Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 25

Morgunblaðið - 21.03.2002, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 25 Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. Maltelsín 1 malt + 1 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með 2 málsháttum. Appmaltsín 0,5 appelsín + 1 malt + 0.5 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með páskaskapi. Appelmalt 1 appelsín + 1 malt. Blandið saman í könnu og berið fram með hanagali. Uppskriftir U p p s k r i f t i r P á s k a h a n a s t é l Egi ls Malt og Appelsín í b land v ið hát íðarborðið Mappeltsín 0,5 malt + 0.5 appelsín + 0,5 malt + 0.5 appelsín Blandið saman í könnu og berið fram með 3 fjöðrum. Egi ls Malt og Appelsín: Páskadrykkur Ís lendinga í ár ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O LG 1 71 32 0 3/ 20 02 OFBELDISFULL stefna Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, gagnvart Palestínumönnum er farin að valda verulegum titringi og gremju innan ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Er það haft eftir ýmsum bandarískum sér- fræðingum í málefnum Miðaustur- landa. Bush hefur hingað til verið mjög tregur til að gagnrýna Ísraelsstjórn en framferði Sharons er að koma illi- lega í bakið á Bandaríkjamönnum, sem hafa verið að reyna að fá stuðn- ing arabaríkjanna við einhvers kon- ar aðgerðir gegn Írak. Sharon, sem hefur verið gestur Bush í Hvíta hús- inu fjórum sinnum, heldur hins veg- ar áfram að hamra á því, að hann sé að berjast sömu baráttunni gegn hryðjuverkum og Bandaríkjamenn og hikar ekki við að líkja Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, við Osama bin Laden. Kann að spila með fólk „Til þessa hafa ýmsir í ríkisstjórn- inni verið heillaðir af Sharon en nú hafa runnið tvær grímur á þá marga, meðal annars á Dick Cheney vara- forseta,“ segir Ian Lustick, sérfræð- ingur í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels við Pennsylvaníuháskóla. „Margir embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu og vissulega George Tenet, yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, vita sem er vegna reynslu sinnar, að enginn er jafn klókur í að spila með fólk og Sharon.“ Svo virðist sem bandaríska emb- ættismenn sé nú farið að ráma í fyrri „afrek“ Sharons sem varnarmála- ráðherra í ríkisstjórn Menachems Begins og innrásina í Líbanon 1982. „Þeir gleymdu þessu um stund en nú standa þeir allt í einu frammi fyrir þessum sama Sharon,“ segir Lustick. „Þrjár ásjónur“ Bush gat ekki dulið óánægju sína í síðustu viku er hann sagði, að fram- ferði Ísraela gerði ástandið ekki betra og átti þá við stórhertar árásir Ísraela á borgir, bæi og flóttamanna- búðir á Vesturbakkanum og á Gaza. Martin Indik, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Ísrael, lýsir Sharon sem manni með „þrjár ásjón- ur“. „Hvernig er hægt að túlka fyrir- ætlanir þessa manns, sem tekur vel í vopnahléstillögur Bandaríkjastjórn- ar en lætur herinn á sama tíma leggja undir sig borgir og flótta- mannabúðir á Vesturbakkanum og Gaza,“ segir Indik í grein, sem birt- ist í Washington Post sl. sunnudag. Robert Freeman, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir það alveg ljóst, að Sharon muni leggja alla áherslu á að sannfæra Anthony Zinni, sérlegan sendimanna Bush forseti í Miðausturlöndum, um að ekki sé hægt að treysta Arafat. Gyðingabyggðirnar Margir bandarískir fréttaskýr- endur og sérfræðingar benda á, að þótt Sharon sé meira en fús til að koma á vopnahléi í samræmi við til- lögur Tenets, þá hafi hann í raun hafnað tillögum George Mitchells, fyrrverandi öldungadeildarþing- manns, en með þeim voru Ísraelar hvattir til að hætta að koma upp ísr- aelskum byggðum á palestínsku landi. Trudy Rubin, leiðarahöfundur hjá Philadelphia Inquirer, segir, að einmitt með þetta í huga verði Anth- ony Zinni að tengja hugsanlegt vopnahlé „við bann við nýjum gyð- ingabyggðum“. Samkvæmt frétt frá samtökunum „Friður nú“ hefur þeim fjölgað um 34 á Vesturbakkanum síðan Sharon komst til valda. Er Bandaríkjastjórn að gefast upp á Sharon? Reuters Sharon með Dick Cheney, vara- forseta Bandaríkjanna, í Jerú- salem sl. mánudag. Minnast nú fyrri „afreka“ hans og innrásarinnar í Líbanon Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.