Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÆKKUN síðustu vikna á ávöxt-
unarkröfu húsbréfa er líklega að-
eins byrjunin á lækkun ávöxtunar-
kröfu skuldabréfa næstu mánuði, að
mati Más Wolfgangs Mixa hjá
Sparisjóði Hafnarfjarðar, en eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær er
ávöxtunarkrafa og afföll húsbréfa á
niðurleið.
„Vaxtamunur á milli evrulanda og
Íslands er enn mikill, reyndar eru
vextir enn mun hærri hér á landi en
vextir sambærilegra ríkisbréfa á
evrusvæðinu. Möguleikar á lækkun
ávöxtunarkrafna skuldabréfa eru
því miklir og litlar blikur á lofti um
að vextir fari upp á nýjan leik næstu
misserin,“ segir Már.
Hann vitnar í skýrslu Íbúðalána-
sjóðs frá í gær þar sem kemur fram
að fjöldi nýbygginga árin 2001 og
2002 eru umfram spár um áætlaða
nýbyggingaþörf árin 2002 til 2005.
Íbúðalánasjóður telji að haldi þessi
þróun áfram muni myndast offram-
boð á fasteignamarkaði, sem leiði til
verðhjöðnunar.
Leiðir til stöðugleika
á fasteignaverði
„Auk þess eru margfeldisáhrif að
eiga sér stað. Hækkun ávöxtunar-
kröfu húsbréfa leiddi til hærri af-
falla. Þetta varð til þess að seljendur
fasteigna kröfðust hærra verðs á
fasteignum sem jók verðbólgu. Nú,
þegar ávöxtunarkröfur húsbréfa
lækka, verða afföllin minni. Það leið-
ir til stöðugleika á fasteignaverði og
minni verðbólgu. Slík þróun gerir
Seðlabankanum kleift að lækka
stýrivexti enn frekar sem stuðlar að
frekari lækkun vaxtaferlisins,“ segir
Már Wolfgang Mixa.
Lækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa
Aðeins byrjunin á
lækkun ávöxtunar-
kröfu skuldabréfa
STUTTFRÉTTIR
● RANNVEIG Sigurðardóttir hefur
verið ráðin hagfræðingur á hag-
fræðisviði Seðlabanka Íslands frá 1.
apríl sl. Hún vinn-
ur við hag-
fræðilegar rann-
sóknir, tekur þátt
í almennri grein-
ingu á ástandi og
horfum í efna-
hagsmálum og
mun skrifa í rit
bankans eins og
Peningamál. Þá
mun hún aðstoða við ritstjórn Fjár-
málatíðinda. Fyrsta stóra rannsókn-
arverkefni Rannveigar mun lúta að
samspili ákvarðana sjálfstæðs
seðlabanka og aðila vinnumarkaðar.
Rannveig útskrifaðist sem hag-
fræðingur frá Gautaborgarháskóla í
Svíþjóð árið 1990. Að námi loknu
hóf hún störf á Hagstofunni en réðst
til BSRB og var hagfræðingur sam-
takanna til ársins 1999 er hún var
ráðin hagfræðingur ASÍ. Hún gegndi
því starfi þar til hún tók við starfinu
hjá Seðlabankanum.
Eiginmaður Rannveigar er Her-
mann Þórisson, rannsóknaprófessor
við Háskóla Íslands, og eiga þau tvö
börn.
Samkvæmt upplýsingum frá Hall-
dóri Grönwold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóra ASÍ, hefur hagfræð-
ingur ekki verið ráðinn í stað
Rannveigar Sigurðardóttur til sam-
bandsins, en stefnt sé að því að svo
verði gert á allra næstu dögum.
Rannveig
Sigurðardóttir
hagfræðingur
hjá Seðlabanka
● BÚNAÐARBANKI Íslands hefur
aukið eignarhlut sinn í Fjárfesting-
arfélaginu Straumi hf. úr tæpum
3,7% í rúm 12,3%, eða um 8,6%.
Nafnverð hlutar bankans nemur nú
342,9 milljónum króna en þar af
eru 103 milljónir vegna framvirkra
samninga, segir í tilkynningu. Nafn-
verðsaukningin nemur um 240
milljónum króna að nafnverði og sé
miðað við lokagengi bréfanna á VÞÍ
í gær, sem var 3,14, nemur kaup-
virðið röskum 750 milljónum króna.
Þá hefur Fjárfestingarfélagið
Straumur selt eigin bréf að nafn-
verði 143,5 milljónir króna á verð-
inu kr. 3,14. Söluverðmæti er því
450 milljónir. Eigin bréf Straums
eftir söluna eru að nafnverði 350
þúsund krónur, að því er segir í til-
kynningu.
Búnaðarbanki kominn
með 12,3% í Straumi
● BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið
að lækka vexti óverðtryggðra útlána
um 0,30 prósentustig. Lækkun inn-
lánsvaxta er heldur minni eða á
bilinu 0,15–0,25 prósentustig, mis-
munandi eftir einstökum innláns-
formum bankans. Þessar breytingar
á vaxtakjörum Búnaðarbankans eru í
beinu framhaldi af lækkun Seðla-
banka á stýrivöxtum um 0,30 pró-
sentustig fyrr í vikunni.
„Búnaðarbankinn fagnar ákvörðun
Seðlabankans um lækkun stýrivaxta
en vill jafnframt vekja athygli á því að
til að peningamarkaðsvextir geti að
fullu fylgt þessari breytingu eftir er
nauðsynlegt að gera ákveðnar breyt-
ingar á fyrirkomulagi endurhverfra
viðskipta, þannig að millibankavextir
verði skýrar tengdir stýrivöxtum en
verið hefur. Ella er hætta á að vænt-
ingar um frekari vaxtalækkanir nái
ekki fram að ganga,“ segir í frétt frá
Búnaðarbankanum.
Búnaðarbankinn
lækkar vexti
ENDURSKIPULAGNINGU Prent-
smiðjunnar Gutenberg er lokið og
hefur hún hafið starfsemi í Síðu-
múla 16 þar sem Steindórsprent-
Gutenberg var áður til húsa. Prent-
smiðjurnar Steindórsprent-Guten-
berg og Grafík voru sameinaðar
undir nafni Gutenberg um síðustu
áramót. Grafík varð áður til við
sameiningu prentsmiðjunnar Eddu
og Prentsmiðju G. Ben. Prent-
smiðjan Gutenberg er í eigu Odda
og er önnur stærsta prentsmiðja
landsins. Framkvæmdastjóri Gut-
enberg er Sverrir D. Hauksson en
hann var áður framkvæmdastjóri
Grafíkur. Aðstoðarframkvæmda-
stjóri er Guðmundur Kristjánsson
en hann var áður framkvæmda-
stjóri Gutenberg.
Morgunblaðið/Golli
Sverrir D. Hauksson, framkvæmdastjóri Prentsmiðjunnar Gutenberg.
Endurskipulagningu
Gutenberg lokið
BALDUR Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að
ráðuneytið hafi í janúar síðastliðnum
svarað bréflega erindi sem Kaup-
thing New York sendi ráðuneytinu í
nóvember á síðasta ári.
Hann segir að einhver misskiln-
ingur sé á ferðinni hjá Kaupthing
New York, sem hann kunni ekki
skýringar á, ef fyrirtækinu hafi ekki
borist svarbréfið í hendur eins og
Heiðar Guðjónsson, forstöðumaður
eignastýringar fyrirtækisins sagði í
viðskiptablaði Morgunblaðsins síð-
astliðinn fimmtudag.
Heiðar sagði að í umræddu erindi
hefði Kaupthing New York kynnt
fjármálaráðuneytinu tillögu um að
fyrirtækið og ein stærsta fjármála-
stofnun Evrópu myndu taka að sér
útboð á 20 milljörðum króna í óverð-
tryggðum ríkisskuldabréfum til 10
ára. Hugmyndin hefði verið að þessi
skuldabréf yrðu seld erlendum fjár-
festum. Hann sagði að bréfið hefði
borist fjármálaráðuneytinu þegar
krónan hefði verið sem veikust og
hiklaust mátt túlka sem traustsyfir-
lýsingu við íslenskt efnahagslíf,
krónuna og trúna á minnkandi verð-
bólgu.
Ýmsir annmarkar
á hugmyndinni
Baldur segir að hugmynd Kaup-
thing New York hafi verið á þá leið
að ríkið færi í stóra útgáfu í sérstöku
samstarfi við einn tiltekinn aðila.
Farið hafi verið mjög ítarlega yfir
þessa hugmynd í fjármálaráðuneyt-
inu og haft samráð bæði við Seðla-
bankann, sem annist lántökur ríkis-
ins, og Lánasýslu ríkisins, sem hafi
einnig með skuldastýringu að gera.
Niðurstaðan hefði verið sú að þó
fagna bæri þeim áhuga erlendra fjár-
festa sem virtist vera fyrir hendi, og
Kaupthing byggði sitt erindi á, þá
væru ýmsir annmarkar og meinbug-
ir á því að ráðast í útgáfu og sölu rík-
isskuldabréfa með þeim hætti sem
hefði verið lýst, þ.e. að ganga til við-
skipta við einn aðila.
Hins vegar hefði verið bent á það
hvernig sala á innlendum ríkisverð-
bréfum hefði verið að þróast. Í því
fælist að innlendar og erlendar fjár-
málastofnanir stæðu jafnfætis með
kaup á skuldabréfaútgáfum íslenska
ríkisins. Baldur segir ljóst að fullur
áhugi sé fyrir því að gera það sem
þarf til að íslensk ríkisverðbréf séu
áhugaverður fjárfestingarkostur fyr-
ir erlenda aðila, sem hluti af því sölu-
kerfi sem er í gangi á markaðinum.
Stærð skuldabréfaútboða ráðist
auk þess alltaf að verulegu leyti af
lánsfjárþörf ríkissjóðs. Það sé því
ekki markmið að bjóða út stórar út-
gáfur án tengsla við skuldastýringar
og lánsfjárþörf að öðru leyti.
„Það þykir auðvitað áhugavert að
erlendir aðilar komi inn á markaðinn
hér á landi og taki þátt í þróun hans.
Þær breytingar sem unnið hefur ver-
ið að miða að því. Sú ákveðna hug-
mynd sem Kaupthing New York
lagði fram var hins vegar ekki talin
heppileg,“ segir Baldur Guðlaugs-
son.
Kaupþingi í New York
hefur verið svarað
JAPANSKIR ráðamenn búast við
hörðum átökum við andstæðinga
hvalveiða á ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins sem hefst í Japan 20.
maí nk. Japanar segjast ekki hafa í
hyggju að hætta hvalveiðum þrátt
fyrir að fjöldi þjóða hafi hvatt þá til
að hætta vísindaveiðum sínum á
hvölum.
Á fundinum munu Japanir sækj-
ast eftir heimild ráðsins til að auka
hvalveiðar sínar í vísindaskyni um
100 dýr á ári, m.a. á 50 sandreyðum í
Norður-Kyrrahafi sem þeir segja að
hafi umtalsverð áhrif á vöxt og við-
gang fiskistofna við landið. Til þessa
hafa Japanir veitt milli 400 og 500
hrefnur í vísindaskyni ár hvert en í
fyrra voru einnig veiddir 50 búrhval-
ir. Þá hyggjast Japanir einnig reyna
að fá aflétt banni við hvalveiðum í at-
vinnuskyni, sem staðið hefur frá
árinu 1986, og koma á nýju stjórn-
kerfi hvalveiða í heiminum. 18 þjóðir
innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa
hvatt Japani til að hætta nú þegar
hvalveiðum í vísindaskyni, enda
grafi veiðarnar undan valdi ráðsins.
Hinn 8. júní á síðasta ári gerðist Ís-
land að nýju aðili að samningi um
stjórnun hvalveiða, þó með fyrirvara
við ákvæði um bann við hvalveiðum í
atvinnuskyni, núllkvótann svo-
nefnda, og var tekið fram að fyrir-
varinn væri óaðskiljanlegur hluti af
aðildarskjalinu. Á ársfundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins í London á síðasta
ári ákvað ráðið með eins atkvæðis
meirihluta að það væri bært til að
taka ákvörðun um fyrirvara Íslands.
Í kjölfarið hafnaði ráðið fyrirvara Ís-
lands og þar með aðild þess að al-
þjóðasamningum um stjórnun hval-
veiða og að Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar
lýst því yfir að sú ákvörðun sé bæði
að efni og formi ólögmæt að þjóð-
arrétti og ákvörðunin hafi því engin
áhrif á stöðu Íslands sem aðili að Al-
þjóðahvalveiðiráðinu. Íslensk sendi-
nefnd mun sitja fund Alþjóðahval-
veiðiráðsins í Japan og er Stefán
Ásmundsson formaður hennar.
Japanir vilja auka
hvalveiðar
Morgunblaðið/Ómar
Hnúfubakur í Faxaflóa.
● GENGI hlutabréfa í deCODE, móð-
urfélagi Íslenskrar erfðagreiningar,
lækkaði um 7,4% á Nasdaq í gær.
Síðustu viðskipti dagsins fóru fram á
verðinu 5,01 Bandaríkjadollar.
DeCODE lækkar
um 7,4%
TAP af rekstri AcoTæknivals hf. á
fyrstu þremur mánuðum ársins nam
16 milljónum króna eftir reiknaða
skatta. Heildartap síðasta árs var
1.082 milljónir. Rekstrarafkoman án
afskrifta (EBITDA) var jákvæð um 3
milljónir króna á fyrstu þremur mán-
uðum þessa árs en neikvæð um 843 á
öllu árinu 2001.
Í tilkynningu frá AcoTæknivali
segir að rekstur félagsins sé á réttri
leið eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs
og sé kominn í jafnvægi. Á síðasta ári
hafi Aco og Tæknival verið sameinuð
með það að markmiði að ná fram hag-
ræðingu í rekstri og endurskipu-
leggja fjárhag félaganna. Náðst hafi
góð stjórn á rekstri félagsins sem
endurspeglist í því að rekstrarkostn-
aður á fyrsta ársfjórðungi 2002 sé
undir áætlun. Rekstrarkostnaður
sameinaðs félags hafi lækkað mikið
frá sama tímabili árið 2001. Á árs-
grundvelli verði rekstrarkostnaður-
inn allt að 750 milljónum króna lægri
á árinu 2002 en árið 2001.
Veltufjármunir minnka
um 507 milljónir
Rekstrartekjur AcoTæknivals
námu 937 milljónum króna á fyrsta
ársfjórðungi sem er verulega undir
áætlun samkvæmt því sem fram
kemur í tilkynningu félagsins. Þar
segir hins vegar að framlegðarstig
hafi verið mjög gott enda hafi þjón-
ustutekjur aukist á milli ára. Þá segir
að eitt af markmiðum stjórnenda fé-
lagsins hafi verið að koma veltufjár-
munum félagsins í eðlilegt horf. Frá
síðustu áramótum hafi veltufjármun-
ir félagsins lækkað um 507 milljónir
og þeir fjármunir verið notaðir til að
greiða niður skammtímaskuldir fé-
lagsins sem hafa lækkað um 450
milljónir á sama tíma.
Starfsmenn AcoTæknivals voru
193 í lok mars síðastliðinn en í sam-
einingaráætlun félagsins var gert ráð
fyrir að stöðugildi yrðu um 200 í byrj-
un árs 2002.
Í tilkynningu félagsins segir að
samkvæmt gögnum Hagstofunnar
hafi orðið yfir 20% samdráttur í inn-
flutningi á tölvubúnaði á fyrsta árs-
fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.
Merkja megi þó aukna bjartsýni fyr-
irtækja almennt sem gefi fyrirheit
um að samdráttarskeiði sé að ljúka,
en gera megi ráð fyrir að markaður-
inn taki ekki við sér fyrr en í haust.
Félagið gerir ráð fyrir að rekstr-
arafkoma (EBITDA) á öðrum árs-
fjórðungi verði jákvæð.
Tap AcoTæknivals 16 milljónir króna
Rekstrarkostnaður
undir áætlun