Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S íðasti aðalfundur Landssíma Íslands var eftirminnilegur öllum þeim sem hann sátu. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórnendur fyr- irtækisins vegna ýmissa atriða sem sumir eigendur þess töldu hafa farið miður. Á fundinum fór fram kosning í stjórn og í lok fundarins voru greidd atkvæði um tillögu um helmingshækkun á launum stjórnarmanna. Þessi fundur var að mörgu leyti erfiður fyrir samgönguráðherra, sem er fulltrúi stærsta eigandans, og stjórnendur Landssímans. Það má hins vegar halda því fram að sú gagnrýni sem þarna kom fram hafi verið nauð- synleg og að þarna hafi eig- endur fyr- irtækisins verið að gegna þeirri skyldu sinni að veita stjórnendum félagsins nauðsynlegt aðhald. Fyrir rúmri viku mætti ég á annan félagsfund, sem fór fram með allt öðrum hætti. Þetta var fámennur fundur, en hann sátu liðlega 30 manns, aðallega starfs- menn og stjórnendur félagsins. Þetta var ársfundur Lífeyrissjóðs verslunarmanna, en ég á aðild að honum. Ég hef aldrei áður mætt á ársfund lífeyrissjóðsins, en ég hef lengi haft áhuga á lífeyrismálum og fór því á fundinn með þann ásetning að taka virkari þátt í störfum sjóðsins. Sjóðurinn skipt- ir mig gríðarlegu máli og ég lít á það sem skyldu mína að taka þátt í starfsemi hans. Áður en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir því hvers konar fyrirbæri ársfundir lífeyrissjóðanna eru. Þegar ný lög voru sett um starfsemi lífeyr- issjóða árið 1997 skapaðist nokkur umræða um hvort tryggja ætti al- mennum sjóðsfélögum meiri áhrif á sjóðina, t.d. hvort veita ætti þeim rétt til að kjósa stjórn. Aðilar vinnumarkaðarins lögðust hart gegn slíkum breytingum en féllust á að í lögin yrðu sett ákvæði um að lífeyrissjóðunum bæri að halda ársfundi. Á fundunum á að gera grein fyrir skýrslu stjórnar, árs- reikningum, tryggingafræðilegum úttektum, fjárfestingarstefnu og tillögum stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Fundurinn hefur hins vegar ekki vald til að kjósa stjórn. Hann hefur ekki vald til að breyta samþykktum sjóðs- ins. Hann hefur ekki vald til að breyta fjárfestingastefnu sjóðsins og hann hefur ekki einu sinni vald til að taka ákvörðun um laun til stjórnarmanna. Samkvæmt sam- þykktum Lífeyrissjóðs versl- unarmanna eiga stjórnendur sjóðsins að „gera grein fyrir ákvörðun um stjórnarlaun“. Það kom því aldrei til þess að það væru nein átök um stjórn- arkjör eða ákvörðun um stjórn- arlaun á ársfundi Lífeyrissjóðs verslunarmanna eins og gerðist á aðalfundi Símans. Raunar fjallaði þessi fundur um ekki neitt. Á hon- um var gerð grein fyrir tölum úr rekstri sjóðsins en þær má flestar finna á heimasíðu sjóðsins. Lítil viðbrögð urðu þegar fundarstjóri gaf orðið laust. Þegar hann ætlaði að slíta fundi bað fyrrverandi for- maður stjórnar lífeyrissjóðsins um orðið. Hann fór nokkrum al- mennum orðum um starfsemi sjóðsins, þakkaði stjórn vel unnin störf og bað fundarmenn að færa framkvæmdastjóra sjóðsins kveðjur um góðan bata, en hann lá heima með flensu þennan dag. Segja má að eina framlag mitt á þessum fundi hafi verið að taka undir þessa kveðju. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur eftir því sem ég sé best verið vel rekinn. Ég hefði því gjarnan viljað láta ánægju mína með störf núverandi stjórnar í ljós með því að greiða henni atkvæði. Ég hef hins vegar ekki atkvæðisrétt. Ástæðan er sú að stjórnin er að hálfu leyti skipuð af samtökum vinnuveitenda og að hálfu leyti af stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur (athugið, af stjórn en ekki af félagsmönnum). Þetta fyr- irkomuleg við skipan stjórnar líf- eyrissjóðanna hefur oft verið gagnrýnt, en forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar, sem hafa varið þetta ólýðræðislega fyr- irkomulag, hafa bent á að fólk hafi áhrif á lífeyrissjóðinn sinn í gegn- um stéttarfélögin. Þessi rök eiga hins vegar ekki við mig. Ég er ekki félagi í VR heldur í Blaða- mannafélagi Íslands og hef engin áhrif á félagið. Ég hef því alls enga möguleika á að hafa áhrif á hverjir eru kosnir í stjórn lífeyrissjóðsins. Sama gildir um félagsmenn í Verslunarmannafélagi Hafn- arfjarðar og fjölmarga aðra. Þess má geta að í Lífeyrissjóði versl- unarmanna voru á síðasta ári 41.142 sjóðsfélagar, en félagar í VR voru um áramót 29.457, þar af 19.189 fullgildir félagar. Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóðs- félaganna og því eru að sjálfsögðu engin rök fyrir því að samtök vinnuveitenda skipi menn í stjórn. Vinnuveitendur hafa fært þau rök fyrir því að þeir séu í stjórn að vinnuveitendur greiði stærstan hluta iðgjaldsins og því sé eðlilegt að þeir hafi eitthvað um það að segja hvernig fjármunum sjóðsins sé varið. Þetta eru fráleit rök. Með sama hætti mætti segja að Neyt- endasamtökin ættu að eiga mann í stjórn BM-Vallár því það séu neytendur sem greiði fyrir vörur steypustöðarinnar og því sé eðli- legt að neytendur hafi eitthvað um það að segja hvernig fyrirtækið verji fjármunum sínum. Það voru samtök launþega og vinnuveitenda sem sýndu þá framsýni á sínum tíma að koma á fót lífeyrissjóðum. Það má kannski segja að það hafi verið eðlilegt að þessi samtök stýrðu sjóðunum meðan verið var að koma þeim á fót og tryggja starf- semi þeirra. Nú er þessi tími lið- inn og eðlilegt að sjóðsfélagarnir fái að kjósa stjórn. Ekkert félag sem ég á aðild að skiptir mig eins miklu máli og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Ég krefst þess að fá að kjósa stjórn sjóðsins. Ég krefst kosninga- réttar Ekkert félag sem ég á aðild að skiptir mig eins miklu máli og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Ég krefst þess að fá að kjósa stjórn sjóðsins. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is KÓPAVOGUR hefur lengi verið nefndur bær „barnanna“ og vissu- lega hefur bæjarfélagið risið undir því heiti. Á síðustu árum hefur ver- ið gert mikið átak í að byggja upp ný og glæsi- leg íþróttamannvirki sem eru og verða stolt okkar Kópavogsbúa. Útivist, líkamsrækt og hverskonar hreyfing er mikilvæg í nútíma þjóðfélagi og sá lífstíll sem æskilegt er að sem flestir tileinki sér. Því er mikilvægt að sveitarfélög komi til móts við þessar þarfir og gangi frá að- stöðu og möguleikum til að íbúarnir geti nýtt sér þennan lífstíl. Aðstaða íþróttafélaganna Kópavogsbær hefur á undanförn- um árum lagt verulega fjármuni í að byggja upp nútíma íþróttaaðstöðu fyrir íþróttafélögin í Kópavogi. Í Kópavogsdal hefur verið byggt íþróttahús, íþróttavellir og aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og nú er verið að taka í notkun nýtt knattspyrnuhús sem einnig er með inniaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og göngu sem eldri bæjarbúar mun án efa nýta sér þegar önnur starfsemi er ekki í húsinu. Þessi aðstaða er við hlið Smáraskóla sem gefur skólanum mikla möguleika á að nýta sér þessi mannvirki. Kópavogsbær hefur samið við Breiðablik um að sjá um rekstur íþróttahússins og knattspyrnuhallar- innar sem ég tel að skila muni báðum aðilum miklum árangri. Í Fossvogsdal er ver- ið að byggja upp að- stöðu fyrir knatt- spyrnudeild HK við Snælandsskóla sem gef- ur skólanum sömu möguleika og Smára- skóla í framtíðinni. Íþróttahús HK er Digranes við Digranes- skóla og rekur félagið húsið samkvæmt samn- ingi við bæjarfélagið. Nú er hafin uppbygg- ing á nýrri aðstöðu í Salahverfi þar sem byggt verður sérhannað íþróttahús fyrir fimleika auk alhliða íþróttasalar sem nýtist fyrir Sala- skóla. Á þessu svæði verða einnig íþróttavellir og önnur aðstaða fyrir útiíþróttir. Eins og sést af þessari upptalningu hefur Kópavogsbær verið með mikið átak í að byggja upp aðstöðu sem telj- ast verður í flokki þeirra bestu sem völ er á. Á stefnuskrá okkar sjálfstæðis- manna er að ljúka þessum mannvirkj- um á næsta kjörtímabili og einnig halda áfram að gera átak í æskulýðs- málum í bænum. Á því kjörtímabili sem er að líða hefur Kópavogsbær gert átak í að setja á stofn félagsmiðstöðvar í öllum grunnskólum bæjarins og hefur þessi starfsemi fengið að blómstra. Við sjálfstæðismenn viljum gjarna halda áfram á þessari braut og einnig byggja upp aðstöðu fyrir eldri ung- linga sem eru hættir í grunnskólum en finna sér ekki farveg í öðru fé- lagstarfi. Þetta á að gera með nýju unglingahúsi að Digranesvegi 12. Þá hefur Kópavogsbær gert samn- ing við dómsmálaráðuneytið um sam- starf í forvarnarmálum og hefur sér- stakur starfsmaður verið ráðinn með aðsetur hjá lögreglunni í Kópavogi til að annast fræðslu á þessu sviði. Öll vitum við hve mikil ógæfa getur fylgt óreglu og fíkniefnaneyslu ung- menna og því er mikilvægt að sveit- arfélögin sinni þessum málaflokki og það hefur Kópavogsbær gert. Með þeim samningi sem nú hefur verið gerður mun fræðsla aukast enn frek- ar og forvarnarstarfið eflast. Í Kópavogi hefur einnig starfað sérstakur forvarnarhópur sem vinnur í sjálfboðaliðsstarfi. Þessi hópur hefur á undanförnum árum fylgst með gangi mála og haft frumkvæði að for- varnarstarfi eftir því sem ástæða hef- ur þótt til á hverjum tíma. Til þess að styrkja æskulýðsstarf- semina enn frekar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn í Kópavogi sett fram í stefnuskrá sinni að auka tómstunda- starf fyrir yngri nemendur í Dægra- dvöl, auka tónlistarkennslu í grunn- skólum og gefa Skólahljómsveit Kópavogs tækifæri á að hafa starf- semi sína í öllum grunnskólum bæj- arins. Þá viljum við styrkja tómstunda- störf á vegum æskulýðsfélaga í bæn- um. Átak í æskulýðs- og íþróttamálum Bragi Michaelsson Kópavogur Forvarnir fyrir ungt fólk, segir Bragi Mich- aelsson, og barátta gegn fíkniefnaneyslu á að vera skylda sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og skipar sjötta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. 1. kapítuli Laugardagur 9. mars 2002. Kl. 6.30 fer til vinnu, umferð lítil, veð- urútlit ágætt, dagurinn lofar góðu. Kl. 10.30 hef ég lokið nauðsynlegustu störfum og ákveð að skjótast heim, Hring- braut, Miklubraut. Allt með kyrrum kjörum. Heimilisfólk allt fjar- verandi. Kl. 10.57 hring- ir síminn. Lögreglu- þjónn kynnir sig kurteislega og tilkynnir varfærnislega: Það hef- ur orðið slys. Á slysstað mæta lögreglubílar, sjúkrabílar og tækjabíll slökkviliðs. Útlitið er ískyggilegt. Í öðrum bílnum tengda- sonur meðvitundarlaus og ómálga sonur hans. Hitt ökutækið strætis- vagn. Fjölskyldulegar ráðstafanir gerðar, hraðferð á slysadeild. Beðið. Þannig hljóðar hið daglega orð. 2. kapítuli Föstudagur 15. mars kl. 12.00. Tjónabílageymsla. Ég fékk áfall er ég skoðaði flakið sem áður var bifreið. Óskiljanlegt hvernig nokkur maður sleppur lifandi frá slíku. Það er hreint kraftaverk. 19. og 20. mars. Fjölskyldan er að rétta við eftir mesta lostið. Líkamleg óþægindi virðast minnkandi. Kvíðinn vegna óvissu um atburðarás hverfur að nokkru þar eð margfaldir vitnis- burðir staðfesta óvéfengjanlega máls- atvik, 100% réttur. Að fenginni reynslu hafði ég raunar búið mig und- ir harðvítug málaferli. Þess gerist víst ekki þörf. 3. kapítuli Til borgarstjóra. Það líður að kosn- ingum. Ég hefi heyrt frambjóðendur spyrja borgarbúa: „Hvernig borg vilt þú sjá á næsta kjörtímabili?“ Mitt svar númer eitt, tvö og þrjú er: Ég vil sjá borg, þar sem fólki og fjölskyldum er óhætt að fara út úr húsi án þess að eiga yfirvofandi að koma heim aftur í hjóla- stól eða líkkistu. Mér er nokk sama um Perlur og pólitísk gæluverk- efni. Það er frumskylda þeirra sem trana sér fram til opinberrar þjónustu að tryggja ör- yggi borgaranna með öllum tiltækum ráðum. Úrræðin eru fyrir hendi. Til lögreglustjóra. Tilefni orða minna nú eru fjölmörg, þótt loka- punkturinn sé umferð- aróhapp hinn 9.3. 2002 á Hringbraut/Njarðargötu. Ekki geri ég athugasemdir við skýrslugerð eða störf hjálparmanna á vettvangi, eða starfsfólks á slysadeild. Þau eru að mínu mati óaðfinnanleg og aðdáunar- verð. En hvað er þá að? Það eru und- irliggjandi þættir sem valda því að yf- irleitt þurfi á framangreindri aðstoð að halda í þeim mæli sem reyndin er, þættir sem nauðsynlegt er að halda í skefjum. Þeir eru greinanlegir og þeir eru þekktir. Aðeins þurfa réttir aðilar, m.a. embætti lögreglustjóra, að taka þá fastari tökum en gert er. Til Umferðarráðs. Það er ekki öf- undsvert hlutskipti að sitja í Umferð- aráði þessi misseri. Margir telja sig hafa vit á þeim málum og leggja fram hugmyndir til lausnar vandanum. Ekki þekki ég meðhöndlun Umferð- arráðs á tillögum sem því berast, utan þeirrar sem ég lagði fram með bréfi dags. 17. ágúst 2000. Þeim mun oftar sem ég velti henni fyrir mér og betr- umbæti, finnst mér hún líklegri til nokkurs árangurs, ásamt öðru, til langs tíma litið. Það hefur hins vegar ekki þótt ástæða til að virða hana svars. Um það hefi ég ekki mikið að segja, en hitt er óþolandi að ástæður stöð- ugrar fjölgunar banaslysa í umferð- inni og óheyrilegrar tjónatíðni, virð- ast ekki teknar þeim tökum sem óhjákvæmilegt er til að stöðva og snúa þeirri óheillaþróun við. 4. kapítuli Ég vona að mér fyrirgefist þótt ég grípi til þess örþrifaráðs að senda of- annefndum aðilum sitt í hvoru lagi og sameiginlega þetta sundurlausa er- indi með þá von í huga að nú þegar taki þeir höndum saman og herði bar- áttuna gegn þessari vá og öll vett- lingatök í þeim efnum verði niður lögð. Slys gera ekki boð á undan sér og verða aldrei að fullu umflúin, en ann- að eins blóðbað og eignaspjöll sem ríkja að óþörfu í umferðinni í dag eru gjörsamlega óþolandi og verður að stöðva. Ástæður slysanna eru marg- ar, en fjölmörg úrræði eru líka fyrir hendi. Að þessu sinni legg ég fram að- eins eina tillögu, sem er fljótvirkasta, ódýrasta og árangursríkasta aðferðin til að fækka slysum. Það verður að stórauka eftirlit í umferðinni. Undan því verður ekki vikist. Mér hefur ver- ið tjáð að búið sé að eyðileggja um- ferðardeild lögreglunnar með niður- skurði, frá því sem hún áður var. Er þetta rétt og hver ber þá ábyrgðina? Verði ekkert að gert til úrbóta hlýtur ábyrgðin að flytjast til þeirra sem kjörnir og ráðnir eru til meðhöndlun- ar þessara mála. Og ég spyr að lok- um: Hvaða störfum er lögreglan að sinna, sem heitar brenna á lands- mönnum? Upp á líf og dauða Björn H. Björnsson Reykjavík Annað eins blóðbað og eignaspjöll í umferðinni eru óþolandi, segir Björn H. Björnsson, í opnu bréfi til borgar- stjóra, lögreglustjóra og Umferðarráðs. Höfundur er umsjónarmaður fasteigna við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.