Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ þeirra heimild. Segja þau að öll tengsl við talibana hafi verið rofin þegar Pervez Musharraf, forseti Pakistans, ákvað sl. haust að fylkja liði með Bandaríkjastjórn í baráttu hennar gegn alþjóðlegum hryðju- verkum. Engu að síður er að finna í röðum útlaganna, sem hafast við í Pakist- ALLT að eitt þúsund talibanar og liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna eru sagðir í felum í Pakistan og fullyrt er jafnframt að þeir leggi nú á ráðin um að hrifsa aftur til sín völd í Afganistan. Flestir útlaganna frá Afganistan eru sagðir láta fara lítið fyrir sér í landamærahéruðum Pakistans en áhrif pakistanskra stjórnvalda á þessum slóðum eru með minnsta móti. Njóta mennirnir velvildar hér- aðshöfðingja sem, rétt eins og talib- anarnir, eru af þjóð Pastúna. Margir útlaganna eru sannfærðir um að bráðabirgðastjórn Hamids Karzai í Kabúl sé algerlega háð stuðningi Bandaríkjastjórnar, og að hún muni riða til falls undir eins og Bandaríkjamenn kalla herlið sitt frá Afganistan. Auðvelt verði að ráða niðurlögum afganskra hersveita sem barist hafa með hersveitum Bandaríkjanna. „Ég bíð bardagans mikla,“ segir múllann Towha, sem áður var yf- irmaður öryggismála talibana í Nangharhar-héraði í Afganistan. Hann hefst nú við í híbýlum músl- imaklerks nærri Khyber-skarði. „Bandaríkin og Bretland munu fyrr en síðar þurfa að kalla her- menn sína heim og þá munum við blása til jihads [heilags stríðs] gegn þeim Afgönum sem börðust með þeim gegn öðrum múslímum,“ sagði hann. Stjórnvöld aðhafast ekkert Stjórnvöld í Pakistan hafa marg- oft neitað því að al-Qaeda-liðar og talibanar hafist við í landinu með an, nokkra menn sem áður gegndu lykilstöðum í stjórn talibana í Afg- anistan. Allir áttu þeir fyrrum mikil samskipti við fulltrúa pakistanskra stjórnvalda en Pakistan var eitt af fáum ríkjum sem viðurkenndi stjórn talibana í Afganistan. Er leitt líkum að því að þessi tengsl nýtist þeim nú, er þeir vilja fara huldu höfði. Má nefna að fullyrt er að fyrrum varnarmálaráðherra talibanastjórn- arinnar, múllan Obeidullah, hafist við í Pakistan; sem og Abdul Razz- ak, fyrrverandi innanríkisráðherra, Hasan Akhund, fyrrverandi vara- forsætisráðherra, og Amir Khan Muttaqi, talsmaður Mohammeds Omars, andlegs leiðtoga talibana. Um þúsund talibanar og al-Qaeda-liðar sagðir í felum í Pakistan Hyggjast hrifsa aftur til sín völd í Afganistan Peshawar í Pakistan. AP. Reuters Afganskur heiðursvörður í nýjum herbúningum á aðalgötunni í borginni Mazar-i-Sharif. Hamid Karzai, leið- togi bráðabirgðastjórnarinnar í Afganistan, er nú þangað kominn til að taka þátt í afgönsku nýárshátíðinni. KANADÍSKA flugfélagið Air Canada hefur nú vent sínu kvæði í kross og býður rithöf- undinn um- deilda, Salman Rushdie, vel- kominn um borð í vélar sínar. Félagið hafði ákveðið að Rushdie, sem sætt hefur líflátshótunum frá öfgasinn- uðum múslímum vegna bókar- innar Söngvar Satans, fengi ekki að fljúga með vélum sín- um, vegna þess að ef Rushdie færi með þyrfti að gera um- fangsmiklar öryggisráðstafanir sem gætu tafið brottför um allt að þrjár klukkustundir. Útgefandi Rushdies í Kan- ada, Knopf Canada, segir rit- höfundinn ákaflega ánægðan með að flugfélagið hafi horfið frá banninu. Talsmaður Air Canada vildi ekkert segja um, hvers vegna ákvörðuninni hefði verið breytt, nema hvað rætt hefði verið við bandaríska loft- ferðaeftirlitið (FAA) og örygg- ismálaráðgjafa, að sögn frétta- stofunnar Canadian Press. Í fréttatilkynningu frá útgef- andanum, Knopf, sagði að Air Canada hefði talið að í gildi væru sérstakar reglur hjá FAA um nauðsyn öryggisráðstafana ef Rushdie væri meðal farþega í flugvél sem kæmi til Banda- ríkjanna. En í ljós hefði komið að í janúar sl. hefði FAA sent öllum flugfélögum tilkynningu um að engin takmörk væru sett á ferðir Rushdies. Rushdie fær að fljúga Ottawa. AP. Rushdie TUTTUGU og fimm ára leit úrú- gvæskrar konu, Söru Mendez, að syni sínum, er lokið, að því er fram kemur í frétt Reuters- fréttastofunnar. Síðastliðinn þriðjudag var staðfest með grein- ingu á DNA-sýni, að drengurinn, sem hermenn námu á brott um miðja nótt, býr nú í Argentínu, þar sem hann ólst upp hjá fóstur- fjölskyldu. „Leitinni er lokið, en nú hefst annar þáttur: Um móður og son sem eru að byrja að kynnast,“ sagði Mendez í sjónvarpsviðtali eftir að niðurstöður greining- arinnar lágu fyrir. Mendez og fyrrverandi eig- inmaður hennar, sem nú er látinn, voru hundeltir vinstrisinnar á tímum herstjórnarinnar í Úrúgvæ 1973–85 og flúðu til nágrannarík- isins Argentínu. Segir Mendez, að úrúgvæskir hermenn hafi brotist inn í íbúð þeirra í Buenos Aires 1976, handtekið hana og numið 20 daga gamlan son hennar, Simon, á brott. Um 170 Úrúgvæbúar hurfu sporlaust á tímum herstjórn- arinnar, flestir í Argentínu. Út- sendarar herstjórnarinnar skipu- lögðu leit að meintum vinstri- sinnuðum skæruliðum. Fyrrverandi yfirmaður í arg- entínska hernum sagði úrúgvæsk- um blaðamanni frá því, að barnið hefði verið skilið eftir á lækna- miðstöð og gefið fósturfjölskyldu. Eftir að blaðamaðurinn fékk þess- ar upplýsingar hófst leit sem leiddi til manns er býr í Buenos Aires. Reuters Sara Mendez heldur á spjaldi með mynd af syni sínum þar sem hún tók þátt í mótmælaaðgerðum í maí í fyrra. Týndi sonurinn fundinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.