Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Hjördís mín, ég sakna þín svo rosalega mikið. Það eru ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa því hversu sárt ég sakna þín og hversu stórt gat hefur myndast í líf mitt eftir að þú fórst. Ég get ekki trúað þessu, ég er alltaf að bíða eftir að þú komir hlaupandi til mín, faðmir mig og segir mér frá bókinni sem þú varst að klára. Þú varst svo mik- ill lestrarhestur, varst búin að lesa margfalt fleiri bækur en ég, þótt ég væri helmingi eldri en þú. Við átt- um eftir að gera svo rosalega margt og mikið saman en það verð- ur að bíða þar til við hittumst aftur. Ég hef alla tíð verið stoltur af þér alveg síðan ég kom upp á sjúkrahús klukkustund eftir að þú fæddist. Ég var búinn að eignast yndislega og fallega litla systur. Þegar þú byrjaðir í körfubolta gerðirðu mig rosalega stoltan og ánægðan, við áttum sameiginlegt áhugamál. Þú hafðir svo mikið keppnisskap, þótt þú hafir verið yngst og lágvaxin þá gafstu aldrei eftir. Þú varst lítill barráttujaxl sem gafst aldrei upp. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn. Manstu þeg- ar ég og Rakel vorum búin að lofa að fara með þig á Legally Blond og við fórum í vitlaust bíó. Þú varst pínusár en þegar við tókum spólu í staðinn og keyptum fullt af nammi og gosi lagaðist allt saman og þá fannst þér gaman. Mér fannst alltaf svo gaman þeg- ar þú varst búin að vera í heim- sókn, þú skildir alltaf eftir mynd eða einhver skilaboð á tölvuborðinu mínu. Þegar þú varst síðast í heim- sókn þá lá miði á borðinu, ,,mér þykir vænt um þig, Óli“, og skrif- aðir undir Hjördís. Ég hlakkaði svo til þegar þú ætl- aðir að koma og fara á Hard Rock og fá þér að borða á 10 ára afmæl- isdaginn þinn. Þá væri ég búinn í prófum og við hefðum gert eitthvað skemmtilegt saman eins og alltaf. Mér þykir líka vænt um þig, Hjördís mín, og ég á eftir að geyma allar góðu minningarnar um þig dýpst í hjarta mínu. Ég sakna þín rosalega sárt en ég veit að þú ert í góðum höndum og reyni ég að hugga mig við það. Svandísi og Narfa þykir rosalega vænt um þig og sakna þín voða sárt. Megi engl- arnir vaka yfir þér, ástin mín. Þinn bróðir, Ólafur Hrafn. Hjördís Lára, vinkona, nemandi og bekkjarsystir okkar, er dáin. Við getum bara ekki trúað því. Elsku Hjördís okkar, það var erfiður dagur í skólanum á mánu- daginn var. Stóllinn þinn var auður og á borðinu þínu var mynd af þér, kerti og englapóstkassi. Okkur líð- ur eins og þú hafir bara skroppið í frí og komir bráðum aftur til okkar, en raunveruleikinn er sá að við fáum þig ekki aftur til okkar, þú ert farin að eilífu á annan stað. Von- HJÖRDÍS LÁRA HJARTARDÓTTIR ✝ Hjördís LáraHjartardóttir fæddist á Patreksfirði 15. maí 1992. Hún lést af slysförum á heimili sínu 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Hjörtur Sig- urðarson, f. 7.7. 1956, og Sigríður Ólafs- dóttir, f. 14.9. 1964. Systkini Hjördísar eru Ólafur Hrafn, f. 15.3. 1982, Svandís Helga, f. 10.11. 1995, og Narfi, f. 8.10. 1997. Föðurforeldrar eru Sigurður Sigurðarson og Ingveld- ur Ásta Hjartardóttir. Móðurfor- eldrar eru Ólafur Þórður Ágústs- son og Hrafnhildur Ásbjörnsdóttir. Hjördís Lára var nemandi í Grunn- skólanum á Patreksfirði. Útför Hjördísar verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. andi er sá staður jafn fallegur og skemmti- legur og Kirsuberja- dalurinn í Nangijala. Við eigum svo margar góðar minn- ingar um þig Hjördís og þú varst alltaf svo kát og skemmtileg. Þú hafðir líka svo fjörugt ímyndunarafl, það var alltaf svo auðvelt hjá þér að finna upp á einhverju skemmti- legu að gera. Við söknum þín og mun- um aldrei gleyma þér, Hjördís okkar. Sofðu lengi, sofðu rótt. Seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Ástarkveðja, þínir bekkjarfélagar: Alfreð, Ágústa, Björg, Davíð, Eyjólfur, Guðmundur, Guð- rún, Halldór, Hildur, Jórunn, Pálmi, Rannveig, Rut, Saga, Sara, Ylfa og kennarinn þinn Rakel Fjeldsted. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þessi orð eiga svo sannar- lega vel við núna því að elskuleg frænka okkar er dáin svo skyndi- lega aðeins 9 ára gömul. Á svona stundum streyma minningarnar endalaust í hugann, og við systurn- ar erum svo heppnar að eiga alveg helling af yndislegum minningum sem þú gafst okkur. Það var okkur alltaf mikið tilhlökkunarefni að komast á Patró til ykkar systkin- anna, ömmu, afa og Frosta, því þar var alltaf líf og fjör og ýmislegt brallað. Þar sem við erum eiginlega öll jafngömul höfðu allir alltaf ein- hvern. Þú varst svo fjörmikil að það var alltaf mikið um að vera þegar við vorum öll saman, þú leiddir alla með þér í allskyns leiðangra um bæinn, upp í fjall eða út í skúr til afa. Við munum líka vel allar góðu stundirnar í vetur þegar þú komst í bæinn með Herði til að keppa í körfubolta, alveg eins og stóri bróðir þinn hann Óli Hrafn. Þó að þú hafir verið yngst í liðinu þá varstu samt best, það sannar best hvað þú varst alltaf mikill fjörkálf- ur. Elsku Hjördís okkar, engin orð geta nokkurntíma lýst því hversu sárt við söknum þín, stórt skarð hefur verið höggvið í frændsystk- inahópinn litla, en við viljum þakka þér fyrir þann yndislega tíma sem við áttum með þér allar þrjár og eftir hjá okkur sitja allar góðu stundirnar í huganum. Við biðjum þig, góði guð, að passa vel hana Hjördísi okkar. Minningin um þig mun ávallt vera í hjarta okkar, elsku Hjördís Lára. Elsku Hjörtur, Sigga, Óli Hrafn, Svandís Helga, Narfi, amma, afi og þið öll hin, okkar innilegustu ástar- og samúðarkveðjur. Inga Ásta, Sigurrós, og Agnes Freyja. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran.) Elsku litla Hjördís mín, ég veit að þú ert nú hjá Guði og englum hans. Þó svo að ég sjái þig ekki né heyri í þér veit ég að þú ert að fylgjast með okkur öllum hérna niðri. Þú varst og munt alltaf vera littla krúttið mitt sem gafst mér svo innilegt og gott faðmlag í hvert skipti er við hittumst. Öll þessi skipti sá ég aldrei annað en sól- skinsbros og gleði í andliti þínu. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig, snúllan mín, eins og þegar ég, Óli stóri bróðir, þú og Svandís fórum á frumsýninguna á Harry Potter. Manstu hvað það var gaman! Og þegar við komum heim gastu þulið upp í smáatriðum myndina fyrir foreldrum þínum. Ég lofa að klára að lesa allar Pott- er-bækurnar og segja þér frá þeim, músin mín. Ég vildi aðeins segja þér að þú veittir mér mikla gleði og ég er þakklát Guði fyrir að hafa kynnst svona yndislegri stelpu. Megi góð- ur guð styrkja fjölskyldu Hjördísar í sorg sinni, missir hennar er mikill. Rakel McMahon. Ég veit um lind sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna um lyf sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm sem brosir svo blítt að allir gleðjast. Um rödd sem vekur vonir, þá daprir vinir kveðjast. Ég þekki gleði góða sem græðir allt með varma og sælu er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Ég veit um stjörnu er vakir þó vetrarmyrkur ríki, um ást sem er á verði þó ástir heimsins svíki. Það allt sem ég hef talið er eitt og sama: barnið, sú guðsmynd björt er gæfan og græðir jafnvel hjarnið. Á meðan lífið lifir það ljós mun aldrei deyja. Og mannsins björg og blessun er barnsins stjörnu að eygja. (Hulda.) Með þessu fallega ljóði viljum við kveðja nemanda okkar, Hjördísi Láru. Hjördís var nemandi í 4. bekk í Patreksskóla, rétt að hefja skóla- göngu sína og átti allt lífið fram- undan. Sjaldan er návist dauðans jafn óvelkomin og illskiljanleg og við dauðaslys á börnum. Þegar litlu börnin koma inn í skólann 6 ára gömul finnst okkur skólamönnum það jafn sjálfsagt og lífið sjálft að þau yfirgefi skólann 10 árum seinna og fari út í lífið, tilbúin að takast á við það sem þeim er ætl- að. Þegar barn að leik er fyrirvara- laust kallað brott úr þessu lífi veld- ur það líkum tilfinningum og að eitthvert lögmál hafi verið brotið. Hjördís var falleg og fjörmikil stúlka sem lífið brosti við og engan gat órað fyrir því að hún hyrfi okk- ur svo skjótt. Hve erfitt er stund- um að skilja tilgang lífsins. Hennar er sárt saknað. Við sendum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að hugga þau í sorginni og veita þeim styrk. Fyrir hönd Patreksskóla, Ragnhildur Einarsdóttir, Nanna Sjöfn Pétursdóttir. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Mig langar með örfáum orðum að þakka samfylgdina með lítilli, ljóshærðri og hýreygri stúlku. Allt leiftraði af gleði, jákvæðni og dugn- aði í kring um hana. Ef spurt var um eitthvað, var svarið hjá henni alltaf: „Já“, með þessu geislandi brosi og leiftrandi glettnu augum – maður gat ekki annað en smitast og glaðst við, fundist dagurinn aðeins betri fyrir vikið. Ótrúlegur dugn- aður, elja og jákvæðni einkenndi Hjördísi í allri hennar framkomu, hvort sem var í skólanum, í hlut- verki Maríu meyjar í jólaleikritinu, í sunnudagaskólanum, eða að leik við vini sína. Í litlu þorpi skiptir hver og einn svo óendanlega miklu máli. Höggvið hefur verið svöðusár í lítilli byggð, það svíður og skarðið sem þessi litla stúlka skilur eftir sig er stórt. Allir standa sem einn, hugga, græða og vona. Minningin um Hjördísi verður ljósið á leiðinni sem framundan er. Það er með sárum söknuði sem ég og fjölskylda mín kveðjum þessa glaðværu stúlku, minningin um hana er okkur dýrmæt og mun lifa í hjarta okkar. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til Siggu, Hjartar, stóra bróður og lítilla systkina, einnig til Ingu og Sigga, ömmu hennar og afa, svo og til bekkjarins hennar og ættingja. Megi algóður Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar mikla missi. Við erum hjá ykkur í huganum. Elva, Hannes, Ragnhildur, Jónína og Þuríður. ✝ Sigrún Bjart-marsdóttir var fædd á Húsavík 23.desember 1941. Hún lést 28. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjart- mar Baldvinsson, bóndi á Sandhólum á Tjörnesi, f. 8.7. 1912, d. 29.6. 1982, og Guðný Ingibjörg Sig- valdadóttir, f. 15.10 1911, d. 21.11. 1988. Systkyni Sigrúnar eru Sigvaldi Heiðar Árnason, f. 4.9. 1933, d. 10.1 1979, Baldur Aðalgeir, f. 12.2. 1940, og Margrét, f. 27.1. 1952. Sigrún giftist 31.12. 1966 Sigurjóni Ingimarssyni, frá Holts- koti í Skagafirði, f. 23.12. 1943. Börn þeirra eru Guðný f. 21.2. 1965, dóttir hennar Íris Eva Ómarsdóttir, f. 29.4. 1984, Bjart- mar, f. 30.9. 1966, Guðrún, f. 7.11. 1970, unnusti henn- ar Hlynur Jökulsson, f. 13.9.1971, Inga Margrét, f. 30.4. 1976, unnusti henn- ar Ingi Freyr Ágústsson, f. 29.5. 1975, og Dagný Bryndís, f. 21.6. 1982, sonur hennar Bjartmar Máni Hallgrímsson, f. 18.3. 2000. Útför Sigrúnar verður gerð frá Glaumbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæra Sigrún frænka. Hve und- arlegt það er að þurfa að kveðja þig svo óvænt. Þú varst alltaf hress og tilbúin til að spjalla og fræðast um hagi okkar systranna. Ein af þeim manneskjum sem maður bjóst allt- af við að væru til staðar. En vegir Guðs eru órannsakalegir. Þegar til baka er litið er fullt af minningum þar sem við systurnar komum í heimsókn í Holtskot ásamt foreldrum okkar, eða þá að þú og fjölskylda þín komu í Sand- hóla. Alltaf var eitthvað skemmti- legt og eftirminnilegt brallað, s.s. farið í fjöruferðir, sofið í tjöldum í ýmsum veðrum o.fl. Hinsvegar þegar við krakkarnir stækkuðum urðu samverustundirnar því miður færri. En undanfarin ár þegar þið mamma hafið hist og spjallað ró- lega um daginn og veginn hefur verið gaman að fá að vera með í umræðunum, því þá voru oft rifjuð upp skemmtileg atvik úr bernsku ykkar systkinanna. Þetta voru góðir dagar. Ljóshærð og litfríð og létt undir brún, handsmá og hýreyg og heitir Sigrún. (Jón Thoroddsen.) Elsku Sigurjón, Guðný, Bjart- mar, Guðrún, Inga Margrét, Dagný Byndís, Íris Eva, Bjartmar Máni, Hlynur og Ingi Freyr, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Hvíl í friði, elsku frænka. Þínar frænkur, Guðlaug, Kolbrún, Sigrún Heiða og Ágústa. Kæra vinkona. Skjótt skipast veður í lofti. Síminn hringir. Sorg- arfregn. Sem flytur fregnina um að þú hafir orðið bráðkvödd. Getur þetta verið. Þú sem nokkrum dög- um áður varst svo glöð og hress. Hugurinn hvarflar 40 ár aftur í tímann, þegar við þrjár leigðum all- ar í sama húsi og allt var skemmti- legt og áhyggjulaust. Oft áttum við eftir að rifja upp atburði þessara ára. Síðan skildu leiðir, en alltaf fylgdumst við hver með annarri og heimsóttum hver aðra nokkrum sinnum á ári. Vinátta okkar var alltaf jafn traust. Sérstaklega vill önnur okkar þakka þér fyrir miklar og góðar samverustundir undan- farin ár. Síðasta ár fór heilsu þinni mjög hrakandi. Sökum þessa heilsubrests þurftir þú að hætta að vinna. Auðséð var að ástandið var orðið mjög alvarlegt. En þú áttir alltaf von um bata. Við þökkum þér fyrir trausta og góða vináttu og hlýju sem var svo rík í þínu fari. Við kveðjum þig með söknuði og þessu vísubroti. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt; guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen.) Guð blessi minningu þína. Við sendum Sigurjóni, börnum og öðrum ástvinum samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að leiða þau í gegnum sorgina. Björg og Oddný. SIGRÚN BJARTMARSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect auðveld í úrvinnslu. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.