Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 20-40% afsláttur af allri innimálningu Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. á innimálningu TILBOÐ PÁSKA                         !   "    # $ %  & %  # ' #   ( ))       *      #     % +      ,  %  Í KVÖLD lýkur undankeppniMúsíktilrauna í Tónabæ enúrslit verða á morgun. Sjöhljómsveitir hafa þegar kom- ist í úrslit og í kvöld bætast að minnsta kosti tvær við. Alls leika tíu hljómsveitir í kvöld og þar af ein frá Færeyjum sem hefur ekki áður gerst. Á síðustu tilraunum sigraði harð- kjarnasveitin Andlát, en ljóst að það verður ekki endurtekið að þessu sinni því engin slík komst í úrslit og engin eftir að keppa. Sigursveitin fær að launum 28 tíma í Stúdíói Sýrlandi frá Skíf- unni, annað sæti gefur 28 tímar í Grjótnámunni frá Spori og þriðja sæti eru 28 tímar í Stúdíói Geim- steini, sem Geimsteinn gefur. Sveitirnar sem lenda í þremur efstu sætunum fá einnig geisla- diska frá Skífunni að launum. Athyglisverðasta hljómsveit Músíktilrauna 2002 fær Sennheiser Evolution E-835 hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og af- slátt í Pfaff næsta árið. Besti söngvarinn fær Shure Beta hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og besti hljómborðsleikarinn sömuleiðis, besti trommuleikarinn vöruúttekt frá Samspili, besti gítarleikarinn gjafabréf frá Rín og einnig gjafa- bréf frá Tónastöðinni, besti rapp- arann fær Cad hljóðnema frá Tónastöðinni og loks fær besti tölv- arinn hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöðinni. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun & útgáfa og Hljóðkerfisleiga Mar- teins Péturssonar. Gestasveitir sem leika fyrir til- raunagesti áður en keppni hefst og á meðan atkvæði eru talin eru Sign og Andlát, sem áttust við í úrslitum á síðasta ári og hafði Andlát betur. Anubis Akureyrarkvintettinn Anubis leik- ur melódískt dauðarokk. Hann skipa þeir Guðmundur Guðmunds- son söngvari, Gunnar Sigurður Valdimarsson gítarleikari, Bene- dikt Víðisson bassaleikari, Jóhann Friðriksson trommuleikari og Jakob Jónsson gítarleikari. Þeir félagar eru allir á sautjánda árinu nema Jakob sem er 24 ára. Hefðbundið lands- byggðarkvöld Síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna er í kvöld. Árni Matthíasson segir það kvöld hefðbundið landsbyggðarkvöld. Vafurlogi eru þeir Árni Þór Jó- hannesson sem leikur á þeremín og skemmtara, Dylan Kincla sem leik- ur á bassa, Sigurvin Jóhannesson sem leikur á skemmtara og Gunnar Óskarsson sem leikur á trommur. Tónlist sína kalla þeir músíktil- raunir. Þrír þeir fyrstnefndu eru tvítugir, en Gunnar átján. Þeir fé- lagar eru úr Kópavogunum og Reykjavík. Vafurlogi Rokksveitin Upptök kemur frá Hellu og leikur mis-þungt rokk. Liðsmenn hennar eru Guðmundur Árnason gítarleikari og söngvari, Ari Logason bassaleikari, Vignir Freyr Þorsteinsson trommuleikari og Eyvindur Ómarsson hljómborðs- leikari. Meðalaldur þeirra er slétt átján ár. Upptök Nafnleysa heitir hljómsveit þeirra Benedikts Þórðarsonar trommu- leikara, Stefáns Gests Stefánssonar bassaleikara, Einars Magnússonar og Mána Björgvinssonar gítarleik- ara og Birgis Hrafns Hallgríms- sonar söngvara. Sveitin sú leikur dauða- og þungarokk og er meðal- aldur liðsmanna rúm sextán ár. Nafnleysa Mutilate Selfyssingarnir í Mutilate leika melódískt dauðarokk. Þeir eru Haf- þór Magnússon trommuleikari, Gísli Einar Ragnarsson og Kári Guðmundsson gítarleikarar, Sveinn Steinsson söngvari og Friðjón Brynjar Jónsson bassaleikari. Með- alaldur þeirra er tæp sautján ár. Það ber til tíðinda á þessum mús- íktilraunum að þátt tekur færeysk sveit, Makrel. Liðsmenn hennar eru Rólant av Reyni og Rasmus Rasm- ussen gítarleikarar, Hergeir Staks- berg bassaleikari, Hans Erling Hanssen trommuleikari og Ári Rouch sem sér um raddir. Með- alaldur þeirra félaga er rúmt 21 ár, en þeir segjast leika melódískan sýru-metal. Makrel Hákon Jóhannesson söngvari, Hans Guðmundsson gítarleikari og Bessi Atlason trommuleikari kalla hljóm- sveit sína Coma. Þeir eru Reyðfirð- ingar, leika þungarokk og eru allir á sextánda árinu. Coma Castor skipa þrír Seyðfirðingar, þeir Árni Geir Lárusson gítarleik- ari og söngvari, Ívar Pétur Kjart- ansson trommuleikari og Vil- hjálmur Rúnar Vilhjálmsson bassaleikari. Árni og Ívar eru fædd- ir 1986, en Rúnar 1987. Tónlistina kalla þeir lo-fi síðrokk. Castor Dolphin er hljómsveit frá Stokks- eyri og Eyrarbakka skipuð þeim Sigurjóni Vilhjálmssyni bassaleik- ara, Jóhanni Vigni Vilbergssyni gítarleikara og Karli Magnúsi Bjarnasyni trommuleikara. Þeir fé- lagar eru allir fæddir 1987 og leika mismunandi rokk. Dolphin Equal hét hljómsveit frá Tálkna- firði sem tók þátt í Músíktilraunum 1998. Hún snýr nú aftur og allir liðsmenn búsettir í Reykjavík, en úr gömlu Equal eru þeir Árni Grétar Jóhannesson söngvari og dansari, Jónas Snæbjörnsson, sem sér um forritun, hljómborðsleik og tölvustjórn, en nýir Magnús Guð- mundsson og Gunnar Guðmundsson sem báðir sinna forritun og hljóm- borðsleik. Árni er fæddur 1983, Jónas 1984 en hinir 1986. Tónlistin flokkast undir framsækna dans- tónlist. Equal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.