Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚMERSLAUSAR skelli- nöðrur, veggjakrot, og lítið sjá- anleg lögregla var meðal þess sem brann á íbúum Breiðholts- ins á fundi um löggæslumál í hverfinu sem efnt var til á mið- vikudagskvöld. Meðal þess sem kom fram á fundinum var vilji lögreglu til að safna saman netföngum íbúa á svæðinu þannig að hægt væri að senda þeim reglulega ábendingar um mál er varða löggæslu og ör- yggi í hverfinu. Fundurinn var haldinn í há- tíðarsal Breiðholtsskóla og í upphafi hans höfðu Helgi Kristófersson, íbúi í hverfinu og stjórnarmaður í SAMFOK, Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn, Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir, yfirmaður fjar- skiptamiðstöðvar lögreglunn- ar, og Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn framsögu. Sagði Helgi að mik- ið væri kvartað undan lög- gæslumálum í hverfinu og þeg- ar óskað væri eftir aðstoð lögreglu tæki oft tvo til þrjá tíma að fá lögreglubíl á staðinn þegar um almennar beiðnir væri að ræða. Á hinn bóginn sagði hann að lögregla sinnti neyðartilvikum fljótt og örugg- lega en ljóst væri að ekki væri nægum mannskap til að dreifa. Jákvæðar breytingar í Breiðholtshverfi Geir Jón lagði áherslu á að miklar og jákvæðar breytingar hefðu orðið í Breiðholtshverfi á síðustu árum. Í dag væri hverfið mjög gott og vand- ræðaunglingum ekki til að dreifa. Sagði hann að í fyrra hefðu verið að jafnaði 18 lög- regluverkefni á dag í hverfinu en til samanburðar væru þau 150–260 í Reykjavík allri og um helgar væru þau 500–650 talsins í borginni. Nauðsynlegt væri að forgangsraða þessum verkefnum eftir alvarleika þeirra og því gæti komið til þess að bið væri eftir lögreglu í almenn útköll. Jónína Sigþrúður ræddi í er- indi sínu hvernig fjarskipta- miðstöð lögreglunnar starfar. Þar væru sex lögregluembætti undir einum hatti og þannig gætu lögreglubílar úr öðrum umdæmum sinnt neyðarverk- efnum í Breiðholti, væri Breið- holtsbíllinn upptekinn. Hún gerði forgangsröðun fjar- skiptamiðstöðvarinnar einnig að umtalsefni sínu og útskýrði að verkefnum væri flokkað í tvennt eftir því hvort um neyð- artilvik eða almennt tilvik væri að ræða. Sagði hún að vel hefði gengið að afgreiða stóru málin og ekkert stæði út af borðinu hvað þau snerti. Hins vegar gæti verið að litlu málunum hefði kannski ekki verið nægi- lega vel sinnt. Hefði fólk orðið fyrir því að erindum þess hefði ekki verið sinnt innan viðun- andi tíma væri það vegna þess að önnur mál hefðu verið brýnni. Auðgunarbrot 596 í fyrra Karl Steinar sagði verkefn- um í Breiðholti heldur hafa fjölgað í ár miðað við árið á undan eða um u.þ.b. eitt erindi á dag. Þetta væri ekki mikil aukning og í mörgum tilfellum væri um frumkvæðisverkefni lögreglu að ræða, t.a.m. þegar bílar væru stöðvaðir fyrir um- ferðarlagabrot. Sagði hann að á síðasta ári hefðu verkefni lögreglu í póstnúmerum 109 og 111 verið 6.488 talsins. Mætti þar nefna 55 líkams- meiðingar, 29 hótanir, 382 eignarspjöll, 596 auðgunarbrot sem væru innbrot, þjófnaðir og fleira, 28 fíkniefnamál, 519 um- ferðaróhöpp og loks ýmis um- ferðarlagabrot sem hefðu ver- ið 1.568 talsins. Þá sagði hann það hafa verið til athugunar hjá lögreglu að byggja upp net íbúa í hverju hverfi með því að safna saman netföngum þeirra sem vilja og senda upplýsingar um það sem er á döfinni í löggæslumálum hverfisins hverju sinni. Sömu- leiðis benti hann á að íbúar gætu sent fyrirspurnir til lög- reglu í gegnum heimasíðu hennar (www.logregla.is) sem yrði þá svarað. Loks kynnti hann nýjan hverfislögreglu- þjón, Arnþór Bjarnason, sem hefja mun störf í Breiðholti um miðjan mánuðinn. Mun láta skoða skelli- nöðrumálið sérstaklega Að loknum framsöguræðum gafst fundargestum tækifæri til að koma með fyrirspurnir. Höfðu margir á orði að mikil hætta stafaði af ofsaakstri númerslausra skellinaðra um hverfið og óttuðust margir um að börn yrðu fyrir þessum far- artækjum. Þrátt fyrir að lög- regla hefði hendur í hári þeirra pilta sem aka vélhjólunum væru þau undantekningarlítið komnin í umferð daginn eftir þannig að afskipti lögreglu virtust lítið gagn gera. Var þetta áberandi áhyggjuefni meðal fundargesta. Í máli Geirs Jóns kom fram að lögreglan gæti lítið gert varðandi þetta mál. Hún gæti stöðvað óskráð ökutæki í akstri en ekki lagt hald á þau. Oftar en ekki væri það þannig að foreldrar væru fljótir að sækja hjólin og afhenda þau unglingunum aftur. Íbúi, sem hefur starfað sem lögreglu- maður, sagðist telja að þetta væri ekki lögreglumál heldur spurning um að breyta lögum þannig að lögregla fengi heim- ildir til að leggja hald á hjólin. Karl Steinar sagðist vera sannfærður um að hægt væri að taka á þessu máli og sagðist myndu láta skoða það sérstak- lega. Góður árangur með ómerktum lögreglubílum Einn fundarmanna sagði greinilegt að löggæsla í Breið- holtinu væri ónóg og að fjölga þyrfti í lögregluliðinu þar. Aðr- ir lýstu þeirri skoðun sinni að löggæslan þyrfti að vera sýni- legri en nú er, varla sæist lög- reglubíll í hverfinu, hvað þá einkennisklæddir lögreglu- þjónar. Sagði Geir Jón að fjöldi lög- reglumanna miðaðist við það fjármagn sem veitt væri til málaflokksins. Fjárlög væru sett á Alþingi og lögreglan þyrfti að fara að þeim eins og öðrum lögum. Hins vegar sagði hann spurningu hvort nýta mætti fjármagnið betur og í því sambandi benti hann á að í dag væri í raun ekki þörf fyrir að hafa lögreglustöð í hverju hverfi. Tæknin væri slík að hægt væri að hafa lög- reglumennina í bílum þar sem væri tölvu- og fjarskiptaútbún- aður, og þannig nýttist mann- skapurinn á götunum í stað þess að sitja við síma inni í stöð. Hvað varðar sýnileikann sagði Geir Jón að það kæmi sér á óvart að fólk óskaði eftir því að sjá lögreglu meira því venjulega bæri mest á henni þegar eitthvað væri að. Hann sagði lögregluna hafa tekið upp breytt kerfi þar sem ómerktir bílar eru látnir skanna hverfin og þannig hefði tekist að hafa hendur í hári fjölmargra afbrotamanna sem ekki væru jafn varir um sig og ella. Þannig skipti sýnileikinn ekki alltaf mestu máli enda væri ljóst að afbrotamenn þróuðu sínar vinnuaðferðir mjög vel. Veggjakrotarar oft fullorðið fólk Einn fundargesta sagði veggjakrot hvimleitt í hverfinu og engu líkara en að um farald væri að ræða. Spurði viðkom- andi hvort eitthvað væri hægt að gera til að spyrna gegn þessu. Karl Steinar sagði mikil- vægt að kalla lögreglu til þeg- ar viðkomandi yrði veggja- krotsins var eða stæði veggjakrotara að verki. Krotið væri þá myndað og málið skoð- að með hliðsjón af upplýsing- um lögreglu. Reynt væri að mála yfir veggjakrot eins fljótt og mögulegt væri enda virtist sem veggjakrotarar hefðu til- hneigingu til að bæta við þar sem krot væri fyrir. Hann sagði athyglisvert að í mörgum tilfellum væri ekki um krakka eða unglinga að ræða heldur fólk sem komið væri yfir tví- tugt. Kona ein kvartaði undan því að þegar hún hringdi til lög- reglu til að tilkynna um sölu fíkniefna í hvefinu hafi hún fengið þau svör frá viðkomandi lögreglumanni að það væru bara tveir á vaktinni og sá sem talaði þyrfti að sitja við sím- ann. Geir Jón sagði þetta dæmi um röng svör. Viðkomandi lög- reglumaður hefði að sjálfsögðu átt að senda á staðinn lög- reglumanninn sem var á ferð um hverfið. Rítalín gangi kaupum og sölum Önnur kona sagðist ánægð með stöðu mála í hverfinu enda hefði ástandið verið mun verra þar sem hún bjó áður. Hún sagðist hins vegar vilja fá meiri upplýsingar um það sem væri að gerast í hverfinu hverju sinni. Þannig hefði hún heyrt hjá stúlku í tíunda bekk að rítalín gengi kaupum og sölum meðal unglinga um þessar mundir og spurði hún við- stadda hvort þeir vissu af því. Sömuleiðis sagðist hún hafa frétt að öfuguggi hefði verið á ferðinni í hverfinu nýlega. Sagði Karl Steinar nethópana einmitt geta nýst í slíkum til- fellum, til að koma upplýsing- um og ábendingum til foreldra. Sagðist hann vilja vinna með íbúum að því að slíkur nethóp- ur yrði að raunveruleika og gerðu fundargestir góðan róm að því. Fleiri mál voru til umræðu á borð við bílastæðavandamál þar sem óviðkomandi legðu í stæði sem tilheyrðu fjölbýlis- húsunum, hópamyndum í Elliðaárdalnum og mikilvægi samstarfs lögreglu og for- eldra. Lögðu fulltrúar lögregl- unnar áherslu á mikilvægi ábendinga íbúa, bæði varðandi einstök mál en einnig um það sem betur mætti fara í starfi lögreglu. Var ekki annað að heyra en fundargestum hefði þótt fundurinn fróðlegur og lýstu báðir aðilar yfir vilja til að leikurinn yrði endurtekinn síðar meir. Áhyggjur íbúa viðraðar á opnum fundi þar sem löggæslumál í hverfinu voru rædd Morgunblaðið/Jim Smart Frá lögreglunni voru Jónína Sigþrúður Sigurðardóttir, yf- irmaður fjarskiptamiðstöðvarinnar, Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn. Fundarstjóri var Þorbjörn Guðmundsson. Skellinöðrur, veggjakrot og löng bið eftir aðstoð Morgunblaðið/Jim Smart Fram kom vilji lögreglu til að útbúa netfangalista þannig að hægt væri að senda íbúum ábendingar og upplýsingar um það sem er að gerast í löggæslumálum hverfisins hverju sinni. Breiðholt ÞEIR fúlsuðu ekki við veislu- föngunum, litlu gestirnir sem tóku þátt í vígsluhátíð nýja fjögurra deilda leikskól- ans á Hörðuvöllum í Hafn- arfirði síðastliðinn miðviku- dag. Skólinn er byggður á gömlum merg því Verka- kvennafélagið Framtíðin stofnaði leikskóla á þessum stað árið 1935 og rak hann til ársins 1997. Framkvæmdir við skólann hófust síðastliðið haust og er miðað við að samtímis verði þar um 90 til 100 börn. Bygg- ingin og rekstur leikskólans var boðið út sem einka- framkvæmd en það er FM- hús ehf. sem er eigandi og rekstraraðili húsnæðisins. Aðalverktaki við bygg- inguna var Fjarðarmót ehf. en hönnuðir voru Arkitektar Bergstaðastræti 10, Land- mótun ehf. og VSÓ-ráðgjöf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr leik- skóli á göml- um merg Hafnarfjörður FÉLAGSMÁLANEFND Mosfellsbæjar hefur ákveðið að bjóða Mosfell- ingum að taka þátt í nám- skeiði um fjármál heimilis- ins. Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar leiðir til að takast á við fjárhagsvand- ann og m.a. kynntar að- ferðir til að takast á við kvíða vegna áhyggna af fjármálum. Námskeiðið, sem er haldið í samvinnu við Lágafellssókn, Rauða- krossinn og Búnaðarbank- ann, er í samræmi við starfsáætlun félagsmála- sviðs Mosfellsbæjar fyrir árið 2002 að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bænum, en þar er gert ráð fyrir að hafist verði handa um að efla sam- vinnu við aðrar stofnanir samfélagsins sem hafa það að markmiði að aðstoða fólk við að leysa úr fjár- málavanda. Um er að ræða fimm daga námskeið sem hefst fimmtudaginn 16. maí. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og verður farið með allar upplýsing- ar sem trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum félags- málasviðs Mosfellsbæjar. Félagsmálanefnd í samvinnu við einkaaðila Stendur fyrir námskeiði um fjármál heimilisins Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.