Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 21.03.2002, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 20-40% afsláttur af allri innimálningu Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. á innimálningu TILBOÐ PÁSKA                         !   "    # $ %  & %  # ' #   ( ))       *      #     % +      ,  %  Í KVÖLD lýkur undankeppniMúsíktilrauna í Tónabæ enúrslit verða á morgun. Sjöhljómsveitir hafa þegar kom- ist í úrslit og í kvöld bætast að minnsta kosti tvær við. Alls leika tíu hljómsveitir í kvöld og þar af ein frá Færeyjum sem hefur ekki áður gerst. Á síðustu tilraunum sigraði harð- kjarnasveitin Andlát, en ljóst að það verður ekki endurtekið að þessu sinni því engin slík komst í úrslit og engin eftir að keppa. Sigursveitin fær að launum 28 tíma í Stúdíói Sýrlandi frá Skíf- unni, annað sæti gefur 28 tímar í Grjótnámunni frá Spori og þriðja sæti eru 28 tímar í Stúdíói Geim- steini, sem Geimsteinn gefur. Sveitirnar sem lenda í þremur efstu sætunum fá einnig geisla- diska frá Skífunni að launum. Athyglisverðasta hljómsveit Músíktilrauna 2002 fær Sennheiser Evolution E-835 hljóðnema frá Pfaff með standi og snúru og af- slátt í Pfaff næsta árið. Besti söngvarinn fær Shure Beta hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn gjafabréf frá Hljóð- færahúsi Reykjavíkur og besti hljómborðsleikarinn sömuleiðis, besti trommuleikarinn vöruúttekt frá Samspili, besti gítarleikarinn gjafabréf frá Rín og einnig gjafa- bréf frá Tónastöðinni, besti rapp- arann fær Cad hljóðnema frá Tónastöðinni og loks fær besti tölv- arinn hljóðkort frá Nýherja og gjafabréf frá Tónastöðinni. Styrktaraðilar Músíktilrauna eru auk þeirra sem leggja til verðlaun: Hard Rock Café, Vífilfell – Sprite, Domino’s Pizza, Edda – miðlun & útgáfa og Hljóðkerfisleiga Mar- teins Péturssonar. Gestasveitir sem leika fyrir til- raunagesti áður en keppni hefst og á meðan atkvæði eru talin eru Sign og Andlát, sem áttust við í úrslitum á síðasta ári og hafði Andlát betur. Anubis Akureyrarkvintettinn Anubis leik- ur melódískt dauðarokk. Hann skipa þeir Guðmundur Guðmunds- son söngvari, Gunnar Sigurður Valdimarsson gítarleikari, Bene- dikt Víðisson bassaleikari, Jóhann Friðriksson trommuleikari og Jakob Jónsson gítarleikari. Þeir félagar eru allir á sautjánda árinu nema Jakob sem er 24 ára. Hefðbundið lands- byggðarkvöld Síðasta tilraunakvöld Músíktilrauna er í kvöld. Árni Matthíasson segir það kvöld hefðbundið landsbyggðarkvöld. Vafurlogi eru þeir Árni Þór Jó- hannesson sem leikur á þeremín og skemmtara, Dylan Kincla sem leik- ur á bassa, Sigurvin Jóhannesson sem leikur á skemmtara og Gunnar Óskarsson sem leikur á trommur. Tónlist sína kalla þeir músíktil- raunir. Þrír þeir fyrstnefndu eru tvítugir, en Gunnar átján. Þeir fé- lagar eru úr Kópavogunum og Reykjavík. Vafurlogi Rokksveitin Upptök kemur frá Hellu og leikur mis-þungt rokk. Liðsmenn hennar eru Guðmundur Árnason gítarleikari og söngvari, Ari Logason bassaleikari, Vignir Freyr Þorsteinsson trommuleikari og Eyvindur Ómarsson hljómborðs- leikari. Meðalaldur þeirra er slétt átján ár. Upptök Nafnleysa heitir hljómsveit þeirra Benedikts Þórðarsonar trommu- leikara, Stefáns Gests Stefánssonar bassaleikara, Einars Magnússonar og Mána Björgvinssonar gítarleik- ara og Birgis Hrafns Hallgríms- sonar söngvara. Sveitin sú leikur dauða- og þungarokk og er meðal- aldur liðsmanna rúm sextán ár. Nafnleysa Mutilate Selfyssingarnir í Mutilate leika melódískt dauðarokk. Þeir eru Haf- þór Magnússon trommuleikari, Gísli Einar Ragnarsson og Kári Guðmundsson gítarleikarar, Sveinn Steinsson söngvari og Friðjón Brynjar Jónsson bassaleikari. Með- alaldur þeirra er tæp sautján ár. Það ber til tíðinda á þessum mús- íktilraunum að þátt tekur færeysk sveit, Makrel. Liðsmenn hennar eru Rólant av Reyni og Rasmus Rasm- ussen gítarleikarar, Hergeir Staks- berg bassaleikari, Hans Erling Hanssen trommuleikari og Ári Rouch sem sér um raddir. Með- alaldur þeirra félaga er rúmt 21 ár, en þeir segjast leika melódískan sýru-metal. Makrel Hákon Jóhannesson söngvari, Hans Guðmundsson gítarleikari og Bessi Atlason trommuleikari kalla hljóm- sveit sína Coma. Þeir eru Reyðfirð- ingar, leika þungarokk og eru allir á sextánda árinu. Coma Castor skipa þrír Seyðfirðingar, þeir Árni Geir Lárusson gítarleik- ari og söngvari, Ívar Pétur Kjart- ansson trommuleikari og Vil- hjálmur Rúnar Vilhjálmsson bassaleikari. Árni og Ívar eru fædd- ir 1986, en Rúnar 1987. Tónlistina kalla þeir lo-fi síðrokk. Castor Dolphin er hljómsveit frá Stokks- eyri og Eyrarbakka skipuð þeim Sigurjóni Vilhjálmssyni bassaleik- ara, Jóhanni Vigni Vilbergssyni gítarleikara og Karli Magnúsi Bjarnasyni trommuleikara. Þeir fé- lagar eru allir fæddir 1987 og leika mismunandi rokk. Dolphin Equal hét hljómsveit frá Tálkna- firði sem tók þátt í Músíktilraunum 1998. Hún snýr nú aftur og allir liðsmenn búsettir í Reykjavík, en úr gömlu Equal eru þeir Árni Grétar Jóhannesson söngvari og dansari, Jónas Snæbjörnsson, sem sér um forritun, hljómborðsleik og tölvustjórn, en nýir Magnús Guð- mundsson og Gunnar Guðmundsson sem báðir sinna forritun og hljóm- borðsleik. Árni er fæddur 1983, Jónas 1984 en hinir 1986. Tónlistin flokkast undir framsækna dans- tónlist. Equal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.