Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 55 NÚ er unnið að gerð hálfpípu í Skálafelli með nýju tæki sem sér- staklega er ætlað til þess að útbúa og halda við hálfpípu eða „halfpipe“ eins og það kallast á máli snjóbretta- manna. Hálfpíputækið í Skálafelli er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og höfðu skíðasvæðin samstarf við þrjú fyrirtæki, GÁP, Nanoq og Vífilfell um fjármögnun þess. Starfsmenn hafa unnið að því und- anfarna daga að útbúa hálfpípu við efri enda stólalyftunnar í Skálafelli og hefur nýja tækið reynst mjög vel. Fyrir þá sem ekki eru innvígðir í snjóbrettaíþróttina, þá líkist hálf- pípa helst risastóru afskornu röri úr snjó, þar sem brettamenn renna sér upp hliðarnar og stökkva og leika listir sínar. Hálfpípa hefur verið útbúin í Skálafelli á undanförnum árum með ærinni fyrirhöfn enda notaður til verksins venjulegur troð- ari og lokafrágangur unninn á höndum. Með nýja tækinu er mun fljótlegra að útbúa hálfpípuna og auðveldara að halda henni við, en hálfpípur eru fljótar að spillast vegna veðurs og mikillar notkunar. Auk þess verða hliðar pípunnar mun reglulegri en áður og auka þannig öryggi notendanna til muna, segir í fréttatilkynningu. Nýtt hálf- píputæki í Skálafelli Fundin verði störf sem vinna má í fjarvinnslu Á FUNDI sínum á þriðjudag fjallaði hreppsnefnd Stöðvarhrepps um málefni fjarvinnslu. Eftirfarandi bókun var gerð: „Hreppsnefnd Stöðvarhrepps harmar aðgerðarleysi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og lýsir von- brigðum með algjört viljaleysi hennar varðandi málefni fjar- vinnslu. Hreppsnefnd Stöðvar- hrepps fagnar frumkvæði forseta Alþingis, Halldórs Blöndal, í þess- um málum og skorar á hvern og einn ráðherra að finna nú þegar jafn mörg störf, í sínum ráðu- neytum, sem vinna megi í fjar- vinnslu.“ Grikklands- vinafélagið fundar GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ heldur fund laugardaginn 23. mars kl. 13.30 í Kornhlöðunni við Banka- stræti. Kynning verður á ferðalagi sem fyrirhugað er á vegum félagsins til Suður-Ítalíu og Sikileyjar og vor- ferðalagi um Suðurland. Einnig mun Kristján Árnason fjalla í máli og myndum um grískar goðsögur, segir í fréttatilkynningu. Listi Samfylk- ingar og VG í Mosfellsbæ FRAMBOÐ G-lista Samfylkingar og Vinstri gænna liggur fyrir, en hann var samþykktur á félagsfundi nýlega. Listinn hefur breyst frá 1998, en þá skipuðu tvö efstu sætin Jónas Sig- urðsson og Guðný Halldórsdóttir, sem hyggst draga sig í hlé eftir 8 ára setu í meirihluta Mosfellsbæjar. Framboðslistinn er eftirfarandi: 1. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi, 2. Hanna Bjartmars Arnardóttir myndlistamaður og kennari, 3. Ólafur Gunnarsson varabæjarfulltrúi, 4. Sylvía Magnúsdóttir guðfræðinemi, 5. Karl Tómasson ritstjóri og tónlist- armaður, 6. Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðingur, 7. Þóra B. Guð- mundsdóttir varabæjarfulltrúi, 8. Dóra Hlín Ingólfsdóttir rannsóknar- lögreglumaður, 9. Ólafur Guðmunds- son rannsóknarlögreglumaður, 10. Guðný Halldórsdóttir bæjarfulltrúi, 11. Aagot Árnadóttir ritari, 12. Gísli Snorrason vélamaður. formaður Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, 13. Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunar- fræðingur, 14. Valdemar L. Friðriks- son framkvæmdastjóri Ungmennafél. Aftureldingar. Listi fram- sóknar- manna í Ísafjarðarbæ FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- manna í Ísafjarðarbæ til bæjar- stjórnakosninga 25. maí nk. hefur verið ákveðinn. Listann skipa eftir- talin: 1. Guðni Geir Jóhannesson, 2. Svanlaug Guðnadóttir, 3. Björg- mundur Guðmundsson, 4. Jón Reyn- ir Sigurvinsson, 5. Guðríður Sigurð- ardóttir, 6. María Valsdóttir, 7. Sigríður Magnúsdóttir, 8. Þorvaldur Þórðarson, 9. Elías Oddsson, 10. Hildigunnur Guðmundsdóttir, 11. Jón Reynir Sigurðsson, 12. Ásvaldur Guðmundsson, 13. Gréta Gunnars- dóttir, 14. Bergsveinn Gíslason, 15. Hrafn Guðmundsson, 16. Steinþór Ólafsson, 17. Þröstur Óskarsson, 18. Sigurður Sveinsson. Leiðrétt Veiðiklúbburinn Strengur Rafn Hafnfjörð, einn af stofnend- um veiðifélagsins Strengs, vill koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: „Í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins hinn 17. mars er frétt um nýút- komna bók eftir Þór Sigfússon – Brennan og Ísis. Þar segir að Gústaf Þórðarson og Oddur Ólafsson ásamt bændum í Vopnafirði hafi verið stofnendur veiðifélagsins Strengs. Hið rétta er að Veiðiklúbburinn Strengur var stofnaður 29. október 1959 af 16 ungum og áhugasömum stangaveiðimönnum þar sem þeir heiðursmenn Gústaf og Oddur komu hvergi nærri eða bændur í Vopnafirði. Veiðiklúbburinn Strengur hefur haft Selá í Vopnafirði á leigu frá árinu 1970 og hóf þá þegar samstarf við þá félaga Gústaf og Odd, ásamt öðrum landeigendum að Selá um uppbyggingu árinnar.“ Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi velvirðingar á þessu. Nöfn féllu niður Í frétt Morgunblaðsins í gær um um mál Skeljungs gegn Samkeppn- isstofnun féllu vegna mistaka niður nöfn lögmanna sóknar- og varnarað- ila. Gestur Jónsson hrl. flutti málið fyrir Skeljung en Heimir Örn Her- bertsson hdl. af hálfu Samkeppnis- stofnunar. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Danshljómsveit Frið- jóns Jóhannssonar Í grein um árlegt hjónaball á Flúðum sem birtist í Morgun- blaðinu 15. mars var rangt farið með nafn hljómsveitarinnar sem sá um fjörið. Hið rétta nafn hennar er Danshljómsveit Friðjóns Jóhanns- sonar og eru Friðjón og félagar hans beðnir velvirðingar á rang- færslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.