Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN 8. febrúar sl. lögðu bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn Garðabæjar fram tillögu um lækk- un álagningarprósentu fasteignaskatts í Garðabæ. Lækkunin var hugsuð sem fram- lag Garðabæjar til lækkunar verðbólgu í framhaldi af ákalli ASÍ, Samtaka atvinnu- lífsins og ríkisvaldsins undir stjórn Davíðs Oddssonar þar að lút- andi. Sjálfstæðisflokkur- inn treysti sér ekki til að samþykkja lækkunina á bæjar- stjórnarfundinum, heldur fékk henni vísað í bæjarráð. Þar var til- lagan látin liggja í salti í 3 vikur. Þessar þrjár vikur safnaði Sjálf- stæðisflokkinn rökum til að fella til- lögu okkar um lækkun. Þau rök liggja nú fyrir og eru vegin og létt- væg fundin. Í bókun sem meirihlutinn gerði í bæjarráði tína bæjarfulltrúar hans til hluti sem þeir hafa ekki gert, og telja sig góða af. Þeir hafi ekki hækkað þetta og ekki hækkað hitt. Það er bara ekki málið. Því er haldið að fólki að hækkunum hafi verið frestað eða sleppt. Sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin voru hækkuð umtalsvert sl. haust. Nú stæra sjálf- stæðismenn sig af því að hafa ekki hækkað þau aftur um áramótin. Blekkingin er sú að það stóð ekki til að hækka þau í byrjun árs eins og sjálfstæðis- menn halda nú fram, heldur seinna á árinu svo vitnað sé í forsend- ur þeirra eigin fjár- hagsáætlunar. Eins stæra þeir sig af því að hafa ekki hækkað að- gangseyri í sund. Þarna er ein blekking- in enn. Í forsendum fjárhagsáætlunar er engan staf að finna um hækkun á aðgangseyri í sund. Það er hægt að taka undir að álagning útsvars er lægri en í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópa- vogi, en fasteignaskattur er hæstur í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu, reyndar svo hár að eftir er tekið. Þess vegna hefði verið mannsbrag- ur að því að lækka hann þó ekkert annað hefði komið til. Sú breyting sem gerð var á af- slætti á fasteignaskatti til eldri borgara var ekki annað en sjálfsögð leiðrétting til samræmis við nágrannasveitarfélögin. Niðurstaða þessa máls er einfald- lega sú að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ meinar sveitarfélaginu að taka þátt í því, sem mörg önnur sveitarfélög hafa gert, það er að svara kalli ASÍ, Samtaka atvinnu- lífsins og ríkisvaldsins undir forystu Davíðs Oddssonar um þátttöku í átaki gegn verðbólgu. Kosningar Sigurður Björgvinsson Skattar Fasteignaskattur, segir Sigurður Björgvinsson, er hæstur í Garðabæ á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi J-listans í Garðabæ. SKIPTING íslenska tímatalsins í sumar- og vetrarmisseri hefur þann ókost að snið- ganga árstíðirnar haust og vor. Þessi blómgun- ar- og hnignunarskeið í náttúrunni eiga þó ekki síður fastan sess í huga fólks, en flestir hafa óljósa hugmynd um hvernig haust og vor falla inn í dagatalið. En strax á þrettándu öld setti Snorri Sturluson fram stutta og laggóða skýringu á árstíðunum fjórum í Snorra-Eddu. Hún er þessi: Frá jafndægri er haust til þess er sól sest í eyktarstað. Þá er vetur til jafndægris. Þá er vor til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Eyktarstaður má óvírætt ráða af Grágás að sé sá staður á suðvestan- verðum sjóndeildarhring sem er 52,5 gráður frá hásuðri. Það er auðreikn- að að þar sest sólin um 3. nóvember nyrst á landinu en 9. nóvember við suðurströndina, um 6. nóvember til jafnaðar á landinu. Haust er þess vegna í hálfan annan mánuð frá haustjafndægrum um 23. september til 6. nóv- ember eða svo. Vetur er fjóra og hálfan mán- uð til vorjafndægra 20. eða 21. mars. Þá byrjar vorið og stendur í hálf- an þriðja mánuð til fjögurra fardaga sem byrja að jafnaði frá 31. maí til 6. júní, en síðan tekur sumarið við með hálfan fjórða mánuð fram að haustjafn- dægrum, um 23. sept- ember. Þessi árstíðaskipting fellur prýði- lega að íslensku náttúrufari og bún- aðarháttum. Með vorjafndægrum verður dagur lengri en nótt, hitinn að komast yfir frostmark síðdegis og sól er komin svo hátt á loft að sólbráð fer venju- lega að vinna mjög á vetrarsnjóum. Athuganir Veðurstofu sýna að skóg- arþröstur, vorboðinn ljúfi, kemur að jafnaði til hlýjustu byggða um 21. mars. Vorinu lýkur og sumarið tekur við með búferlaflutningum í fyrstu viku júní, en þá er íslenski birkiskóg- urinn oftast að verða allaufgaður í 6-7 stiga lofthita. Litarmunur al- grænna túna og og úthaga er þá meiri en í annan tíma. Þá var farið að láta kýrnar út, þeim til mikillar skemmtunar og bragðbætis með gamla heyinu. Um haustjafndægur, 23. september, var heyskap venju- lega lokið, og það var eðlilegur endir sumarsins, enda grös og skógar tek- in að sölna. Lofthitinn var kominn niður í 6-7 stig, líkt og hafði verið í sumarbyrjun. Réttirnar stóðu yfir, fyrsta verkefni haustsins, og síðan tók sláturtíðin við og stóð oft fram að veturnóttum. En margt bendir til að haustið sjálft og haustverkin hafi staðið eitthvað fram á vetrarmisser- ið. Eftir veturnætur var til dæmis oft lógað gamalám, gærur voru rakaðar og jafnvel svið sviðin, því að ýmsir töldu að sviðamessa svokölluð hafi fallið saman við allaraheilagramessu 1. nóvember. Fjóshaugur var borinn á tún á haustin, stundum fram í snjóa. Í byrjun nóvember, annað- hvort á allraheilagramessu eða Mar- teinsmessu 11. nóvember, bendir sumt til þess að fram hafi farið út- hlutun til þurfamanna fyrir veturinn. Hrútar voru teknir á hús um þetta leyti, og þar með hófst vetrarhirðing sauðfjár, nærri þeim tíma þegar sól sest í eyktarstað eins og Snorri skýr- ir frá. Síðan er vetur til vorjafndæg- urs. Vetur, sumar, vor og haust Páll Bergþórsson Höfundur er fv. Veðurstofustjóri. Árstíðir Vetur er fjóra og hálfan mánuð, segir Páll Bergþórsson, til vorjafndægra 20. eða 21. mars. G LF í Túnis Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Golf við kjöraðstæður í þægilegu loftslagi.  Fyrsta flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.  Sérlega áhugaverður menningarheimur.  Brottför 26. apríl. Fararstjóri Sigurður Pétursson golfkennari. Verð kr. 145.800 í tvíbýli innifelur: Flug, fararstjórn, akstur, gistingu, hálft fæði og 8 vallargjöld. Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar Til þjónustu reiðubúnir! Eitt númer - 511 1707 www.handlaginn.is handlaginn@handlaginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.