Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.03.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á morgun, föstudaginn 22. mars, mun Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands flytja erindi um háskólamenntun og alþjóðavæðingu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L101 á Sólborg og hefst klukkan 12.00. Hægt verður að kaupa samlokur og kaffi eða gos á vægu verði á staðnum. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri og Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri. HÁDEGISFYRIRLESTUR Á SÓLBORG VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is GRÁSLEPPUVERTÍÐIN er rétt að hefjast en leyfilegt var að leggja fyrstu grásleppunetin í gærmorgun. Bræðurnir Sveinn og Guðjón Steingrímssynir voru að gera grásleppunetin klár í báti sínum Funa EA í Sandgerðisbót á Akureyri þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í gær. Þær bræður hafa stundað grá- sleppuveiðar í nokkur og leggja net sín við Gjögrana í minni Eyja- fjarðar. Guðjón sagði að veiðin hefði verið léleg á þessu tímabili og verð fyrir hrognin allt of lágt. Þeir bræður sögðu verðið eitthvað hafa hækkað en það væri þó ekk- ert til að hrópa húrra yfir. Veiði hjá smábátasjómönnum á Akureyri, sem gera út á línu og net, hefur verið að glæðast og út- litið ágætt, að sögn Guðjóns. Morgunblaðið/Kristján Grásleppu- vertíðin hafin MÁLEFNI fjölskyldudeildar voru til umræðu á fundi félagsmálaráðs Ak- ureyrarbæjar nýlega og þar kom m.a. fram að barnaverndarmálum fjölgar frá ári til árs og er orðin þörf á að fjölga starfsfólki í þessum málaflokki. Jafnframt er talið æskilegt að ráða lögfræðing til stofnunarinnar. Illa gengur að fá viðkomandi grunnskóla til að taka við börnum sem vista á hjá fósturforeldrum og veldur það mikl- um vandræðum við lausn mála, eins og segir í bókun félagsmálaráðs. Verkefnisstjórar á fjölskyldudeild og forstöðumenn Hæfingarstöðvar og Plastiðjunnar Bjargs mættu á fund félagsmálaráðs. Á fundinum kom einnig fram að fötluðum börnum á Akureyri fjölgar jafnt og þétt, og flytur fólk til bæjarins vegna góðrar þjónustu í þessum málaflokki í bæn- um. Erfiðara er orðið fá vinnu fyrir fatlaða á almennum vinnumarkaði á Akureyri jafnvel þótt örorkuvinnu- samningur sé í boði. Hins vegar er auðveldara að fá fjölskyldur til að verða stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna. Málum hjá skólateymi hefur líka fjölgað mikið en biðlisti eftir grein- ingu er þó viðunandi, eins og segir bókun félagsmálaráðs, eða um 6 vik- ur. Ekki hefur gengið að ráða annan sálfræðing í þessi mál. Þá kom fram að breytingin sem gerð var með stofnun Hlíðarskóla sl. haust hefur reynst vel sen samt vantar fleiri slík úrræði til að takast á við erfiðustu málin. Samvinna milli teyma á fjöl- skyldudeild við úrlausn mála gengur vel. Auka þarf þjónustu við geðfatlaða Fram kom að mikil þörf er á aukn- ingu á þjónustu við geðfatlaða ein- staklinga í bænum. Mjög brýnt er að bæta úr húsnæðismálum þeirra með einhverjum hætti svo sem þjónustuí- búðum svipað og í Skútagili. Einnig þarf að skoða hvort einhverjir þess- ara geðfötluðu geti sjálfir keypt sér húsnæði. Mjög nauðsynlegt er að veitt sé félagsleg þjónusta við þessa einstaklinga þar sem þeir búa, segir í bókun félagsmálaráðs. Enginn biðlisti er eftir að komast í starfsþjálfun eða verndaða vinnu á Plastiðjunni Bjargi en þörf á að fjölga þar fagmenntuðu fólki svo sem iðju- þjálfum. Starfsemin á Hæfingarstöð gengur vel. Barnaverndarmálum á Akureyri fjölgar frá ári til árs Fötluðum börnum fjölgar jafnt og þétt í bænum AKUREYRARMÓT í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni á Akureyri um síðustu helgi og tókst framkvæmd þess vel. Keppendur voru 42 og hafa ekki verið svo margir áður, t.d voru þeir 14 árið 2000. Keppt var í flokkum 8 ára og yngri, 9–10 ára B og C, 11–13 ára A, B og C og 15 ára og eldri. Auk þess kepptu í einum flokki stúlkur sem eru styttra á veg komnar og æfa í 3. flokki. Þá sýndi hluti yngstu iðkendanna listir sýnir við góðar undirtektir áhorfenda sem voru fjölmennir. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: 3. flokkur. 1. sæti Guðný Ósk Hilmarsdóttir 2. sæti Gerða Björk Hafþórsdóttir 3. sæti Sandra Ósk Magnúsdóttir 8 ára og yngri: 1. sæti Telma Eiðsdóttir 2. sæti Erla Guðrún Jóhannesd. 3. sæti Urður Ylfa Arnarsdóttir 9–10 ára B: 1. sæti Sigrún Sigurðardóttir 2. sæti Steinunn Tinna Hafliðadóttir 3. sæti Ingibjörg Bragadóttir 9–10 ára C: 1. sæti Ásdís Kristinsdóttir 2. sæti Ólöf María Stefánsdóttir 3. sæti Stefanía Árdís Árnadóttir 11–13 ára A: 1. sæti Kristín Helga Hafþórsd. 2. sæti Erika Mist Arnarsdóttir 3. sæti Eva Snæbjarnardóttir 11–13 ára B: 1. sæti Karen Halldórsdóttir 2. sæti Ásta Heiðrún Jónsdóttir 3. sæti Heiða Björg Guðjónsdóttir 11–13 ára C: 1. sæti Thelma Rut Hafliðadóttir 2. sæti Elín Rún Haraldsdóttir 3. sæti Karen Jóhannsdóttir 15 ára og eldri A 1. sæti Audrey Freyja Clarke 2. sæti Helga Margrét Clarke 3. sæti Vanessa Jóhannesdóttir Keppendur í 3. flokki á Akureyrarmótinu í listhlaupi á skautum, sem ekki eru allir háir í loftinu. Keppendur aldrei verið fleiri SKÍÐASTAÐAGANGA verður í Hlíðarfjalli á laugardag, 23. mars. Um er að ræða almenningsgöngu sem er hluti af mótaröð Íslandsgöng- urnnar svokölluðu. Þrjár vegalengd- ir verða í boði, 20 km, 10 km og 5 km og hefst gangan við Strýtu. Þaðan verður gengið norður fjallið á svo- kallað efra göngusvæði, þá til suðurs og lýkur göngunni við gönguhúsið. Skráning verður við rásmarkið í Strýtu kl. 13. til 13.45. Þátttökugjald er 1000 krónur í 20 km. gönguna, 500 krónur í 10 km en ókeypis er í trimmgönguna. Kaffisamsæti verður í Hamri, félagsheimili Þórs, að göngu lokinni og þar verða verðlaun afhent. Skíðastaðaganga MENNINGARHÁTÍÐIN „Svarf- dælskur mars“ verður haldinn í annað sinn í Dalvíkurbyggð um helgina. Hátíðin hefst með heims- meistarakeppni í brús, sem er spil, í Rimum á föstudagskvöld, 22. mars, og verður keppt í tveimur flokkum, flokki barna og byrjenda og flokki meistara. Málþing um tónlist og söng í Svarfaðardal verður haldið á laug- ardag kl. 13 í Dalvíkurskóla. Þór- arinn Hjartarson sagnfræðingur flytur erindi og síðan verða almenn- ar umræður. Tónleikar verða í Dal- víkurkirkju kl. 16 sama dag þar sem Kór Svarfdælinga sunnan heiða ásamt Karlakór Dalvíkur syngja, en einsöngvari er Ólafur Kjartan Sigurðsson. Dansleikur verður í Rimum kl. 21 um kvöldið þar sem stiginn verður hinn svarf- dælski mars undir stjórn feðgin- anna Hallgríms Hreinssonar og Ingunnar Margrétar Hallgríms- dóttir við undirleik hljómsveitar sem sett hefur verið saman af þessu tilefni. Hátíðin er einkum hugsuð til að lyfta andanum um vorjafndægur og til að minna á og viðhalda menning- arlegum sérkennum og skemmti- legheitum sem tíðkast hafa á þess- um slóðum segir í frétt frá aðstandendum hátíðarinnar. Svarf- dælskur mars LÍFSLEIKNI í leikskóla er yfir- skrift ráðstefnu sem efnt verður til í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg á Akureyri á laugardag, 23. mars frá kl. 13 til 16.30. Alls verða fluttir fimm fyrirlestr- ar, m.a. um þróunarverkefni á Sunnubóli, um samskiptahæfni barna þar sem greint er frá nýjum áherslum varðandi siðferðisþroska barna út frá kenningum Williams Damons, þá verður fjallað um mögu- leika heimspekilegrar rökræðu í kennslu, fjallað um tilfinningagreind og mikilvægi þess að innleiða rökvísi, skapandi hugsun og umhyggju í til- finningar og loks um andstöðu gegn lífsleikni. Aðgangur er ókeypis. Lífsleikni í leikskólum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦VINSTRI hreyfingin grænt fram- boð efnir til fundar í Deiglunni í Kaupvangsstræti í kvöld, fimmtu- dagkvöldið 21. mars og hefst hann kl. 19.30. Um er að ræða hluta af funda- röð VG með yfirskriftinni „Lífið í landinu“. Framsögu hafa þingmenn- irnir Jón Bjarnason, Kolbrún Hall- dórsdóttir og Steingrímur J. Sigfús- son auk Valgerðar Hjördísar Bjarnadóttur sem skipar efsta sæti listans á Akureyri. Vinstri grænir Lífið í landinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.