Morgunblaðið - 21.03.2002, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
KOLBEINSEY, sem gengið hefur
undir heitinu útvörður Íslands,
minnkar stöðugt vegna ágangs
sjávar og er vart talin meira en 90
fermetrar að flatarmáli í dag. Hafa
vísindamenn spáð því að eyjan
hverfi áður en langt líður.
Kolbeinsey, sem er rúmar 40 sjó-
mílur norðvestur af Grímsey, var
skráð 35 metrar á lengd og 33
metrar á breidd árið 1989. Heim-
ildir herma að eyjan hafi mælst 700
metrar frá norðri til suðurs árið
1616 og 100 metrar frá austri til
vesturs. Árið 1903 voru þessar töl-
ur komnar niður í 300x60 m.
Til mun vera aldagömul saga um
Portúgala nokkurn, sem var á sigl-
ingu norður af Íslandi og vildi deyja
á Kolbeinsey. Hann lét skipsfélaga
sína setja sig úr á eynni en var eigi
alllöngu síðar tekinn um borð í ann-
að skip sem átti leið hjá. Portúgal-
inn var við hestaheilsu, enda vel al-
inn á eggjum og fugli, og löngu
hættur við að deyja.
Nú stendur fátt eftir af Kolbeins-
ey nema þyrlupallur sem byggður
var þar fyrir rúmum áratug, eins
og myndin sýndir, sem tekin var í
ískönnunarflugi á þriðjudaginn.
Morgunblaðið/Golli
Kolbeinsey
minnkar
stöðugt
KELDUSVÍNI hefur sést bregða
fyrir í Vatnsmýrinni að undanförnu
og er fágætt að svo sjaldgæfur fugl
heiðri Reykvíkinga með nærveru
sinni. Ekki er þó víst að margir eigi
eftir að sjá fuglinn því keldusvín
eru með laumulegri fuglum, fela
sig gjarnan, læðast og forða sér á
hlaupum inn í gróðurþykkni frekar
en að fljúga, verði þau fyrir styggð.
Fuglafræðingar telja keldusvínið
útdautt á Íslandi sem varpfugl en
síðast fannst hreiður keldusvíns á
miðjum sjöunda áratugnum. Fyrr-
um var það nokkuð algengur vot-
lendisfugl en framræsla mýrlendis
og innrás minka sáu fyrir stofn-
inum. Fáein keldusvín sjást hér þó
á hverju ári, aðallega á vetrum, og
er það mál sérfræðinga að um
flækingsfugla frá Norðurlöndum
sé að ræða.
Ljósmynd/Jóhann Óli
Keldusvín í Vatnsmýrinni
FÉLAGIÐ Sjóvík rekur verk-
smiðjur í Taílandi þar sem það
vinnur alfarið fisk fyrir SÍF, en
hráefnið, aðallega þorskur,
kemur fyrst og fremst frá Kína
og Rússlandi.
SÍF lætur Sjóvík meðal ann-
ars vinna fyrir sig afurðir úr
þorski fyrir Bandaríkja- og
Bretlandsmarkað og lax frá
Chile fyrir Japansmarkað.
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF, segir að verið sé að
nýta ódýrt en jafnframt vand-
virkt vinnuafl. „Það er hag-
kvæmt að standa svo að málum
og þetta er þróun, sem vafalítið
mun halda áfram og aukast.
Frumvinnslan færist í auknum
mæli inn á þau svæði, þar sem
vinnuafl er bæði ódýrt og gott.“
Kaupa hráefni í auknum
mæli frá öðrum löndum
Að sögn Gunnars Arnar
Kristjánssonar kaupir SÍF hrá-
efni frá ýmsum löndum og í
auknum mæli fiskblokkir frá
Alaska, Rússlandi, Kína og
Suður-Ameríku. „Þetta eru
ýmist einfrystar eða tvífrystar
blokkir, en þetta byggist á því
að verksmiðjurnar eru oft að
vinna afurðir í mikilli sam-
keppni við aðra framleiðendur
og framlegð er lítil. Því verður
að halda hráefnisverði niðri.
Þetta eru fyrst og fremst
brauðaðar afurðir, en í þeim
flokki eru einnig til dýrari og
betri afurðir, sem fara þá beint
á veitingahúsin. Þær afurðir
eru þá keyptar héðan að heim-
an, frá Noregi og víðar.“
Fiskur
unninn
fyrir SÍF
í Taílandi
Færari en áður/12C
LANDSBANKINN tilkynnti í gær
að hann myndi lækka vexti á óverð-
tryggðum skammtímalánum um
0,25% og víxilvexti um 0,4%. Íslands-
banki og Búnaðarbanki fylgdu í kjöl-
farið og tilkynntu vaxtalækkanir.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði ánægjulegt að bankarnir skuli
hafa ákveðið að vaxtalækkun.
„Að mínu mati er þetta rétt þróun.
Verðbólgan fer núna hratt lækkandi
og það væri undarlegt ef bankarnir
fylgdu því ekki eftir. Það er komin
fram mjög álitleg þjóðhagsspá sem
gerir ráð fyrir að viðskiptahalli fari
ört minnkandi og verðbólga verði um
2,5% frá upphafi til loka árs. Það hef-
ur því orðið mikil umbreyting í efna-
hagslífinu eins og við höfðum reyndar
spáð að yrði. Það er viðurkennt að
lendingin, sem menn óttuðust, verði
mjúk. Það hefur ennfremur komið
fram að það má búast við kaupmátt-
araukningu í ár, áttunda árið í röð.
Ég veit ekki um annað ríki þar sem
það hefur gerst í háa herrans tíð.“
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að lækk-
andi verðbólga sé meginástæðan fyr-
ir ákvörðun bankans. Valur Valsson,
bankastjóri Íslandsbanka, segir að
vextir verði lækkaðir enda sé bankinn
á samkeppnismarkaði og vilji bjóða
viðskiptavinum sínum samkeppnis-
hæf kjör. Árni Tómasson, bankastjóri
Búnaðarbankans, segir að bankinn
hafi verið fylgjandi vaxtastefnu
Seðlabankans en hann hafi hins vegar
ákveðið að lækka vexti til samræmis
við aðra.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra fagnaði í gærkvöldi vaxta-
lækkunum viðskiptabankanna.
Davíð Oddson var spurður hvort
hann liti svo á að viðskiptabankarnir
hefðu annað mat á efnahagsþróuninni
en Seðlabankann.
„Það virðist vera þannig. Seðla-
bankinn hlýtur að fara að íhuga sín
mál. Bankinn á ekki síst að horfa á
stöðuna eins og hún verður eftir 8–12
mánuði. Miðað við spár Seðlabankans
og Þjóðhagsstofnunar fer vaxta-
stefna bankans að verða nokkuð at-
hyglisverð.“ Davíð sagði að stjórn-
endur Seðlabankans yrðu að svara
því hvort þessi ákvörðun viðskipta-
bankanna hefði áhrif á vaxtaákvarð-
anir bankans. Hann sagðist hins veg-
ar ekki telja óeðlilegt að stjórnendur
bankans endurskoðuðu afstöðu sína,
sérstaklega ef horft væri til yfirlýs-
ingar þeirra sjálfra. Það væri fullt til-
efni til að lækka stýrivexti.
Forsætisráðherra segir fullt tilefni til að Seðlabankinn lækki stýrivexti
Landsbanki lækkar
vexti um 0,25–0,4%
Tökum mið/35
Aðrir bankar fylgdu í kjölfarið
ALLT að 80% verðmunur er á
páskaeggjum samkvæmt verðkönn-
un sem Morgunblaðið gerði um há-
degisbil í gær hjá átta verslunum á
höfuðborgarsvæðinu. Mestur verð-
munur var á 500 gramma strumpa-
eggi númer 5 frá Nóa-Síríus, eða
79,7% munur á hæsta og lægsta
verði í Fjarðarkaupum og 10-11.
Kostaði eggið 1.168 krónur í Fjarð-
arkaupum og 2.099 krónur í 10-11.
Næstmestur verðmunur var
68,4% á 460 gramma marsbúaeggi
frá Góu, þar sem hæsta verð var
1.599 krónur í Nýkaupum og lægsta
verð 949 krónur í Bónus.
Þriðji mestur verðmunur var á 230
gramma prakkaraeggi númer 4 frá
Mónu, en þar var munur á hæsta og
lægsta verði 56,2%. Hæsta verðið
var í Nýkaupum, 1.598 krónur, og
lægsta verðið, 699 krónur, í Bónus.
Minnstur munur á hæsta og
lægsta verði var 24,2%.
Verðmunur var yfir 30% í sjö til-
vikum og yfir 50% í fimm tilvikum.
Kannað var verð á 17 tegundum
páskaeggja frá þremur framleiðend-
um, það er Góu, Mónu og Nóa-Síríus,
og voru eggin frá 230 grömmum upp
í 650 grömm að þyngd.
Bónus var með lægsta verðið í 12
tilvikum af 17 og Nýkaup með hæsta
verðið í 12 skipti. 10-11 var með
hæsta verð í fjórum tilvikum og þá í
þrjú skipti með sama verð og Ný-
kaup, sem einnig var hæst í viðkom-
andi flokki páskaeggja.
Náði verðkönnunin til Bónuss,
Fjarðarkaupa, Krónunnar, Hag-
kaupa, Nóatúns, 10-11, Samkaupa og
Nýkaupa.
Allt að 80%
verðmunur á
páskaeggjum
1.000 króna verðmunur/20