Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐLA vetrar var unnið við skóg- arhögg (grisjun) á eftirtöldum stöð- um á Héraði: Geitagerði, Hjarðar- bóli, Víðivöllum II, Eyjólfsstaða- skógi, Miðhúsum, Egilsstöðum og í Hallormsstaðaskógi. Grisjun hófst fyrstu vikuna í febrúar og lauk í ann- arri viku eftir páska. Í upphafi fór fram námskeið í skyndihjálp fyrir starfsmenn Héraðsskóga og fleiri. Á vegum Héraðsskóga unnu á þessu tímabili 15 manns í sex vikur. Skipt var í þrjá 5-manna hópa. Hver hópur vann tvær vikur og átti frí í eina viku. Einn hópur var alltaf við vinnu á Hallormsstað. Úr grisjunum í Geitagerði, Hjarð- arbóli og Vívöllum II komu um 2.200 staurar, og á Víðivöllum var flett um 3 m3 af borðviði. Þetta eru þær jarðir sem heyrðu undir hina svokölluðu Fljótsdalsáætlun, sem var upphaf að bændaskógrækt á Íslandi, en hún var síðar sameinuð Héraðsskógum við tilkomu þeirra 1990. Umsjón með grisjuninni hafði Rúnar Ísleifsson skógræktarráðu- nautur á Egilsstöðum. Í vertíðarlok er venjan að koma saman í Víðivallaskógi hinum nýja og gera sér glaðan dag við svokölluð timburgjöld, sbr. töðugjöld. Um 30– 35 manns komu á þennan gleðskap, starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og Héraðsskóga, skógarhöggsbændur og eigendur skógarreita sem grisjaðir voru, svo og boðsgestir. Morgunblaðið/Guttormur Úr skógræktinni í Geitagerði. Grisjun og viðar- vinnsla á Héraði Fljótsdalur HAFNARLÆKURINN er lítill og sakleysislegur lækur sem rennur gegnum þorpið en í vorleysingum á hann það til að breytast í stór- fljót sem flæðir stjórnlaust út úr farvegi sínum. Mjög hlýtt var í veðri á mánudaginn var og miklir vatnavextir urðu á skömmum tíma svo lækurinn flæddi yfir bakka sína og niður Hálsveginn sem um tíma var eins og stórfljót á að líta. Nokkrar skemmdir urðu á mal- biki á Hálsveginum og flóðið var komið hættulega nálægt bílskúr og íbúðarhúsi sem næst læknum standa. Vinnuvélar voru strax sendar á vettvang og rjúfa varð skarð í veginn efst í Hálsvegi til að veita vatninu frá og þar var komið upp varnargarði. Við það stöðvaðist rennslið niður götu og húsin voru úr hættu. Óhemju magni af snjó kyngdi niður í kuldakastinu fyrir nokkr- um dögum en nú í hlýindunum hverfur hann fljótt og ár og lækir vaxa að sama skapi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Lækurinn varð að stórfljóti Þórshöfn KARLAKÓRINN Hreimur hélt söngskemmtun í Skjól- brekku nýlega. Söngstjóri kórs- ins er Robert Faulkner sem stjórnað hefur kórnum frá 1988. Undirleikarar eru þau Juliet Faulkner, Aðalsteinn Ísfjörð, Erlingur Bergvinsson og Þórar- inn Illugason en einsöngvarar þeir Sigurður Þórarinsson og Baldur Baldvinsson. Söngmenn eru nær 50 og koma þeir úr sveitum Suður-Þingeyjarsýslu og frá Húsavík. Kórinn hefur starfað síðan 1975. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru verk þar sem annaðhvort lag eða ljóð var eftir þingeyskan höfund og hafði eitthvað af því ekki áður heyrst í Mývatnssveit. Seinni hluti efnisskrár var með alþjóðlegum blæ. Söng kórsins var afar vel tekið af Mývetning- um, sem fjölmennt höfðu á tón- leikana. Þráinn Þórisson ávarp- aði kórfélaga og þakkaði vand- aðan söng og menningarlega héraðshátíð sem nýlega var á vegum kórsins í Ýdölum. Hreimur söng í Skjól- brekku Mývatnssveit UNDANFARNAR vikur hafa nem- endur í íslenskuáfanga 403 við Menntaskólann á Egilsstöðum unnið að svokölluðu Vesturfaraverkefni, sem lyktaði með opnun sýningar á Minjasafni Austurlands á Egilsstöð- um 1. maí sl. Sýningin verður auk þess send á Vopnafjörð í vikutíma um miðjan mánuð. Það eru Minjasafnið, Héraðs- skjalasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa sem skipuleggja verk- efnið í samvinnu við Menntaskólann. Tólf hópar nemenda, alls fjörutíu manns, hafa unnið að fjölþættri gagnasöfnun og sett upp í sýning- arbært form. Stuðst var við ljós- myndir, skáldverk, dagbækur og bréf sem varða Vestur-Íslendinga og varðveitt eru á Héraðsskjalasafninu. Sem dæmi um afmörkuð verkefni hópanna má nefna ljósmyndir frá fé- lagslífi og blaðaútgáfu í Vesturheimi og bréf vestur-íslenskra kvenna og klæðaburður þeirra, karla og barna. Þá er fjallað um Bjarna Þorsteinsson ljósmyndara, Jóhann M. Bjarnason rithöfund, Hauk Stefánsson listmál- ara og skáldið Guttorm J. Guttorms- son, en allir voru þeir kynjaðir af Austurlandi. Á opnunardag var að þjóðlegum sið boðið upp á harðfisk, hákarl og mysu og gerður góður bragur að. Vesturfarasýningin stendur eitthvað fram á sumar. Vesturfaraverkefni Menntaskólans á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Forstöðumaður Minjasafns Austurlands, Rannveig Þórhallsdóttir, og Þórný Sigurjónsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum, við undirbúning Vesturfarasýningar í Minjasafninu. Þó þú langförull legðir Egilsstaðir TVÖ lömb fundust nýlega á Gnúp- verjaafrétti og hafa þau gengið úti í vetur. Ferðamenn sáu til þeirra og létu vita af þeim. Vanir smalagarp- ar úr sveitinni fóru með hest og góð- an fjárhund og fundu þau í gili í Sandafelli. Gekk vel að fanga þessa spræku útiganga sem nú kallast gemlingar. Þau reyndust vera frá Eiríki Jónssyni í Eystra-Geld- ingaholti. Ærin, móðir þeirra, kom úr eft- irleit af Flóamannaafrétti seint í október. Sagðist Eiríkur ekki hafa átt von á að sjá lömbin framar. Þau eru prýðilega á sig komin, í góðum holdum og með meira en tommu hornahlaup. Enn og aftur sannar sig hve íslenska sauðkindin er harðger. Gemlingar á Gnúpverjaafrétti Hrunamannahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.