Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 29
LEIKRIT Erich-Emmanuels
Schmitts, Gesturinn, hefur nú ver-
ið sýnt vel á annan mánuð á Litla
sviði Borgarleikhússins við ágæta
aðsókn. Í byrjun var það Ingvar E.
Sigurðsson sem fór með hlutverk
gestsins, sem kannski er sjálfur
himnafaðirinn, kannski geðsjúkl-
ingur eða
kannski aðeins
hugarfóstur
gestgjafans.
Ingvar deilir nú
hlutverkinu með
öðrum leikara,
Birni Hlyni
Haraldssyni, og
skipta þeir sýn-
ingunum á milli
sín. Nokkuð er
síðan Björn
Hlynur þreytti frumraun sína í
hlutverkinu en undirritaðri gafst
ekki tækifæri á að sjá hann leika
fyrr en síðastliðið laugardagskvöld.
Á þeirri sýningu fór reyndar leik-
stjórinn sjálfur, Þór Tulinius, með
hlutverk Gestapó-lögreglumanns-
ins sem annars er leikinn af Krist-
jáni Franklín Magnús.
Björn Hlynur er ungur leikari
sem útskrifaðist úr Listaháskóla
Íslands í fyrravor. Hann á því ekki
mörg hlutverk að baki í atvinnu-
leikhúsi en vakti verðskuldaða at-
hygli fyrir frammistöðu sína í
Englabörnum Hávars Sigurjóns-
sonar hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu
síðastliðið haust. Þá fer hann einn-
ig með hlutverk í Lykill um háls-
inn eftir Agnar Jón Egilsson sem
sýnt er um þessar mundir í Vest-
urporti.
Það er vafalaust ekki auðvelt
fyrir svo ungan og óreyndan leik-
ara að deila hlutverki með eins
færum og reyndum leikara og
Ingvari E. Sigurðssyni, en Björn
Hlynur leysir þá þraut ágætlega
Björn Hlynur
Haraldsson
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 29
Antikhúsgögn
og listmunir
Antik Kuriosa
Grensásvegi 14
s. 588 9595 og 660 3509
Opið mán-fös. frá kl. 12-18
Lau. frá kl 12-17
SLEÐADAGAR
Sími: 594 6000
Frábært verð
kr. 1.000.000
YAMAHA
SXR 700
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
BL
O
17
13
4
03
/2
00
2
Blómstrandi
Páskaliljur í potti
299 kr.
Blómstrandi
Páskagreinar 2 stk.
299 kr.
Páskabegonia
599 kr.
Páska-krýsi
499 kr.
Reykjavík sími 580 0500
Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
Heimsækið Páskalandið.
Ís og lítið páskaegg m. málshætti, 99kr.
Páskar
og var hvergi að merkja neitt óör-
yggi í fasi hans né framkomu.
Gesturinn er afar tvíræð persóna
frá hendi höfundar og sú tvíræðni
er undirstrikuð með búningi hans
og öllu látbragði. Hann er klæddur
eins og töframaður, í kjól og hvítt,
með svarta efnismikla skikkju
sveipaða um sig – og hefur meira
að segja sprota í hendi. Spurningin
um það hvort hann beiti blekk-
ingum í málflutningi sínum er
spurning sem áhorfendur verða sí-
fellt að glíma við ekki síður en
gestgjafinn, Sigmund Freud.
Björn Hlynur túlkaði gestinn af
einlægni og einkenndist allt fas
hans af rólyndri yfirvegun.
Kannski hefði hann mátt skerpa
dálítið þá tvíræðni sem býr í hlut-
verkinu og veita meiri íroníu inn í
túlkun sína. Reyndar gildir það
sama um túlkun Gunnars Eyjólfs-
sonar á Freud, þar hefði einnig
mátt skerpa íroníuna og efann
nokkuð á kostnað trúarþarfarinnar
sem greinilega er sterkasti þátt-
urinn í túlkun Gunnars. En þetta
er líklega spurning um hvaða
skilning leikstjórinn leggur í verk-
ið og leið Þórs Tuliniusar er sjálfri
sér samkvæm, þótt hún dragi
óneitanlega nokkuð broddinn úr
verkinu.
Þór fór kunnáttusamlega með
hlutverk Gestapólögreglumannsins
þótt ekki sópaði eins að honum og
Kristjáni Franklín í sama hlut-
verki. Leikur hans var hófstilltari
og umsnúingurinn, þegar hann
skiptir frá sókn yfir í vörn, því
ekki eins afgerandi.
Verkið er allrar athygli vert,
þótt deila megi um túlkun og efn-
istök höfundar á lífi sögulegrar
persónu eins og Sigmunds Freuds.
Deilan um tilvist Guðs er þó ekki
útkljáð í eitt skipti fyrir öll í því –
og verður vafalaust seint.
Hlutverkaskipti í Gestinum
LEIKLIST
Þíbylja
Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Björn Hlynur
Haraldsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og
Þór Tulinius.
Litla svið Borgarleikhússins 16. mars
GESTURINN
Soffía Auður Birgisdóttir
NÚ stendur yfir myndlistarsýning
Hrannar Eggertsdóttur í anddyri
Sjúkrahússins og heilsugæslustöðv-
arinnar á Akranesi en Hrönn er
listamaður marsmánaðar á stofnun-
inni og sýnir 27 stórar og smáar olíu-
myndir á striga. Sýningin er liður í
50 ára afmælishaldi SHA en í hverj-
um mánuði þetta ár sækir nýr lista-
maður stofnunina heim.
Hrönn útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskólanum 1974 og hefur
annast myndmenntakennslu við
Brekkubæjarskóla á Akranesi nán-
ast óslitið síðan samhliða listsköpun
sinni. Hún hefur haldið fjölda einka-
sýninga á Akranesi og víðar um land
og tekið þátt í samsýningum heima
og að heiman.
Sýnir
á Akranesi