Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 4

Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að Ríkisútvarpinu, RÚV, sé óheimilt að lögum að leggja á svo- kallað gírógjald vegna greiðsluseðla sem sendir eru við innheimtu afnota- gjaldsins. Er því beint til forráða- manna RÚV að endurskoða þessa gjaldtöku og taka mál þess manns, sem kvartaði til umboðsmanns, fyrir að nýju, óski hann þess. Maðurinn leitaði til umboðsmanns í október sl. og kvartaði yfir því að RÚV legði á 150 króna gírógjald á gíróseðla fyrir afnotagjaldinu. Sætti hann sig ekki við þær skýringar sem gefnar voru á gjaldinu af hendi RÚV. Meðal skýringanna var hækkun á verði gíróseðla hjá bönkum og auk- inn póstkostnaður. Í svarbréfi stofn- unarinnar til mannsins er bent á að gírógjald sé ekki innheimt ef afnota- gjaldið sé greitt með greiðslukorti eða skuldfært með beingreiðslu af bankareikningi. Ekki viðbótargjaldtaka Umboðsmaður leitaði álits menntamálaráðuneytisins á málinu og taldi það að ekki væri um viðbót- argjaldtöku að ræða af hálfu Ríkisút- varpsins, sem kallaði á sérstaka lagaheimild. Ákvörðun um greiðslu gírógjaldsins væri í höndum greið- andans þar sem honum hefði verið bent á aðra kosti sem hefðu ekki við- bótarkostnað í för með sér. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti sínu að útsending gíróseðla til greiðenda afnotagjalda sé liður í því að innheimta lögbundin gjöld. Telur umboðsmaður að almennt verði að miða við að ef almenningur eigi að standa undir kostnaði í hverju tilviki vegna þáttar sem teljist til almenns rekstrar opinberrar stofnunar, t.d. vegna innheimtu á lögbundnum og ógjaldföllnum gjöldum, þurfi að mæla fyrir um slíka skyldu með sér- stakri lagaheimild. Vísar umboðs- maður m.a. til lögmætisreglu stjórn- sýsluréttarins í því sambandi Álit umboðsmanns Alþingis RÚV óheim- ilt að leggja á gírógjald STJÓRNARFORMAÐUR Strætó bs. fékk á síðasta ári greiddar rúm- lega 4½ milljón króna án vsk. þegar hann var starfandi stjórnarformað- ur/framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Frá 1. maí til 20. september var miðað við 75% starf en síðan 20% starf til áramóta. Þetta kemur fram í svari Strætó 18. mars sl. við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hann sendi til fyrirtækisins hinn 12. mars sl. Greiðslurnar til stjórnarfor- mannsins, Skúla Bjarnasonar hrl., voru inntar af hendi skv. samningi sem Helga Jónsdóttir borgarritari undirritaði fyrir hönd eigenda fyr- irtækisins 10. maí 2001, skömmu fyrir fyrsta fund stjórnar fyrirtæk- isins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var stjórn Strætó bs. ekki gerð grein fyrir samningnum fyrr en á stjórnarfundi í síðustu viku, eftir að fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um málið hafði borist fyrirtækinu. Í samningnum er kveðið á um að tímakaup stjórnarformannsins, Skúla Bjarnasonar hrl., verði 6.185 krónur á klukkustund, án vsk., sem sé lægsta útselda tímagjald auk 15% afsláttar. Miðað við 75% starf, eða 128 stundir á mánuði að jafnaði, voru mánaðarlaun stjórnarfor- mannsins, um 800.000 krónur, án vsk., frá 1. maí þar til framkvæmda- stjóri var ráðinn til fyrirtækisins 20. september. Frá þeim tíma og til áramóta var miðað við 20% starf, 32 stundir að jafnaði á mánuði og fyrir það voru greiddar um 200.000 kr. á mánuði. Inni í þessum greiðslum voru orlof og öll launatengd gjöld. Verksamningurinn var „gerður vegna vinnuframlags umfram hefð- bundna stjórnarformennsku“ fyrstu mánuðina sem fyrirtækið var í rekstri. „Auk hefðbundinna stjórn- arstarfa reikna aðilar með tíma- frekri vinnu stjórnarformanns, einkum þar til byggðasamfélagið tekur til starfa og því hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri,“ segir ennfremur í samningnum. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að á samningstímanum voru stjórnarfor- manninum ekki greidd stjórnarlaun né aðrar launa- eða verktaka- greiðslur. Á hinn bóginn kemur þar fram að Strætó bs. hafi greitt reikn- inga vegna „útseldrar sérfræði- vinnu stjórnarformannsins við und- irbúning að stofnun fyrirtækisins og verkefnisstjórnun í því sam- bandi“ á tímabilinu frá 1. janúar til 1. maí 2001 þegar fyrirtækið var stofnað. Ekki er gert grein fyrir þeim greiðslum í svari við fyrir- spurninni en vísað í svör við fyrri fyrirspurn Guðlaugs Þórs varðandi kostnað af nánar greindum verk- efnum. Er þar átt við fyrirspurn um kostnað vegna aðkeyptrar sérfræði- aðstoðar vegna sölu og breytinga á rekstrarformi fyrirtækja í eigu borgarinnar. Þar kemur fram að stjórnarformaðurinn fékk greiddar samtals 5,2 milljónir, um helming vegna frumskýrslu. Ekki kemur fram á hvaða tímabili greiðslurnar fóru fram. Á árunum 1994–2001 fékk Skúli samtals greiddar 19,2 milljónir með vsk. fyrir sérfræðiað- stoð við sölu eða formbreytingu á rekstri fyrirtækja í eigu borgarinn- ar. Telur að greiðslur hljóti að vekja spurningar Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessar greiðslur til stjórnarformannsins hljóti að vekja ýmsar spurningar. Fyrir það fyrsta hefði verið eðlilegt að gerð hefði verið grein fyrir þeim í svari borg- arstjóra við fyrirspurn um kostnað vegna aðkeyptrar vinnu við sölu og breytingar á fyrirtækjum borgar- innar. Ef til vill hafi ekki verið spurt nægilega nákvæmlega í fyrirspurn- inni en Guðlaugur bendir á að borg- arstjóri hafi heldur ekki upplýst um þetta í viðtali við Morgunblaðið um fyrrnefnda fyrirspurn. Borgarbúar hljóti að spyrja sig hvort fleiri sam- bærilegir samningar séu í gildi. „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi vit- að að stjórnarformaðurinn hafi ver- ið starfandi framkvæmdastjóri Strætó, sem er undarlegt, ekki síst í ljósi þess að fyrrum framkvæmda- stjóri Almenningsvagna var með í ferlinu frá byrjun,“ segir Guðlaug- ur. Þá liggi ekkert fyrir um að stjórnarformaðurinn hafi haft sér- þekkingu á sviði almenningssam- gangna. Stjórnarformaður Strætó bs. fékk 4½ milljón sem starfandi stjórnarformaður/framkvæmdastjóri Stjórn Strætó vissi ekki af samningnum STEFNT er að því að ný Þjórs- árbrú verði tilbúin árið 2003 og er líklegt að verkið verði boðið út í haust. Þá þarf að endurbyggja hring- veginn á um 4 km kafla en nýja brúarstæðið verður um 800 metr- um neðar en núverandi brú. Gamla brúin mun áfram standa og verður notuð sem reiðbrú og reiðfært verður undir nýju brúna. Nýja brúin yfir Þjórsá verður 170 metra löng, 10 metrum lengri en gamla brúin. Hún verður meira en helmingi breiðari enda er nú gert ráð fyrir tveimur ak- reinum í stað einnar. Gamla brúin yfir Þjórsá er ein- breið en hún var byggð árið 1950. Brúin er á þekktu jarð- skjálftasvæði en í Framkvæmda- fréttum Vegagerðarinnar kemur fram að skipt var um legubúnað í brúnni árið 1992. Settar voru í hana legur sem voru sérstaklega hannaðar til að draga úr áhrifum jarðskjálfta. Er talið að það hafi orðið til þess að brúin stóðst Suð- urlandsskjálftana árið 2000. Á árunum 1991–1998 urðu 28 umferðaróhöpp á um 4 km kafla, sitt hvorum megin við brúna, og urðu flest þeirra eða 22 við brúna. Er slysatíðni á þessum vegkafla talsvert hærri en landsmeðaltal. Vegurinn uppfyllir enda ekki þær kröfur sem í dag eru gerðar til legu vega og burðarþols. Það mun nýi vegurinn á hinn bóginn gera og er gert ráð fyrir að um- ferðaröryggi aukist með fram- kvæmdunum. Nýja vegstæðið liggur utan við núverandi veg- stæði á 3,5 km kafla. Austan Þjórsártúns verður vegurinn væntanlega fjarlægður og má bú- ast við því að bóndinn í Þjórs- ártúni fái með því land til rækt- unar en hann verður að sjá á eftir talsverðu landi undir nýja veginn. Ný Þjórsárbrú tilbúin árið 2003 VegagerðinÁ myndinni má sjá nýtt brúarstæði Þjórsárbrúar og hvar hinn nýi vegur mun liggja. HAFIN er athugun Skipulagsstofn- unar á mati á umhverfisáhrifum stækkunar Norðuráls á Grundar- tanga upp í 300 þúsund tonna árs- framleiðslu. Matsskýrsla Hönnunar hf. liggur fyrir, sem stofnunin mun kynna sér frekar. Meginniðurstaða skýrslunnar er að mengun frá stækk- uðu álveri á Grundartanga verði vel innan viðmiðunarmarka utan þynn- ingarsvæðis og að önnur umhverfis- áhrif séu ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Tilkynning um mat á umhverfis- áhrifum var send Skipulagsstofnun 8. mars síðastliðinn. Við athugun stofnunarinnar verður framkvæmdin og matsskýrslan auglýst í blöðum og kynnt fyrir fjölmiðlum. Matsskýrsl- an liggur nú frammi til 26. apríl nk. á skrifstofum Hvalfjarðarstrandar- hrepps og Skilmannahrepps, á bóka- safni Akraness og í Þjóðarbókhlöð- unni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Þá er skýrslan aðgengi- leg á heimasíðu Norðuráls og Hönn- unar. Kynning fyrir almenning í dag Gefst almenningi kostur á að kynna sér framkvæmdina á sex vik- um og leggja þarf athugasemdir fram til Skipulagsstofnunar eigi síð- ar en 26. apríl. Stofnunin mun leita umsagnar hjá fyrrnefndum hrepp- um, Byggðastofnun, Bændasamtök- unum, Fornleifavernd ríkisins, Haf- rannsóknastofnun, Heilbrigðiseftir- liti Vesturlands, Hollustuvernd, Náttúruvernd ríkisins og Veiðimála- stjóra. Skipulagsstofnun minnir á að kynning fyrir almenning á mati á um- hverfisáhrifum stækkunarinnar verður á Hótel Glym í Hvalfirði í dag. Opið hús verður frá kl. 16 til 21. Stækkun Norðuráls á Grundartanga Matsskýrsla er til skoðunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.