Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 31 „ÞRÍR sópranar – I tre soprani“ er yfirskrift söngskemmtunar sem sópransöngkonurnar Hulda Guðrún Geirsdóttir, Ildikó Varga og Kristín R. Sigurðardóttir efna til í kvöld í samvinnu við Íslensku óperuna. Þær ætla þar að flytja mörg af vinsælustu verkum óperubókmenntanna en meðleikari sóprananna þriggja á tón- leikunum verður Iwona Ösp Jagla. Samstarf söngkvennanna hófst eftir að að Kristín kynntist Ildikó í Ungverjalandi þegar Kristín sótti söngnámskeið hjá sama kennara og Ildikó. Kristín fékk þá hugmynd að búa til söngdagskrá með þremur sóp- rönum og fékk þær Huldu Guðrúnu, Ildikó og Iwonu Ösp með sér. „Þetta er ákaflega skemmtilegt tónleika- form, þótt óhefðbundið sé. Það má segja að við höfum hreinlega blómstrað þegar við fórum að vinna saman og myndum við að ég held mjög sterka heild. Það er til svo mik- ið af tónlist fyrir sópransöngkonur, að tónleikarnir ættu að geta orðið al- veg jafn skemmtilegir og hinir hefð- bundu söngtónleikar með þremur körlum,“ segir Hulda Guðrún kát í bragði þegar hún er spurð um tilurð samstarfs þeirra. Tónleikarnir verða haldnir í húsa- kynnum Íslensku óperunnar og hefj- ast kl. 20. Efnisskráin samanstendur af samblöndu einsöngsaría, dúetta og terzetta úr óperum og óperettum. „Fyrir hlé verður efnisskráin með dramatískum blæ og munum við þar sýna okkar sterkustu hliðar. Þar höf- um við valið aríur sem eru í uppá- haldi hjá okkur, og fólki þykir gjarn- an mjög vænt um. Þar syngjum við m.a. „O, don fatale“, aríu Eboli úr Don Carlo og „Sola, perduta abband- onata, aríu Manon úr Manon Lescaut eftir Puccini. Auk þess tökum við dú- etta og tríó Frasquitu, Mercedes og Carmen, þar sem stúlkurnar eru að spá fyrir sér í gamni og dauðinn kem- ur upp í spilum Carmen. Við búum jafnframt til dálítið leikræna um- gjörð um flutninginn á lögunum,“ segir Hulda Guðrún. „Eftir hlé fær- um við okkur yfir í léttari nótur. Þar tökum við lög úr óperum og óper- ettum og flytjum mörg þeirra á lítt hefðbundinn hátt. Við tökum t.d. syrpu úr Kátu ekkjunni sem við höf- um útsett fyrir þrjár söngkonur í stað tenórs og sóprans. Við flytjum einnig önnur lög á dálítið óhefðbund- inn máta, eins og t.d. aríu Fiordiligi og Dorabellu, systranna sem heita því að verða ævinlega trúar unnust- um sínum í Cosi fan tutte eftir Moz- art.“ Allir flytjendur fereykisins hafa starfað að tónlist um árabil. Hulda Guðrún stundaði framhaldsnám í Þýskalandi, en Kristín á Ítalíu og hafa þær starfað að söng hér heima og erlendis. Idlikó Varga lauk ein- söngsnámi við Franz Liszt-tónlistar- háskólann í Búdapest árið 2000 og starfar um þessar mundir hér á landi við kennslu og tónleikahald. Iwona Ösp hefur verið búsett hér á landi frá árinu 1990 en hún lauk einleikara- prófi í píanóleik frá Tónlistaraka- demíunni í Gdansk árið 1983. Að sögn Huldu Guðrúnar hyggur fe- reykið á frekara tónleikahald og munu þær m.a. flytja ofangreinda dagskrá í Ungverjalandi í sumar. Þrjár sópransöngkonur í Íslensku óperunni Blómstrum saman Morgunblaðið/Jim Smart Ildikó Varga, Kristín R. Sigurðardóttir og Hulda Guðrún Geirsdóttir stíga á svið sem „Þrír sópranar“ í Íslensku óperunni í kvöld. HANNA Dóra Sturludóttir sópran- söngkona verður aðalgestur Sinfón- íuhljómsveitar Íslands á tónleikum hljómsveitarinnar í kvöld kl. 19.30. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú verk, forleikur að óperunni Hans og Grétu eftir Engelbert Humperdinck, Sjö æskusöngvar eftir Alban Berg og Sinfónía nr. 4 í G-dúr eftir Gustav Mahler. Stjórnandi á tónleikunum verður Steuart Bedford. Hanna Dóra Sturludóttir starfar í Þýskalandi, en kemur þó reglulega heim til að syngja, bæði með Sinfón- íuhljómsveitinni og Íslensku óper- unni þar sem hún söng síðast í upp- færslunni á Töfraflautunni í haust. Hún syngur bæði í verki Albans Bergs og í sinfóníu Mahlers í kvöld. „Verk Albans Bergs er mjög þekkt. Hann samdi ljóðin þegar hann var ungur fyrir söngrödd og píanó við ljóð fjögurra ljóðskálda, en umritaði þau síðar fyrir rödd og hljómsveit. Ég hef sungið þetta margoft með pí- anómeðleik, en þetta er í fyrsta sinn sem ég syng ljóðin með hljómsveit. Það er mjög spennandi; þetta er einn af mínum uppáhalds ljóðaflokkum og ljóðin mjög falleg. Þetta er síðróm- antísk músík sem teygir sig þó inn í módernismann; – það má segja að þetta sé byrjunin á módernismanum þótt efniviðurinn sé mjög rómantísk- ur. Þetta minnir að mörgu leyti á Fjögur síðustu ljóð Richards Strauss þótt verkin séu ekki beinlínis lík. Ljóðin fjalla um nóttina, draumana, sumardaga og slíkt, í anda rómantík- urinnar. Fjórða sinfónía Mahlers er svo samin með söng í lokaþættinum. Ljóðið er úr ljóðaflokknum Des Knaben Wunderhorn, gömlum þýsk- um ljóðaflokki. Þar er sungið í orða- stað barns um himnaríki; – himnaríki séð með augum barnsins. Það er mik- ill leikur í þessu; þetta er barnslegt og tónlistin er óhemju falleg.“ „Merkilegt það sem hér er gert“ Hanna Dóra hefur sungið oft áður með Sinfóníuhljómsveit Íslands og segir það alltaf jafn gaman. „Það er mjög góð tilfinning að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það er al- veg sérstök tilfinning að syngja með akkúrat þessari hljómsveit. Mér finnst það alltaf merkilegt sem hér er gert, og það er mér mikill heiður að fá að koma heim og syngja með hljóm- sveitinni.“ Hanna Dóra er alla jafna upptekin við óperusöng, en hefur þó komið fram með hljómsveitum í flutningi stærri verka. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún syngur ljóð með hljómsveit. Hanna Dóra segir þess ekki langt að bíða að hún syngi á ein- söngstónleikum hér; það gæti orðið í vor eða í haust, og hugsanlegt sé að hún syngi þá með fleiri söngvurum. Hún syngur nú í Komische Oper í Berlín í nýrri uppfærslu á óperu Brittens, Turn of the Screw. Sýning- in er síðasta verkefni Harrys Kupfers við óperuna en þar hefur hann verið aðalleikstjóri í meir en tuttugu ár. Sýningin hefur hlotið fádæma góðar undirtektir og gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi. Hanna Dóra syngur einnig fyrstu dömu í Töfraflautu Mozarts í Berlín. Hanna Dóra naut söngmenntunar við Söngskólann í Reykjavík, þar sem aðalkennarar hennar voru Kristinn Sigmundsson og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Framhaldsnám stund- aði hún við Listaháskólann í Berlín en sótti jafnfram námskeið hjá nafntog- uðum söngkennurum og tónlistar- mönnum eins og Dietrich Fischer- Dieskau og Aribert Reimann. Hanna Dóra hefur verið gestasöngvari við óperuhús víðsvegar um Þýskaland, meðal annar í Bonn, Rostock, Weim- ar og Salzburg í Austurríki og er fast- ur gestasöngvari í Komische Oper í Berlin. Í ágúst í sumar syngur tekur hún þátt í tónlistarhátíðinni í Zwingen- berg í Suður-Þýskalandi, þar sem hún syngur hlutverk Agötu í Frí- skyttunni eftir Weber. Hljómsveitarstjórinn Steuart Bed- ford er þekktur sem einn helsti sér- fræðingur heims í tónlist enska tón- skáldsins Benjamins Brittens. Bedford átti lengi samvinnu við Brit- ten og hefur stjórnað óperum hans víða um heim, og stjórnaði meðal annars frumflutningi óperunnar Dauðans í Feneyjum og fyrstu hljóð- ritun verksins. Steuart Bedford var einn af listrænum stjórnendum Alde- borgarhátíðarinnar frá 1974–98 og síðustu árin aðalstjórnandi hennar ásamt hljómsveitarstjóranum Oliver Knussen. Hann hefur stjórnað óperu- uppfærslum í helstu óperuhúsum heims austan hafs og vestan, og þykir mörgum fremri í túlkun á óperum Mozarts. Steuart Bedford hefur einn- ig starfað með mörgum þekktum hljómsveitum, eins og Ensku kamm- ersveitinni, Konunglegu fílharmóníu- sveitinni í Lundúnum, Borgarhljóm- sveitinni í Birmingham og hljómsveitum breska útvarpsins BBC. Hanna Dóra Sturludóttir syngur með Sinfóníunni Himnaríki séð með augum barnsins Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hanna Dóra Sturludóttir og Steuart Bedford á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni í gær. Myndlistarmað- urinn Tolli opnaði málverkasýningu í Lúxemborg að við- stöddu margmenni síðastliðinn föstu- dag. Sýningin, sem er fyrsta sýning Tolla í Lúxemborg, er haldin í ráðhús- inu í Berg og var hún opnuð af Mar- ie Josée Meyers, bæjarstjóra Berg, Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Belgíu og Lúx- emborg, og Magn- úsi Guðmundssyni, bankastjóra Kaupthing Bank Lux- embourg, en Kaupthing Bank er styrktaraðili sýningarinnar. Frú Meyers sagði það vera ánægjuefni fyrir bæjaryfirvöld að fá að standa að sýningu sem þess- ari enda ættu þessi tvö lönd sér orðið langa sögu í samstarfi og blómleg Íslendinganýlenda hefði byggst upp í Lúxemborg á und- anförnum 30 árum, fyrst með sam- starfi á sviði flugmála en síðar með stofnun tveggja íslenskra banka. Gunnar Snorri, sendiherra, sagði það vera eitt meginverkefni sendiráðsins að styðja við útrás Ís- lendinga hvort sem væri á sviði viðskipta eða menningar og því væri ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við bak þessarar sýn- ingar. Tolli segist mjög ánægður með sýninguna, en hún er sú fyrsta af nokkrum sýningum sem hann hyggst standa fyrir í vor vítt og breitt um Evrópu. „Ef það er eitt- hvað eitt sem einkennir íslenska náttúru þá er það birtan og það er einmitt þessi birta sem kemur svo sterkt fram í verkunum á sýning- unni. Þær eru allar málaðar á vinnustofu minni í Berlín og það má því segja að hún hafi fengið að marinerast innra með mér í nokk- urn tíma. Þetta ljós kemur innan frá.“ Ánægður með viðtökur Hann segir að viðbrögð sýning- argesta hafi farið fram úr hans björtustu vonum en um tveir þriðju hlutar þeirra 28 verka sem á sýn- ingunni eru seldust á opnunar- kvöldi hennar. Tolli hyggst næst setja upp sýningu í Trossingen í Þýskalandi en meðal annarra sýn- inga sem hann hefur fyrirhugaðar er sýning í Berliner Festspiele í tengslum við íslenska menning- arhátíð í apríl og sýning í að- alstöðvum Rauða krossins í Genf. Magnús Guðmundsson, banka- stjóri Kaupthing Bank, sagði það vera sérstaklega ánægjulegt að styðja við bakið á sýningu á verk- um Tolla. „Það má segja að í verk- um Tolla endurspeglist sá kraftur sem einkennir íslenska náttúru og Íslendinga sjálfa. Þessi kraftur hefur einnig verið einkennandi í sókn íslenskra fyrirtækja á er- lenda markaði.“ Að opnunarræðum loknum flutti Bubbi Morthens, bróðir lista- mannsins, nokkur vel valin lög við góðar undirtektir. Ljósið að innan Tolli opnar myndlistar- sýningu í Lúxemborg Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaupthing Bank Luxembourg, og Tolli við opnunina. Íslensk bókaskrá fyrir árið 2000 er komin út. Þar er skráð öll bókaút- gáfa þess árs. Bókaskránni fylgir tölulegt yfirlit um bókaútgáfu ársins 2000 og samkvæmt því komu 1.869 rit út á því ári. Einnig eru í skránni upplýsingar um ný blöð og tímarit sem hófu útkomu árið 2000, svo og skrá um landakort og myndbönd. Íslenskri bókaskrá fylgir enn- fremur Íslensk hljóðritaskrá. Þar er skráð allt efni sem gefið er út á hljómplötum, geisladiskum og snældum. Fjöldi slíkra gagna er 251 og hefur þeim fjölgað um tuttugu af hundr- aði frá árinu á undan. Útgefandi er Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn. Efni beggja rit- anna er í tölvukerfinu Gegni. Rit- stjóri skránna er Hildur G. Eyþórs- dóttir. Skrárnar eru 263 bls. og 251 bls. Skrár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.