Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 25 Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. Maltelsín 1 malt + 1 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með 2 málsháttum. Appmaltsín 0,5 appelsín + 1 malt + 0.5 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með páskaskapi. Appelmalt 1 appelsín + 1 malt. Blandið saman í könnu og berið fram með hanagali. Uppskriftir U p p s k r i f t i r P á s k a h a n a s t é l Egi ls Malt og Appelsín í b land v ið hát íðarborðið Mappeltsín 0,5 malt + 0.5 appelsín + 0,5 malt + 0.5 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með 3 fjöðrum. Egi ls Malt og Appelsín: Páskadrykkur Ís lendinga í ár ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 71 32 0 3/ 20 02 OFBELDISFULL stefna Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, gagnvart Palestínumönnum er farin að valda verulegum titringi og gremju innan ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Er það haft eftir ýmsum bandarískum sér- fræðingum í málefnum Miðaustur- landa. Bush hefur hingað til verið mjög tregur til að gagnrýna Ísraelsstjórn en framferði Sharons er að koma illi- lega í bakið á Bandaríkjamönnum, sem hafa verið að reyna að fá stuðn- ing arabaríkjanna við einhvers kon- ar aðgerðir gegn Írak. Sharon, sem hefur verið gestur Bush í Hvíta hús- inu fjórum sinnum, heldur hins veg- ar áfram að hamra á því, að hann sé að berjast sömu baráttunni gegn hryðjuverkum og Bandaríkjamenn og hikar ekki við að líkja Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, við Osama bin Laden. Kann að spila með fólk „Til þessa hafa ýmsir í ríkisstjórn- inni verið heillaðir af Sharon en nú hafa runnið tvær grímur á þá marga, meðal annars á Dick Cheney vara- forseta,“ segir Ian Lustick, sérfræð- ingur í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels við Pennsylvaníuháskóla. „Margir embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu og vissulega George Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, vita sem er vegna reynslu sinnar, að enginn er jafn klókur í að spila með fólk og Sharon.“ Svo virðist sem bandaríska emb- ættismenn sé nú farið að ráma í fyrri „afrek“ Sharons sem varnarmála- ráðherra í ríkisstjórn Menachems Begins og innrásina í Líbanon 1982. „Þeir gleymdu þessu um stund en nú standa þeir allt í einu frammi fyrir þessum sama Sharon,“ segir Lustick. „Þrjár ásjónur“ Bush gat ekki dulið óánægju sína í síðustu viku er hann sagði, að fram- ferði Ísraela gerði ástandið ekki betra og átti þá við stórhertar árásir Ísraela á borgir, bæi og flóttamanna- búðir á Vesturbakkanum og á Gaza. Martin Indik, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Ísrael, lýsir Sharon sem manni með „þrjár ásjón- ur“. „Hvernig er hægt að túlka fyrir- ætlanir þessa manns, sem tekur vel í vopnahléstillögur Bandaríkjastjórn- ar en lætur herinn á sama tíma leggja undir sig borgir og flótta- mannabúðir á Vesturbakkanum og Gaza,“ segir Indik í grein, sem birt- ist í Washington Post sl. sunnudag. Robert Freeman, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir það alveg ljóst, að Sharon muni leggja alla áherslu á að sannfæra Anthony Zinni, sérlegan sendimanna Bush forseti í Miðausturlöndum, um að ekki sé hægt að treysta Arafat. Gyðingabyggðirnar Margir bandarískir fréttaskýr- endur og sérfræðingar benda á, að þótt Sharon sé meira en fús til að koma á vopnahléi í samræmi við til- lögur Tenets, þá hafi hann í raun hafnað tillögum George Mitchells, fyrrverandi öldungadeildarþing- manns, en með þeim voru Ísraelar hvattir til að hætta að koma upp ísr- aelskum byggðum á palestínsku landi. Trudy Rubin, leiðarahöfundur hjá Philadelphia Inquirer, segir, að einmitt með þetta í huga verði Anth- ony Zinni að tengja hugsanlegt vopnahlé „við bann við nýjum gyð- ingabyggðum“. Samkvæmt frétt frá samtökunum „Friður nú“ hefur þeim fjölgað um 34 á Vesturbakkanum síðan Sharon komst til valda. Er Bandaríkjastjórn að gefast upp á Sharon? Reuters Sharon með Dick Cheney, vara- forseta Bandaríkjanna, í Jerú- salem sl. mánudag. Minnast nú fyrri „afreka“ hans og innrásarinnar í Líbanon Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.