Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 67 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert fagurkeri og fæddur listamaður, en getur verið dulur um eigin málefni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að verja talsverð- um tíma í að eyða misskiln- ingi sem hefur komið upp, því þér hefur ekki tekist að flytja mál þitt sem skyldi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að láta aðra fara í taugarnar á þér. Það skemmir bara fyrir þér dag- inn en með þolinmæði leiðir þó allt til betri vegar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur til samkenndar með öðrum og vilt leggja þitt að mörkum. Láttu í þér heyra og þá færðu næg tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fátt jafnast á við glaða stund í góðra vina hópi en mundu að vináttan er ekki bara á aðra hönd heldur þarf hún að vera gagnkvæm. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það má sjá margt í spaugi- legu ljósi í dag svo láttu ekki smáóhapp koma þér úr jafn- vægi. Njóttu dagsins í faðmi fjölskyldunnar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það má búast við breyting- um og þótt nokkurs kvíða gæti máttu ekki láta hann ná tökum á þér því breytingar geta reynst þér mikil gæfa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú kemst ekki lengur hjá því að gera áætlanir fyrir framtíðina. Brjóttu odd af oflæti þínu og farðu eftir þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að reyna að þoka málum áleiðis í dag. Það er bara þegar menn hætta að reyna sem leikurinn er tap- aður. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er nauðsynlegt að halda sig á mottunni, hvað fjárút- lát varðar. Láttu gylliboð lönd og leið og leggðu til hliðar allt sem þú mátt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það getur verið varasamt að fara um ókunnar slóðir án nokkurs undirbúnings. Leit- aðu í smiðju þeirra sem hafa áður lagt leið sína þarna um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú skaltu gera ferðaáætlun og þegar staðurinn hefur verið ákveðinn skaltu fræð- ast um hann svo þú njótir ferðarinnar til fulls. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er gott ráð að gera sjálf- um sér glaðan dag við og við. Það þarf ekki að kosta mikið að lífga upp á tilveruna með einhverjum hætti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT NAUT OG LÓA Naut, sérðu lóuna létta, hún líður í bláhimins sal, jafnlendis jörðu við slétta þú jórtrandi liggur í dal. Þér lízt ekki á lóuna smáu né létta himnaför, né sönginn í sölunum bláu og sumargleðinnar fjör. Þú baular með öskrinu illa, ýskrandi segirðu þá, að vænna sé vömbina að fylla og velta sér jörðinni á. - - - Steingrímur Thorsteinsson FYRRA verkefni dagsins er að spila sex hjörtu í sveitakeppni. Andstæðing- arnir hafa ekkert blandað sér í sagnir og vestur hittir á óþægilegt útspil – laufníu: Norður ♠ KDG7 ♥ 732 ♦ Á62 ♣Á43 Suður ♠ -- ♥ ÁKD10965 ♦ DG3 ♣DG7 Fyrir siðasakir er rétt að skoða kerfiskort mótherj- anna og þar stendur að þeir spili út „öðru hæsta frá brotinni röð“, eða tíunni frá K109. Þar með minnka lík- urnar á því að útspilið sé frá laufkóngi og nían virðist vera frá tvíspili eða hrein- lega ein á ferð. Hvernig er best að spila í því ljósi? Stunguhættan er veruleg og því er líklega skást að taka á laufás og trompsvína strax fyrir spaðaásinn. Það er ekkert svigrúm til að trompa spaða fyrst í rann- sóknarskyni, og ekki borg- ar sig að taka trompin, því það er alls ekki öruggt að hjartasjöa blinds sé inn- koma. Með þessu móti vinnst spilið ef spaðaásinn er réttur og ennfremur þegar vestur á eitt lauf og tígulkóng. Spilið kom upp í aðaltví- menningi Bridsfélags Reykjavíkur á þriðjudags- kvöldið og leit allt svona út: Norður ♠ KDG7 ♥ 732 ♦ Á62 ♣Á43 Vestur Austur ♠ Á865 ♠ 109432 ♥ G4 ♥ 8 ♦ K10974 ♦ 85 ♣98 ♣K10652 Suður ♠ -- ♥ ÁKD10965 ♦ DG3 ♣DG7 Þeir sem sögðu slemm- una fengu yfirleitt spaðaás- inn út og unnu þar með sex eða sjö eftir atvikum. Hitt var algengara að vestur hitti á laufútspil gegn fjór- um hjörtum. Og þá er það síðara verkefni dagsins: Hvernig á að spila fjögur hjörtu í tvímenningi með laufníu út? Hvað segja menn um þessa hugmynd: Taka á laufás og spila spaðakóng. Þegar austur fylgir með smáspili má telja fullvíst að hann eigi ekki ásinn. Spaða- kóngur er því trompaður. Svo er ÁK í hjarta spilað og slagur gefinn á laufkóng. Ef austur spilar ekki tígli um hæl, heldur laufi eða spaða, rennur upp þvingun á vest- ur í lokastöðunni. Vestur á spaðaás og fimmlit í tígli og það er meira en hann ræður við að valda. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 100ÁRA afmæli. Ídag, laugardaginn 11. maí, verður hundrað ára Kristín Guðmundsdóttir, Álfaskeiði 64 a5, Hafnar- firði. Af því tilefni mun Kristín taka á móti ættingj- um og vinum á afmælisdag- inn kl. 14–16 í Stjörnuheim- ilinu, Garðabæ. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 d5 4. exd5 exd5 5. d4 Be7 6. Rf3 0–0 7. Be2 Rbd7 8. 0–0 dxc4 9. Bxc4 Rb6 10. Bb3 c6 11. He1 Bf5 12. Re5 Rfd5 13. Df3 Be6 14. Re4 f6 15. Rd3 Bf7 16. Rec5 Dc8 17. Bd2 Rd7 18. Re4 R5b6 19. Rf4 Rc4 20. Rh5 Rdb6 21. Bf4 Bd5 22. Dg3 Hf7 23. Bh6 Df8 24. Bc2 Kh8 25. Bc1 Bb4 26. He2 He8 27. a3 Bd6 28. Bf4 Bxe4 29. Hxe4 Hxe4 30. Bxe4 g5 31. Bxd6 Dxd6 32. Dc3 De6 33. He1 He7 34. He2 Rd6 35. Rg3 Dc4 36. Dd2 Da2 37. f3 Rbc4 38. Dc3 Rb5 39. Db4 He8 Staðan kom upp á Reykjavíkurskák- mótinu sem lauk í mars. Normundus Miezis (2.498) hafði hvítt gegn Arnari Gunnarssyni (2.322). 40. Bxc6! Db1+ Ekki gekk upp að seil- ast eftir manninum þar sem þá yrði svartur mátaður. Í framhaldinu verður svartur peði undir án nægra bóta. 41. Kf2 Hxe2+ 42. Rxe2 Rbd6 43. Bxb7 a5 44. Dc5 Dxb2 45. Bd5 Dxa3 46. Dc7 De3+ 47. Kf1 Db3 48. Dd8+ Kg7 49. De7+ Kg6 50. Kf2 Db8 51. h4 Dh8 52. h5+ Kh6 53. Bxc4 Rxc4 54. Kg3 g4 55. f4 og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir t.d. 55. ...a4 56. Kh4 a3 57. Rg3 og hvítur mátar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gef- in voru saman 6. apríl sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthíassyni Lín- ey Sigurðardóttir og Atli Már Jó- hannesson. Heim- ili þeirra er í Búð- argerði 4. EDEN HVERAGERÐI Bjarni Jónsson, listmálari, hefur opnað sýningu í Eden. Sýningin stendur til 20. maí. Mikið af þjóðlegum myndum. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 25. og 26. maí. Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Jóga mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 v/Háaleitisbraut „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einn- ig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 11. maí, er 85 ára Bergþóra Guðlaugsdóttir, Garðvangi, Garði, áður Skólavegi 4, Keflavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 15–19 á Garðvangi, Garði. HIN árlega fuglaskoðunarferð Ferðafélags Íslands, Hins íslenska náttúrufræðifélags og Fuglavernd- arfélags Íslands verður farin laug- ardaginn 11. maí. Fuglaskoðunarferðirnar hafa átt miklum vinsældum að fagna allt frá árinu 1970 og til er skrá yfir alla fugla sem sést hafa á þessum ferð- um, samtals 79 tegundir. Þar á með- al eru allar algengustu tegundirnar en líka sjaldséðir fuglar, svo sem skeggþerna, hringdúfa og gaukur. Meðal viðkomustaða í ferðinni eru Álftanes, Hafnarberg og Garðskagi en á öllum þessum stöðum er fuglalíf mjög fjölbreytt. Gott er að hafa með sér sjónauka og sjálfsagt að taka með fuglabókina. Þátttakendur fá lista yfir þær tegundir sem sést hafa og merkja við þá fugla sem sjást í þessari ferð og leggja þannig sitt af mörkum til bókhaldsins. Leiðsögu- maður og fararstjóri verður Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræðing- ur. Verð kr. 1.700/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 9 með viðkomu í Mörkinni 6. Fuglaskoð- unarferð með leiðsögn BLÓMASTOFAN Eiðistorgi er með sýningu alla helgina á brúðarvönd- um, skreytingum og öllu sem við- kemur brúðkaupum og veislum. Einnig sýnir Guðbjörg Kr. Ingv- arsdóttir í Aurum skart og Ásta Guðmundsdóttir í Kirsuberjatrénu brúðarkjól. Allir velkomnir. Brúðarsýning á Eiðistorgi KYNNING á stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins í sveitarfélaginu Árborg fer fram á kosningaskrifstofu D- listans á Austurvegi 22, Selfossi, laugardaginn 11. maí nk. kl. 14. Íbúum Árborgar er boðið að líta inn og kynna sér málin og hitta frambjóðendur. Boðið er upp á kaffi og kökur, auk góðgætis fyrir yngstu kynslóðina. Ungir sjálfstæðismenn bjóða í pizzaveislu um kvöldið þar sem ungt fólk er hvatt til að koma saman, spjalla og kynna sér málin. Kosningaskrifstofan er opin kl. 16-20 virka daga og frá kl. 11 um helgar og er alltaf heitt kaffi á könnunni fyr- ir gesti og gangandi. Kynning á stefnuskrá D- listans í Árborg D-LISTI sjálfstæðismanna í Kópa- vogi opnar kosningaskrifstofur sínar formlega í dag, laugardaginn 11. maí, í Bæjarlind 12 og sunnudaginn 12. maí í Hamraborg 1, 3. hæð. Opn- un kosningaskrifstofunnar í Bæjar- lind hefst klukkan 16.00 með ávarpi Gunnars I. Birgissonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar ásamt lifandi tónlist. Opnun kosningaskrifstofunnar í Hamraborg hefst klukkan 14.00 með ávarpi Sigurrósar Þorgrímsdóttur, sem skipar fjórða sæti listans. Í til- efni mæðradagsins eru mæður sér- staklega boðnar velkomnar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kosningaskrifstofurnar verða opnar frá klukkan 14.00-20.00 virka daga og frá klukkan 10.00-17.00 um helgar. Alltaf heitt á könnunni. Nánari upplýsingar er að finna á www.xdkop.is. D-listi opnar kosninga- skrifstofur B-LISTI framsóknarmanna í Kópa-vogi opnar kosningaskrifstofu á Salavegi 2 sunnudaginn 12. maí. Kosningaskrifstofan á Salavegi verður opnuð klukkan 14 með ávarpi Sigurðar Geirdals, oddvita Fram- sóknarflokksins í Kópavogi. Boðið verður upp á léttar veitingar. Íbúar Kópavogs eiga þess kost að spjalla við frambjóðendur um mál- efni komandi sveitarstjórnarkosn- inga. Kosningaskrifstofan á Salavegi verður opin fyrst um sinn kl. 17-20 virka daga. Jafnframt er rétt að minna á að kosningaskrifstofan á Digranesvegi 12 er opin kl. 13-18 alla virka daga og frá kl. 11-18 um helg- ar. Opna kosninga- skrifstofu í Kópavogi FRÉTTIR FRAMHALDS-bílskúrssala verður í bílskúrnum á Hávallagötu 16 sunnudaginn 12. maí kl. 11.30–17. Allir ágóði af sölunni rennur í Við- haldssjóð orgels Kristskirkju, Landakoti. Bílskúrssala til styrktar orgeli DAGANA 15. til 18. maí og kosn- ingadaginn 25. maí nk. mun merkja- sala Blindrafélagsins fara fram um land allt. Sala á merkjum Blindrafélagsins er mikilvæg til fjármögnunar á starfsemi félagsins. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð með frjáls- um framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum. Félagið vill hvetja almenning til að aðstoða við sölu á merkjum og styðja félagið með því að kaupa merki af sölufólki, segir í fréttatilkynningu. Merkin verða seld á fimmhundruð krónur. Merkjasala Blindrafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.