Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í dag
eru væntanleg Rossnes,
Stella Lyra og Trinket.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag er Stella Lyra
væntanlegt.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 13 vinnustofa, mynd-
mennt og bað. Sameig-
inleg föstuguðsþjónusta
er í Hvítasunnurkirkj-
unni Fíladelfíu, Hátúni
2, í dag kl. 14. Rútuferð
frá Aflagranda 40 kl.
13.30. Aðstoð við skatta-
framtal í dag. Skráning í
afgreiðslu eða í síma
562 2571.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl.
9.45–10 helgistund, kl.
10.15 leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar upp-
lýsingar í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–9.45
leikfimi, kl. 9–12 mynd-
list, kl. 9–16 handavinna,
kl. 10–17 fótaaðgerðir,
kl. 13 glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Lesklúbbur
kl. 15.30 á fimmtudög-
um. Jóga á föstudögum
kl. 11. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
á sunnudögum kl.11.
Uppl. í s. 586 8014 kl.
13–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9–13 handavinnu-
stofan opin, kl. 9.30
danskennsla, kl. 14.30
söngstund.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerðir, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Félagsvist í
Garðaholti í kvöld kl.
19.30 á vegum Kven-
félags Garðabæjar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Í dag,
fimmtudag, pútt í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30.
Aðalfundur félagsins
verður haldinn í dag,
fimmtudaginn 21. mars,
kl. 14. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Eldri
Þrestir syngja. Kaffi-
veitingar. Á morgun,
föstudag, myndlist og
brids kl. 13.30. Dans-
leikur föstudag kl. 20.30.
Capri Tríó leikur fyrir
dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 10–13. Kaffi – blöðin
og matur í hádegi.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Framsögn kl. 16.15.
Brids fyrir byrjendur kl.
19.30. Silfurlínan er opin
á mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588 2111.
Upplýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 9–13
hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun, kl. 10 leikfimi, kl.
15.15 dans. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi. Kynning
Lyf og heilsu fimmtu-
dag kl. 15. Boðið upp á
kaffi og kökur.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund- og leikfimiæfing-
ar í Breiðholtslaug kl.
9.30, frá hádegi vinnu-
stofur opnar. Kl. 13.15
félagsvist í samstarfi við
Hólabrekkuskóla.
Stjórnandi Eiríkur Sig-
fússon. Vegleg verðlaun.
Veitingar í veitingabúð.
Uppl. um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 handavinna, kl.
9.05 og kl. 9.50 leikfimi,
kl. 9.30 klippimyndir, kl.
15 rammavefnaður, kl.
13 gler og postulín, kl.
16.20 og kl. 17.15 kín-
versk leikfimi, kl. 17
myndlist. Söngstund
sem er samstarfsverk-
efni Kársnesprestakalls
og Gjábakka verður í
dag kl. 14. Þorvaldur
Halldórsson syngur
þekkt dægurlög.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13 brids og glerlist,
kl. 13–16 handavinnu-
stofan opin, leiðbeinandi
á staðnum, kl. 17 línu-
dans. Á morgun, föstu-
dag, munu Gleðigjaf-
arnir syngja kl. 14–15.
Tískusýning á vegum
Debenhams. Anna og
Erla, stílistar Deben-
hams, verða með ráðgjöf
og kynna það nýjasta í
tískunni. Fólk úr félags-
starfinu mun sýna fatn-
að. Vöfflukaffi. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
opin vinnustofa, búta-
saumur, kortagerð og
perlusaumur, kl. 9.45
boccia, kl. 11 leikfimi, kl.
14 félagsvist. Á morgun,
föstudag, kl. 13 ætlum
við að skreyta kerti fyrir
páskana og fermingar-
nar. Allt efni á staðnum.
Skráning í s. 587 2888.
Rjómapönnukökur.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og bútasaumur,
kl. 10 boccia, kl. 13
handavinna, kl. 14 fé-
lagsvist. Fótaaðgerð,
hársnyrting.
Hæðargarður 31. Kynn-
ing Lyf og heilsu
fimmtudag kl. 15. Boðið
upp á kaffi og kökur.
Norðurbrún 1. Kl. 9 tré-
skurður og opin vinnu-
stofa, kl. 10–11 ganga,
kl. 10–15 leirmuna-
námskeið. Messa í dag
kl. 10.30. Prestur sr.
Kristín Pálsdóttir.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13–14 leik-
fimi, kl. 13–16 kóræfing.
Föstudaginn 22. mars
kl. 13:30 kynnir Lyf og
heilsa lyfjaskömmtun.
Kaffi og meðlæti í boði
Lyfja og heilsu. Dansað
í kaffitímanum við laga-
val Halldóru, allir vel-
komnir.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður, fatasaum-
ur og morgunstund, kl.
10 fótaaðgerðir og
boccia, kl. 13 hand-
mennt og frjálst spil, kl.
14. leikfimi. Kvöld-
skemmtun í kvöld kl. 18.
Matur, söngur, gleði,
gaman. Skráning í s.
561 0300.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Biblíulestur kl.
17. Allar konur vel-
komnar.
Samstarfsnefnd átt-
hagafélaga. Spurn-
ingakeppni átthaga-
félaga, 3. keppni af 4,
verður haldin í kvöld kl.
20 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Mætið
stundvíslega.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 mánudaga
og fimmtudaga. Skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13.
Háteigskirkja. Eldri
borgarar. Bingó á morg-
un í setrinu kl. 14.
Hana-nú, Kópavogi.
Fundur í Hláturklúbbi
Hana-nú verður í kvöld
kl. 20–21.30 í félags-
heimilinu Gullsmára,
Kópavogi. Gott að hafa
með sér gamanmál af
einhverju tagi. Tækni-
legar æfingar. Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Páska-
bingó laugardaginn 23.
mars kl. 14. Margir góð-
ir vinningar.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105. Kl. 13–16
prjónað fyrir hjálpar-
þurfi erlendis. Efni á
staðnum. Allir velkomn-
ir.
Kiwanis klúbburinn
Geysir Mosfellsbæ,
félagsvist spiluð í
Kiwanishúsinu í Mos-
fellsbæ í kvöld kl. 20.30.
Stokkseyringafélagið í
Reykjavík Árshátíðin
verður laugard. 23.
mars í Fóstbræðraheim-
ilinu Langholtsvegi 111.
Skráning í s. 553 7495
Sigríður, 553 7775 Lilja
eða 567 9573 Einar.
Samtök lungnasjúk-
linga halda í kvöld síð-
asta félags- og fræðslu-
fund vetrarins í
Safnaðarheimili Hall-
grímskirkju í Reykjavík
og hefst hann kl. 20.
Í dag er fimmtudagur 21. mars, 80.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ég
segi yður: Héðan af munuð þér eigi
sjá mig, fyrr en þér segið: „Blessaður
sé sá sem kemur, í nafni Drottins.“
(Matt. 23,39.)
Víkverji skrifar...
EVA María Jónsdóttir fékk FlosaÓlafsson leikara og hestamann
í spjall til sín í Kastljósi fyrir
skömmu. Þegar Flosi birtist á
skjánum fer Víkverji alltaf að brosa
og skiptir þá engu máli í hversu
vondu skapi hann er. Þetta gerist
jafnvel áður en Flosi fer að segja
sögur af sjálfum sér og samferða-
mönnum sínum. Flosi hefur einfald-
lega þessi jákvæðu áhrif á Víkverja.
Það er raunar þjóðarnauðsyn að
Flosi birtist þjóðinni sem oftast.
Samkvæmt opinberum tölum þjáist
um fjórðungur þjóðarinnar af þung-
lyndi og Víkverji er viss um að ef
meira sæist af Flosa væri hægt að
lækka kostnað þjóðarinnar af geð-
lyfjum um margar milljónir.
x x x
FLOSI hefur eins og margir vitabúið í Reykholtsdal síðustu ár,
en hann er fæddur og uppalinn í
Reykjavík og starfaði þar stærstan
hluta ævinnar. Evu Maríu lék for-
vitni á að vita hvað hann væri eig-
inlega að gera í sveitinni, þ.e. hvort
þar væri yfirleitt nokkuð við að
vera. Það var greinilegt á Flosa að
þetta var ekki í fyrsta skipti sem
hann fékk þessa spurningu. Raunar
hefur Víkverji oft orðið var við það
viðhorf sem endurspeglaðist í
spurningunni. Fólk sem býr á höf-
uðborgarsvæðinu á erfitt með að
skilja hvað fólk sem býr utan þess er
að gera svona dags daglega. Úti á
landi séu engin bíó, kaffihús, veit-
ingastaðir eða verslunarmiðstöðvar
eins og í Reykjavík þar sem fólki
gefist ótal tækifæri til að njóta
ánægjustunda við að versla, borða
góðan mat og fara í bíó. Það hljóti
því að vera svo óskaplega leiðinlegt
að búa úti á landi.
Víkverji þekkir margt fólk sem
býr á landsbyggðinni og hefur raun-
ar notið þeirra forréttinda að hafa
búið þar um skeið. Víkverji veit því
að þeir sem búa úti á landi hafa nóg
að gera og að þar er hægt að lifa
hamingjusömu og innihaldsríku lífi
ekki síður en í Reykjavík.
Það mátti skilja á Evu Maríu að
Flosi hefði lagt á sig þær píslir að
búa í Reykholtsdal, sem hún tók
fram að væri ágætis dalur, vegna
þess að hann væri að forðast brenni-
vínið sem var svo stór hluti af lífi
Flosa meðan hann bjó í Reykjavík.
Það kann að vera að Víkverji hafi
misskilið Evu Maríu en einhvern
veginn fékk Víkverji þá mynd af síð-
ustu árum Flosa að hann hefði
ákveðið að einangra sig frá heim-
inum, eins og einsetumaður til að
refsa sér fyrir þær syndir sem hann
drýgði meðan hann var ungur og
drakk brennivín!
x x x
ANNARS var fróðlegt að heyraFlosa lýsa þeim áhrifum sem
áfengisdrykkja hefur á menn. Hann
sagðist hafa verið undir áhrifum
áfengis, ekki aðeins á meðan hann
var „undir áhrifum“ heldur líka þeg-
ar hann var edrú því þá hefði öll
hugsunin snúist um hvort hann ætti
að fá sér í glas í kvöld, um næstu
helgi eða næsta sumar. Allt lífið
hefði því snúist um að drekka
brennivín eða hugsa um vín. Vík-
verji hefur ekki áður heyrt alkóhól-
isma lýst með þessum hætti.
En þetta styður það sem áður
sagði að Flosi á erindi við þjóðina;
hvort sem það er í gamni eða alvöru.
Víkverji mælir með því að Flosi
verði látinn birtast daglega í ríkis-
sjónvarpi. Hann þarf ekki endilega
að segja eitthvað. Mynd gæti dugað.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 hvassviðri, 4 vitur, 7
tré, 8 glyrna, 9 duft, 11
þráður, 13 skjótur, 14
kvenmannsnafn, 15 bráð-
in tólg, 17 ófríð, 20
óhreinka, 22 er til, 23
kvendýrið, 24 færa úr
skorðum, 25 hamingja.
LÓÐRÉTT:
1 dáin, 2 fuglar, 3 laupur,
4 jó, 5 tuskan, 6 ástfólgn-
ar, 10 sjaldgæft, 12 veið-
arfæri, 13 herbergi, 15
ljósleitur, 16 amboðið, 18
viðurkennt, 19 áma, 20
siga, 21 skynfæri.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hljóðlátt, 8 rósum, 9 týnir, 10 una, 11 fiður, 13
nárum, 15 hadds, 18 salla, 21 tík, 22 svera, 23 úfinn, 24
skyldulið.
Lóðrétt: 2 losið, 3 ólmur, 4 lútan, 5 tínir, 6 hróf, 7 hrum,
12 und, 14 ála, 15 hæsi, 16 drekk, 17 stagl, 18 skútu, 19
leifi, 20 agna.
K r o s s g á t a
Bobby McFerrin
ER ekki einhver aðdáandi
Bobby McFerrin sem tók
upp Vínartónleikana með
honum á segulbandsspólu
fyrir ári? Eins vantar mig
plöturnar með honum
„Don’t Worrry“ og „Be
Happy“. Þeir sem gætu að-
stoðað mig vinsamlega hafi
samband við Ástu í síma
553 8237.
Hvar er Fréttablaðið
ÞÓRIR sem býr í Stóra-
gerði hafði samband við Vel-
vakanda og sagðist hann
vilja benda þeim hjá Frétta-
blaðinu á að hann hefði
fengið blaðið ca 20 sinnum
síðan farið var að gefa það
út. Sagðist hann hafa bent
þeim á þetta en það hefði
ekki skilað árangri. Sagðist
hann líklega vera einn af
fáum sem vildi fá blaðið
heim til sín, því hann hafi
heyrt að aðrir vilji ekki sjá
það.
Mikil breyting
frá fyrri tíð
ÉG verð að segja frá því
sem kom fyrir mig og fleiri
föstudaginn 15. mars hjá
Heyrnar- og talmeinastöð
Íslands. Ég var búinn að
vera 10 daga á Landspítal-
anum í Fossvogi og heyrn-
artækið mitt var, að mér
fannst, í ólagi. Ég hringdi þá
í Heyrnar- og talmeinastöð-
ina til að fá upplýsingar um
aðstoð vegna heyrnartækis-
ins. Mér var tjáð að ég yrði
að koma með tækið ef ég
vildi bíða á meðan það yrði
athugað – og aðeins á milli
kl. 13 og 14.
Ég kom svo föstudaginn
15. mars kl. 13 og var þá fyr-
ir 6 manns, allt eldra fólk.
Síðan bættist fleira fólk við.
Þarna biðum við þar til
klukkan var orðin 13.40. Við
vorum orðin óróleg og
kvörtuðum undan seina-
gangi. Þá fengum við þau
svör að starfsfólkið væri á
fundi. Enginn kom til að
biðja okkur afsökunar eða
láta okkur vita. Þarna biðu
ca 10 manns, allt fólk yfir
sjötugt – en ég er 85 ára.
Ég er búinn að vera með
heyrnartæki í 20 ár og hef
getað komið á öllum tímum
dags og hef þá farið í biðröð.
Að stefna fólki á tímanum
milli kl. 13 og 14 og halda þá
fundi með starfsfólki – það er
mikil breyting frá fyrri tíð.
Jóhann, 301016-3879.
Betur fór en
á horfðist
ÉG lenti í því um daginn, er
ég var að keyra, að þurfa
snögglega að bremsa. Ekki
vildi betur til en svo að tóm
gosflaska, sem ég hafði vit-
að af á gólfinu, valt undir
bremsuna svo að ég gat ekki
bremsað. Betur fór en á
horfðist og slapp ég með
skrekkinn. Mér datt í hug
að koma þessu á framfæri í
þeirri von að fólk fjarlægi
dót úr bílum sínum sem get-
ur runnið til með þessum af-
leiðingum.
K.Þ.
Að grípa fram í
ÉG fylgdist með Kastljós-
inu nýlega þar sem þau
Ingibjörg Sólrún og Björn
Bjarnason sátu fyrr svör-
um. Það sem mér fannst
standa upp úr var hvað Ingi-
björg var ókurteis. Hún var
alltaf að grípa fram í fyrir
Birni. Hvernig á maður að
geta tekið einhverja afstöðu
þegar fólk fær ekki að klára
það sem það ætlar að segja?
Lísa.
Tapað/fundið
Sundtaska týndist
SUNDTASKA týndist
föstudaginn 8. mars í skóla-
sundi í Laugardalslaug.
Taskan er svört, nokkurs
konar poki sem hægt er að
smella á skólatösku. Í tösk-
unni voru líka sundskýla,
sundgleraugu og hand-
klæði. Þeir sem vita um
töskuna vinsamlegast hafi
samband í síma 525 4408
(Birgitta), 553 0447 (Krist-
björg) eða skili henni í
Laugarnesskóla.
Slönguskinnsjakki
í óskilum
ER með hálfsíðan brúnan
slönguskinnsjakka nr. 40
sem tekinn var í misgripum
fyrir brúna slönguskinns-
kápu nr. 38 föstudagskvöld-
ið 15. mars á veitingastaðn-
um Rauðará við Rauðar-
árstíg (sakna sárt kápunn-
ar). Vinsamlega hafið sam-
band í síma 898 1860.
Dýrahald
Kettling
vantar heimili
MJÖG mannelska læðu,
sem er kassavön, vantar
gott heimili sem fyrst. Uppl.
í síma 557 6120.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÞAÐ er skemmtilegur sá
siður hjá Bókaútgáfunni
Fróða að bjóða áskrif-
endum að velja sér 2 bæk-
ur af 10 bókatitlum á
hverju vori. Finnst mér
þetta skemmtileg fram-
takssemi og árviss vorboði
sem ég hlakka til. Hef ég
eignast margar bækur á
þennan hátt undanfarin
ár. Finnst mér þetta þakk-
arvert og skemmtilegur
siður og vil ég þakka inni-
lega fyrir mig.
Erla Bergmann.
Skemmtilegur siður