Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 57 SAMTÖK lungnasjúklinga halda félags- og fræðslufund í dag, fimmtudaginn 21. mars, kl. 20 í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík. Margrét Stefanía Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi fjallar um réttindi sjúklinga sem falla undir almanna- tryggingar og önnur félagsleg rétt- indi s.s. félagsþjónustu og mögu- leika á lækkun skatta vegna sjúkdóma. Fræðslufundir Samtaka lungna- sjúklinga eru öllum opnir. Samtök lungna- sjúklinga funda Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánudaginn 11. mars. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 297 Sæmundur Björnss. – Oliver Kristóf. 287 Björn E. Péturss. – Haukur Sævaldss. 243 Árangur A-V: Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 281 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 262 Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 230 Tvímenningskeppni spiluð fimmtudaginn 14. mars. 22 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S: Alda Hansen – Jón Lárusson 267 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 262 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 251 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 261 Björn E. Péturss. – Haukur Sævaldss. 253 Kristján Jónsson – Þorsteinn Sveinss. 239 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stefán og Hermann sigruðu á svæðamóti Norðurlands eystra Svæðamót Norðurlands eystra í tvímenningi í bridge fór fram um helgina á Húsavík. 18 pör tóku þátt og urðu Stefán Vilhjálmsson og Her- mann Huibens hlutskarpastir eftir risaskor í síðustu umferð. Þeir tylltu sér aðeins einu sinni á toppinn. þ.e.a.s. á besta tíma, en ýmis pör höfðu þá skipst á að leiða mótið. Stef- án og Hermann komast með sigrin- um beint í úrslit Íslandsmótsins í tví- menningi sem fara fram í Reykjavík í lok apríl. Lokastaða efstu para: Stefán – Hermann 69 Frímann Stefánss. – Ragnh. Haraldsd. 61 Björn Þorlákss. – Jón Björnss. 49 Þórólfur Jónass. – Stefán Stefánss. 42 Magnús Andréss. – Þóra Sigurmundsd. 32 Mótið fór fram hið besta í alla staði undir afar styrkri og ákveðinni keppnisstjórn heimamanna. Bridsfélag Reykjavíkur Föstudagskvöldið 15.mars var spilaður einskvöldstvímenningur með þátttöku 16 para. Spilaður var Howell tvímenningur og í efstu sætum lentu: Jón Steinar Ingólfss. – Freyja Sveinsd. +48 Kristjana Steing.d. – Sigrún Pétursd. +30 Sveinn R. Þorvaldss. – Gísli Steingr.s. +28 Guðm. A. Grétarss. – Björn Friðrikss. +16 Halldór Þórólfss. – Andrés Þórarinss. +15 Spilaðir eru einskvöldstvímenn- ingar á föstudagskvöldum hjá Brids- félagi Reykjavíkur. Spilamennska hefst kl 19:00. Að- stoðað er við myndun para. Föstudaginn 29. mars verður því miður ekki spilað hjá BR sökum úr- slita Íslandsmóts í sveitakeppni. ÍSLENSKI alpaklúbburinn og Klif- urfélag Reykjavíkur verða með opið hús helgina 23.–24. mars í húsnæði Klifurhússins og Ísalp, Skútuvogi 1g. Almenningi er boðið að kynnast klifuríþróttum ásamt því að Íslenski alpaklúbburinn kynnir starfsemi sína. Unnið hefur verið við uppbygg- ingu aðstöðu til klifuræfinga innan- húss ásamt því að innrétta fundar- og kennsluaðstöðu Íslenska alpa- klúbbsins. Allir velkomnir og er ókeypis aðgangur, segir í fréttatil- kynningu. Nánari upplýsingar um Íslenska alpaklúbbinn er að finna á vef klúbbsins: http://www.isalp.is Nánari upplýsingar um Klifurhús- ið er að finna á vef Klifurhússins: http://www.isalp.is/klifurhusid. Klifurhúsið með opið hús Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli Flata- hrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudög- um og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13.30. Spilað var 8. mars. Þá urðu úrslit þessi: Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 65 Kjartan Elíasson – Guðni Ólafsson 63 Ásgeir Sölvason – Einar Sveinsson 55 Árni Guðmundsson – Einar Ólafsson 47 12. mars: Kjartan Elíasson – Guðni Ólafsson 127 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 126 Sævar Magnússon – Árni Bjarnason 125 Sveinn Jónsson – Jóna Kristinsdóttir 123 Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Mánudaginn 18. mars urðu úrslit þessi: Anna Dýrfjörð – Þórhildur Stefánsd. 48 Anna Sigurðard. – Hjálmtýr Baldursson 48 Gerður Lúðv. – Hrafnhildur Konráðsd. 48 Anna B. Stefánsd. – Ólöf Vilhjálmsd. 41 Það er vel tekið á móti byrjendum og óvönum keppnisspilurum í Síðu- múla 37, 3. hæð öll mánudagskvöld kl. 20.00. SJÁVARRÉTTAKVÖLD ÍA verður haldið föstudaginn 22. mars í félags- heimili Þróttar í Laugardal. Húsið verður opnað kl. 19. Miðaverð er 2.900 kr., en séu keyptir 4 miðar fæst sá fimmti ókeypis. Kvöldið er haldið til styrktar leik- mönnum mfl. ÍA sem halda utan í æf- ingaferð í apríl og leggja drögin að frekari afrekum og meistartitlum á sumri komanda. Sjávarréttahlaðborð verður fram- reitt af Fortuna veislueldhúsi, og leikmenn mfl. ÍA þjóna til borðs. Veislustjóri verður Gísli Einarsson, ritstjóri Skessuhorns. Uppboð verður á fótboltatreyjum, m.a. treyjum stórstjarnanna, Denil- son de Oliveira, fyrrum dýrasta knattspyrnumanns heims, og Jó- hannesar Karls Guðjónssonar og innrömmuð ÍA-treyja árituð af leik- mönnum Íslandsmeistaranna. Þá verður happdrætti þar sem fjöldi vinninga er í boði. Fríar rútuferðir verða frá Akra- nesi, segir í fréttatilkynningu. Sjávarrétta- kvöld meistara- flokks ÍA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.