórnvöldum á Möltu hafi þeg-
ar verið greint frá því að á þetta
geti ESB ekki fallist. „Vilji Möltu-
búar fá aðild að Evrópusamband-
inu þurfa þeir að viðurkenna bæði
þau réttindi og þær skyldur sem
aðild fylgja,“ sagði talsmaðurinn.
Evrópusambandið er tilbúið til
að fallast á ákveðnar verndarað-
gerðir innan 25 sjómílna við Möltu
en þær lúta að möskvastærð og
fleiru til að hlífa smáfiski. Slíkar
aðgerðir myndu hins vegar ekki
duga til þess að halda erlendum
sjómönnum frá veiðum innan 25
mílna við Möltu.
Lögsaga Möltu er nú 12 mílur
og innan þeirra mega einungis sjó-
menn þaðan stunda fiskveiðar.
Þessa lögsögu vill Malta nú
stækka um 13 mílur með þeim
rökum að stjórnlausar veiðar
Möltubúa sjálfra myndu auk
ágangs erlendra skipa eftir inn-
göngu í ESB ganga að stofnum við
eyjuna dauðum.
Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins
Möltu neitað um undanþágu
Halastjarna
verður sýnileg á
næstu vikum
Cambridge. AP.
STJARNFRÆÐINGAR segja
að halastjarna, sem síðast sást
frá jörðu árið 1661, muni skína
sem skærast á himninum á
næstu vikum. Halastjarnan er
nefnd Ikeya-Zhang, í höfuðið á
mönnunum sem fyrstir komu
auga á hana, hvor í sínu lagi,
fyrsta febrúar sl. Greint var frá
uppgötvuninni í tímaritinu Sky &
Telescope nýverið.
Kaoru Ikeya, stjörnuskoðari í
Japan, kom auga á stjörnuna lágt
á himni skömmu eftir sólsetur;
um það bil hálfri annarri klukku-
stund síðar kom Daqing Zhang,
sem býr í Henan-héraði í Kína,
auga á sömu halastjörnuna.
Sérfræðingar telja að um sé að
ræða sömu halastjörnu og heim-
ildir eru um frá 1661, sem myndi
þýða að hún hefði verið 341 ár að
fara braut sína í geimnum. Jap-
anskt dagblað greindi frá upp-
götvun Ikeyas undir fyrirsögn-
inni: „Getur verið að þetta sé
sama halastjarnan og samúræj-
arnir sáu?“
Sést lágt á vestur-
himni eftir sólsetur
Á norðurhveli jarðar er Ikeya-
Zhang sjáanleg lágt á vestur-
himni rétt eftir sólsetur. Í byrjun
apríl mun hún sjást rétt fyrir
dögun þegar hún fer að sveigja
framhjá jörðinni á braut sinni út
í geiminn aftur.