Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MATI iðnaðarnefndar Alþingis eru yfir- gnæfandi líkur á að Kárahnjúkavirkjun muni reynast Landsvirkjun arðbær. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar vegna frumvarps iðnaðarráðherra um virkjun í Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Dal. Að nefnd- arálitinu standa fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, en full- trúi VG skilar sérstöku áliti, en það hefur enn ekki verið lagt fram á Alþingi. Fjölmargir komu á fund nefndarinnar. Fulltrúar Landsvirkjunar sögðu að virkjun við Kárahnjúka breytti engu um þá mörkuðu stefnu að lækka orkuverð til almennings sem nemur um 2% á ári í samræmi við ályktun Al- þingis. Nefndin bendir jafnframt á að lögum samkvæmt sé Landsvirkjun óheimilt að fjár- festa í framkvæmdum vegna stóriðju ef þær framkvæmdir leiði til hækkaðs orkuverðs til al- mennings. Meðalarðsemi verði 6,2% Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi iðnaðarnefnd umsögn um arðsemi virkjunar- innar. Þar segir: „Gert er ráð fyrir að stór hluti stofnkostnaðar verkefnisins falli til á árunum 2004–2006, en þá er áætlað að fjárfest verði fyrir meira en helming af heildarfjárfestingu þess. Við mat á arðsemi verkefnisins notast Landsvirkjun við svokallað áætlað núvirt sjóð- streymi (e. dis counted cash flow), en sú aðferð er þekkt við útreikninga sem þessa. Gert er ráð fyrir raun arðsemi eða innri vöxtum upp á 6,3– 6,4%, eða um 1% umfram ávöxtunarkröfu verkefnisins. Ávöxtun eigin fjár jafngildir um 14,5% raunarðsemi og gert er ráð fyrir að verkefnið borgi upp stofn- og vaxtakostnað á innan við 30 árum, þrátt fyrir að áætlaður líf- tími flestra mannvirkjanna sé á bilinu 80–100 ár. Jafnframt gerir Landsvirkjun ráð fyrir óbreyttu orkuverði eftir lok samningstíma, þrátt fyrir þá reynslu að orkuverð hækki jafn- an frekar en lækki. Álverð í framtíðinni skiptir miklu máli hvað verkefnið varðar. Álverð sveiflast samkvæmt spám og leitar niður á við, enda eru miklar tækniframfarir í áliðnaði jafnt sem öðrum iðnaði. Nú er álverð mjög lágt, en útreikningar Landsvirkjunar byggjast á því að það muni hækka til skemmri tíma. Næstu ára- tugina er miðað við að álverð haldist tiltölulega stöðugt að raungildi en leiti niður á við og byggt er á þeirri forsendu að verðlækkunin verði 0,4% á ári. Til samanburðar við útreikn- inga Landsvirkjunar hefur fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár jafnframt unnið líkindareikn- inga um arðsemi orkusölu til Reyðaráls. Allar meginforsendur verkefnisins eru settar inn sem áhættuforsendur, þ.e. álmarkaðurinn, stofnkostnaður, orkusala og raungengi. Helstu niðurstöður eru mjög í takt við út- reikninga Landsvirkjunar, en gert er ráð fyrir meðalarðsemi upp á 6,2%, með staðalfrávikum upp á 1,1% í hvora átt. Þá eru líkur á jákvæðu núvirði taldar vera 79% miðað við 5,3% arð- semiskröfu.“ Jákvæð áhrif á þjóðarhag Þjóðhagsstofnun telur áhrif Kárahnjúka- virkjunar á þjóðarhag verða þau að landsfram- leiðsla verði rúmlega 2% meiri á framkvæmda- tímanum en ella og þjóðarframleiðsla 1–1,5% meiri. Gert er ráð fyrir að á árunum 2002–2013 verði fjárfesting um 12% hærri en annars. Gert er ráð fyrir að vinnuaflsnotkun í framkvæmd- unum verði rétt um 0,5% af heildarframboði vinnuafls, og nái hámarki árið 2005. Þjóðhags- stofnun bendir á að umfang framkvæmdanna árin 2004–2006 og minnkun þeirra strax á eftir árið 2007–2008 geri miklar kröfur til hag- stjórnar. Ef ekki komi til mótvægisaðgerða megi búast við að verðbólga fari yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands og verði allt að 4–5%, miðað við 2,5% ella. Útlit er fyrir að viðskiptahalli aukist nokkuð á fram- kvæmdatímanum, að jafnaði um 2% af vergri landsframleiðslu, og nái hámarki á árunum 2005–2006. Þjóðhagsstofnun telur hins vegar að eftir að framkvæmdum við verkefnið lýkur og álver Reyðaráls hefur náð fullum afköstum muni áhrif á viðskiptajöfnuð verða jákvæð og útflutningur gæti orðið um 14% meiri en ella fyrsta áratuginn eftir lok framkvæmda. Landsframleiðsla gæti orðið 1,25–1,5 hærri til lengdar en ella og þjóðarframleiðsla tæplega 1% hærri. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því að útflutningur geti orðið um 14% meiri en annars fyrsta áratuginn eftir lok framkvæmda miðað við óbreytt raungengi. Í útreikningum Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands. Loks bendir Þjóðhagsstofnun á að verði ekki af verkefninu megi gera ráð fyrir að fólki á Austurlandi haldi áfram að fækka. Gert er ráð fyrir að önnur umræða um frum- varpið fari fram á Alþingi á morgun. Meirihluti iðnaðarnefndar mælir með því að frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun verði samþykkt Yfirgnæfandi líkur á að virkj- un verði arðbær Í UMRÆÐUM á Alþingi í vikunni stóðu þær upp úr sætum sínum og hölluðu sér upp við vegg þing- konur Samfylkingarinnar, þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Fyrir framan þær sat Sigríður Anna Þórðar- dóttir, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, og var sömuleiðis íbyggin á svip. Alvarleikinn sveif yfir vötnunum þennan dag. Morgunblaðið/Jim Smart Þingkonur þungt hugsi JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði í fyrirspurnartíma á Al- þingi að hann hygðist láta kanna það hvort rétt sé að Trygginga- stofnun ríkisins taki þátt í kostnaði við að útbúa geirvörtu á brjóst þeirra kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein, með húðflúrs- meðferð. Tilefni þessara orða var fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á því hvort rétt sé að Tryggingastofn- un taki þátt í kostnaði við fyrr- greinda húðflúrsaðgerð. Í máli Ástu kom fram að mjög al- gengt væri orðið að konur sem hefðu misst brjóst vegna brjósta- krabbameins létu „byggja upp nýtt brjóst í stað þess sem tekið var.“ Ásta sagði að hluti af þeirri aðgerð væri að útbúa nýja geirvörtu á brjóstið. „Læknar hafa gert það á þann hátt að húð er flutt af vikvæmum stað á konunni og síðan grætt á brjóstið. Þetta er mjög erfið og óþægileg aðgerð og það þarf svæf- ingu við hana. Víða erlendis eru menn farnir að útbúa geirvörtu á brjóst með húðflúrsmeðferð. Það er kostur sem læknar telja mun betri, það nær betri árangri, hefur í för með sér minna álag á konuna og er að öllu leyti árangursríkari,“ sagði hún. Ásta benti á að þetta hefði ver- ið gert í nokkrum tilvikum hér á landi en ítrekaði að heilbrigðiskerfið tæki ekki þátt í þeim kostnaði sem því fylgdi. Hins vegar tæki Trygg- ingastofnun þátt í því að greiða kostnað við húðflutningsaðgerðina, sem áður var minnst á. Heilbrigðisráðherra kvaðst í svari sínu hafa fullan skilning á þessu máli. „Ég hef því ákveðið að beina þessu erindi til hinnar nýstofnuðu samninganefndar með ósk um að hún skoði þetta mál ofan í kjölinn og kanni möguleika á því hvort unnt er að verða við þessum óskum,“ sagði ráðherra og bætti því við að ef slíkt yrði samþykkt yrði húðflúrsaðgerð- in að vera hluti af starfi lýtalæknis. Kannað verði hvort TR taki þátt í húðflúrsaðgerð Heilbrigðisráðherra svarar fyrirspurn ÞURÍÐUR Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi um upp- byggingu sjúkrahótela. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir uppbyggingu sjúkrahótela. Í greinargerð tillögunnar segir að megintilgangur sjúkrahótela sé að draga úr þörf og eftirspurn eftir sjúkahúsplássum. „Sjúkrahótel eru ákveðið millistig milli sjúkrahúss og hótels. Þar geta sjúklingar dvalist meðan þeir bíða eftir þjónustu á sjúkrahúsi eða eru að jafna sig eftir aðgerðir og eru hvorki það veikir að þeir þurfi að liggja á sjúkrahúsi né það frískir að þeir geti verið án dag- legs eftirlits. Það er ljóst að kostn- aður á dag á sjúkrahóteli er margfalt minni en kostnaður við legupláss á sjúkrahúsi.“ Í greinargerðinni er einnig á það bent að sjúkrahótel séu rekin með ólíku sniði á Norðurlönd- um, sum séu hluti af sjúkrahús- rekstri eða heilbrigðisþjónustu en önnur séu sjálfstæðar einingar. Meðflutningsmenn eru Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir. Þingmenn VG vilja sjúkrahótel ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Virkjun Jökulsár á Brú og Jök- ulsár í Fljótsdal. 2. umr. 2. Bókhald, ársreikningar og tekju- skattur og eignarskattur. 2. umr. 3. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins. 2. umr. 4. Virðisaukaskattur. 2. umr. 5. Kosningar til sveitarstjórna. 2. umr. 6. Vatnsveitur sveitarfélaga. 2. umr. 7. Almenn hegningarlög og lög- reglulög. 2. umr. 8. Almenn hegningarlög og refsi- ábyrgð lögaðila vegna mútu- greiðslu til opinbers starfs- manns. 9. Eldi nytjastofna sjávar. 2. umr. 10. Samgönguáætlun. 3. umr. 11. Lagaákvæði er varða samgöngu- áætlun o.fl. 3. umr. 12. Stefnumótun um aukið umferð- aröryggi. Fyrri umr. 13. Réttarstaða starfsmanna við að- ilaskipti að fyrirtækjum. 1. umr. 14. Tekjustofnar sveitarfélaga. 1. umr. 15. Vörur unnar úr eðalmálmum. 1. umr. LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi til- laga til þingsályktunar um úttekt á skipulagi sjóbjörgunarmála með það að markmiði að auðvelda og hraða björgunaraðgerðum. Fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar er Jóhann Ár- sælsson, þingmaður Samfylkingar. Í greinargerð tillögunnar segir að á Íslandi sé samstaða um að allt skuli gert sem mögulegt sé til að tryggja öryggi sjófarenda. Björgunarsveitir og stjórnvöld þurfi þess vegna að vera stöðugt á varðbergi til að nýta nýj- ustu tækni og nýja möguleika til að auka öryggi á sjó og flýta björgunar- aðgerðum þegar slys hafa orðið. „Flutningsmenn telja rétt að stjórn- völd fari vandlega yfir skyldur sínar hvað þessi mál varðar í samráði við aðra sem annast framkvæmd þeirra í því skyni að bæta enn frekar það ör- yggiskerfi sem fyrir er. Minna má á að ýmsar breytingar hafa orðið á skipulagi björgunarmála á undan- förnum árum og af þeim ástæðum er nauðsynlegt að stjórnvöld skoði hvort hlutverkum sé þar skipt með skilvirk- um og öruggum hætti eða hvort gera þurfi breytingar á lögum í því skyni.“ Úttekt á skipu- lagi sjóbjörg- unarmála STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hefur að nýju lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um endurskoðun á starfsemi og stöðu Þjóðhagsstofnunar. Meðflutn- ingsmaður er Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að setja á fót nefnd til að gera úttekt á starfsemi Þjóðhags- stofnunar. Í nefndinni skulu sitja fulltrúar allra þingflokka, einn fulltrúi tilnefndur af starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar og einn fulltrúi forsætisráðuneytis. Skal hann jafn- framt vera formaður. Verkefni nefndarinnar verði, auk almennrar úttektar, að skoða verkaskiptingu milli Þjóðhagsstofnunar og annarra aðila sem vinna að einhverju leyti að svipuðum verkefnum og meta kosti þess að Þjóðhagsstofnun verði færð undir Alþingi. Tillagan var flutt á síðasta þingi en varð þá eigi útrædd. Úttekt verði gerð á Þjóð- hagsstofnun Vinstrihreyfingin – grænt framboð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.