Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á morgun, föstudaginn 22. mars, mun Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands flytja erindi um háskólamenntun og alþjóðavæðingu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L101 á Sólborg og hefst klukkan 12.00. Hægt verður að kaupa samlokur og kaffi eða gos á vægu verði á staðnum. Allir velkomnir. Háskólinn á Akureyri og Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri. HÁDEGISFYRIRLESTUR Á SÓLBORG VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is GRÁSLEPPUVERTÍÐIN er rétt að hefjast en leyfilegt var að leggja fyrstu grásleppunetin í gærmorgun. Bræðurnir Sveinn og Guðjón Steingrímssynir voru að gera grásleppunetin klár í báti sínum Funa EA í Sandgerðisbót á Akureyri þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð í gær. Þær bræður hafa stundað grá- sleppuveiðar í nokkur og leggja net sín við Gjögrana í minni Eyja- fjarðar. Guðjón sagði að veiðin hefði verið léleg á þessu tímabili og verð fyrir hrognin allt of lágt. Þeir bræður sögðu verðið eitthvað hafa hækkað en það væri þó ekk- ert til að hrópa húrra yfir. Veiði hjá smábátasjómönnum á Akureyri, sem gera út á línu og net, hefur verið að glæðast og út- litið ágætt, að sögn Guðjóns. Morgunblaðið/Kristján Grásleppu- vertíðin hafin MÁLEFNI fjölskyldudeildar voru til umræðu á fundi félagsmálaráðs Ak- ureyrarbæjar nýlega og þar kom m.a. fram að barnaverndarmálum fjölgar frá ári til árs og er orðin þörf á að fjölga starfsfólki í þessum málaflokki. Jafnframt er talið æskilegt að ráða lögfræðing til stofnunarinnar. Illa gengur að fá viðkomandi grunnskóla til að taka við börnum sem vista á hjá fósturforeldrum og veldur það mikl- um vandræðum við lausn mála, eins og segir í bókun félagsmálaráðs. Verkefnisstjórar á fjölskyldudeild og forstöðumenn Hæfingarstöðvar og Plastiðjunnar Bjargs mættu á fund félagsmálaráðs. Á fundinum kom einnig fram að fötluðum börnum á Akureyri fjölgar jafnt og þétt, og flytur fólk til bæjarins vegna góðrar þjónustu í þessum málaflokki í bæn- um. Erfiðara er orðið fá vinnu fyrir fatlaða á almennum vinnumarkaði á Akureyri jafnvel þótt örorkuvinnu- samningur sé í boði. Hins vegar er auðveldara að fá fjölskyldur til að verða stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna. Málum hjá skólateymi hefur líka fjölgað mikið en biðlisti eftir grein- ingu er þó viðunandi, eins og segir bókun félagsmálaráðs, eða um 6 vik- ur. Ekki hefur gengið að ráða annan sálfræðing í þessi mál. Þá kom fram að breytingin sem gerð var með stofnun Hlíðarskóla sl. haust hefur reynst vel sen samt vantar fleiri slík úrræði til að takast á við erfiðustu málin. Samvinna milli teyma á fjöl- skyldudeild við úrlausn mála gengur vel. Auka þarf þjónustu við geðfatlaða Fram kom að mikil þörf er á aukn- ingu á þjónustu við geðfatlaða ein- staklinga í bænum. Mjög brýnt er að bæta úr húsnæðismálum þeirra með einhverjum hætti svo sem þjónustuí- búðum svipað og í Skútagili. Einnig þarf að skoða hvort einhverjir þess- ara geðfötluðu geti sjálfir keypt sér húsnæði. Mjög nauðsynlegt er að veitt sé félagsleg þjónusta við þessa einstaklinga þar sem þeir búa, segir í bókun félagsmálaráðs. Enginn biðlisti er eftir að komast í starfsþjálfun eða verndaða vinnu á Plastiðjunni Bjargi en þörf á að fjölga þar fagmenntuðu fólki svo sem iðju- þjálfum. Starfsemin á Hæfingarstöð gengur vel. Barnaverndarmálum á Akureyri fjölgar frá ári til árs Fötluðum börnum fjölgar jafnt og þétt í bænum AKUREYRARMÓT í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni á Akureyri um síðustu helgi og tókst framkvæmd þess vel. Keppendur voru 42 og hafa ekki verið svo margir áður, t.d voru þeir 14 árið 2000. Keppt var í flokkum 8 ára og yngri, 9–10 ára B og C, 11–13 ára A, B og C og 15 ára og eldri. Auk þess kepptu í einum flokki stúlkur sem eru styttra á veg komnar og æfa í 3. flokki. Þá sýndi hluti yngstu iðkendanna listir sýnir við góðar undirtektir áhorfenda sem voru fjölmennir. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: 3. flokkur. 1. sæti Guðný Ósk Hilmarsdóttir 2. sæti Gerða Björk Hafþórsdóttir 3. sæti Sandra Ósk Magnúsdóttir 8 ára og yngri: 1. sæti Telma Eiðsdóttir 2. sæti Erla Guðrún Jóhannesd. 3. sæti Urður Ylfa Arnarsdóttir 9–10 ára B: 1. sæti Sigrún Sigurðardóttir 2. sæti Steinunn Tinna Hafliðadóttir 3. sæti Ingibjörg Bragadóttir 9–10 ára C: 1. sæti Ásdís Kristinsdóttir 2. sæti Ólöf María Stefánsdóttir 3. sæti Stefanía Árdís Árnadóttir 11–13 ára A: 1. sæti Kristín Helga Hafþórsd. 2. sæti Erika Mist Arnarsdóttir 3. sæti Eva Snæbjarnardóttir 11–13 ára B: 1. sæti Karen Halldórsdóttir 2. sæti Ásta Heiðrún Jónsdóttir 3. sæti Heiða Björg Guðjónsdóttir 11–13 ára C: 1. sæti Thelma Rut Hafliðadóttir 2. sæti Elín Rún Haraldsdóttir 3. sæti Karen Jóhannsdóttir 15 ára og eldri A 1. sæti Audrey Freyja Clarke 2. sæti Helga Margrét Clarke 3. sæti Vanessa Jóhannesdóttir Keppendur í 3. flokki á Akureyrarmótinu í listhlaupi á skautum, sem ekki eru allir háir í loftinu. Keppendur aldrei verið fleiri SKÍÐASTAÐAGANGA verður í Hlíðarfjalli á laugardag, 23. mars. Um er að ræða almenningsgöngu sem er hluti af mótaröð Íslandsgöng- urnnar svokölluðu. Þrjár vegalengd- ir verða í boði, 20 km, 10 km og 5 km og hefst gangan við Strýtu. Þaðan verður gengið norður fjallið á svo- kallað efra göngusvæði, þá til suðurs og lýkur göngunni við gönguhúsið. Skráning verður við rásmarkið í Strýtu kl. 13. til 13.45. Þátttökugjald er 1000 krónur í 20 km. gönguna, 500 krónur í 10 km en ókeypis er í trimmgönguna. Kaffisamsæti verður í Hamri, félagsheimili Þórs, að göngu lokinni og þar verða verðlaun afhent. Skíðastaðaganga MENNINGARHÁTÍÐIN „Svarf- dælskur mars“ verður haldinn í annað sinn í Dalvíkurbyggð um helgina. Hátíðin hefst með heims- meistarakeppni í brús, sem er spil, í Rimum á föstudagskvöld, 22. mars, og verður keppt í tveimur flokkum, flokki barna og byrjenda og flokki meistara. Málþing um tónlist og söng í Svarfaðardal verður haldið á laug- ardag kl. 13 í Dalvíkurskóla. Þór- arinn Hjartarson sagnfræðingur flytur erindi og síðan verða almenn- ar umræður. Tónleikar verða í Dal- víkurkirkju kl. 16 sama dag þar sem Kór Svarfdælinga sunnan heiða ásamt Karlakór Dalvíkur syngja, en einsöngvari er Ólafur Kjartan Sigurðsson. Dansleikur verður í Rimum kl. 21 um kvöldið þar sem stiginn verður hinn svarf- dælski mars undir stjórn feðgin- anna Hallgríms Hreinssonar og Ingunnar Margrétar Hallgríms- dóttir við undirleik hljómsveitar sem sett hefur verið saman af þessu tilefni. Hátíðin er einkum hugsuð til að lyfta andanum um vorjafndægur og til að minna á og viðhalda menning- arlegum sérkennum og skemmti- legheitum sem tíðkast hafa á þess- um slóðum segir í frétt frá aðstandendum hátíðarinnar. Svarf- dælskur mars LÍFSLEIKNI í leikskóla er yfir- skrift ráðstefnu sem efnt verður til í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg á Akureyri á laugardag, 23. mars frá kl. 13 til 16.30. Alls verða fluttir fimm fyrirlestr- ar, m.a. um þróunarverkefni á Sunnubóli, um samskiptahæfni barna þar sem greint er frá nýjum áherslum varðandi siðferðisþroska barna út frá kenningum Williams Damons, þá verður fjallað um mögu- leika heimspekilegrar rökræðu í kennslu, fjallað um tilfinningagreind og mikilvægi þess að innleiða rökvísi, skapandi hugsun og umhyggju í til- finningar og loks um andstöðu gegn lífsleikni. Aðgangur er ókeypis. Lífsleikni í leikskólum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦VINSTRI hreyfingin grænt fram- boð efnir til fundar í Deiglunni í Kaupvangsstræti í kvöld, fimmtu- dagkvöldið 21. mars og hefst hann kl. 19.30. Um er að ræða hluta af funda- röð VG með yfirskriftinni „Lífið í landinu“. Framsögu hafa þingmenn- irnir Jón Bjarnason, Kolbrún Hall- dórsdóttir og Steingrímur J. Sigfús- son auk Valgerðar Hjördísar Bjarnadóttur sem skipar efsta sæti listans á Akureyri. Vinstri grænir Lífið í landinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.