Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 1
109. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. MAÍ 2002 SJÖ manns fórust og tíu slösuðust alvarlega í lestarslysi sem varð um hádegisbilið í gær skammt norður af London í Bretlandi. Um sjötíu manns fengu minni háttar áverka. Slysið átti sér stað við Potters Bar- lestarstöðina en talið er að þrír af fjórum vögnum lestarinnar hafi lent út af spori, með þeim afleiðingum að sá aftasti endastakkst fram á við og hafnaði á hlið á brautarpallinum. Aðstæður á slysstað voru slæmar. 151 farþegi var í lestinni, þar af um þrjátíu í aftasta vagni lestarinnar, þeim sem kastaðist fram á við eftir að hún fór út af sporinu. Voru þeir sem létust allir í honum. „Aðstæð- urnar voru eins og ef sprengja hefði sprungið,“ sagði John Fuller, sem vitni varð að slysinu. Lestin var á leið frá Kings Cross í London til Kings Lynn í Norfolk- héraði. Sagði lögreglan að svo virtist sem lestin hefði farið út af sporinu skömmu áður en hún kom að Potters Bar-lestarstöðinni. Er talið að lestin hafi verið á um 160 km hraða þegar slysið átti sér stað enda átti hún ekki að hafa viðkomu á Potters Bar. Stephen Byers samgönguráð- herra hefur þegar fyrirskipað rann- sókn á tildrögum slyssins í gær. Fullyrt var að aðskotahlutur hefði legið á lestarteinunum og líklega valdið því, að lestin fór út af sporinu, en þær fregnir höfðu ekki fengist staðfestar. Potters Bar-lestarstöðin er ekki fjarri Hatfield en þar fórust fjórir þegar lest fór út af spori í október 2000. Var slæmu viðhaldi lestarteina kennt um það slys. Lestarslys hafa verið býsna tíð í Bretlandi á undan- förnum árum. Þannig fórst 31 maður í árekstri tveggja lesta í október 1999 við Paddington-lestarstöðina í London og sjö fórust í öðru slysi á svipuðum slóðum í september 1997. Reuters Björgunarmenn á slysstaðnum í gær. Aftasti vagn lestarinnar hafnaði skáhallt á hlið á brautarpallinum. Sjö fórust í lestar- slysi í útjaðri London London. AFP. ÍSRAELSKI herinn dró sig í gær frá Betlehem en fyrr um daginn hafði tekist að binda enda á umsátur ísraelskra hermanna við Fæðingar- kirkjuna, þar sem á annað hundrað Palestínumenn hefur hafst við und- anfarnar sex vikur. Ísraelar héldu áfram að draga saman lið í nágrenni Gaza-svæðisins en óttast er að þeir hyggist efna til hernaðaraðgerða þar til að hefna sjálfsmorðsárásar suður af Tel Aviv á þriðjudagskvöld. Fjöl- miðlar í Ísrael sögðu þó að Binyamin Ben-Eliezer varnarmálaráðherra hefði ákveðið að skjóta aðgerðunum á frest vegna þess að upplýsingar um eðli þeirra og umfang hefðu lekið út. Þrjátíu og níu palestínskir byssu- menn voru í hópi þeirra sem í gær yf- irgáfu Fæðingarkirkjuna í Betle- hem. Samkomulagið um endalok umsátursins fól í sér að þeir færu í útlegð, og fóru þrettán þeirra rak- leiðis til Kýpur. Þar verða þeir uns ákvörðun hefur verið tekin um hvaða lönd taki við þeim en Ítalía, Spánn, Austurríki, Grikkland, Írland, Lúx- emborg og Kanada hafa verið nefnd í því sambandi. Shimon Peres, utan- ríkisráðherra Ísraels, sagði hins veg- ar að Ísraelar áskildu sér rétt til að krefjast framsals mannanna. Óhrein en ekki skemmd Tuttugu og sex Palestínumenn, sem einnig voru eftirlýstir af Ísr- aelum, fóru hins vegar til Gaza og var þeim þar fagnað sem hetjum og sagði yfirmaður í öryggissveitum Palestínumanna að þeir yrðu hvorki handteknir né dregnir fyrir dóm. Kirkjuleiðtogar og blaðamenn sem fengu að fara inn í Fæðingar- kirkjuna í gær sögðu hana óskemmda en mjög óhreina eftir fimm vikna umsátur. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði sam- komulagið í gær „mikilvægt skref“ og í sama streng tók George W. Bush Bandaríkjaforseti. Arafat var spurður um líkurnar á því að Ísraelar létu senn til skarar skríða á Gazasvæðinu og sakaði hann þá Ísraelsstjórn um að hafa framið glæpi gegn Palestínumönn- um. Peres, sem staddur var í Róm, sagði að ef til hernaðaraðgerða kæmi á Gazasvæðinu myndi það verða markmið þeirra að uppræta alla hryðjuverkastarfsemi. Ísraelski herinn far- inn frá Betlehem Reuters Hópur Palestínumanna yfirgef- ur Fæðingarkirkjuna í gær. Betlehem, Washington, Gaza. AFP, AP. STJÓRNMÁLAFLOKKAR í Hol- landi hyggjast ekki nota síðustu dag- ana fyrir þingkosningarnar á mið- vikudag til að berjast um stuðning kjósenda en baráttunni var frestað í vikunni til að heiðra minningu Pim Fortuyins. Hann var myrtur á mánu- dag og var útförin gerð í gær í Rott- erdam að viðstöddu fjölmenni. Öfgafullur dýraverndunarsinni, Volkert van der Graaf, er í haldi og talið að hann sé banamaður leiðtog- ans en maðurinn var handtekinn á vettvangi og ýmis gögn þykja benda til að hann sé sekur. Síðustu skoðanakannanir fyrir morðið bentu til þess að hægriflokk- ur Fortuyns myndi fá 20–25 af 150 sætum á þingi og allt að 18% at- kvæða. Næst verða birtar niðurstöð- ur kannana á mánudag. Flokkur Fortuyns hefur ekki kosið sér nýjan leiðtoga og nafn Fortuyns verður á kjörseðlum, ekki er tími til að útbúa nýja. Til greina kom að fresta kosningunum vegna atburðar- ins en Wim Kok forsætisráðherra ákvað eftir samráð við liðsmenn Fortuyns og aðra að gera það ekki. Kosninga- baráttu lok- ið í Hollandi Haag, Amsterdam. AFP, AP.  Þúsundir/26 DANSKA ríkið og sveitarfélögin hafa ekki lengur efni á að standa ein undir heimilishjálp við aldrað fólk. Vegna þess hefur verið ákveð- ið að gera tilraun í Kaupmannahöfn með nýtt fyrirkomulag, sem felst í því, að sjálfboðaliðar annist þetta starf í samvinnu við launað starfs- fólk. Þá er hugmyndin einnig sú, að aldrað fólk, sem er við góða heilsu, hjálpi því, sem er sjúkt. Henriette Kjær, félagsmálaráð- herra Danmerkur, vonast til, að þetta fyrirkomulag verði tekið upp um alla Danmörk. „Sjálfboðaliði, sem þiggur engin laun en vinnur verkið vegna þess, að hann hefur áhuga á því, mun veita öldruðu fólki alveg nýja ör- yggistilfinningu. Staðreyndin er líka sú, að þótt við ættum fúlgur fjár, gætum við ekki útvegað reynt fólk eða menntað í þessari grein,“ sagði Kjær. Þetta kom fram í Berl- ingske Tidende í gær. Inger Marie Bruun-Vierø, sem fer með heilbrigðismál í borg- arstjórninni í Kaupmannahöfn, seg- ir, að sjálfboðaliðarnir eigi að létta undir með fagfólkinu svo það geti einbeitt sér að aðhlynningu og þrif- um. „Það er skortur á vinnuafli í þess- ari grein og hið opinbera ræður ekki lengur við þessa þjónustu eitt og sér,“ segir Bruun-Vierø og hún neitar því, að þessi nýja hugmynd sé bein afleiðing af niðurskurði á þessu sviði. Hugmyndin er, að sjálfboðalið- arnir aðstoði fólkið við að matast, lesi fyrir það upp úr blöðunum og fylgi því til dæmis í kirkju en fyrst og fremst eiga þeir að gefa sér tíma til að ræða við fólkið og vera því fé- lagar. Er fyrirmyndin að sumu leyti sótt til Bandaríkjanna. Heimilis- hjálp verði að hluta sjálfboða- starf ELLEFU meðlimir fram-kvæmdastjórnar Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins (FIFA) hafa höfðað mál fyrir sviss- neskum dómstólum á hendur Sepp Blatter, forseta sam- bandsins. Þeir telja Blatter hafa brotið lög og saka þeir hann m.a. um að hafa notað fjármuni FIFA til að kaupa sér atkvæði vegna forsetakjörs FIFA, sem fram fer 29. maí nk. Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), er í fararbroddi ell- efumenninganna ásamt Issa Hayatou frá Kamerún, forseta Afríska knattspyrnusambands- ins, en Hayatou hefur tilkynnt mótframboð sitt gegn Blatter. Málshöfðunina byggja Jo- hansson og félagar á skýrslu um fjármál FIFA sem fram- kvæmdastjóri sambandsins, Michel Zen-Ruffinen, sendi frá sér í síðustu viku. Blatter vísar sem fyrr öllum ásökunum um fjármálamisferli á bug og segir að verið sé að reyna að bola sér úr embætti með öllum ráðum. Höfða mál á hendur Blatter París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.