Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 53
persónulega nálægð, léttan al-
mennan söng og í bænastund eru
beðnar bænir sem konur hafa sett
í bænakörfu. Kvennakirkjan er
sjálfstæður hópur innan íslensku
þjóðkirkjunnar og fá félagskonur
fréttabréf mánaðarlega þar sem
sagðar eru fréttir af starfseminni.
Hægt er að vera áskrifandi að
fréttabréfinu án þess að gerast fé-
lagskona.
Gullna hliðið
í Fella- og Hólakirkju
VORHÁTÍÐ Fella- og Hólakirkju
verður haldin sunnudaginn 12.
maí kl. 11.
Þá mun barnakór kirkjunnar
halda tónleika. Auk þess munu
börn úr barnastarfi kirkjunnar
sýna einfalda útfærslu á leikritinu
„Gullna hliðið“. En barnakórinn
mun einnig taka þátt í uppfærsl-
unni og syngja ljóð Davíðs Stef-
ánssonar sem samin voru við leik-
ritið.
Eftir það verða leiktæki fyrir ut-
an kirkjuna opin og munu kirkju-
gestir geta gætt sér á pylsum og
gosi fyrir 100 krónur.
Vorferðalag
Laugarneskirkju
og Foreldrafélags
Laugarnesskóla
NÚ blásum við til vorferðar í
Laugarnesi. Komið verður saman í
kirkjunni kl. 11:00 á morgun,
sunnudag 12.5., en rútur standa á
hlaðinu uns lagt verður í hann upp
í Vindáshlíð, þar sem vorið og
fuglarnir bíða eftir okkur.
Þar fer fram stutt og vel skipu-
lögð dagskrá með frjálsu vali eftir
veðri og vindum. Sóknarnefndin
og stjórn foreldrafélagsins grilla
ofan í mannskapinn. Fararstjórar
verða Jón Birgir Gunnarsson for-
maður foreldrafélagsins, sr.
Bjarni Karlsson og Hrund Þór-
arinsdóttir, djákni. Kjörorð ferð-
arinnar er: „Allir aldurs- og
heilsufarshópar saman.“ Komið
heim kl. 15:30.
Verð fyrir fullorðna er kr.
1000.- með rútu og öllu (750.- sé
komið með einkabíl) En börn,
eldriborgarar og öryrkjar greiða
kr. 500.- Fjölmennum nú!
Undirbúningsnefnd.
Bjarta vor – tónleikar
í Háteigskirkju
BJARTA vor er yfirskrift tónleika
sem Stúlkna- og barnakórar Há-
teigskirkju halda á morgun sunnu-
daginn 12. maí í Háteigskirkju og
hefjast þeir kl. 17:00.
Þarna koma fram um 90 börn og
unglingar á aldrinum 6–15 ára.
Stjórnandi kóranna er Birna
Björnsdóttir, undirleikari er Ást-
ríður Haraldsdóttir einnig koma
fram þær Magdalena Olga Dubik
sem leikur á fiðlu og Gunnhildur
Vala Hannesdóttir sem leikur á
flautu. Aðgangseyrir á tónleikana
er kr. 800 sem rennur í ferðasjóð
Stúlknakórsins.
Með þessum tónleikum ljúka
barnakórarnir vetrarstarfi sínu
sem hefur verið öflugt í vetur. Fé-
lagar Stúlknakórsins halda áfram
og eru nú í júní að fara í sínu
fyrstu utanlandsferð og er ferð-
inni heitið til Toskana á Ítalíu þar
sem þær munu meðal annars koma
fram í Dómkirkjunni í Massa.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 53
Neskirkja. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
áhugamanna kl. 17. Á efnisskrá eru verk
eftir Urbancic, Sigfús Einarsson og Gersh-
win. Einsöngvari Kristín Ragnhildur Sigurð-
ardóttir. Einleikarar Sigurður Flosason, Jó-
el Pálsson, Ólafur Jónsson og Helga
Bryndís Magnúsdóttir. Stjórnandi Ingvar
Jónsson.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa-
vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir,
spurt og svarað. Á laugardögum starfa
barna- og unglingadeildir. Létt hressing
eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Safnaðarstarf
FJÖLMARGIR keppendur voru
skráðir til leiks í mótið að þessu sinni.
Samhliða Íslandsmeistarakeppninni
var boðið upp á bikarkeppni fyrir pör
sem keppa með frjálsri aðferð. Eins
var keppt um Íslandsmeistaratitil í
línudönsum.
Dómarar keppninnar voru fimm
og var enn og aftur stuðst við útlenda
dómara. Hvort þeir hafa allir at-
vinnumannaréttindi veit ég ekki,
vona svo sannarlega að svo hafi verið.
Það væri til háborinnar skammar að
bjóða keppendum í grunnaðferð upp
á annað en faglærða dómara, þ.e.
dómara sem lokið hafa prófi í dansi
og hafa því þá þekkingu sem til þarf,
til að dæma dans með grunnaðferð.
Keppt hefur verið í dansi með
tveimur aðferðum, frjálsri aðferð og
grunnaðferð. Munurinn á þessum að-
ferðum er í raun mjög einfaldur. Í
grunnaðferð er stuðst við ákveðnar
viðurkenndar sporabækur og ber
keppendum að fara eftir því sem
þar er gert, með engum undan-
tekningum. Hinsvegar er keppt með
frjálsri aðferð, þar sem hugurinn fær
að ferðast um dansheiminn nánast að
eigin geðþótta. Báðar aðferðir tengj-
ast mjög sterkum böndum. Frjálsa
aðferð dansar jú enginn vel nema
hafa grunninn á hreinu, svo mikið er
víst. Eins er frjálsa aðferðin
skemmtilegt og krefjandi framhald
af grunnaðferðinni.
Í heild sinni gekk keppnin vel fyrir
sig, þó ekki alveg hnökralaust. Það
var svona eins og hún hikstaði svolít-
ið til að byrja með á laugardaginn.
Var það fyrst og fremst vegna þess
að verið var að bíða eftir pörum sem
skiluðu sér ekki á gólfið, á stundum
pörum sem var búið að afskrá. Eins
var verið að bíða eftir pörum sem
ekki voru tilbúin. Auðvitað getur
slíkt alltaf komið fyrir, sérstaklega
hjá pörum sem eru að keppa í fyrsta
skipti, en þetta er ófyrirgefanlegt af
pörum sem eru vanir keppnisdans-
arar.
Ein skemmtilegasta innkoma um
helgina var keppni í línudansi. Hóp-
arnir settu mjög mikinn og skemmti-
greinum í flokki unglinga I. Mikil
gæði! Mikil framför! Það er greini-
legt að þau hafa lagt vinnu í að laga
tæknina og eru komin á mikið skrið á
ný. Það er mjög ánægjulegt því mér
finnst eins og þau hafi staðnað svolít-
ið á tímabili. Jón Eyþór og Elína
Helga urðu í 2. sæti í sígildu sam-
kvæmisdönsunum. Þau áttu mjög
góðan dag og hafa sýnt miklar fram-
farir í vetur. Mættu vera svolítið
kraftmeiri á gólfinu! Í öðru sæti í
suður-amerísku dönsunum urðu
Valdimar Elí og Rakel. Það var mjög
verðskuldað hjá þeim. Þau sýndu
miklar framfarir og mikinn karakter!
Í flokki unglinga II hrepptu Pétur
og Ása Karen 1. sætið. Þau hafa sýnt
töluverðar framfarir, en þyrftu að
hafa meiri samkeppni í flokki sínum.
Mér fannst þau nokkuð stöðug í sí-
gildu dönsunum, en mættu sýna
meiri lit í suður-amerísku dönsunum.
Í flokki fullorðinna sigruðu Ómar
Örn og Jacqui. Dans þeirra er mjög
hreinn og áreynslulaus með öllu.
Ákaflega vel gert og snyrtilegt!
Úrslit í öðrum flokkum helgarinn-
ar birtast í blaðinu á næstu dögum.
Úrslit í K-flokkum
Börn I K, í báðum greinum
1. Alex F. Gunnarss./Vala B. Birgisd. DÍK
2. Davíð Ö. Pálss./Elísabet Jónsd. DÍK
Börn II K,
suður-amerískir dansar
1. Magnús A. Kjartanss./Ragna B. Bernburg
DÍK
2. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. DÍH
3. Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd. DÍH
4. Júlí H. Halldórss./Rakel S. Björnsd. GT
5. Sigtryggur Haukss/Eyrún Stefánsd. GT
6. Torfi Birningur/Telma Ólafsd. GT
Börn II K,
sígildir samkvæmisdansar
1. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. DÍH
2. Sigurður M. Atlas./Sara R. Jakobsd. DÍH
3. Magnús A. Kjartanss./Ragna B: Bernburg
DÍK
4. Sigtryggur Haukss/Eyrún Stefánsd. GT
5. Júlí H Haukss./Rakel S: Björnsd. GT
6. Torfi Birningur/Telma Ólafsd. GT
Unglingar I K,
sígildir samkvæmisdansar
1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV
2. Jón E. Gottskálkss./Elín H. Jónsd. ÍR
3. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd. ÍR
4. Valdimar E. Kristjánss./Rakel Guð-
mundsd. ÍR
5. Arnar M Einarss./Helena Jónsd. DÍK
6. Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard. GT
7. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd.
GT
Unglingar I K,
suður-amerískir dansar
1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV
2. Valdimar E. Kristjánss/Rakel Guð-
mundsd. ÍR
3. Adam E. Bauer/Þóra B. Sigurðard. GT
4. Karl Bernburg/Helga S. Guðjónsd. ÍR
5. Jón E. Gottskálkss./Elín H. Jónsd. ÍR
6. Arnar M. Einarss/Helena Jónsd. DÍK
7. Alexander Mateev/Olga E. Þórarinsd. GT
Unglingar II K, báðar greinar
1. Pétur Kristjánss/Ása K. Jónsd. ÍR
Fullorðnir K, báðar greinar
1. Ómar Ö. Sæmundss/Jacqui MacGreal
DÍKMagnús Arnar Kjartansson
og Ragna Björk Bernburg
gerðu það gott um helgina.
Arnar Georgsson og Tinna Rut Pétursdóttir dönsuðu vel um helgina. Stefán Óli Long og Málfríður Jökulsdóttir á fullri ferð.
Línudansarar settu svip
á Laugardalshöllina
Jón Pétur Úlfljótsson
DANS
Laugardalshöll
ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI
Í SAMKVÆMISDÖNSUM
Helgin 4.–5. maí
legan svip á Höllina. Þeir fjölmenntu
og hvöttu sitt fólk mjög dyggilega og
var oft á tíðum kátt í Höllinni.
Heldur var fámennt í hópi áhorf-
enda fannst mér, kannski var það
vegna þess hvernig keppnin var upp
sett. Einnig getur verið að Laugar-
dalshöllin sé einfaldlega alltof stór
fyrir keppni af þessari stærðar-
gráðu! Sérstaklega var þó tómlegt
um að litast á sunnudaginn. Á hinn
bóginn ber hinsvegar að líta á það að
í húsinu er frábær aðstaða fyrir
íþróttafólkið og aðstandendur og
gerist var betri á landinu.
Hér á eftir fara nokkrar umsagnir
um pörin sem háðu baráttu um Ís-
landsmeistaratitla í samkvæmis-
dönsum með grunnaðferð.
Sigurvegarar í flokki börn I, báð-
um greinum, voru Alex Freyr og
Vala Björk. Mjög efnilegt par sem
dansaði ákaflega vel. Þau voru vel
að sigrinum komin. Í öðru sæti,
einnig í báðum greinum, voru Dav-
íð Örn og Elísabet, sem eru einnig
ákaflega efnilegt par og
svo sannarlega á réttri leið.
Í flokki börn II sigruðu
Magnús og Ragna Björk í suður-
amerískum dönsum. Var það
mjög verðskuldaður sigur og
gaman að sjá þá miklu framför
sem þau hafa sýnt síðan í
Blackpool um páskana. Þau eru
komin á gott skrið á ný. Fast á
hæla þeirra fylgdu Jökull og
Denise. Þau eru mjög sterkt par
og baráttan í þessum flokki var
hörð og stóð, að mínu mati, milli
þessara tveggja para. Í sígildu
dönsunum sigruðu svo Jökull og
Denise. Þau dönsuðu mjög vel
og snyrtilega, og kom sigurinn
skemmtilega á óvart. Þau
mættu sýna svolítið meiri út-
geislun á gólfinu. Í 2. sæti voru svo
Sigurður Már og Sara Rós. Þau eru
á mikill siglingu núna og hafa sýnt
miklar framfarir. Mjög efnilegt par!
Haukur Freyr og Hanna Rún
sigruðu mjög örugglega í báðum
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Jó
n
Sv
av
ar
ss
on