Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 59 DAGBÓK FIMMTUDAGSTILBOÐ Teg. NAT. WARRIORS Litir: Blá og vínrauð Stærðir 20 - 32 Verð áður kr. 3.595 Verð nú kr. 1.995 Ath. Tilboðið er einnig í Steinar Waage á Akureyri Loðfóðruð gúmmístígvél frá Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán. - fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 á 10 ára afmælisári klúbbsins 17. maí - 7. júní og 17. sept. - 8. okt. Kr. 350 þús. á mann, ALLT innifalið, þ.e. lúxushótel, fullt fæði, allar kynnisferðir, allir skattar og gjöld Upplýsingar gefur Unnur Guðjónsdóttir í síma 551 2596 Til Kína með KÍNAKLÚBBI UNNAR sem alltaf auglýsir heildarverð RISA ÚTSALA á ANTIK er hafin Húsgögn, silfur og postulín 20-50% afsláttur Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið alla daga frá kl. 11-18 stærðir: 36-44 stærðir: 42-56 Sjö hjörtu gætu auðveldlega unnist, en verkefni suðurs er að tryggja tólf slagi í sex hjörtum: Norður ♠ 82 ♥ D4 ♦ K9643 ♣ÁKG5 Suður ♠ ÁK753 ♥ ÁKG10865 ♦ -- ♣2 Vestur kemur út með lítið lauf gegn sex hjörtum. Hvernig er best að spila? Það blasir við að taka á laufás og henda spaða niður í laufkóng. Fara svo í spað- ann og trompa einu sinni í blindum með drottningunni. En það væri ógætilegt að leggja niður tvo efstu í spaða: Norður ♠ 82 ♥ D4 ♦ K9643 ♣ÁKG5 Vestur Austur ♠ DG964 ♠ 10 ♥ 92 ♥ 73 ♦ D108 ♦ ÁG753 ♣976 ♣D10842 Suður ♠ ÁK753 ♥ ÁKG10865 ♦ -- ♣2 Sé það gert stingur austur spaðakónginn og trompar út. Þá vantar sagnhafa slag. Til er einföld öryggis- spilamennska gegn 5-1 leg- unni í spaða – í stað þess að spila ÁK í litnum er ásinn tekinn og spaði dúkkaður. Síðan er hægt að trompa einn spaða með drottning- unni, sem dugir í tólf slagi. Það virðist vera betra fyr- ir vörnina ef vestur trompar út í upphafi. En svo er ekki, jafnvel þótt sagnhafi spili ÁK í spaða heimanfrá. Aust- ur mun trompa, en hann á ekki þá ekki fleiri tromp til og verður að spila laufi upp í gaffalinn eða tígli frá ásnum. Og þá fær sagnhafi tólfta slaginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT HÆNSNI Nokkur heiðurshænsni í hænsnakofanum búa. Og haninn er þeirra höfuð, og hænurnar á hann trúa. Þau lifðu í eining andans og eftir hænsnavenjum, unz hænan ein tók upp á svo undarlegum kenjum. Að hoppa upp á hauginn er hennar fasti vani, reigja sig og rembast og reyna að vera hani. Haninn bölvar í hljóði. En hvað er um það að tala, þótt hænuréttindahæna heimti að fá að gala? Örn Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert afkastamikill vinnu- þjarkur, hugrakkur og sjálf- um þér samkvæmur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Nýtt samband gæti orðið mjög tilfinningaríkt. Þú lað- ast svo sterkt að einhverjum að þú færð ekkert við það ráð- ið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mjög sterka tilfinn- ingu fyrir hverfulleika lífsins í dag. Þú gerir þér grein fyrir því að ekkert er sjálfgefið, hvorki fólk né hlutir, og að hver stund er dýrmæt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver segir þér eitthvað í dag sem getur breytt hugs- unarhætti þínum. Þetta getur bæði breytt þér og aukið hæfni þína til að vaxa og þroskast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning til að gera end- urbætur í vinnunni. Góðar hugmyndir geta á sama hátt bætt heilsu þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Trúarlegar eða heimspeki- legar hugmyndir geta snortið þig í dag. Þú sérð að góðvild og umhyggja eru mikilvæg- ustu tjáningarform heimsins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir orðið fyrir andlegri opinberun í dag. Þú sérð að skyldur þínar við aðra eru ekki byrði heldur tækifæri til vaxtar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver náinn þér getur sýnt þér fram á umbreytingarmátt ástarinnar. Þú gerir þér loks grein fyrir því að tilfinningar þínar til annarra breyta þeim ekki. Þær breyta þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Gerðu eitthvað, sama hversu lítið, því árangurinn mun ekki láta á sér standa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver höfðar mjög sterk- lega til þín. Í raun stendur þessi manneskja fyrir eitt- hvað innra með þér sem þarf að fá að komast upp á yfir- borðið í ástríku sambandi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugmyndir sem þú hefur verið að bræða með þér skjót- ast upp á yfirborðið. Þú getur nýtt þær til að bæta einkalíf þitt á einhvern hátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert sannfærður um skoð- anir þínar og getur því sann- fært hvern sem er um hvað sem er. Þetta getur haft mikil áhrif því þú hefur mikla miðl- unarhæfileika. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gæti komið þér á óvart hvernig þú getur bætt tekjur þínar eða vinnuaðstöðu í dag. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 40 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 23. mars nk. er fertugur Lárus Dan- íel Stefánsson, bóndi á Hurðarbaki í Svínadal. Eig- inkona hans er Stefanía Bjarnadóttir. Fjölskylda Lárusar ætlar að gleðjast með ættingjum og vinum að Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd frá kl. 19. á afmæl- isdaginn. 1. d4 g6 2. Rf3 Bg7 3. Bg5 Rf6 4. Rbd2 h6 5. Bxf6 exf6 6. e3 O-O 7. Bd3 d6 8. c3 Rd7 9. g4 He8 10. Dc2 Rf8 11. Hg1 Be6 12. O-O-O Dd7 13. h3 b5 14. Rh4 c5 15. f4 Bxa2 16. Hg3 a5 17. Hdg1 a4 18. Rf5 c4 19. Be2 Bb3 20. Rxb3 axb3 21. Db1 Ha2 22. Kd2 Hea8 23. Bf3 Forseti Skák- samband Íslands, Hrannar B. Arn- arsson (2035), kom flestum á óvart með góðri frammi- stöðu á Reykjavík- urmótinu. Í stöð- unni hafði hann svart gegn nýbök- uðum Norður- landameistara í skólaskák, Davíð Kjartanssyni (2235). 23... Hxb2+! 24. Dxb2 Ha2 25. Dxa2 bxa2 26. Rxg7 Da7 27. Ha1 Da3 og hvítur lagði nið- ur vopnin. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Þessar ungu stúlkur á myndinni héldu tombólu til styrktar RKÍ og söfnuðu 4.908. Þær heita (frá vinstri) Kristveig Lilja Dagbjörtsdóttir, Silvía Rut Ástvaldsdóttir og Árdís Harpa Björgvinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík          80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 21. mars, er áttræður Ásgeir Pétursson, fv. bæjarfógeti og sýslumaður. Auk emb- ættisstarfa hefur Ásgeir um áratugaskeið verið áhrifa- mikill þátttakandi í stjórn- málastarfsemi og gegndi forystustörfum í ýmsum samtökum sjálfstæðis- manna auk þess að sitja á Alþingi um skeið. Eiginkona hans er Sigrún Hannesdótt- ir. Ásgeir verður að heiman á afmælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.